Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Undanfarið hefur nokkuðborið á því í fjölmiðla-umræðu um orkumál aðmenn setji sig upp á móti rannsóknaborunum á háhitasvæðum. Í því sambandi nefna menn gjarnan Kerlingafjöll og Brennisteinsfjöll. Mér virðist nokkurs misskiln- ings gæta í umræðunni og sé því ástæðu til að skýra nokkuð hvernig háhitarannsóknir fara fram. Þeim má í aðal- atriðum skipta í þrjú stig, forrannsóknir, rannsóknaboranir og vinnsluboranir. Forrannsóknir Forrannsóknir fela í sér mælingar og athug- anir sem gerðar eru á yfirborði án þess að landslagi sé á nokkurn hátt raskað. Þær sam- anstanda aðallega af þremur meginþáttum: jarðfræðikortlagningu, jarðefnafræðirann- sóknum og viðnáms- mælingum (rafleiðni- mælingum). Jarðfræðikortlagningin kemur fyrst. Þá kort- leggja jarðfræðingar öll sýnileg jarðlög á yf- irborði, sprungur, misgegni, gos- myndanir, hraun, gossögu auk jarðhitaummerkja. Ef hverir eða gufuaugu eru á rannsóknasvæðinu eru tekin sýni til jarðefnafræðilegra athugana, en út frá þeim má fá nokkuð áreiðanlegt mat á líklegum hita djúpt í undirliggjandi jarð- hitakerfi. Að þessu loknu er hafist handa við viðnámsmælingar. Þær eru gerðar með mælitækjum á yfirborði sem skynja rafviðnám jarðlaga um 1 km niður í jörðina. Viðnám jarðlaga er m.a. háð hita og ummyndun steinda í berginu. Þannig lækkar það hratt með hita og afar lágt viðnám mælist þegar hitinn fer að nálgast 200°C. Þegar bergið nær 230°C hita verða afgerandi breytingar á steind- um sem fela í sér snögga hækkun viðnáms sem er auðmælanleg frá yf- irborði. Því miður er þessi breyting á steindum í berginu varanleg, þannig að þótt hiti lækki aftur niður fyrir 230°C þá helst háa viðnámið. Því má með viðnámsmælingum kortleggja dýpið niður á þann flöt þar sem hiti hefur einhvern tíma náð 230°C. Þetta hefur mikið gildi þar sem hiti þarf helst að vera yfir 230°C til að raf- orkuframleiðsla úr jarðhita sé hagkvæm. Mynd 1 sýnir hvern- ig dæmigert háhita- kerfi kemur fram í við- námsmælingum sem kjarni af háu viðnámi þar sem hiti hefur náð 230°C umlukinn lágu viðnámi þar sem hitinn er 100-200°C. Hins vegar getum við ekki séð úr viðnámsmæl- ingum hvort þessi hiti er enn til staðar, til þess verður að bora rann- sóknarholu. Rannsóknaborun Að forrannsóknum loknum verður til kort sem sýnir það svæði þar sem vænta má að hiti hafi náð 230°C á til- teknu dýpi. Þetta er það svæði þar sem hugsanlega má vinna háhita með hefð- bundum hætti til raf- orkuvinnslu, þ.e. án þess að bora dýpra en niður á um 2,5 km. Dæmi um slíkt er kortið af viðnámi á Trölladyngjusvæðinu á mynd 2. Þar má sjá að svæðið sem til greina kem- ur að vinna jarðhita á er býsna stórt. Til að finna heppilegasta blettinn til gufuvinnslu þarf að bora rann- sóknaholur á nokkrum stöðum til að mæla hitann og kanna lekt jarðlaga. Til jarðhitavinnslu þarf hvort tveggja að koma til, nógu hár hiti og lek jarðlög djúpt niðri. Rannsóknabor- anir geta annað hvort leitt í ljós að undirliggjandi jarðhitakerfi sé gott til jarðgufuvinnslu eða ónothæft. Áður en unnt er að taka ákvörðun á vit- rænan hátt um hvar á að setja niður virkjanir þarf því að bora rann- sóknaholur. Þá fyrst vita menn hvar kemur til greina að virkja. Út frá þeim upplýsingum og ýmsum öðrum þarf síðan að meta hvort það sé ásættanlegt af umhverfisástæðum. Um rannsóknaboranirnar sjálfar gilda lög um mat á umh um. Samkvæmt þeim b til Skipulagsstofnunar u aðar rannsóknaboranir og stofnunin metur síða un verður heimiluð án f hverfismats eða ekki. Þ þannig að víða er þegar raska umhverfi svo mik hitasvæðunum að unnt rannsóknaholu án þess teljandi skaði sé af. Þan menn borholu gjarnan og slóða sem fyrir eru o sem hefur áður verið ra námavinnslu eða mannv öðrum tilvikum getur þ nýja vegspotta og gera hafa nokkurt rask í för þá er gjarnan farið fram ismat. Niðurstöður þess Háhitarann- sóknir og rann- sóknaboranir Eftir Ólaf G. Flóvenz »Rannsókna-leyfi felur ekki í sér