Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Djúpivogur | „Við erum þokkalega bjartsýn“ segir Björn Hafþór Guð- mundsson, sveitarstjóri Djúpavogs- hrepps, en nú er unnið að jarð- hitarannsóknum á svæðinu, fiskvinnslan og höfnin eru í upp- sveiflu, tekið hefur fyrir íbúafækkun og engin einasta kompa í öllu þorp- inu er laus til leigu. „Við erum hvað spenntust yfir því núna hvort jákvæðar vísbendingar um jarðhita ganga eftir. Þar er ekk- ert fast í hendi enn þá, en lítur vel út og þetta haustið unnið fyrir 10 millj- ónir króna að rannsóknum og til- raunaborunum.“ Björn Hafþór segir nú hafa fund- ist nægjanlega heitt vatn til að nýta fyrir sundlaugarmannvirkin á Djúpavogi, en menn geri sér auðvit- að vonir um meira. „Þetta dugir lík- lega í sundlaugina og væri komið á móttökustað ívið heitara heldur en vatnið sem við erum að kynda með rafmagni í laugina.“ Vísir, stærsta fiskvinnslufyr- irtækið á Djúpavogi, hefur verið að bæta við sig undanfarið. „Það hefur fjölgað starfsfólki þar og þeir búnir að bæta við framleiðslugetuna með breytingum og fjárfestingum í hús- inu sjálfu, en sérstaklega þó bún- aði,“ segir Björn Hafþór. Mikið að gera við höfnina „Það eru mjög mikil umsvif hér við höfnina, Vísisbátarnir landa hér gífurlegu magni og höfnin er eig- inlega sú undirstofnun sveitarfé- lagsins sem gengur hvað best. Hún malar ekki gull en stendur undir sér á meðan umferðin er eins og hún er í dag. Svo eru hér að koma á ákveðnum tímum ársins það sem ég vil kalla vertíðarbáta, þessi nýja teg- und af 15 tonna bátum sem flytja sig nánast á milli landshluta á einum sólarhring. Hér leigja áhafnir sér húsnæði, m.a. á vegum sveitarfé- lagsins, fiskurinn fer þó ekki nema að hluta til í vinnslu á Djúpavogi, en þetta skapar líka tekjur og stuðlar að því að engin íbúð er laus í þorp- inu.“ Fyrir skemmstu var hafist handa um byggingu nýs íbúðarhúss á Djúpavogi, en þá hafði ekki verið byggt þar íbúðarhúsnæði í nokkuð mörg ár. „Núverandi meirihluti var með ákveðin fyrirheit um fyr- irgreiðslu til íbúðarbyggjenda, tíma- bundna ráðstöfun sem ætti að hvetja menn, en í dag er þetta eini aðilinn sem er kominn í gang,“ heldur Björn Hafþór áfram og segir rekstur sveit- arfélagsins ganga frekar brösug- lega. „Við erum í rauninni að þjón- usta umfram fjárhagslega getu. Við teljum hins vegar að fjárfestingar síðustu ára, m.a. í sundlaug, leik- skóla, ferðaþjónustu o.fl., séu kannski eitthvað að skila sér og tek- ið hefur fyrir fækkun íbúa. Bráða- birgðatölur eftir fyrstu sex mánuði ársins voru aðeins upp á við og Guð láti gott á vita.“ Engin einasta kompa laus til leigu í öllu Djúpavogsþorpinu Morgunblaðið/Andrés Skúlason Uppsveifla Undanfarið hefur verið lögð sérstök rækt við að efla ferðaþjónustu á Djúpavogi og höfnin iðar af lífi. Sveitarfélagið í jarð- hitarannsóknum og til- raunaborunum Vopnafjörður | Á fimmtudag bjóða menningarmálanefnd Vopnafjarðar- hrepps og Gunnarsstofnun til leik- lesturs á nýrri leikgerð Jóns Hjart- arsonar á Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar. Er leikgerðin unnin upp úr þriðju bókinni í ritröðinni og ber heitið Nótt og draumur. Hefst dagskráin, sem fram fer í Mikla- garði, kl. 20.00. Tilefni leikgerðarinnar er að í ár eru 100 ár frá útgáfu fyrstu tveggja bóka Gunnars, Vorljóða og Móður- minningar. Agnar Már Magnússon tónlistarmaður samdi tónlist við fimm ljóðanna og er hún felld inn í leiklesturinn. Auk heimamanna munu þrír at- vinnuleikarar taka þátt í leikgerð- inni, Jón Hjartarson, Þráinn Karls- son og Halldóra Malín Pétursdóttir. Veigamestu hlutverkin eru í hönd- um þeirra Bjarts Aðalbjörnssonar og Finns Guðmundssonar. Ný leikgerð Fjallkirkju Gunnars Egilsstaðir | Nemendur Egilsstaða- skóla efna í dag til víðavangshlaups í minningu Péturs Þorvarðarsonar, 17 ára pilts úr bænum sem lést á Hauksstaðaheiði við Vopnafjörð sl. vor eftir hrakninga frá Gríms- stöðum á Fjöllum. Hlaupið hefst kl. 11.15 og verður byrjað og endað í Tjarnargarðinum við Tjarnarbraut. Það er m.a. skipulagt af íþróttakennurum skól- ans. Þeir sem vilja hlaupa með skólafólkinu eru velkomnir, að sögn aðstandenda hlaupsins. Tileinkað Pétri Þorvarðarsyni ♦♦♦ FRÉTTIR MIKILL áhugi hefur verið á áskriftarkortum hjá Leikfélagi Akureyrar í haust, að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra, og