Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 41 menning LÖG Jóhanns G. Jóhannssonar eru flestum kunn. Hann er frábær laga- höfundur og getur labbað afturábak eins og enginn annar. Jó- hann kann líka að út- setja lögin sín vel og er fyrirmyndar söngvari. Hljómsveitin Sixties er hér á ferð með plötu þar sem þeir hafa tekið upp lög Jóhanns í eigin útgáfum. Það er ekki hverjum sem er fært að taka tónlist eftir einn af merkilegustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og gjör- samlega slátra henni með slöppum út- setningum og almennum leiðindum. Einhvern veginn hefur Sixties farið á mis við að koma til skila þeim frábæra efniviði sem þeir höfðu til að vinna úr. Tilþrifaleysið er algert. Frábærir slag- arar lyppast niður í innantóma með- almennsku og hinu glæsilega lagi „Hvers vegna varst’ ekki kyrr“ er mis- kunnarlaust misþyrmt. Sömu sögu er að segja um „Fiskurinn hennar Stínu“ (fiskinn minn, namminamminamm). Þá tilfinningu sem gæddi lagið lífi og gerði það að fylleríssöng heillar kynslóðar er hvergi að finna. Í staðinn fáum við að heyra flatneskjulega drauga-útgáfu af annars mjög hressandi lagi. Ég er ekki að segja að lögin eigi að vera eins og áð- ur eða neitt slíkt en þau þurfa að hafa persónuleika og nærveru til þess að verða eftirminnileg. Þessi plata er áreiðanlega fín á fón- inn í einhverju afmælinu eða fullorð- inspartíinu. Þar á hún líka heima. Hún hefur því miður svo lítið tónlistarlegt gildi vegna þess að ekki aðeins eru þetta allt lög eftir annan listamann heldur líka er platan svo óskaplega ófrumleg að hún nýtur sín alls ekki sem tónverk. Hún er vel unnin, það vantar ekki, hún er bara ekki neitt. Mér finnst mjög leiðinlegt að þurfa að gefa plötunni svona slæman dóm, hún er bara svo óskemmtileg að ég get ekki orða bundist. Ég skil ekki til- ganginn í því að gefa svona plötur út, þær gera ekkert nema að taka upp pláss frá plötunum sem skilja eitt- hvað eftir sig. Sixties er fín hljóm- sveit, ég fór á ball með þeim fyrir nokkrum árum og skemmti mér kon- unglega. Ég get ekki sagt að þessi plata hafi gert það sama fyrir mig. Hún er hvorki illa gerð né óvönduð, hún bætir því miður engu við. Algert tilþrifaleysi TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geislaplata hljómsveitarinnar Sixties nefnd Hvað er Hvað verður. Á henni eru leikin lög eftir Jóhann G. Jóhannsson. Sixties eru þeir Rúnar Örn Friðriksson sem syngur, Ingi Valur Grétarsson syng- ur, spilar á gítar og mandólín, Svavar Sig- urðsson leikur einnig á gítar, Guðmundur Gunnlaugsson sér um trommur og slag- verk og Ingimundur Óskarsson leikur á Rhodes og bassa. Einnig koma fram þau; Pétur Hjaltested á Wurlitzer, Hammond og önnur hljómborð og Aðalheiður Mar- grét Gunnarsdóttir syngur í laginu Við speglum. Hljóðritað af Jóni Skugga og Pétri Hjaltested í Skuggahlíð, Hljóð- smiðjunni og Stúdíói September. Hljóð- blandað af Pétri Hjaltested. Bjarni Bragi sá um stafræna tónjöfnun. G.G. gefur út Sixties – Hvað er Hvað verður  Helga Þórey Jónsdóttir ALLT er í heimi afstætt, og þó að húsfyllir í Salnum sé fjarri því að vera einsdæmi, þá var 2/3 sætanýtingin (um 200 gestir) á föstudag það örugg- lega á þessum Norrænu mús- íkdögum. Þarf fáum getum að orsök leiða, því meðal dagskrárefnis var frumflutningur nýs íslenzks píanó- konserts. Þeir eru ekki of margir fyr- ir, og dró þaðan af síður úr forvitni áheyrenda að sólistinn var yngsta og