Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 17 MENNING ÞRÍR trúbadorar ætla að halda saman tónleika næstu daga hér á landi. Um er að ræða þá Svavar Knút Krist- insson, Torben Stock frá Þýskalandi og Pete Uhlen- bruck (Owls of the Swamp) frá Ástralíu. Í tilkynningu frá Svavari Knúti segir að tónlist þeirra þriggja sé „öll í rólegri kantinum, dálítið innhverf og persónuleg“. Fyrstu tónleikar þrímenninganna fara fram í kvöld á Kaffi Hljómalind, á miðvikudagskvöld verða þeir á Café Rósenberg og svo á kaffihúsi Viðskiptaháskólans á Bifröst í Borgarfirði. Trúbadoratónleikar Innhverfir og persónulegir Svavar Knútur. Í DAG verður opnuð sýning í Þjóðmenningarhúsinu sem til- einkuð er bókum Berlínar- forlagsins Edition Marianna- presse. Sýningin nefnist Berlin Exc- ursion en þar verða sýndar 40 bækur eftir jafn marga höf- unda og myndlistarmenn. Bækurnar eiga það sameig- inlegt að vera sérstaklega hannaðar skrautbækur sem gefnar eru út í tak- mörkuðu tölusettu upplagi. Forlagið gefur út að meðaltali fjórar bækur á ári og eru flestar þeirra bóka sem til sýndar verða í Þjóðmenningarhúsinu ófáanlegar. Bókalist Sjaldgæfar og skrautlegar bækur Bækur. SÉRFRÆÐILEIÐSAGNIR Þjóðminjasafnsins hafa hlotið heitið Ausið úr viskubrunnum og verður sú þriðja í röðinni í dag klukkan 12.10. Þá mun Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, leiða gesti um sýninguna Með gullband um sig miðja. Táknmálstúlkur verður með leiðsögn Þórs. Á sýningunni eru íslenskir þjóðbúningar og dýrindis búningaskart frá lokum 17. aldar til okkar tíma. Þór mun einnig ganga með gestum um hluta grunnsýningarinnar og segja frá völdum gripum sem tengjast þjóðbún- ingunum. Leiðsögn Táknmálstúlkur með í för Þór Magnússon. Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is STJÓRN Skálholts hefur lagt fram tillögur í þremur liðum til lausnar deilunni um uppsögn organistans í Skálholti. Tillögurnar snúast um það að starfslokum organistans verði frestað til 31. maí 2007 en honum var sagt upp 14. september síðastliðinn með þriggja mánaða uppsagn- arfresti. Ennfremur komi til greina að stjórn Skálholts hagnýti sér störf organista að einhverju leyti ef sókn- arnefndir Skálholtsprestakalls og sveitarstjórn Bláskógabyggðar beita sér fyrir ráðningu organista á þeirra vegum með hugsanlegri þátt- töku annarra prestakalla og stofn- ana í uppsveitum Árnessýslu. Í þriðja lagi verði núverandi organista gefinn kostur á hinu nýja starfi frá 1. janúar 2007. Gagnkvæmur uppsagn- arfrestur verði þrír mánuðir. Náist ekki samkomulag um erindisbréf og laun fyrir 31. desember 2006 nýtur hann starfsloka í samræmi við 1. lið- inn í tillögunum. Um allt aðra stöðu að ræða en Hilmar Örn gegnir núna Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup og formaður stjórnar Skál- holts, segir að með tillögum stjórn- arinnar sé verið að taka tillit til persónulegra hagsmuna Hilmars Arnar en engra sjónarmiða sem fram hafa komið í umræðunni. „Við erum einungis að teygja okkur til móts við persónulega hagsmuni hans,“ segir Sigurður. Hann segir að Hilmari Erni sé gefinn kostur á því að gegna áfram starfi organista á staðnum en í nýrri stöðu. „Þegar greinargerðin er lesin þá sést að þar er um allt aðra stöðu að ræða en hann gegnir núna.