Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning KLASSÍSK barnaleikrit eru með- höndluð á nokkuð annan hátt en sí- gild verk ætluð fullorðnum. Að ein- hverju leyti er það vegna hraðari endurnýjunar í markhópnum sem það þykir næsta sjálfsagt að fara hefðbundnar leiðir í uppfærslu þeirra, nánast skylda. Þegar kemur að verkum fyrir eldri kynslóðina er hins vegar nánast litið á það sem vörusvik að bjóða ekki upp á nýja sýn í hvert sinn sem slíkt er fært á svið. Og virðist á stundum jafnvel talið mikilvægara en að leita að og miðla kjarna verksins til áhorfenda. En blessuð börnin þurfa sem sagt ekki að óttast þetta. Til dæmis ekki í uppfærslu Leikfélags Ak- ureyrar á Karíusi og Baktusi, sem er eftir því sem best verður séð í öllum aðalatriðum nema einu trú sýningarhefð verksins, á sviði og hinni víðfrægu sjónvarpsmynd – út- lit aðalpersónanna og framganga þeirra öll, leikmynd, rödd sögu- manns og útfærsla sögulokanna. Allt eins og það á að vera enda virkar sýningin greinilega ágæt- lega. Stærsta og mikilvægasta frávikið er tónlistin. Leikfélagið hefur feng- ið þá ágætu hugmynd að fá ein- hverja merkustu rokkhljómsveit sem Akureyri hefur alið til að út- setja tónlistina upp á nýtt eftir sínu höfði og í sínum stíl. 200.000 nagl- bítum hefur gengið vel að finna rokkið í lögunum og leysa úr læð- ingi. Útkoman er seigfljótandi hljóðheimur þar sem bassi og trommur eru í algjörum forgrunni, sem er ágætt frá tónlistarlegum sjónarhóli, en þjónar andrúmslofti verksins og umfjöllunarefni síður. Heimur tannanna, tannpínunnar og tólanna hér er hátíðniheimur. Hann er skerandi, ágengur. Vælandi gít- arar og óhljóð úr svuntuþeysum hefðu mátt leika meira hlutverk að mínu mati. Sérstaklega í áhrifs- hljóðum, en tónlistin undir atrið- unum með tannburstanum var til að mynda aldeilis áhrifalaus. Það er heldur ekki eins og það hafi verið vandað nægilega til hug- myndavinnunnar í umgjörð sýning- arinnar, en aðstæður í Rýminu krefjast einmitt mikillar hug- kvæmni. Tvö atriði kalla sér- staklega á snjalla lausn. Tannburst- inn og tannlæknaborinn voru báðir útfærðir með ljósabúnaði, sem er ágætis leið og virkaði prýðilega fyr- ir borinn. En tannburstinn var hins vegar eins og hann væri ekki enn þá útfærður, heldur væri ljós- aróbótunum einfaldlega gefinn laus taumurinn. Útkoman í samspili við fyrrnefnd áhrifshljóð var ein- kennilega ófullnægjandi og skapaði enga ógn. Samleikur þeirra Guðjóns Davíðs Karlssonar og Ólafs Steins Ingunn- arsonar er lipur, fumlaus og oft fyndinn. Sérstaklega er syk- urofvirkni Guðjóns í hlutverki Bak- tusar afar hlægileg. En hefði hún ekki átt að hverfa þegar sulturinn sverfur að? Eins og við mátti búast eru sviðshreyfingar flottar og skemmtilegar en kannski hefði Ást- rós Gunnarsdóttir leikstjóri átt að laða aðeins ólíkari persónur út úr leikurunum sínum – gera varkárni og vit Karíusar skýrara á móti lífs- glöðu áhyggjuleysi Baktusar. Og þrátt fyrir að það sé sögulega sniðugt að fá Skúla Helgason til að lesa texta sögumannsins, þá hefði að mínu mati átt að hjálpa honum við að losna við útvarpsfréttalestón- inn og verða þannig meiri karakter, verða félagi barnanna og lifandi leiðsögumaður inn í furðuheim sög- unnar. Ester Talía og Teitur Helgi Skúlason fara prýðilega með sínar fáu setningar. Leikmyndin er þénug fyrir lík- amlegan leikmáta drengjanna, en óttalega voru tannfyllingarnar lít- ilfjörlegar einhvern veginn. Kannski ekki hugmyndin, en út- færslan. Auðvitað standa Karíus og Bak- tus fyrir sínu og sýningin er skemmtileg og nær vafalaust tilætl- uðum áhrifum. En ég saknaði þess að fá á tilfinninguna að sköp- unarkraftur allra aðstandenda hefði verið virkjaður til fullnustu, innan þeirra ströngu takmarkana sem hefðbundin sýning verksins setur. Einmitt við þær aðstæður er þess mest þörf. Svangir bræður LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Höfundur: Thorbjørn Egner. