Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HROLLVEKJAN The Grudge 2, sem frumsýnd var um síðustu helgi í Bandaríkjunum, fór beint á toppinn yfir vinsælustu kvikmyndirnar í þar- lendum kvikmyndahúsum nú þegar hrekkjavakan nálgast. Alls halaði hún inn 22 milljónir og ýtti þar með kvik- mynd Martins Scorseses, Departed, úr toppsætinu. Hún skákaði einnig mynd Robins Williams, Man of the Year, sem varð í þriðja sæti með 12,5 milljóna dollara innkomu, Open Sea- son með ellefu milljónir og The Texas Chainsaw Massacre: The Beginning sem halaði inn tæpar átta milljónir. Rétt eins og í hinni upprunalegu The Grudge er það japanski leikstjór- inn Takashi Shimizu sem er við stjórnvölinn í framhaldsmyndinni The Grudge Two. Sarah Michelle Gellar snýr einnig aftur í hlutverki Karen Davis. Hér segir frá því þegar systir Karen verður fyrir sömu bölv- uninni og þjakaði Karen í fyrri mynd- inni og baráttu sundurleits hóps fyrir því að bjarga lífi sínu. Kvikmyndir | Vinsælastar vestanhafs Hárin rísa Fatahönnuðurinn Paulo MelimAndersson hefur verið ráðinn yfirhönnuður tískuveldisins Chloe. Fyrstu fatalínunnar frá honum er að vænta í mars á næsta ári. Melim Andersson, sem er frá Sví- þjóð, fetar með starfinu í fótspor ekki ómerkari hönnuða en Karl Lagerfeld og Stellu McCartney, sem bæði hafa gegnt sömu stöðu hjá Chloe. Melim Andersson tekur við starf- inu af hinni bresku Phoebe Philo, sem sagði starfi sínu lausu fyrr á árinu til að eyða meiri tíma með fjöl- skyldu sinni. Fólk folk@mbl.is EFTIRFARANDI ályktun frá stjórn Framleiðendafélagsins SÍK, barst Morgunblaðinu í gær: Stjórn Framleiðendafélagsins SÍK fagnar nýjum þjónustusamn- ingi milli Ríkisútvarpsins og menntamálaráðuneytisins þar sem m.a. er kveðið á um verulega aukinn hlut ís- lensks dag- skrárefnis í Sjónvarpinu á næstu fimm ár- um. Í samn- ingnum er til- greint hvaða fjármagni RÚV skuli verja árlega að lágmarki til kaupa eða meðframleiðslu á leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heim- ildarmyndum eða öðru sjónvarps- efni. Til þess að glöggva sig betur á því hvað við er átt í samningnum kallar Framleiðendafélagið SÍK eftir skilgreiningu stofnunarinnar (RÚV) á eftirtöldu: 1. Hver er skilgreining stofn- unarinnar (RÚV) á innlendu efni? 2. Hver er skilgreining stofn- unarinnar (RÚV) á leiknu efni? 3. Hvernig skilgreinir stofnunin (RÚV) annars vegar fréttir og hins vegar íþróttir. 4. Er greinarmunur gerður á hugtökunum „íslenskt dagskrár- efni“ og „íslenskt sjónvarpsefni“ innan stofnunarinnar (RÚV)? 5. Hver er skilgreining stofn- unarinnar á heitinu „sjálfstæður framleiðandi“? 6. Hverjar eru skilgreiningar og reglur þær sem stofnunin fer eftir þegar um er að ræða „meðfram- leiðslu“. Þar sem skilningur manna á ofangreindu hefur verið með ýmsu móti er nú rétt að kalla eftir skýr- um svörum til að eyða öllum vafa um hvert stefnir í reynd með hinum nýja samningi. Þá hvetur stjórn Framleiðenda- félagsins SÍK Alþingi til þess að flýta afgreiðslu nýrra laga um breytt rekstrarform RÚV. F.h. Framleiðendafélagsins SÍK 13. október 2006. Baltasar Kormákur formaður, Skúli Malmquist ritari, Kristín Atladóttir gjaldkeri, Friðrik Þór Friðriksson, Hjálmtýr Heiðdal, Ást- hildur Kjartansdóttir varamaður og Elísabet Ronaldsdóttir varamað- ur. Öllum vafa eytt Baltasar Kormákur Sjónvarp | Fram- leiðendafélagið SÍK Sun 22/10 kl. 14 Lau 28/10 kl. 14 Sun 29/10 kl. 14 Sun 5/11 kl. 14 Fös 20/10 kl. 20 Sun 29/10 kl. 20 Fös 3/11 kl. 20 Fim 9/11 kl. 20 Sun 22/10 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 BRILLJANT SKILNAÐUR MANNTAFL ÁSKRIFTARKORT 5 sýningar á 9.900 SÍÐASTA SÖLUVIKA! Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is Lau 21/10 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20 TÓNLISTARSKÓLI AKRANESS Þjóðlagasveit tónlistarskólans á Akranesi Mið 25/10 kl. 20:30 Miðaverð 1.500 Fim 19/10 kl. 20 Fös 20/10 kl. 20 Sun 22/10 kl. 20 Aðeins þessar sýningar Kortasala enn í fullum gangi! Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau 21. okt kl. 14 Aukasýning - í sölu núna Sun 22. okt kl. 13 Aukasýning - í sölu núna Sun 22. okt kl. 14 UPPSELT Sun 22. okt kl. 15 UPPSELT Sun 22. okt kl. 16 UPPSELT Sun 29. okt kl. 14 UPPSELT Sun 29. okt kl. 15 Næstu sýn: 5/11, 12/11 Mike Attack - Gestasýning sýnd í Rýminu Fös 20. okt kl. 20 Síðasta sýning! Herra Kolbert – sala hafin! Lau 28. okt kl. 20 Frumsýning UPPSELT Næstu sýn.: 29/10, 2/11, 3/11, 4/11, 5/11, 9/11, 10/11, 12/11, 16/11 www.leikfelag.is 4 600 200 EINHVERRA hluta vegna virkar það asnalega að fara að gagnrýna kvikmynd eins og Asnakjálkar númer tvö (Jackass Number Two) eins og að um venjulega mynd væri að ræða. Varla er hægt að taka fyrir leik, leikstjórn, sérstaka lýsingu eða hljóð og hvað klippingu varðar sýnist manni að allt sem var tekið upp, sé meira eða minna notað. Þeir Asnakjálkar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og getið af sér óteljandi hermikrákur um allan heim. Hér á landi var þær til dæmis að finna á sjónvarpsstöðinni Splash TV þar sem af- krýndur Herra Ísland gerði lítið úr sjálfum sér og öðrum – með góðum árangri að mér skilst – og svo er líklega hægt að finna óskilgetin afkvæmi þeirra Asnakjálka í hverju einasta krummaskuði hins vest- ræna heims. Það sem þeim Asnakjálkum hefur tekist, og fyrir það eiga þeir kannski ekki hrós skilið, er að gera heimsku, fífldirfsku, viðbjóð og annað volæði að vin- sælli söluvöru. Án þess að fara of djúpt í sál- fræðilegar ástæður sem þar liggja að baki, er ein- faldlega verið að hreyfa við þeim hvötum okkar sem alla jafna liggja í dvala – svo sem kvalalosta. Og þegar það er gert í gegnum kvikmyndamiðilinn losnar sú spenna sem alla jafna fylgir hinum „lægri hvötum“ út á friðsaman og ánægjulegan hátt. Mun- urinn á Asnakjálkum og venjulegri siðblindni er að í Jackass er hlutunum haldið innan ákveðins ramma – alltaf að því í vernduðu umhverfi – og tilgangurinn sem helgar meðalið er að umræddur hrekkur eða tiltekið kjánaprik sé umfram allt fyndið og það tekst þeim félögum nær alltaf. Asnakjálkar númer tvö er mjög fyndin mynd – ef mynd skal kalla. Manni get- ur auðveldlega fundist það sem þeir gera sóðalegt, óforskammað og siðferðilega rangt en það virðist ekki skipta neinu máli vegna þess að maður hlær, jafnvel gegn eigin vilja. Ómótstæðilega fyndið KVIKMYNDIR Sambíóin, Laugarásbíó Leikstjórn: Jeff Tremaine. Aðalhlutverk: Johnny Knox- ville, Bam Margera, Steve-O, Chris Pontius, Preston Lacy, Ryan Dunn, Ehren McGhehey, Jason Acuña og Dave England. 95 mín. Bandaríkin, 2006. Asnakjálkar númer tvö (Jackass Number Two)  Höskuldur Ólafsson Asnakjálkar Jackass hafa notið mikilla vinsælda og getið af sér hermikrákur um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.