“ Sigurður segir að stjórn Skálholts hafi ekki fengið svör frá Hilmari Erni um vilja hans í þessu máli. Honum er gefinn frestur til 1. nóv- ember að ganga að tillögum stjórn- arinnar. Annars standi það óbreytt sem áður hefur gerst í málinu, þ.e.a.s. að uppsögn Hilmars Arnar stendur með þriggja mánaða upp- sagnarfresti. Gagntillagna að vænta frá Hilmari Erni Hilmar Örn Agnarsson, dómorg- anisti í Skálholti, vildi ekki tjá sig um tillögurnar að öðru leyti en því að málið væri á viðkvæmu stigi og vænta mætti gagntillagna. Að öðru leyti vísaði hann til Guðmundar Sig- urðssonar, félaga í Félagi íslenskra orgelleikara. Ekki náðist í Guðmund í gær. Félagið hefur áður lýst yfir fullum stuðningi við Hilmar Örn og störf hans í þágu Skálholtsstaðar og þjóðkirkjunnar. Félagið fór fram á að þjóðkirkjan fylgdi eigin starfs- mannastefnu. Það hafi ekki verið gert þar sem allar ákvarðanirnar hafi verið teknar einhliða af stjórn Skálholts. »Hugmyndir koma fram íjanúar á þessu ári um að sameina rekstur Skálholts- staðar og Skálholtsskóla sem kirkjuráð féllst á. »Fundarmönnum kom sam-an um að þörf væri á að styrkja starfsemina á kirkju- tónlistarsviði og haft á orði að starf organista í núverandi mynd yrði lagt niður. »Núverandi organista sagtupp 14. september. Biskup Íslands skerst í leikinn og sátta- fundur haldinn 3. október. » Stjórn Skálholts leggurfram þrjár tillögur; starfs- lokum organista sé frestað, Skálholtsstaður nýti sér starf organista ráði sóknarnefndir og sveitarstjórn organista og núverandi organista verði gef- inn kostur á hinu nýja starfi. Í HNOTSKURN Skálholt | Deilur um stöðu dómorganistans Vænta má gagntillagna Dómorganistanum var sagt upp en er nú boðið að gegna breyttri stöðu. Jafnframt hefur stjórn sett fram tillögu um að starfslokum verði frestað fram á mitt næsta ár náist ekki samkomulag. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sáttatillögur frá Skálholti BRESKA nób- elsverðlauna- skáldið Harold Pinter steig á svið í Royal Co- urt-leikhúsinu um síðustu helgi og lék sam- nefnda persónu í verkinu Síðasta spóla Krapps eft- ir Samuel Bec- kett. Í umsögn leikhúsgagnrýnand- ans Charles Spencer segir að leikur Pinters hafi verið ógleymanlega sterkur og um leið hafi einn af stærstu leikritahöfundum heims sýnt öðrum jafningja sínum virð- ingu sína í verki þar sem horfst er í augu við dauðleika mannsins. Harold Pinter, sem nú er 76 ára, hefur sagt að ólíklegt sé að hann skrifi sjálfur fleiri verk. Svo gæti því virst sem leikur hans í verkinu hafi um leið verið svanasöngur hans í leikhúsheiminum. Pinter hef- ur lengi glímt við heilsuleysi og lék hann Krapp úr rafmagnshjólastól. Engu að síður hafi Pinter komist að kjarna þessa stórkostlega ein- þáttungs með leik sínum. Verkið, fjallar um gamlan mann sem rifjar upp líf sitt með aðstoð segulbands- upptakna, sem hann hefur haft fyr- ir vana að gera á afmælisdögum sínum. Spencer segir að það komi kannski ekki sérstaklega á óvart að sá þáttur sem Pinter ljær helst verkinu felist í reiðinni. Honum hafi löngum hætt við að missa stjórn á skapi sínu í sínu daglega lífi. Það felist meira að segja óstjórnlegur ofsi í því hvernig hann kveikir og slekkur á segulbands- tækinu og augu hans virðast brenna af heift. Pinter sé vissulega illa farinn á líkama en það ógnvekjandi afl sem alltaf hafi búið í skrifum hans leynist einnig í leikaranum. En það sé meira en einungis reiði og biturð