Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@ mbl.is AÐ MINNSTA kosti 102 létu lífið og yfir 150 slös- uðust í sjálfsmorðsárás á bílalest sjóhersins á Sri Lanka, um 170 km norðaustur af höfuðborginni Colombo í gær. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á til- ræðinu en stjórnvöld saka uppreisnarmenn úr röðum tamílsku Tígranna um árásina sem var mannskæðasta sjálfsmorðsárás í sögu landsins. „Þessi villimannlega árás á óvopnaða hermenn sýnir að Tígrarnir hafa ekki áhyggjur af áliti al- þjóðasamfélagsins,“ sagði Keheliya Rambukwella, talsmaður stjórnarinnar í varnarmálum í gær. Árásin var gerð þannig að sjálfsmorðsárásar- menn óku flutningabíl fullum af sprengiefni inn á svæði þar sem voru fyrir um 15 farþegarútur sem biðu þess að flytja menn úr sjóhernum. Loftherinn skipulagði þegar í stað loftárásir í hefndarskyni og sendi orrustuflugvél á loft sem hrapaði skömmu eftir flugtak. Þótt vopnahléssamkomulag á milli fylkinganna tveggja hafi verið í gildi síðan árið 2002 er mjög langt frá því að ákvæði þess hafi verið virt. Þannig hefur verið róstusamt á Sri Lanka á árinu og er talið að yfir 2.200 manns hafi fallið í átökum stjórnarhersins og tamílsku Tígranna frá því í desember sl. Þar af hafa yfir 200 óbreyttir borg- arar látið lífið á síðustu tveimur mánuðum. Stjórnin ennþá tiĺbúin í friðarviðræður Þorfinnur Ómarsson, talsmaður norrænu eft- irlitssveitanna, SLMM, á Sri Lanka, sagði í gær að árás, sem var skammt frá bænum Habarana, af þessari stærðargráðu hefði komið sér á óvart. „Venjulega eru engin átök á þessu svæði. Fulltrúar stjórnarinnar sögðu að þeir væru ennþá tilbúnir í friðarviðræður sem er góðs viti.“ Spurður um stöðu friðarviðræðnanna sagði Þor- finnur stefnt að því að fulltrúar stjórnarinnar og Tamíla hittist til viðræðna í Sviss 28. október nk. Því væri mikilvægt að tryggja að árásin hefði ekki neikvæð áhrif á friðarumleitanir í landinu. Yfir hundrað drepnir í árás á bílalest sjóhersins Þrýstingur á deiluaðila á Sri Lanka vex stöðugt Reuters Eyðilegging Lögreglumenn kanna ummerki á vettvangi árásarinnar á Sri Lanka í gær. KRISTNAR konur í Suður-Kóreu biðja fyrir friði á Kóreuskaga á sérstakri bænasamkomu í kirkju í Seoul í gær vegna kjarnorkutilraunar Norður-Kóreumanna. Stjórn Suður-Kóreu hefur fagnað ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn komm- únistastjórninni í Pyongyang vegna tilraunarinnar. Bandarísk stjórnvöld sögðu í gær að rannsókn á sýn- um, sem tekin voru úr andrúmsloftinu yfir tilrauna- staðnum, staðfesti að kjarnorkusprengja hefði verið sprengd. Sprengingin var hins vegar ekki mikil, aðeins eitt kílótonn. Norður-Kóreumenn höfðu sagt Kínverj- um að þeir hygðust sprengja fjögurra kílótonna sprengju, þannig að tilraunin virðist ekki hafa heppn- ast fullkomlega. AP Beðið fyrir friði á Kóreuskaga Jerúsalem. AFP. | Moshe Katsav, forseti Ísraels, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að lögreglu- yfirvöld lögðu til í gær að hann yrði ákærður fyrir fjölmörg brot, þar á meðal nauðgun. Er þetta í fyrsta sinn, sem forseti landsins sætir jafn alvar- legum ákærum, en Katsav, sem nýt- ur friðhelgi sökum embættis síns, gæti átt dóm yfir höfði sér svipti Ísr- aelsþing hann þinghelgi. „Það liggja fyrir nægjanleg sönn- unargögn sem að samanlögðu benda til að í nokkrum tilvikum […] hafi forsetinn gerst sekur um nauðgun, þvingun til kynlífsathafna, þvingun til samræðis og kynferðislega áreitni,“ sagði í tilkynningu frá ísr- aelsku lögreglunni í gær. Þá lýsti lögreglan því yfir eftir fund með Menachem Mazuz rík- issaksóknara, að nægjanleg sönn- unargögn væru fyrir hendi til að leggja fram kæru á hendur Katsav fyrir símahleranir. Er búist við að Mazuz muni ákveða innan tveggja til þriggja vikna hvort hann muni leggja fram ákærurnar. Segist fórnarlamb ráðabruggs Katsav, sem er hægri maður og meðlimur í Likud-bandalaginu, segir ásakanirnar á hendur sér tilhæfu- lausar en hann hefur hafnað hávær- um kröfum almennings um að segja af sér embætti vegna málsins. „Forsetinn var furðu lostinn og í áfalli vegna tilmæla lögreglunnar,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu for- setans. „Hann ítrekar að hann sé fórnarlamb ráðabruggs og fyrr en síðar muni koma í ljós, að ásak- anirnar séu tilbúningur.“ Zion Amir, lögfræðingur Katsavs, sagðist ekki telja að Mazuz saksókn- ari muni leggja fram hinar alvarlegu ákærur gegn umbjóðanda sínum. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögreglan hefur lagt til að háttsettir embættismenn verði ákærðir, þar með taldir forsætisráðherrar, og öll- um slíkum tilmælum hefur verið hafnað,“ sagði Amir. Gæti beðið sextán ára fangelsi Fari hins vegar svo að forsetinn, sem er kvæntur og fimm barna fað- ir, hljóti dóm fyrir meint brot sín, gæti hans beðið frá þriggja og upp í sextán ára fangelsi. Mál hans er eins og fyrr segir fordæmislaust, hátt- settir embættismenn hafa áður verið kærðir fyrir spillingu en enginn þeirra fyrir meinta nauðgun. Alls hefur lögreglan kallað Katsav fimm sinnum til yfirheyrslu vegna ásakana um að hann hafi misnotað embætti sitt til að þvinga konur í starfsliði sínu til að hafa við sig mök. Á síðustu vikum hefur lögreglan rannsakað framburð að minnsta kosti tíu kvenna sem ýmist telja sig hafa verið nauðgað eða beittar kyn- ferðislegri misnotkun af hans hálfu í forsetatíð hans og áður sem ráð- herra ferðamála. Þess má geta að forveri Katsav, Ezer Weizman, þurfti að segja af sér embætti forseta vegna ásakana um að hafa þegið óeðlilegar peninga- greiðslur á níunda áratugnum. Krefjast afsagnar Ísraelsforseta Katsav Katsav berst fyrir pólitísku lífi sínu vegna áskana um nauðgun, kynferðislega áreitni og símahleranir Í HNOTSKURN » Katsav fæddist í Yazd í Íranárið 1945 og fluttist til Ísr- aels með fjölskyldu sinni árið 1951. » Hann skráði sig í Ísraelsherárið 1964 þar sem hann lauk herþjónustu sem undirliðþjálfi. Hann útskrifaðist árið 1971 sem hagfræðingur og sagnfræðingur frá Hebreska-háskólanum í Jerú- salem. » 1969 varð hann yngsti borg-arstjóri í sögu Ísraels. » Hann sigraði Shimon Peres íforsetakosningunum árið 2000. Beirút. AFP. | Fuad Siniora, forsætis- ráðherra Líbanons, hafnaði í gær boði Ehuds Olmerts, forsætisráð- herra Ísraels, um friðarviðræður, tveimur mánuðum eftir að stríði grannríkjanna tveggja lauk með vopnahléi. Siniora sagði að Líbanar yrðu síð- astir arabaþjóða til að semja frið við Ísraela eftir stríðið sem hófst 12. júlí og kostaði 1.287 manns lífið í Líb- anon og 162 í Ísrael. Forsætisráðherrann sagði raun- verulegan frið aðeins nást með því að samþykkja friðartillögur Abdullah, konungs Sádí-Arabíu, frá árinu 2002. Í tillögu konungsins er gert ráð fyrir því að öll arabaríki viðurkenni Ísraelsríki ef Ísraelar skila því landi sem hernumið var í stríði arabaríkja og Ísraels árið 1967. Arababandalag- ið samþykkti tillöguna á ráðstefnu þess í Beirút árið 2003. Olmert sagði í ræðu á þingi í Ísr- aels í gær að hann vildi ræða við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu- manna, og stjórnvöld í Líbanon. Hann hafnaði hins vegar viðræðum við Sýrlendinga. Hafna viðræðum Líbanar neita að semja við Olmert Róm. AFP. | Vopn- aðir hópar víða um heim nota hungursneyð sem vopn í baráttu sinni, að því er fram kemur í nýrri skýrslu á vegum banda- rísku hugveitunn- ar IFPRI, sem birt var í gær, á alþjóðlega matvæla- deginum. Kom þar jafnframt fram að hungursneyð væri mest í Suður- Asíu og sunnan Sahara-eyðimerkur- innar í Afríku. Jafnframt var komist að þeirri niðurstöðu í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, að rík- ustu þjóðir heims hefðu ekki lagt nóg af mörkum til að hjálpa þeim 850 milljónum manna sem sagðar eru búa við hungursneyð í heiminum. Jacques Diouf, framkvæmdastjóri FAO, hvatti þannig til þess í gær að fjárfesting, bæði á vegum einkaaðila og stjórnvalda, í landbúnaði yrði aukin til að draga úr matvælaskorti í þróunarlöndum. Jafnframt hvatti hann til að stuðlað yrði að því að framleiðni í landbúnaði í fátækum ríkjum yrði aukin. Átök sögð auka á hungrið Jacques Diouf Quito. AFP, AP. | Efna þarf til ann- arrar umferðar í forsetakosningun- um í Ekvador eftir að engum fram- bjóðendanna 13 tókst að tryggja sér þann fjölda atkvæða sem þurfti til að ná kjöri í kosningunum um helgina. Milljarðamæringurinn Alvaro Noboa, sem er hlynntur aukinni samvinnu við Bandaríkin, og Rafael Correa, hagfræðingur sem þykir til vinstri, hafa þótt líklegastir til að hafa sigur. Þegar 70% atkvæða höfðu verið talin í gær hafði Noboa hlotið 26,7% en Correa 22,5%. Samkvæmt þarlendum kosninga- lögum þarf frambjóðandi a.m.k. 40% atkvæða og hafa minnst 10% forskot til að ná kjöri í fyrstu umferðinni. Fer sú seinni fram 26. nóvember nk. Bandaríkjastjórn fylgist grannt með útkomu kosninganna en Correa er yfirlýstur stuðningsmaður Hugo Chavez, forseta Venesúela, eins helsta fjandmanns Bush-stjórnar- innar í Suður-Ameríku. Kosið á ný í Ekvador ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.