Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FL Group hefur gengið frá sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group. Þrír hópar fjárfesta hafa keypt meirihluta í félaginu, eða samtals 50,5% hlut. Áætlaður söluhagnaður FL Group af sölunni á Icelandair Group er um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group í lok júní 2006. Í tilkynningu frá FL Group segir að handbært fé félagsins aukist um 35 milljarða króna við söluna. Í tilkynningunni kemur fram að Glitnir sölutryggi það hlutafé sem eft- ir er í eigu FL Group, sem ekki hefur verið selt, þ.e. 49,5% hlut. Þar segir einnig að Glitnir hafi nú þegar ráð- stafað allt að 16% hlut til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda Icelandair Gorup. Allt að þriðjungur hlutafjár í Icelandair Group verði síðan boðinn til kaups í almennu hlutafjárútboði í umsjón Glitnis í tengslum við fyrir- hugaða skráningu félagsins á hluta- bréfamarkað. Þá verður fagfjárfest- um og almenningi gefinn kostur á að skrá sig fyrir hlut í félaginu. Segir í tilkynningunni að fyrirkomulag út- boðsins verði kynnt síðar. Frá því er greint í tilkynn- ingunni frá FL Group að lykil- stjórnendur Ice- landair Group áformi að kaupa allt að 4% í félag- inu. Þá segir að allir starfsmenn Ice- landair Group fái tækifæri til að kaupa hlut í félaginu og hafi um 4% hlutafjár verið tekin frá í þessum til- gangi. Samvinnutryggingar með þriðjung Fjárfestahóparnir þrír sem hafa fest kaup á meirihlutanum í Icelanda- ir Group eru Langflug ehf., sem kaupir 32% hlut, Naust ehf., kaupir 11,1% og Blue-Sky Transport Hold- ing kaupir 7,4%. Langflug ehf. er að mestu í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnu- trygginga hf. Axel Gíslason, fyrrver- andi forstjóri VÍS, er framkvæmda- stjóri þess félags, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, er stjórnarformaður og Helgi S. Guð- mundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands er stjórnarmaður í Samvinnutryggingum hf. Naust ehf. er að stærstum hluta í eigu BNT hf., móðurfélags Olíufé- lagsins og Bílanausts, sem aftur er að stærstum hluta í eigu Benedikts Sveinssonar, fyrrverandi stjórnarfor- manns Eimskipafélagsins og Sjóvár- Almennra trygginga, og bróður hans, Einars Sveinssonar, stjórnarfor- manns Glitnis. Blue-Sky Transport Holding er að mestu í eigu Ómars Benediktssonar sem var einn af stofnendum Íslands- flugs. Eignir yfir 200 milljarðar Heildareignir FL Group í lok júní námu 202,6 milljörðum króna. Félag- ið er skráð í Kauphöll Íslands. Stærstu hluthafar eru Eignarhalds- félagið Oddaflug efh., sem á 19,8% hlut, en félagið er í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, Baugur Group, sem á 18,1%, Magnús Kristinsson útgerðarmaður úr Vest- mannaeyjum (14,7%), Kristinn Björnsson fyrrverandi forstjóri Skeljungs (8,4%), og félögin Icon (5,6%) og Materia Invest (5,1%) en þau eru bæði í eigu Magnúsar Ár- mann, Kevin Stanford og Þorsteins M. Jónssonar. Millilandaflugið er meginundirstaðan Icelandair Group er eignarhalds- félag utan um 12 sjálfstæð rekstrar- félög í flugrekstri og ferðaþjónustu. Starfsmenn félagsins eru um 2.700 talsins og velta félagsins á þessu ári er áætluð um 54 milljarðar króna. Rekstri félagsins er skipt í þrjú meg- insvið; áætlunarflug milli landa, leigu- og fraktflug á erlendum mörkuðum og ferðaþjónustu á Íslandi. Í tilkynningu FL Group segir að meginundirstaða rekstrar Icelandair Group sé millilandaflug Icelandair sem byggi á tengiflugi milli Evrópu og Ameríku með megináherslu á Ís- land. Félagið flýgur til 22 áfangastaða beggja vegna Atlantshafs og flutti á seinasta ári um eina og hálfa milljón farþega. Þess bera að geta að danska lág- gjaldaflugfélagið Sterling er ekki með í sölu FL Group á Icelandair Group. Allt að þriðjungi hlutafjár verður boðið til kaups í almennu hlutafjárútboði Hagnaður Áætlaður hagnaður FL Group af sölunni á Icelander nemur um 26 milljörðum króna og mun handbært fé FL Group aukast um 35 milljarða króna við söluna. Í HNOTSKURN » Með sölunni á IcelandairGroup fylgja tólf dótt- urfélög, en danska lággjalda- flugfélagið Sterling mun ekki fylgja með í