heim- ild til rann- sóknaborana, um þær gilda lög um um- hverfismat. Því er fráleitt að leggjast gegn veitingu rann- sóknaleyfa. Ólafur G. Flóvenz Mynd 1: Þversnið gegn námsmælingum sem yf námi þar sem hitinn er Mynd 2. Einfaldað kort Trölladyngjusvæðinu á sýnir hvar vænta má að kaldara nú. Utan þessa með hefðbundinni tæk sóknaholur hér og þar er enn til staðar og hvo loknum er fyrst ljóst hv FRUMFLUTNINGUR á Eddu I eftir Jón Leifs var einstakur við- burður. Flutningur allur var ágætur, einsöngv- arar, kór og hljómsveit fluttu verkið af mikilli snilld undir styrkri stjórn Hermanns Bäu- mers. Við upplifðum mik- ilfenglegt tónverk, hrikalegt á köflum og ægifagurt á milli. Eitt mesta afreksverk í menningarsögu okkar, sem á erindi til heimsins utan eyjarinnar okkar. Á tónleikunum minnti séra Kolbeinn Þorleifs- son mig á þau orð Jóns Leifs, að tón- list sín væri blanda af rímum og Beethoven! Þegar tónskáld ætlar sér að semja músík við hin ævafornu Edduljóð, og miðla okkur andblæ forneskjunnar, þá dugir ekkert þekkt tónmál til þess. Ekki gengur að stæla Grieg, Brahms eða Hindemith, né aðra snillinga. Tónskáldið verður að finna upp nýtt og áður óþekkt tónmál, nýjan stíl. Enda er verið fjalla um undrið mikla: sköpun heims- ins. Og Jón skapar nýtt mál, persónulegt og einstakt. Hann hlýðir lítt við- teknum lögmálum um fegurð og formun. Hann býr til ný lög- mál. Og þetta leiðir til þess að hlutverk flytj- enda er um margt óvenjuerfitt. Það var, og er, alltaf erfitt að frumflytja mikil tónverk. Og ég dáðist að innsæi og djúpum skiln- ingi allra sem tóku þátt í flutn- ingnum. Áferð tónlistar Jóns er stundum hrjúf, líkt og hjá Kjarva málverkum. Það er ekki sú fíngerða og voðfellda hæfir sumri rómantískr Jóni. Og Jón er mikill m hljómsveitarbeitingu. Og tíminn líður ekki, er ekki flæði í þessari tó varð til um leið og heimu Steinarr segir að tíminn smámynt sem reist er u Þetta skildi hljómsvei Hermann Bämer. Verkið er bæði torme gengilegt. Það er gegns og oft eru það fáein hljó leika. Þetta er ekki hinn Frumflutningur á Eddu Jóns L – einstakur menningarviðburðu Eftir Atla Heimi Sveinsson » Og Jón skapamál, persónu einstakt. Hann h lítt viðteknum lö um fegurð og fo Hann býr til ný Atli Heimir Sveinsson NÝ SAMGÖNGUPÓLITÍK Á20. öldinni voru unnin mikil af-rek í samgöngubótum á Ís-landi. Hafnir voru byggðar allt í kringum landið. Vegir voru lagðir allt í kringum landið og flugvellir byggðir á lykilstöðum. Lengst af 20. öldinni var íslenzka þjóðin fátæk. Á síðustu 30 árum síðustu aldar var þjóðin komin í nokkur efni og þá var hringveginum lokið. Nú er kominn tími til nýrra átaka í samgöngumálum og tilefnin eru önn- ur en áður var, þegar hvorki var að finna vegi eða hafnir. Nú hafa flutningar innanlands þróazt á þann veg, að þeir hafa að verulegu leyti flutzt yfir á vegina. Sjó- flutningar milli hafna eru mjög tak- markaðir. Þessum breytingum fylgja ný vandamál. Það er orðið allt að því lífshættulegt að aka um fjölförnustu þjóðvegi vegna umferðar flutninga- bíla, sem í fæstum tilvikum hægja á sér þegar þeir mæta öðrum bílum og eru í mörgum tilvikum með tengi- vagna aftan í sér sem auka enn á hætt- una. Við það bætist að oft eru undir- byggingar undir þjóðvegina ekki eins traustar og þær ættu að vera. Það veldur því, að þungir flutningabílar hreyfast meira til og frá á vegunum en ella og slysahætta eykst af þeim sök- um. Þetta ástand blasir við öllum, sem aka um þjóðvegi landsins og þó sér- staklega þá fjölförnustu. Við svo búið má ekki standa. Líkurnar á því, að flutningar flytjist að einhverju marki aftur út á sjó eru litlar, þótt einhverjir tilflutningar geti orðið. Af þeim sökum er ekki um annað að ræða en tvöfalda þjóðvegina, þar sem þeir eru fjölfarnastir. Þessar fram- kvæmdir eru þegar hafnar á Reykja- nesbraut og öllum ljóst, að öryggi í umferð á þeirri leið hefur stórbatnað. Þar sem umferðarþunginn réttlætir ekki tvöföldun hringvegarins er nauð- synlegt að