Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 19 SUÐURNES Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur K 6.80 M Plus ■ Vinnuþrýstingur: 20-135 bör ■ Vatnsmagn: 530 ltr/klst ■ Túrbóstútur + 50% ■ Lengd slöngu: 9 m ■ Sápuskammtari ■ Stillanlegur úði K 7.80 M Plus ■ Vinnuþrýstingur 20-150 bör ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari K 7.85 M Plus ■ Vinnuþrýstingur: 20-150 bör ■ Vatnsmagn: 550 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% ■ 12 m slönguhjól ■ Vatnsmagn: 550 ltr/klst ■ Túrbóstútur + 50% ■ Lengd slöngu: 9 m SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS K 5.80 M Plus ■ Vinnuþrýstingur: 20-125 bör ■ Vatnsmagn: 450 ltr/klst ■ Lengd slöngu: 7,5 m ■ Stillanlegur úði ■ Túrbóstútur + 50% ■ Sápuskammtari Ýmsir aukahlutir Snúningsdiskur MENNINGARDAGUR í kirkjum á Suðurnesjum verður haldinn næst- komandi sunnudag. Þetta er í fjórða sinn sem Ferðamálasamtök Suður- nesja, kirkjurnar, Reykjanesbær og Sparisjóðurinn í Keflavík halda menningardag með þessu sniði. Sérstök dagskrá er í öllum átta kirkjum Suðurnesja og tímanum stillt þannig upp að auðvelt er að komast á milli kirkna til að ná að sjá dagskrána í hverri kirkju. Dagskráratriðin eru að mestu sótt í menningu hverrar kirkjusóknar fyrir sig. Fjölbreytt dagskrá Dagskráin hefst í Kálfatjarnar- kirkju kl. 10 um morguninn með er- indi sr. Gunnars Kristjánssonar um sögu Kálfatjarnarkirkju. Ellen Krist- jánsdóttir mun flytja lög í Njarðvík- urkirkju við texta eftir Njarðvík- ingana Sveinbjörn Egilsson og Hallgrím Pétursson. Grindvíkingar bjóða upp á dagskrá um Sigvalda Kaldalóns og Stein Steinarr. Útskála- kirkja býður upp á erindi frá Andra Snæ Magnasyni, „Stund milli stríða – Garður milli hers og álvers“. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona verður í Hvalsneskirkju með leikrit sitt um ungdómsár Hallgríms Péturssonar. Leiðsögumenn Reykjaness bjóða upp á sagnaskemmtun í Kirkjuvogskirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju bjóða Rúnar Júlíusson, Einar Júlíusson og María Baldursdóttur upp á upprifjun á stemningunni í Krossinum og Stap- anum 1960–1975. Menningardagurinn endar svo með söngdagskrá í Keflavíkurkirkju þar sem Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson koma fram. Menning- ardagur í kirkjum Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | „Félagið hætti starfsemi á árinu 1988 en skógræktarstarfið hefur aldrei lognast alveg út af því að grunnskólabörn hafa plantað hér á hverju ári,“ segir Jóhannes Vil- bergsson, formaður Skógræktar- félags Grindavíkur sem endurvakið var fyrr á þessu ári. Stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur má rekja aftur til ársins 1939. Þá varð Ingibjörg Jónsdóttir sextug og kvenfélagskonur stofnuðu sjóð henni til heiðurs. Ingibjörg ákvað að verja honum til þess að koma upp skógrækt í Grindavík. Fékk hún land í norðurhlíðum Þor- björns og þegar hún plantaði fyrstu hríslunum, vorið 1957, gaf hún svæð- inu nafnið Selskógur. Skógræktar- félag Grindavíkur var síðan stofnað um haustið. Mikið verk framundan Ekki höfðu margir trú á skógrækt á þessu svæði í upphafi en þar er nú kominn ágætur skógur. „Það er nauðsynlegt að halda þessu gang- andi,“ segir Jóhannes um ástæður þess að félagið var endurvakið í vor. Hann segir að áhugi fólks á útivist fari stöðugt vaxandi og gegni skóg- rækt mikilvægu hlutverki í því. Hún auki fjölbreytni í útivistarmöguleik- um og veiti skjól. Tæplega fjörutíu félagsmenn eru nú í Skógræktarfélagi Grindavíkur og þeirra bíður mikið verk. Jóhannes segir að byrja þurfi á því að end- urnýja samninga við landeigendur um Selskóg. Í sumar var bætt við 1.200 trjáplöntum og því verður haldið áfram á næstu árum. Einnig er orðið nauðsynlegt að bæta að- komu að Selskógi, gera göngustíga og grisja, til þess að gera skóginn að betra útivistarsvæði. Segir Jóhannes að svæðið sé töluvert notað og telur að það muni vaxa enn frekar ef að- staðan verði bætt. Þá hefur Jóhann- es áhuga á að fá stærra svæði, helst þannig að hægt verði að planta trjám í trefil í kringum Þorbjörn og gera gönguleið hringinn í kringum fjallið. Umræður hafa farið fram um sam- starf við Grindavíkurbæ. Bærinn hefur meðal annars boðið félaginu land undir skógrækt á