skærasta von okkar í píanóleik. Lars-Petter Hagen frá Noregi var efstur á blaði með „Concepts of Sor- rows and Dangers“ [13’], eins konar ígildi saxófónkonserts, þó að fjöl- skrúðug 13 manna áhöfnin væri óra- vegu frá hefðbundinni klassískri skip- an og tefldi m.a. nokkrum afrískum þjóðarhljóðfærum saman við sígild eða nútízkuleg tónamboð. Formið var einfalt fimmskipt rondó með púls- lausum etnískum hjarðsælum á hvössu nútíma hljómamáli fyrst, í miðju og síðast utan um tvo ljúfa suð- ræna dansa við m.a. trommu- heilaslátt. Hér var stílblendin „cross- over“-hyggja s.s. í fullu veldi, og sló sú samsetningardirfska mann sem nýstárlegri en flest sem áður hafði fyrir eyru borið á yfirstandandi hátíð tónrænnar nýlundu. Gamla ávarpið „fastir liðir eins og venjulega“ átti hins vegar vel við „Sor- gestråk“ [15:15] eftir sænsku Marie Samuelsson, ef marka má hve styrkl- insumótað hljómklasaferlið sór sig mikið í ætt við algengustu smíðaað- ferðir síðustu 40 ára. Áferðin var í meginatriðum eins út í gegn og minnti mann helzt á slembiskvettnar litak- lessur á hæggengu færibandi. Ósjálf- rátt rifjaðist upp Rolling Stones glefsa frá sömu upphafsárum alþjóðastílsins: „Who wants yesterdays’ papers?“ Eða hvar var nýsköpunin? „Fresh“ [17’] eftir Finnann Sampo Haapamäki var í sjálfu sér ekki miklu frumlegra en Sorgarstígarnir en aft- ur á móti gætt sýnu meiri krafti og hrynskerpu. Það hélt ágætri athygli, ekki sízt þökk sé fjölbreyttri útfærslu og frísklegri túlkun undir snöfurlegri stjórn Davids Curtis þar sem púls- rytmísk innslög, jafnvel þótt örfá væru og stutt, björguðu miklu fyrir heildarhlustunina. Píanókonsert nr. 2 [27:15] eftir Snorra Sigfús Birgisson kom nánast fyrir sem vandlega dulbúið snemm- rómantískt bravúraverk. Hann var m.a.s. í þrem þáttum, sá hægi auðvit- að í miðju, og fínallinn eins nálægt því að vera klassískt lokarondó án þess að hverfa aftur á náðir dúrs og molls. Ríkidæmið í orkestralli og hljóm- rænni litaáferð jafnt sem í rytma og úrvinnslu var slíkt að sjaldan þessu vant langaði mann að heyra nýtt hljóðfæraverk sem fyrst aftur. Ca- put-liðar léku allir líkt og á banka- stjórakaupi, og Víkingur Heiðar léði viðamiklum einleiknum þá glans- miklu snerpu og skáldlegu dýpt sem sannur virtúós getur frekast lagt til málanna. Enda var loks bravóað af gegnheilli sannfæringu. Dulbúin rómantík TÓNLIST Salurinn Verk eftir Lars-Petter Hagen, Marie Samu- elsson (frumfl.), Sampo Haapamäki og Snorra Sigfús Birgisson (frumfl.) Einleikarar: Rolf-Erik Nystrøm alt-saxófónn, Víkingur Ólafsson píanó auk Maju Ratkjes, Kuoame Serebas og Becayes Aws. Hljóm- listarhópurinn Caput u. stj. Davids Curtis. Föstudaginn 13. október kl. 19. Norrænir tónlistardagar Ríkarður Ö. Pálsson Sjáðu hvernig raunveruleikinn lítur út í sjónvarpi Hugsaðu stórt og sjáðu skýrt með HITACHI 42PD9700 42” HD ready plasma sjónvarpi. P IP A R • S ÍA • 6 0 4 3 7 • Upplausn 1024 x 1080 punktar. Yfir 1000 línur! • 68,6 milljarðar lita. Nýr 1080 punkta myndkubbur gerir myndina ótrúlega skarpa og góða. • 2 x HDMI / 3 x scart / Component / USB / tengi fyrir bassa og SD minniskortalesari. • Uppfyllir öll skilyrði til að vera HD ready og gott betur. • Rafdrifinn snúningsfótur. Glæsileg hönnun. Verð kr. 479.995 Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is www.raunveruleikasjonvarp.is HITACHI fæst hjá söluaðilum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.