breikka vegina umtalsvert og á sumum stöðum er nauðsynlegt að treysta undirbyggingu þeirra. Framkvæmdir sem þessar kosta auðvitað mikið fé og ekki ólíklegt að þær geti kostað 100 milljarða eða meir. Undan þeim verður hins vegar ekki vikizt. Þess vegna er tímabært að rík- isstjórn og Alþingi hefji umræður um undirbúning slíkra stórframkvæmda í vegamálum og á hve löngum tíma raunsætt er að framkvæma verkið. Aðstæður okkar til slíkra stórfram- kvæmda í vegamálum eru allt aðrar en áður. Við erum rík þjóð. Verklegri þekkingu hefur fleygt fram og slíkt stórvirki á allan hátt mun auðveldara en það, sem fátæk þjóð tókst á við á síðustu öld. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra á að hefjast handa um slíka stefnumörkun í samgöngumálum, ef hún hefur þá ekki hafizt nú þegar í ráðuneyti hans. Þetta verkefni er svo stórt að það er verðugt umræðuefni í kosningabaráttunni í vetur og vor. OFVERNDAÐUR MJÓLKURIÐNAÐUR Það er ögn kaldhæðnislegt að fáein-um dögum eftir að Samkeppnis- eftirlitið beinir þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að hann afnemi samkeppnishömlur í mjólkuriðnaðin- um, t.d. heimild mjólkurstöðva til að sameinast án afskipta samkeppnisyf- irvalda, skuli þrjú mjólkurfyrirtæki tilkynna sameiningaráform. Ráð- herrann vill engu breyta og úr skjóli hans gefur mjólkuriðnaðurinn sam- keppnisyfirvöldum langt nef. Í hvaða atvinnugrein annarri við- gengist það að félög, sem saman ráða þorra markaðarins, fengju að samein- ast án þess að það svo mikið sem kæmi til skoðunar hjá samkeppnisyfirvöld- um? Forsvarsmenn Mjólkursamsölunn- ar, Osta- og smjörsölunnar og Norð- urmjólkur hafa falleg orð um að ein- földun í starfseminni og sparnaður í rekstri, sem næst fram með samein- ingunni, eigi að koma bæði bændum og neytendum til góða. Þeir geta vissulega sýnt fram á að undanfarin ár hefur framleiðslu- og dreifingarkostn- aður mjólkur hækkað minna en sem nemur almennri hækkun neyzluverðs. Sá árangur er þó frekar til marks um það óhagræði og sóun, sem verið hefur í hinu ríkisstyrkta einokunarkerfi í mjólkurframleiðslu, en að einokun sé betur til þess fallin en samkeppni að draga úr kostnaði og tryggja hag bæði bænda og neytenda. Áfram eru mjólk- urvörur dýrari á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Eða hvað segja þær staðreyndir, sem Samkeppniseftirlitið dregur fram í áliti sínu til ráðherra um mjólkur- markaðinn? Hefur ekki tilkoma keppi- nautsins Mjólku, sem stendur utan einokunarkerfisins, bæði lækkað verð til neytenda á þeim vörum, sem um ræðir, og skilað hærra verði til bænda vegna þess að samkeppni hefur skap- azt um mjólkina? En kannski verður það allt gleymt fljótlega. Það þarf alveg sérstakt hug- rekki og úthald til að keppa við báknið, sem hefur verið búið til í mjólkuriðn- aðinum. Það er ekki víst að samkeppn- in frá Mjólku endist lengi, enda virðist það ekki markmið stjórnvalda. Mjólkuriðnaðurinn er líklega of- verndaðasta atvinnugrein á Íslandi. Erlend samkeppni er útilokuð með gífurlegum tollum. Að kaupa t.d. út- lenda osta er bara lúxus, sem hinir tekjuháu leyfa sér. Í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar til að lækka matarverð var mjólkuriðnaðinum hlíft við tolla- lækkunum. Og grundvallaratriði sam- keppnislaga um bann við samráði, markaðsskiptingu og skaðlegum sam- runa eiga ekki við um greinina. Þegar talsmenn einokunar og verndarstefnu í mjólkuriðnaði svara gagnrýni benda þeir stundum á að önnur ríki hagi sér alveg eins; veiti undanþágur frá samkeppnislögum þannig að auðveldara sé að drepa keppinautana og haldi innflutningi úti með ofurtollum. Þess vegna er skrítið að Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, skyldi í gær tala um að mjólkur- iðnaðurinn ætlaði að fara að hasla sér völl á erlendum markaði. Hann hlýtur að vita að það er vonlaust ef stjórnvöld í útlöndum láta sér jafnannt um eigin mjólkuriðnað og hér gerist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.