sem Pinter komi til skila í leik sín- um. Grófgerð og hljómmikil rödd hans skili einnig á snilldarlegan hátt svörtum húmor verksins, fá- gætri en vekjandi ljóðrænu þess og umfram allt meiðandi viðkvæmni. Yfirleitt er Beckett talinn leikskáld einmanaleikans og örvæntingar. Í þessu fallega verki og með hinni ótrúlegu frammistöðu Pinters, fagni hann möguleikanum á mann- legum samskiptum í tóminu. Pinter leik- ur Krapp af reiði og ofsa Svanasöngur leikskáldsins? Leikskáldið Harold Pinter. „ÉG HELD bara hreinlega að þetta sé með þrautseigari upplestrarfyr- irbærum hérlendis,“ segir Benedikt S. Lafleur um hin svokölluðu skálda- spírukvöld, en síðastliðinn þriðjudag hófust kvöldin aftur eftir sumarhlé. Það skáldaspírukvöldið var það Ket- ill Larsen sem las og söng úr verk- um sínum við hljómborðsundirleik Halldórs Þórarinssonar. Í kvöld mun hins vegar baráttuskáldið Kristján Guðlaugsson flytja ljóð sín og leika á gítar, en hann er einna frægastur fyrir lag sitt „Ísland úr Nató, herinn burt“. Benedikt, sem hefur haft veg og vanda af kvöld- unum frá upphafi, segir við hæfi að tileinka kvöldið Kristjáni nú þegar herinn er horfinn af vettvangi. Er um 68. skáldaspírukvöldið að ræða. Yfir 200 skáld á tveimur árum „Ég reyni að taka púlsinn á því sem er að gerast hverju sinni,“ út- skýrir Benedikt þegar hann er spurður nánar út í kvöldin. „Í raun spannar skáldaspíran mjög breitt svið. Það hefur alltaf verið markmið hennar að leyfa ungum og efnilegum höfundum að spreyta sig þótt verk þeirra hafi ekki endilega verið gefin út. Á haustmánuðum eru svo þeir höfundar, sem eru að gefa út verk sín, kallaðir til. Þá hafa verið á ferð- inni bæði höfundar sem eru að stíga sín fyrstu skref og eins virt og þjóð- þekkt skáld.“ Fyrsta skáldaspírukvöldið var haldið í febrúar 2004 en til að byrja með voru kvöldin með nokkuð öðru sniði en þau eru í dag. Þá komu fram jafnvel fimm til sex skáld annað hvert þriðjudagskvöld og lásu upp úr verkum sínum. Benedikt segir að nú sé markmið kvöldanna hins vegar að kynnast hverju skáldi örlítið bet- ur og því sé aðeins ein skáldaspíra í eldlínunni hverju sinni auk þess sem viðburðurinn er haldinn hvert þriðjudagskvöld. „Þegar það voru fimm til sex skáld á kvöldi las hvert skáld upp í fimm til tíu mínútur og svo kom ekkert meira frá því skáldi það kvöldið. Kvöldin núna eru rólegri og mjög kósí,“ út- skýrir Benedikt og bætir því við að yfir 200 skáld hafi komið fram á veg- um skáldaspírunnar frá upphafi og eins að það sé engan veginn á döfinni að láta þar við sitja. Hann upplýsir jafnframt að lagt hafi verið í útgáfu á vegum skáldaspírunnar en áréttar þó að eigi þar að vera framhald á verði að koma til utanaðkomandi stuðningur. Skáldaspírukvöldin eru haldin í bókarými bóka- og gjafavöruversl- unarinnar Iðu þar sem skáldin koma sér fyrir í gulum eggstól. Að sögn Benedikts skapast undantekning- arlaust góð stemning og hann tekur fram að gestum gefist kostur á að taka með sér veitingar úr kaffihúsi Iðu sem er á annarri hæð. Kvöldin hefjast klukkan 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. Bókmenntir | Skáldaspírukvöldin komin af stað eftir sumarhlé Skáld í gulum eggstól lesa upp úr verkum sínum Morgunblaðið/ÞÖK Skáldspíra Benedikt S. Lafleur í gula eggstólnum sem lesið er upp úr í Iðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.