Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 11 FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MJÓLKURSAMLÖGIN hafa til margra ára haft með sér náið sam- starf. Þau hafa frá árinu 1958 rekið Osta- og smjörsöluna, en eigendur hennar eru Mjólkursamsalan í Reykjavík, Kaupfélag Skagfirðinga, Norðurmjólk og Mjólkursamlagið á Ísafirði. Að grunni til byggir sam- starf fyrirtækjanna á því að selja ferskvörur (mjólk, rjóma og aðrar mjólkurvörur sem hafa stutt geymsluþol) suðvestanlands þar sem langstærsta markaðssvæðið er, en framleiða ost og smjör og fleiri vörur sem hafa meira geymsluþol í mjólkursamlögum sem eru fjær stærsta markaðssvæðinu. Náið samráð Á síðustu árum hefur mjólk- ursamlögum á landinu fækkað mikið og þá hefur MS yfirtekið rekstur smærri samlaganna. Á síðasta ári var síðan rekstur MS og Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi sameinaður. Nú er staðan þannig að MS sækir mjólk til bænda á Austurlandi, Suð- urlandi, Vesturlandi og er farið að teygja sig yfir á Norðurland eftir að MS yfirtók samlagið á Blönduósi. MS rekur samlög á Egilsstöðum, Selfossi, Búðardal, Blönduósi og Reykjavík. Þrjú önnur samlög eru rekin á landinu, á Akureyri, Sauð- árkróki og Ísafirði. Samlagið á Ak- ureyri er rekið af Norðurmjólk sem er hlutafélag, en það er að 48% í eigu MS. Samvinnufélag bænda, Auð- humla, á 52%. Kaupfélag Skagfirð- inga á og rekur Mjólkursamlag Skagfirðinga. Af framansögðu er ljóst að MS hefur lengi verið ráðandi í þessari grein og samráð við litlu samlögin hefur lengi verið náið. Sú hugmynd að mjólkursamlögin á landinu stofni eitt rekstrarfélag er ekki ný af nálinni. Nú er málið hins vegar komið mjög langt. Það var kynnt á fulltrúaráðsfundi MS og kynnt bændum á svæði Norð- urmjólkur um helgina. Stefnt er að því að fulltrúaráðsfundur MS taki ákvörðun í málinu 17. nóvember nk. Ætla að selja hús MS og Osta- og smjörsölunnar Rekstrarfélagið sem bera mun nafnið Mjólkursamsalan, mun hafa það hlutverk að sjá um alla móttöku, framleiðslu, pökkun, markaðs- setningu og sölu- og dreifingu mjólk- urafurða fyrir MS, Norðurmjólk og Osta- og smjörsöluna. Samlögin verða áfram rekin sem sjálfstæðar einingar en rekstr- arfélagið mun stjórna því hvað fram- leitt er á hverjum stað og stýrir vinnslunni. Kaupfélag Skagfirðinga ætlar sér að eiga áfram samlagið á Sauðárkróki en KS hefur hins vegar samþykkt að fela rekstrarfélaginu fulla stýringu á framleiðslunni sem öll verður seld nýja félaginu. Samhliða stofnun rekstrarfélags- ins mun MS kaupa 52% hlut Auð- humlu í Norðurmjólk og greiða fyrir með hlutabréfum í rekstrarfélaginu og peningum. Auðhumla mun þann- ig eiga beina eignaraðild að rekstr- arfélaginu. Þá er gert ráð fyrir að MS kaupi eignir og rekstur Mjólk- ursamlags Ísfirðinga, yfirtaki skuld- ir þess og endurkipuleggi rekstur MÍ í kjölfarið. MS, KS og Auðhumla verða áfram framleiðendafélög, félagslegur vett- vangur og móttakendur mjólkur, en þau munu fela rekstrarfélaginu alla vinnslu og dreifingu. Stofnun rekstr- arfélagsins skapar möguleika á að reisa nýja dreifingarmiðstöð fyrir kældar matvörur fyrir höfuðborg- arsvæðið og nágrenni en á móti kæmi sala á núverandi húsnæði Osta- og smjörsölunnar og MS í Reyjavík. Stefnt er að því að félagið getið hafið starfsemi um næstu ára- mót. Tilmæli löggjafans um að ná niður kostnaði Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, sem lengi hefur átt sæti í stjórn MS, segir ekki víst að þetta form á rekstrarfélaginu verði endanlegt. Menn ætli að leggja af stað með þetta og sjá til hvernig það reynist. Guðmundur viðurkennir að sam- eining mjólkursamlaganna sé ekki í samræmi við samkeppnissjónarmið. „Alþingi setti hins vegar lög um að mjólkuriðnaðurinn skyldi vera und- anþeginn vissum ákvæðum sam- keppnislaga og við teljum að í því felist nánast tilmæli löggjafans til mjólkuriðnaðarins um að nýta alla kosti til að ná niður kostnaði í vinnsl- unni. Við lítum svo á að það sé skylda okkar að gera það.