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjórn: Ástrós Gunnarsdóttir. Leikmynd og bún- ingar: Íris Eggertsdóttir. Tónlistarútsetningar og flutningur: 200.000 naglbítar. Leikendur: Guðjón Davíð Karlsson og Ólafur Steinn Ingunnarson. Raddir: Esther Thalía Casey, Skúli Helgason og Teitur Helgi Skúlason. Rýmið 14. október 2006. KARÍUS OG BAKTUS Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Karíus og Baktus Samleikur þeirra Guðjóns Davíðs Karlssonar og Ólafs Steins Ingunnarsonar er lipur, fumlaus og oft fyndinn, segir m.a. í dómi. Hvar sjónlistir eru á annaðborð iðkaðar er mótað ogvirkt bakland helsturgrunnur að döngun þeirra, hvorttveggja inn sem út á við. Birtingarmyndin margvísleg en borð- leggjandi að hlutlæg miðlun sjón- mennta út í þjóðfélagið sé drýgsta eldsneytið til langs tíma litið, ásamt uppörvun og stuðningi við gerendur. Ekki fara miklar sögur af hvetj- andi liðveislu hins opinbera við mynd- list né sjónlistir hér á landi, og lítið liðkar það fyrir miðlun lista með skat- taívilnunum eins og víða tíðkast. Ís- lensk sjónmenntasaga svo til engin í menntakerfinu og ókunnir eiga afar erfitt með að gera sér grein fyrir samhenginu á síðustu öld, sagan lögð í hendur óprúttinna sem sjá sér leik á borði. Hvergi hægt að nálgast skil- virkt yfirlit íslenskrar myndlistar á einum stað, almenningi þar með meinað að nálgast gagnsæjar upplýs- ingar hér um. Myndlist virðist vera eitthvað til hliðar sem ekki ber að taka alvarlega sem er háskalegur misskilningur, einkum litið til þess hve stór þáttur mannlífsins hún er hvarvetna og hefur verið um aldir alda. Brestir eru í kjölfestunni og sam- felld iðkun hennar hófst ekki fyrr en í upphafi síðustu aldar. Þá hefur rík- issjónvarpið vanrækt þennan list- geira meira en flesta aðra í allri 40 ára sögu þessa sjónmiðils, í þeim húsakynnum hafa helst ráðið ferðinni tilviljanir, kunningsskapur og vina- væðing. Stigmagnandi áhersla lögð á hvers konar fyrirbæri neðan höfuðs, dokað við í klofhæð en hámarkast á tánum, dægurgamanið mál málanna. Þá er frá að segja að okkar fyrri yf- irvöld hafa mikla yfirburði um mann- rækt á þessu sviði, má allt eins segja að um sé að ræða nokkurs konar 14-2 í andlegum skilningi, þeir kunna margfalt betur að rækta sína sjónlist- armenn og njóta Færeyingar þess einnig í ríkum mæli. Og varðandi nýj- an borgarkjarna í útjaðri Kaupmann- hafnar, Örestaden, gleyma þeir ekki mjúku gildunum eins og fyrr hefur verið tæpt á. Á sama tíma einblína menn öðru fremur á þéttingu byggð- ar, íbúðasíló og verslanakjarna hér í borg, erum hér fremstir meðal jafn- ingja við að rækta skynlaust neyslu- samfélag í anda heimsþorpsins svo- nefnda. Skeði á dögunum þá sjónvarps- dagskráin var svo þunn að ég var svo gott sem í andarslitrum, að ég skipti yfir á erlendar stöðvar og kom skyndilega inn í upphaf þáttar um rússneska skáldið og myndlist- armanninn Majakowskí í sænska sjónvarpinu. Í stuttu máli reis ég upp frá dauðum, þátturinn í einu orði sagt magnaður og vísað skal til þess að á meðan þetta skrif er í burðarliðnum er hópur frá danska sjónvarpinu uppi á hálendi Íslands að fylgjast með Ólafi Elíassyni og mun hafa lista- manninn í sigti í heilt ár. Fylgjast með, skjalfesta og bóka athafnasemi hans á sjónræna vísu … – Milli handanna hef ég glóðvolga bók um danska samtímalist „Manual til dansk samtidskunst“ í útgáfu Gyldendals, höfundar eru þær Mette Sandbye og Lisebeth Bonde, sem báðar hafa skrifað listrýni í Week- endavisen síðastliðin 15 ár. Mette Sandbye er, ph.d. og lektor við stofn- un lista og menningarvísinda við Kaupmannahafnarháskóla, höfundur bóka eins og Hin sviðsetta ljósmynd (1992) og Minnismerki. Tími og minn- ingar í ljósmyndinni (2001). Ritstjóri ljósmyndasögu Danmerkur (2004). Lisabeth Bonde, er cand. mag. og listrýnir, höfundur bókanna Á tali við listamenn (2002), Vinnustofur, verk- stæði listamanna (2003) og SOLO – ritgerð um málarann Peter Marten- sen (2006) og hefur til viðbótar skrif- að fjölda ritgerða í sýningarskrár. Þetta er fyrsta bókin um danska sam- tímalistamenn á yngri kantinum, nokkurs konar þverskurður og á að varpa ljósi á meinta frjósemi og breidd síðastliðin 15 ár. Bókin er 392 blaðsíður, heftuð, ríkulega mynd- skreytt og fer vel