útivistarsvæði austan við nýja hesthúsahverfið. Áhugi á útivist og ræktun „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á útivist og ræktun,“ segir Jó- hannes spurður um áhuga sinn á skógrækt. Bætir hann því við að hann hafi alist upp við þetta, foreldr- ar hans hafi alltaf verið með stóran garð. Skógræktin eykur fjölbreytni í útivist Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Haust í skóginum Jóhannes Vilbergsson vinnur að skógræktarmálum vegna áhuga síns á útivist og ræktun. Hann kemur oft í Selskóg. Í HNOTSKURN »Kvenfélagskonur stofnuðuskógræktarsjóð 1939 til heiðurs Ingibjörgu Jóns- dóttur. »Byrjað að planta trjám ínorðurhlíðum Þorbjörns vorið 1957 og svæðið nefnt Selskógur. Örlygshöfn | Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn fékk nýlega afhent að gjöf veglegt steinasafn hjónanna Kristínar Hrundar Kristjáns- dóttur og Guðmundar Bjarnasonar á Akureyri. Fram kemur á vefnum bb.is að stór hluti safnsins, eða um 300 steinar, er kominn vestur í sýning- arskápum. Steinarnir eru merktir og vel frágengnir. Stórt steinasafn gefið að Hnjóti LANDIÐ Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Mikið var um dýrðir á Blönduósi síðastliðinn laugardag þegar þremur fyrirtækjum var formlega af- hent nýtt atvinnuhúsnæði til afnota. Þungu fargi er létt af sýslusálinni að sjá að á grunni þeim sem áður voru þrjú fyrirtæki, sem urðu eldi að bráð haustið 2004, er aftur komið líf. Fasteignafélagið Ámundakinn ehf., sem keypti hús- grunninn að Efstubraut 2, Blönduósi sem var í eigu Húnakaupa og Blönduósbæjar, afhenti á laugardag fyr- irtækjunum Léttitækni ehf., Vélsmiðju Alla ehf. og Lagnaverki ehf. formlega atvinnuhúsnæði til afnota. Færði stjórninni ullarsokka Á jólaföstu hófust framkvæmdir við byggingu á þessu 1.320 fermetra verksmiðju- og verkstæðishúsnæði og á Jónsmessu lauk framkvæmdum að mestu og fluttu fyrstu fyrirtækin inn. Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar, afhenti forsvarsmönnum fyrirtækjanna lykla að húsnæðinu að viðstöddu fjölmenni. Jóhannes gat þess að verkið hefði gengið afar vel og allt eftir áætlun, bæði fjárhags- og framkvæmdarlega. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduós- bæjar, færði Jóhannesi Torfasyni á Tofalæk forláta ull- arsokka að gjöf við þetta tækifæri en þegar Ullarþvotta- stöð Ístex flutti inn í norðurenda þessa húss á sínum tíma afhenti Jóna Fanney Jóhannesi ullarvettlinga og gat hún þess í ræðu sinni að hún vonaðist eftir því að Jóhannes og þeir félagarnir í Ámundakinn yrðu fullklæddir áður en langt um liði og hafði hún trú á því miðað við uppbygging- argleði Ámundarkinnarmanna á atvinnuhúsnæði á Blönduósi Uppbygging léttir þungu fargi af sýslusálinni Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fjölmenni Margt var um manninn við opnun nýs atvinnuhúsnæðis á Blönduósi og áfanganum vel fagnað. Atvinna Húsnæði Ámundakinnar er komið í notkun. STJÓRN Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur tilnefnt Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykja- nesbæ, í stjórn hlutafélags um framtíðarþróun og umbreytingu fyrrverandi varnarsvæða á Kefla- víkurflugvelli. Sigurður Valur Ás- bjarnarson, bæjarstjóri í Sand- gerði, verður varamaður. Umrætt hlutafélag verður í eigu ríkisins. Forsætisráðuneytið óskaði eftir því að SSS tilnefndi mann í þriggja manna stjórn félagsins. Stjórnin samþykkti bókun þar sem félaginu var fagnað en um leið minnt á fyrri samþykkt þar sem lögð var áhersla á að sveitarfélögin á svæðinu yrðu áhrifavaldar um þá framtíð sem mótuð yrði. Bæjarstjóri í stjórn vallarfélags Garður | Gerðaskóli hefur gengið til liðs við verkefnið „Skólar á grænni grein“ sem er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leit- ast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár til að byrja með. Gerðaskóli á grænni grein Garður | Unglingaráð Víðis í Garði heldur félagsvist í Samkomuhúsinu annað kvöld, miðvikudag, klukkan 20. Samkoman er til fjáröflunar fyrir unglingastarf félagsins, segir í fréttatilkynningu. Unglingaráðið er með öflugt starf, meðal annars í fjáröflunarskyni fyrir börnin. Þekktasta samkoman er skötuhlað- borðið sem haldið er í desember. Afla fjár fyrir unglingastarfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.