“ Guðmundur sagði alveg ljóst að það væri hægt að ná fram hagræð- ingu í mjólkuriðnaði með þessum breytingum. Hann sagðist ekki treysta sér til að svara því hversu mikilli hagræðingu væri hægt að ná fram. „Þetta gæti slagað hátt upp í þá verðstöðvun sem nú hefur verið ákveðin á heildsöluverði mjólkur og kostar okkur mörg hundruð millj- ónir króna. Þetta tekur hins vegar tíma. Það kostar peninga að afla peninga og þetta fer ekki að skila sér fyrr en eftir einhver misseri eða ár.“ Fram hefur komið gagnrýni á að mjólkuriðnaðurinn skuli vera und- anþeginn ákvæðum samkeppn- islaga, m.a. nýlega frá Samkeppn- iseftirlitinu. Guðmundur var spurður hvar þetta nýja félag stæði ef Alþingi myndi breyta lögunum hvað þetta varðaði. „Ég hygg að það sé samdóma álit að slík lög yrðu ekki afturvirk og þessi sameining sem orðin er áður en lögin öðluðust gildi standi. En að sjálfsögðu yrði fyr- irtækið markaðsráðandi og yrði að taka fullt tillit til þeirrar stöðu, a.m.k. meðan innflutningur á mjólk- urvörum fer ekki fram úr öllu hófi.“ Náið samráð innsiglað með stofnun nýs rekstrarfélags Fréttaskýring | Stefnt er að því að endanleg ákvörðun um stofnun rekstrarfélags allra mjólkursamlaganna á landinu verði tekin fyr- ir 22. nóvember. Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar Fyrirhugað er að reisa nýja dreifingarmiðstöð í Reykjavík.  ANNA LIND Pétursdóttir sál- fræðingur varði doktorsritgerð sína í námssálfræði við University of Minnesota þann 21. júní sl. Ritgerð- in heitir „Einstaklingsmiðuð skyndi- greining á snemmtækum inngripum vegna lestrarerfiðleika“ (Brief Experi- mental Analysis of Early Reading Interventions). Leiðbeinendur í doktorsverkefn- inu voru dr. Jennifer McCo- mas og dr. Krist- en McMaster en aðrir meðlimir í doktorsnefndinni voru dr. Scott McConnell og dr. Matt Burns, ásamt dr. Theodore Christ. Lestrarerfiðleikar í byrjun skóla- göngu hafa sterkt forspárgildi um áframhaldandi lestrarerfiðleika út grunnskólaárin og því er mikilvægt að beita snemmtækum og árangurs- ríkum inngripum til að sporna við þeirri þróun. Hins vegar hafa rann- sóknir sýnt að inngrip skila oft ekki tilætluðum árangri fyrir stóran hluta nemenda í áhættuhópum. Markmið rannsóknar Önnu Lindar var að þróa aðferð við skyndigrein- ingu á snemmtækum inngripum til að auka grundvallarlestrarfærni nemenda sem taka ekki framförum þrátt fyrir að raunprófaðar aðferðir séu notaðar við lestrarkennslu í bekknum þeirra. Grundvallarlestr- arfærni nemenda í áhættuhópi var metin vikulega með stöðluðum námsskrártengdum mælingum (Curriculum-based Measurement) til að finna þá nemendur sem voru að dragast aftur úr í námi. Fyrir þá nemendur voru prófuð stutt inngrip í röð eftir umfangi með margþátta einstaklingsrannsóknasniði (mul- tielement design) þar til þátttakandi sýndi að minnsta kosti 20% aukn- ingu í grundvallarlestrarfærni. Ein- staklingsmunur reyndist vera á því hvaða inngrip bætti frammistöðu hvers þátttakanda. Margföld grunn- lína milli þátttakenda var notuð til að meta áhrif inngripanna í 5 til 9 vikur og reyndust þau bæta náms- hraða og lestrarfærni þátttakend- anna umtalsvert (meðaláhrifsstærð d = 5,2). Í lok rannsóknarinnar hafði grundvallarlestrarfærni flestra þátttakendanna náð við- urkenndum viðmiðum sem veita sterka forspá um gott gengi síðar á námsleiðinni. Niðurstöðurnar hafa mikið hagnýtt gildi því að í rann- sókninni var þróuð aðferð til að gera skyndigreiningu á snemmtækum inngripum fyrir byrjandi lestrarerf- iðleika með yngri hóp nemenda en áður hefur tekið þátt í rannsóknum á þessu sviði. Þannig er hægt að auka líkur á því að snemmtæk inn- grip beri árangur fyrir nemendur í áhættuhópum og koma í veg fyrir langvarandi lestrarerfiðleika. Anna Lind fæddist á Akureyri 1971. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 1991, brautskráðist með BA-gráðu í sálfræði frá Há- skóla Íslands 1996 og cand.psych.