Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                         !"#$%        ! !" # !"$%" $ &  $#  ' ( "(       "()"' # &   "()"' # ' '  "()"' #  ( *"     $ +,  ' ( ( (    *(   - *( . (  $ "    *(   - *( .   $ "  ()  *(   - *( .   $ "   ) * *(   - *( .   $ "          !"!           !# $            "()"'                                                     '   "+ ,%       # !"$ "  &  $#  ' ( "( /  !    ! ) #  "()"' $   ' ! )     &  ' ( 0 ! 1! /" 2                       3"" 4#  556 '  $ !"% ' !"  # $ " &     "(  ! !  !# % & !  " ! ALÞJÓÐA hafrannsóknaráðið, ICES, leggur til auknar veiðar á norsk-íslenzku síldinni á næsta ári. Ráðir telur hæfilegt að veiða 1.280.000 tonn af síld, en á þessu ári er gert ráð fyrir að heildaraflinn verði 967.000 tonn. Ekki hefur náðst samkomulag um veiðar á norsk-ís- lenzku síldinni undanfarin ár og hef- ur það strandað á kröfu Norðmanna um verulega aukna hlutdeild. Stofn norsk-íslenzku síldarinnar er nú einhver stærsti fiskistofn í heimi, en hrygningarstofninn er tal- inn ríflega 10 milljónir tonna. Með ríflega milljón tonna veiði árlega er það mat ICES að hrygningarstofn- inn haldist um eða yfir 10 milljónir tonna. Það er árgangurinn frá 2002, sem ber hrygningarstofninn uppi núna ásamt árgöngunum frá 1998 og 1999, en árgangurinn frá 2004 er einnig sterkur. Ekkert samkomulag Það eru Noregur, Ísland, Rúss- land, Færeyjar og Evrópusamband- ið, sem nýta norsk-íslenzku síldina. Á síðasta áratug tókst með þessum þjóðum samkomulag um skiptingu leyfilegs heildarafla, en síðustu árin hefur ekkert samkomulag verið í gildi að þessir aðilar selt sér sjálf- dæmi. Norðmenn gerðu fyrir þessa vertíð samkomulag við ESB um veið- arnar. Samkvæmt samkomulaginu myndu Norðmenn veiða 564.200 tonn af norsk-íslenskri síld 2006 og skip aðildarríkja ESB 62.000 tonn. Þá fengu ESB-skip að veiða síld í norskri lögsögu og einnig var banni við löndun þeirra á síld í Noregi af- létt. Með samkomulaginu var ljóst að veiði úr norsk-íslenzka síldarstofnin- um yrði langt umfram veiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins sem var 732.000 miðað við samkomulag strandríkjanna, Íslands, Noregs, Færeyja, Rússlands og ríkja ESB um langtímanýtingu stofnsins. Samkvæmt fyrri samningi aðildar- ríkjanna 1996 gerðu strandríkin samning um skiptingu veiða úr stofn- inum þannig að í hlut Noregs komu 57%, Íslands 15,54%, Rússlands 13,62%, ESB 8,38% og Færeyja 5,46%. Vegna krafna Normanna um aukna hlutdeild þeim til handa hefur samkomulagið verið í uppnámi frá árinu 2003. Þetta hefur leitt til þess að meira hefur verið veitt úr stofn- inum en markmið um langtímanýt- ingu hans gerir ráð fyrir. Á þessu ári settu Norðmenn sér einhliða kvóta úr stofninum sem var mun hærri en hlutur þeirra samkvæmt samningn- um frá 1996 kvað á um. Það leiddi til þess að hin strandríkin hækkuðu einnig kvóta sína. Hlutdeild Íslands úr veiðunum nú er 154.000 tonn og er langt komið með að veiða upp í það. Aflinn er orðinn 148.600 tonn eða um 97% af leyfilegum afla. Miðað við að Ísland taki sér kvóta í samræmi við gamla samkomulagið, ættu að koma tæplega 200.000 tonn í hlut okkar, sem er aukning um tæp 46.000 tonn miðað við kvótann í ár. Leggur til aukna veiði á norsk-íslenzku síldinni Morgunblaðið/Alfons Síldveiðar Nú leggur Alþjóða hafrannsóknaráðið til aukningu á leyfilegum afla af norsk-íslenzku síldinni. Gera má ráð fyrir að hlutur Íslands aukist. Samkvæmt tillögum Alþjóða hafrann- sóknaráðsins gæti hlutur Íslands aukizt um 46.000 tonn ÚR VERINU STAÐA kolmunnastofnsins er ekki góð að mati Alþjóða hafrannsókna- ráðsins, enda hefur afli verið langt umfram tillögur þess að und- anförnu, eða um tvær milljónir tonna á ári. Ísland Noregur, Færeyjar og ESB hafa gert með sér sam- komulag um skiptingu aflans og heildarafla. ICES telur þau mörk of há og leggur til að aflinn á næsta ári verði innan við eina milljón tonna.Verði það niðurstaðan mun hlutur allra minnka um helming og í hlut Íslands kæmu þá um 176.000 tonn í stað 352.000 tonna núna. Noregur hafur veitt mest undan- farin ár en Ísland næstmest. Minni kolmunnaveiði? ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,07% í Kauphöll Íslands í gær og var 6.509,84 stig við lok viðskipta. Atlantic Petroleum hækkaði um 11,58%, Glitnir um 1,4%, en Kaup- þing lækkaði um 1,01%. Gengi íslensku krónunnar styrkt- ist um 0,21% í gær. Gengisvísitala krónunnar var 117,86 stig er mark- aðurinn var opnaður en var 117,6 stig þegar honum var lokað. Gengi Bandaríkjadollara er nú 68 krónur og gengi evrunnar er 85,17 krónur. Krónan styrkist ● HLUTHAFAFUNDUR Kaupþings samþykkti í gær að bankinn greiði hluthöfum sínum í arð 830.691.316 hluti í Exista hf, sem svarar til 7,7% af heildarhlutafé Exista, en hluthafar í Kaupþingi munu fá 1,25 hluti í Ex- ista fyrir hvern hlut í Kaupþingi Banka. Markaðsvirðið er ríflega 19 millj- arðar króna. Líklegt má telja að aldr- ei áður hafi almenningshlutafélag á Íslandi greitt jafnháa fjárhæð í arð til hluthafa sinna. Lokagengi Kaupþings í Kauphöll Íslands í gær var 881 króna á hlut en Exista 22,60. Arðsréttindadagur á Íslandi var í gærmorgun, en arðgreiðslan mun fara fram 26. október 2006. Stærsta arðgreiðslan SENA hefur keypt ráðandi hlut í tónleika- og umboðsfyrirtæki Einars Bárðarsonar, Consert ehf., sem hann stofnaði árið 2000. Kaupverðið er ekki uppgefið en kaupin eru með fyrirvara um samþykki samkeppnis- yfirvalda. Í tilkynningu er haft eftir Einari að hann hafi frá því í byrjun þessa árs verið að leita að ákjósanlegum samstarfsaðila í rekstri Consert, en mikið af tíma hans fari nú í rekstur útgáfufélagsins Believer í London. „Sena er sterkasta félagið á sviði af- þreyingar á Íslandi og ég tel mig geta lært mikið af því reynslumikla fólki sem þar er,“ segir Einar. „Ég horfi með bjartsýni á það sem er framundan hjá Concert. Ég er stolt- ur af þeim árangri sem félagið hefur náð á síðustu 6 árum og ég er sann- færður um að þetta eigi eftir að efla félagið gríðarlega.“ Haft er eftir Birni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Senu, í tilkynn- ingunni að það séu gríðarlega mikil verðmæti í Concert, bæði vörumerk- inu og starfsfólkinu. Segir hann að Sena hafi um nokkurt skeið ætlað sér inn á tónleikamarkaðinn. Með ráðningu Ísleifs Þórhallssonar, en hann var ráðinn til starfa hjá fyr- irtækinu í sumar til að styrkja vett- vang fyrir lifandi tónlist og aðra við- burði, og með kaupunum á Consert sé Sena að leggja grunn að metn- aðarfullri uppbyggingu á deild sem muni ráðast í stórverkefni í lifandi tónlist. Fram kemur í tilkynningunni að Ísleifur Þórhallsson muni stjórna tónleikahaldi Consert en Helga Lilja Gunnarsdóttir verði áfram fram- kvæmdastjóri félagsins. Þá muni Einar Bárðarson áfram starfa við Consert auk þess sem hann muni sitja í stjórn félagsins. Samhliða því muni Einar sinna ráðgjafastarfi í út- flutningi á íslenskri tónlist, fyrir stjórn og framkvæmdastjóra Senu. Morgunblaðið/ÞÖK Góður árangur Nylon-flokkurinn hefur verið að ná góðum árangri í Bret- landi, en Einar Bárðarson á einmitt heiðurinn af stofnun hans. Sena kaupir Consert ehf. AVION Group hefur fyrir hönd dótt- urfélags sín, Eimskip Atlas Canada, náð samkomulagi við kanadíska frystigámafélagið Atlas Cold Stor- age um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion hækkar tilboð sitt, sem upphaflega var lagt fram í ágúst- mánuði síðastliðnum, úr 7,0 kanad- ískum dollurum á hlut í 7,50 dollara. Heildarvirði Atlas er um 583 millj- ónir kanadískir dollarar eða um 35 milljarðar íslenskra króna. Magnús Þorsteinsson, stjórnar- formaður Avion, segir í tilkynningu að yfirtaka Atlas skipti miklu máli fyrir framtíðarsýn Eimskips. „Með Atlas kemur Eimskip til með að ráða yfir meira en 90 hitastýrðum geymslum um allan heim. Þessi kaup koma til með að tryggja betri þjón- ustu til viðskiptavina beggja fyrir- tækjanna og tryggja mjög sam- keppnishæfa flutningsþjónustu,“ segir Magnús. Atlas Cold Storage er annað stærsta kæligeymslufyrirtæki Norð- ur-Ameríku og er með 53 frysti- og kæligeymslur í Bandaríkjunum og Kanada. Starfsmenn félagsins eru um 4.500 talsins. Mælt með yfir- töku Avion       '  (# !  &  !)  (%*)+ %, - .     -./ 0 1, ,0/ 7  85 +!( ! 7 +!( " 85 +!(  85 +!( 9 "" % 85 +!( : '4; +!( * 85 +!( 8  4 " +!( 0 5& ' 4 " +!(  4 " .  +!(   +!(  7 * +  +!( <)*  7 <  $  $9 # *-#!(4( +!( = +!( 2  #.) 3 45  3> +!( * ' 85 +!( ?7  7 85 +!( @6+ - +!( AB'' ' $ %  +!( C %  +!( 6#5"  5  7 #!, '    !(  8+  9*5 ?D3E :5 ,5    #    #                                                               F    "5  '  A4  "  'G 0 5  ( ( ( ( ((  ( ( ( ( ( (  ( ( ( ( ( ( ( ((  ( ( (  (( ((  ( ( ( ( ( (  ( ( (  ( (   ((                                        C "5  " $ AF( H +'  *-%  "5               "(  @  I J<    $# $# K K *A 3 :L   $# $# K K DD M L ""+(    $# $# K K M L 0+%! @""     $# $# K K ?D3L :N O    $# $# K K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.