í hendi eins og upp- lýsandi handbækur eiga að vera. Hún hefur strax fengið góðar viðtökur og prýðilegar umsagnir í pressunni, hér um skilvirkt yfirlit að ræða, allt frá hefðbundnu málverki yfir til sósíal- ískrar og pólitískrar listar á hug- myndafræðilegum grunni. Kafla- skiptin bæði upplýsandi og lærdómsrík: Málverk, Teikning, Grafík, Klippimyndir, Ljósmyndir, Myndbandalist, Fjöltækni í list, Skúlptúr, List í opinberu rými. Þetta er miklu meira en þurr upptalning staðreynda enda róðurnar með drjúga yfirsýn og vel skrifandi, leitast báðar við að brjóta til mergjar verk hvers og eins sem fjallað er um … Ígagnsærri umræðu þarf auðvit-að einnig að líta til landslagsinshinum megin á teningnum, ber þá vel í veiði að herma af nýútkominni bók eftir Robert Hughes. Fræðimað- urinn hefur verið listrýnir Time síð- astliðinn þrjátíu ár og heimskunnur fyrir bækur sínar og sjónvarpsþætti, sem meðal annars hafa ratað hingað á útskerið. Bækurnar orðnar sextán, og hafa margar trónað efst á met- sölulistum, og á sjónvarpsþættina hafa tugmilljónir horft, maðurinn margverðlaunaður fyrir hvort- tveggja. Hughes sem hefur verið yf- irmáta upplýsandi í athöfnum sínum og ómyrkur í máli í listrýni sinni og bókum mun þar vera að líta yfir far- inn veg og nefnir afkvæmið: „Things I Didn’t Know“. Fjallar um aðdáun sína á menningarverðmætum fortíðar en hefur illan bifur á framúrstefnu nútímans. Segir meðal annars frá hörmungunum í kjölfar flóðanna í Flórens 1966, hvernig þau herjuðu á listaverk og eyðilögðu ómetanleg verðmæti. Hef ekki bókina á milli handanna og illu heilli ei heldur lesið neina bóka hans, hins vegar sendi einn spakur mér grein sem hann hafði rifið úr Weekly Times. Fyr- irsögnin: „How this made me hate the avant-garde“ (Hvernig þetta fékk mig til að hata framúrstefnu). Í fyrra fallinu um að ræða frásagnir af flóð- unum hremmilegu í Arno-fljótinu, sem Dante Alighieri (1265–1321) lýsti á sínum tíma sem „the accurset and unluchi dich“ (bölvað og ógæfulegt foræði). Þegar verst lét í morguns- árið fjórða nóvember 1966 var vatnið í Santa Croce-hverfinu sem liggur lægst, meira en sex metra ofar jörð. Vatnsyfirborðið steig rúma fjóra metra í Santa Croce, Fransiskus- arkirkjunni frægu, sem grunnsteinn var lagður að 1291. Hughes segir hana eins konar hliðstæðu Pálskirkj- unnar í London, geymir meðal annars margar dýrlegar freskur eftir Giotto de Bondone (1267–1337), og þar eru Michaelangelo, Machiavelli og Galileo grafnir. Hlífði ei heldur Pazzi- kapellunni í austurkrossgöngum kirkjunnar, viðbót sem sjálfur Filippo Brunelleschi (1377–1446) hannaði og reis upp 1429. Leðjuflaumurinn lask- aði og felldi niður myndastyttur um víðan völl, ruddi sér braut inn í hina einstæðu Dómkirkju í miðborginni, hvar hann eyðilagði og skaðaði yfir hundrað höggmyndir, þar á meðal „Dyr paradísar“ eftir Lorenzo Ghi- berti (1378–1455) og Andrea Pisano (1290/95, látinn eftir 1349). Robert Hughes getur hvorki névill gleyma þessum hamför-um og eyðileggingu ómet- anlegra listaverka og einmitt þá gerði hann sér ljósari grein en nokkru sinni fyrir umfangi þeirra andlegu auðæfa sem síðmiðaldir og endurfæðingin skilaði mannkyninu. Þetta varð spír- an að andúð hans á allri þeirri fram- úrstefnu sem mikið til byggir fram- gang sinn á niðurrifi menningarverðmæta gærdagsins og fortíðar. Og þótt víða megi greina drjúg umskipti hefur þessi meinlega grunnfærni samtímis stigmagnast á síðustu áratugum. Þurfa þá engar flóðbylgjur né annars konar nátt- úruhamfarir að koma til, einungis grimm miskunnarlaus og ógeðfelld íhlutun kreddufastra á gang sög- unnar … Af listmiðlun og listrýni Rithöfundar Þessar hressu og fallegu dömur Mette Sandbye og Lisabeth Bonde hafa skrifað upplýsandi bók um samtímalist og afrakstur ungu kyn- slóðarinnar á vettvanginum síðastliðin 15 ár. Listrýnir Hinn nafnkenndi Robert Hughes, einlægur aðdáandi for- tíðar, gerir auk annars upp við framúrstefnu nútímans í glóðvolgri bók sem vafalaust fer á metsölulista eins og margar fyrri bækur hans. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.