- gráðu frá sama háskóla 2001. Hún hóf doktorsnám í námssálfræði með áherslu á sérkennslufræði og atferl- isgreiningu við Minnesota-háskóla haustið 2003. Á námsferlinum hlaut Anna Lind ýmiss konar náms- og rannsóknarstyrki, bæði frá stofn- unum hérlendis sem og í Bandaríkj- unum. Anna Lind hefur sem atferl- isþjálfi, ráðgjafi og sálfræðingur unnið með foreldrum og starfsfólki skóla við að auka færni og aðlögun barna með ýmiss konar þroska- og/ eða hegðunarfrávik. Hún starfar nú sem verkefnisstjóri hjá Menntasviði Reykjavíkurborgar. Anna Lind er gift Skúla Helga- syni stjórnmálafræðingi og á tvo syni, Teit Helga og Berg Mána, auk stjúpsonarins Darra. Doktors- vörn í náms- sálfræði Anna Lind Pálsdóttir MEÐALLESTUR á Blaðinu eykst verulega samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup á lestri dagblaða. Meðallestur á Fréttablaðinu stendur nánast í stað milli kannana, en lestur á Morgunblaðinu minnkar. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar sem framkvæmd var í sept- ember mælist meðallestur á hvert tölublað Blaðsins 45,6% og eykst um tæp 13 prósentustig frá síðustu könnun í maímánuði í vor þegar lest- urinn var 32,9%. Meðallestur á Fréttablaðinu mældist 68,9% og eykst lítillega frá því í maí er hann mældist 68,3%. Meðallestur á Morg- unblaðinu minnkar hins vegar um rúm fjögur prósentustig og mælist 49,6% nú í september, en var 54,3% samkvæmt könnuninni í maímánuði. Þegar horft er til þeirra sem eitt- hvað lásu dagblöðin umrædda könn- unarviku, sem var frá 15.–21.sept- ember var lestur Morgunblaðsins 74,7%, lestur Fréttablaðsins 91,2% og lestur Blaðsins 70,8%. Könnunin er dagbókarkönnun og var úrtakið 1.500 manns sem valið var með til- viljunaraðferð úr þjóðskrá. Endan- legt úrtak var 1.411 og svör bárust frá 674, sem er 47,8% svarhlutfall. Samkvæmt könnuninni eykst áhorf á Skjá 1 verulega í könnunar- vikunni og fer áhorf á Skjá 1 upp fyr- ir Stöð 2. Skjár 1 er í öðru sæti næst á eftir Ríkissjónvarpinu og mælist áhorfið tæpum níu prósentustigum meira en áhorf á Stöð 2. Áhorf á Sirkus eykst einnig frá fyrri könnun, en áhorf á sjónvarpið og Stöð 2 minnkar. Mest var horft á Sjónvarpið en 87% horfðu eitthvað á Sjónvarpið í vikunni. Næstmest var síðan horft á Skjá 1 eða 75,2% og síðan kom Stöð 2 en 66,3% horfðu eitthvað á Stöð 2 í vikunni. 38% horfðu á Sirkus. Mest er horft á fréttir, íþróttir og veður í Sjónvarpinu en 37,3% horfðu á þann dagskrárlið og næstmest á Kastljós en þriðjungur fólks horfði á það. Þar á eftir koma tíufréttir en 22,1% horfa á þær. Langmest var horft á Rock Star Supernova á Skjá 1, en 35,9% horfðu á tónleikana og litlu færri á þáttinn þar sem fækkaði í hópnum. CSI Miami kemur þar á eftir með 22,8% áhorf og CSI New York er með 20,7% áhorf. Fréttir Stöðvar 2 eru vinsælasti dagskrárliðurinn þar, en tæpur fjórðungur eða 24,3% horfðu á þann dagskrárlið. Örlagadagurinn kemur þar á eftir með 16,1% áhorf og Monk með 14,2%, Ísland í dag er með 11,6% áhorf. Vinsælasti dagskrárlið- urinn á Sirkus er hins vegar dans- þáttur So you think you can dance með 10,3% áhorf. Meðallestur á Blaðinu hefur aukist um tæp 13 prósentustig síðan í maí                                         GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að hafi ein- hver samkeppni verið í mjólkuriðnaði síðustu árin, sé hún úr sögunni með stofnun þessa rekstrarfélags. „Okk- ur sýnist að í reynd hafi ekki verið mikil samkeppni í mjólkuriðnaði síðustu misserin og árin, ef frá er talin innkoma Mjólku og því veit ég ekki hve mikil örlög eru falin í þessari sameiningu.“ Grétar sagði að ASÍ hefði átt fulltrúa í nefnd sem skil- aði áliti 2004 í aðdraganda lagasetningar þar sem fram- lengd var verðstýring á mjólk og að mjólkuriðnaðurinn ætti að vera undanþeginn samkeppnislögum. „Í nefndinni vorum við þátt- takendur í því að það gæti komið til álita að setja þessi lög, en þá aðeins um takmarkaðan tíma og tíminn yrði notaður til að undirbúa að það yrði kom- ið á samkeppni í mjólkuriðnaði og í því sambandi var talað um tollalækk- anir og fleira. Þegar málið fór fyrir þingið var hins vegar ekki undir- strikað að lögin ættu að skapa stöðu fyrir aukna samkeppni.“ Í reynd lítil samkeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.