enn verið sett met í sölu slíkra korta. Haustið 2004 sjöfaldaðist sala áskriftarkorta frá árinu á undan og höfðu aldrei fleiri kort selst. Þá seldust tæplega eitt þúsund kort. Í fyrra jókst salan enn og nú hefur það met verið slegið. Sem kunnugt er var síðasta leikár algert metár hjá LA og uppselt á nær allar sýningar vetrarins. Oft þurftu áhugasamir frá að hverfa, að sögn leikhússtjórans. Áskriftarkortið hjá LA kostar 7.900 kr og innifalinn er aðgangur að fjórum sýningum, þ.e. þremur nýjum uppsetningum LA; Herra Kolbert, Svartur köttur og Lífið – notkunar- reglur og svo velur korthafi sér fjórðu sýn- inguna úr öllum öðrum sýningum sem verða á fjölunum í vetur. Að auki bjóðast korthöfum ýmis kostakjör að leiksýningum, leikhúsmat- seðlum hjá veitingahúsunum svo dæmi séu nefnd. Korthafar LA fengu t.d. 5.000 króna af- slátt af leikhúsferð LA til London í haust. Í samstarfi við Landsbankann bjóðast áskriftarkort á niðursettu verði fyrir ungt fólk og námsmenn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Namm! Karíus og Baktus með feðgunum Skúla og Teiti sem báðir tala í sýningunni. Enn slær LA kortasölumet PÁLMI Stefánsson hélt um síð- ustu helgi upp á 40 ára afmæli Tónabúðarinnar sem hóf starf- semi á Akureyri 15. október 1966. Verslunin er nú til húsa í versl- unarmiðstöðinni Sunnuhlíð við samnefnda götu og útibú er í Reykjavík, á horni Skipholts og Nóatúns; Pálmi opnaði verslun í Reykjavík 1994 og flutti hana á núverandi stað í fyrra. Í upphafi seldi Pálmi hljóm- plötur og hljóðfæri, um tíma bauð hann líka upp á hljómflutnings- tæki og sjónvörp og þess háttar. Því hætti hann aftur fyrir nokkr- um árum, var þó lengi vel með geisladiska í búðinni en selur nú einvörðungu hljóðfæri og fylgi- hluti með þeim. Pálmi segir að það hafi verið dálítið strembið að byrja með hljómplötuverslun á Akureyri fyr- ir 40 árum. „Í þá daga var hér í bænum ein önnur plötubúð og hún var með samning við helstu inn- flytjendur og útgefendur tónlistar um að þeir seldu ekki öðrum á Ak- ureyri.“ Þannig var fyrirkomulag- ið fyrstu árin. Hann hóf því inn- flutning sjálfur á plötum, t.d. frá New York og einnig frá Norð- urlöndunum. „Það var verra með íslensku plöturnar; Svavar Gests var langstærsti útgefandinn og svo gaf Fálkinn út tónlist og hvor- ugur gat selt mér. Það hefur lík- lega verið að hluta til ástæðan fyr- ir því að ég fór sjálfur að gefa út hljómplötur.“ Tónaútgáfan hóf starfsemi 1967. „Ég og félagi minn Jón Ár- mannsson sem var með versl- unarrekstur í Reykjavík, en er nú vínræktarbóndi í Frakklandi, vor- um með útgáfuna saman og gáf- um alls út á milli 50 og 60 titla.“ Þeir félagar gáfu til að mynda út fyrstu hljómplötu Björgvins Halldórssonar, Þó líði ár og öld, Tónaútgáfan gaf einnig út Lifun með Trúbrot og plötur með Flo- wers, Ingimari Eydal og Örvari Kristjánssyni að ógleymdri Póló, hljómsveit Pálma sjálfs. Póló var vinsæl hljómsveit á sínum tíma, var stofnuð í júní 1964 en hætti í október 1969. „Þorsteinn Kjart- ansson, löggiltur endurskoðandi, fór þá í nám til Reykjavíkur svo við ákváðum að leggja hljómsveit- ina niður; að hætta á toppnum, sem ég held við höfum gert. Hljómsveitin var mjög vinsæl og gekk virkilega vel.“ Tónabúðin var fyrst til húsa í Gránufélagsgötu 4. „Við vorum tvö við þetta í byrjun, ég og Svan- dís systir mín,“ sagði Pálmi við Morgunblaðið. Verslunin flutti síðar í Hafnarstræti 106 þar sem hann leigði rými í Markaðnum af Fríðu Sæmundsdóttur, síðan lá leiðin aftur í Gránufélagsgötuna – á sama stað og fyrst – og loks út í Sunnuhlíð. „Ég hef verið hér síð- an 1982 að verslunarmiðstöðin var opnuð. Ég er víst sá eini sem hef- ur þraukað svona lengi hér.“ Tónabúðin hans Pálma 40 ára Fékk ekki að kaupa plötur til að selja og fór því að gefa út tónlist sjálfur! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Pálmi í Tónabúðinni Gaf ásamt félaga sínum út fyrstu plötu Björgvins Halldórssonar og þá frægu Lifun . Í HNOTSKURN » Pálmi lék á hljómborðog harmonikku í eigin hljómsveit á sínum tíma. » „Ég hef verið mjögheppinn með starfs- menn,“ segir Pálmi. Einn þeirra hefur unnið hjá honum í tæpa þrjá ára- tugi. » „Gítarar hafa veriðrosalega vinsælir í nokkur ár. Við höfum selt ótrúlegt magn af þeim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.