Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 15 ERLENT Knarrarvogi 4, Reykjavík Skilagjaldið er 10 krónur Besti grunnskóli í heimi Hvernig getum við tryggt börnum okkar besta grunnskóla í heimi? Illugi Gunnarsson og Margrét Pála Ólafsdóttir ræða um málefni grunnskólans á morgun miðvikudaginn 18. október klukkan 17:30 á Grand Hótel að Sigtúni 38. Þórólfur Þórlindsson stýrir umræðum að framsögum loknum. Allir velkomnir! stuðningsmenn Illuga Prófkjör okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík er 27. og 28. október 2006. Ný verkefni • Nýjar áherslur • Illuga í 3. sæti Hvernig getum við tryggt börnum okkar besta grunnskóla í heimi? Fundur á Grand Hótel Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is CECILIA Stegö Chilo sagði í fyrradag af sér sem menningar- málaráðherra í Svíþjóð og fór í því að dæmi Mariu Borelius viðskiptaráð- herra, sem sagði af sér á laug- ardag. Er Fredrik Reinfeldt for- sætisráðherra gagnrýndur fyrir að hafa ekki vandað sig nógu vel í ráð- herravalinu enda ríkir enn nokkur óvissa um framtíð tveggja annarra ráðherra í ríkisstjórn hans. Anders Borg fjármálaráðherra kynnti í gær á þingi fjárlög nýju stjórn- arinnar og lagði þá áherslu á, að meginmarkmið þeirra væri að draga úr atvinnuleysi í landinu. Eftir að Chilo tók við ráðherra- embætti var upplýst, að hún hefði á sínum tíma greitt barnfóstrum sín- um undir borðið en verra var þó, að hún hafði ekki greitt afnotagjald af sjónvarpi í 16 ár. Þótti það alls ekki geta gengið með menningarmála- ráðherra og þar með yfirmann sjónvarpsins og annarra ríkisfjöl- miðla. Reinfeldt vildi að vísu gefa henni „annað tækifæri“ en kröfur um afsögn Chilo jukust stöðugt, jafnt meðal almennings sem frammámanna í flokki þeirra beggja, Hægriflokknum. Chilo var því ekki sætt en óvíst er hvað verð- ur um Andreas Carlgren umhverf- isráðherra, sem er sakaður um skattsvik, og Tobias Billström, sem fer með málefni flóttamanna, en hann hefur að mestu látið það ógert að greiða afnotagjald af ríkisfjöl- miðlunum. Kvað hann ástæðuna þá, að sér hefði ekki líkað dagskráin. Göran Persson, fyrrverandi for- sætisráðherra í stjórn jafn- aðarmanna, sagði í fyrradag, að af- sögn Chilo hefði ekki komið á óvart en Marita Ulvskog, fyrrverandi menningarmálaráðherra jafn- aðarmanna, gagnrýndi Reinfeldt harðlega. Sagði hún, að hann hefði valið Chilo í embættið og það, sem komið hefði á daginn um ýmsa aðra ráðherra, sýndi, að hann ætti mikið ólært sem leiðtogi. Atvinnuleysið er mesta meinið Þegar Anders Borg kynnti fjár- lagafrumvarpið hóf hann ræðu sína á því að hrósa Göran Persson fyrir að hafa eflt sænskt efnahagslíf en sagði, að það væri ekki bara falið í góðum hagvexti, lítilli verðbólgu og sterkri stöðu ríkissjóðs. Atvinnu- leysið væri mikið og gegn því yrði að ráðast. Boðaði hann skattalækk- anir á næsta ári, um 410 milljarða ísl. kr., en á móti verður gripið til ýmissa sparnaðaraðgerða. Munu þær meðal annars bitna á atvinnu- leysistryggingum, sem verða ekki greiddar nema í 300 daga fyrir ein- staklinga og í 450 daga fyrir fólk með barn á framfæri. Þá verða hæstu bætur lækkaðar nokkuð. Framlag til sjúkratrygginga verður einnig lækkað, nokkrar opinberar stofnanir lagðar niður og svokallað „friår“ lagt niður. Það fól í sér árs- leyfi frá störfum, oft til endur- menntunar, og þá á 60% launum frá atvinnuveitanda, sem einnig var gert að ráða í staðinn einhvern úr hópi atvinnulausra. Þá verður einn- ig hætt við þá „atvinnubótavinnu“ að fjölga starfsfólki hjá ýmsum op- inberum stofnunum, hjá ríki og bæ, þótt ekki sé þörf fyrir það. Óvissa um áhrifin Pär Nuder, fyrrverandi fjár- málaráðherra jafnaðarmanna, gagnrýndi fjárlagafrumvarpið og sagði það boða niðurskurð í velferð- arkerfinu. „Þeir ríku verða ríkari, þeir fátæku fátækari,“ sagði Nuder og hélt því fram, að stjórnina vant- aði um 230 milljarða ísl. kr. til að fjármagna skattalækkanirnar á næsta ári og 2008. Aðrir stjórnarandstæðingar tóku í líkan streng og Christer Nyland- er, einn þingmanna sænska Þjóð- arflokksins, viðurkenndi, að á þess- ari stundu væri óljóst hvaða áhrif fjárlagafrumvarpið hefði á atvinnu- sköpun í landinu. Eins og við er að búast gera sænsku fjölmiðlarnir fyrstu fjár- lögum borgaraflokkastjórnarinnar mikil skil og leita þeir álits margra hagfræðinga á frumvarpinu. Er dómur þeirra flestra sá, að frum- varpið sé gott fyrir þá, sem hafa vinnu. „Þeir, sem hafa vinnu, hagnast, þeir, sem hafa ekki vinnu, tapa,“ segir Annika Creutzer, hagfræð- ingur hjá Skandiabanken. „Það eru námsmenn, þeir, sem eru atvinnu- lausir og hafa litla von um vinnu, og sumir lífeyrisþegar, sem tapa. Það er raunar ekkert fyrir náms- mennina í þessu fjárlagafrumvarpi nýju stjórnarinnar,“ sagði Annika Creutzer. Chilo neyddist til að segja af sér Chilo Ekki hlátur í hug Fredrik Reinfeldt var heldur þungur á brún þegar hann svaraði í gær spurningum blaðamanna um afsögn Ceciliu Stegö Chilo. Í HNOTSKURN » Bandalag borgaraflokk-anna sigraði í þingkosn- ingunum í Svíþjóð 18. sept- ember síðastliðinn. Þar með lauk samfelldri stjórnarsetu jafnaðarmanna í 16 ár. » Fredrik Reinfeldt, leiðtogiHægriflokksins og for- sætisráðherraefni borg- araflokkanna, þótti standa sig mjög vel í kosningabaráttunni. »Reinfedt kynnti stjórn sína6. þessa mánaðar en ekki var liðin vika áður en búið var að saka fjóra ráðherra um lög- brot. Nú hafa tveir þeirra sagt af sér og Reinfeldt sjálfur er harðlega gagnrýndur fyrir að hafa brugðist bogalistin sem leiðtogi. Skattalækkanir boð- aðar í fjárlagafrum- varpi stjórnarinnar Chilo LIÐSMAÐUR indverskrar sér- sveitar, Þjóðaröryggisvarðanna, sýnir færni sína í sjálfsvarnarlist með því að brjóta leirpott á eldi með berum hnefum á sýningu í bænum Manesar í gær. Sérsveit- inni er beitt til að ráða nið- urlögum hryðjuverkamanna, gíslatökumanna og mannræn- ingja. AP Sérsveit sýnir sjálfsvarnarlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.