kaupunum. » Stjórnendur Icelandairmunu kaupa um 4% hlut í félaginu og starfsmönnum verður boðið að kaupa um 4% til viðbótar » Handbært fé FL Groupmun aukast um sem nemur 35 milljörðum króna við söl- una. Ómar Benediktsson Þrjú félög kaupa meiri- hluta í Icelandair Group Langtíma- fjárfesting MARKMIÐ Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga með kaupunum í Icelandair Group er að hafa af þeim arð þegar til lengri tíma er lit- ið. „Það hafa ekki verið ákveðin nein tímamörk, en þegar keyptur er svona stór hlutur þá er markmiðið að hafa af honum arð og í þessu tilviki erum við að horfa til langs tíma,“ segir Axel Gíslason, framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga. Axel segir Langflug að langmestu leyti í eigu Samvinnutrygginga, en til greina komi að fleiri aðilar gangi inn í það félag þegar fram líða stund- ir. Um það hafi hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun. „Með sölunni á VÍS má segja að hafi orðið ákveðin eðlisbreyting á fjárfestingarstefnu Eignarhalds- félagsins, en þá varð veruleg breyt- ing á eignasafninu. Með þessum breytingum og auknu umfangi fé- lagsins höfum við að undanförnu lagt meiri áherslu á áhættudreifingu og eru kaupin á Icelandair þáttur í því.“ Spennandi tækifæri Kaupin á Icelandair eru gott fjár- festingartækifæri, að mati Bjarna Benediktssonar, alþingismanns og stjórnarformanns BNT, móður- félags Nausts ehf, en hann segir um langtímafjárfest- ingu að ræða. „Það er margt sem gerir það að verkum að við lít- um á þetta sem spennandi tæki- færi. Í fyrsta lagi hefur náðst sam- komulag um traust eignarhald á fé- laginu, í öðru lagi líst okkur mjög vel á stjórnendateymið og í þriðja lagi lítum við svo á að spennandi tímar séu framundan, hjá félaginu og í geiranum sem slíkum.“ Markar tímamót Salan á Icelandair marka viss tímamót fyrir FL Group og styðja vel við áætlanir félagsins um frekari fjárfestingar, segir Hannes Smárason, for- stjóri FL Group. „Hinn mikli áhugi fjárfesta á Icelandair Group gerði FL Group að selja allan hlut sinn í félaginu, enda staða þess sterk og rekstur góður,“ segir Hannes. „Við höfum lagt ríka áherslu á að Icelandair Group komist í almenn- ingseigu, enda um að ræða mikil- vægasta samgöngufyrirtæki lands- ins. Þá er mikilvægt að félagið verði áfram leiðandi fyrirtæki í alþjóða- flugrekstri og það haldi því forystu- hlutverki sem það hefur í innlendri ferðaþjónustu.“ Hafa trú á félaginu Kaup stjórnenda Icelandair á um 4% hlut í félaginu er til marks um tiltrú þeirra á félaginu, að mati Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Ice- landair Group. „Stjórnendur Ice- landair Group styðja áætlanir um skráningu á markað heilshug- ar og fagna því tækifæri sem það veitir.“ Þá segist Jón Karl enn- fremur vera ánægður með að allir starfsmenn Icelandair Group muni fá tækifæri til að kaupa hlut í félag- inu. Hannes Smárason Jón Karl Ólafsson Bjarni Benediktsson Axel Gíslason Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, Hem- lock Semiconductor Corporation, heimsóttu Ísland í síðustu viku. Til- gangur heimsóknarinnar var að kanna kosti þess að reisa hér á landi stóra verksmiðju í hátækniiðnaði. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn. Virðast þeir staðsetningarkostir nú alveg út úr myndinni, að því er segir á vefnum hvalfjordur.is. Ákvörðun á næsta ári Um er að ræða gríðarlega orku- freka framleiðslu en afurð verk- smiðjunnar er hreinn fjölkristalla kísilmálmur og er m.a. notaður í sól- arafhlöður. Sömuleiðis er framleiðsl- an mjög plássfrek og því ljóst að um- talsvert landsvæði þyrfti undir verksmiðjuna. Fulltrúar Dow Corning og Hem- lock Semiconductor Corporation eru nú á ferðalögum víðs vegar um heim í þeim tilgangi að velja hentuga stað- setningu fyrir framleiðsluna. Í fram- haldinu er reiknað með að fjórir eða fimm staðir verði teknir til nánari skoðunar en ákvörðunar um staðar- val er ekki að vænta fyrr en einhvern tíma á næsta ári, að því er segir á hvalfjordur.is. Skoða kosti þess að reisa hátækniverksmiðju hér Grundartangi álitinn ákjósanlegasti staðurinn til framleiðslu á kísilmálmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.