Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞJÓÐ sem ber virðingu fyrir menningararfi sínum og verndar hann telst vera menningarþjóð. Við erum stolt af öndvegisverkum okkar á sviði bókmennta og lista. Til þess að vernda þessi verk hafa verið sett lög um höf- undarétt og húsa- friðun. Samkvæmt höf- undalögum njóta listaverk verndar, þó er heimilt að breyta mannvirki án sam- þykkis höfundar, „að því leyti sem það verð- ur talið nauðsynlegt vegna afnota þess eða af tæknilegum ástæð- um“ (13. gr. höf- undalaga). Reynt hefur á þessa grein í Hæstarétti, þannig var komið í veg fyrir niðurrif hengilofta sýn- ingarsala Kjarvalsstaða. Ákvæði 13. gr. höfundalaga kalla á verndun mannvirkja sem hafa menningar- sögulegt eða listrænt gildi. Ákvæði í húsafriðunarlögum eru eindregin hvað varðar verndun byggingararfs þjóðarinnar og teljist mannvirki hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi má friða það, þar með teljast nýbyggingar. Fulltrúar húsafriðunarnefndar sitja í fíla- beinsturni og horfa til fortíðar, en nútíminn kallar á breytt viðhorf. Þróun í þjóðlífinu er örari með hverju árinu sem líður. Torfbærinn okkar tók óverulegum breytingum í aldaraðir, en í mannvirkjagerð í dag er öllu umbylt á fárra ára fresti. Ljóst er að lögum um húsafriðun verður að beita á menningarsöguleg og listræn mannvirki nútímans svo að byggingararfur okkar verði ekki rústaður, eða það sem verra er, breytt í hrófatildur sjálfumglaðra niðurrifsmanna. Þessa dagana stendur til að rífa Alliance í Ána- naustum, byggingu sem tengist sögu togaraútgerðar og fiskvinnslu, þrátt fyrir ómetanlegt sögulegt gildi hennar og aldur er hún ekki friðuð. Á undanförnum árum hafa margar menningarsögulegar byggingar ver- ið rifnar, nefna má Fjalaköttinn við Aðalstræti, þar var elsti varðveitti kvikmyndasalur Evrópu, mannvirki á Völundarreitnum tengd iðnsögu Reykjavíkur, Kveldúlfsbygging- arnar tengdar sögu útgerðar og fisk- vinnslu, ómetanlegar skemmdir voru unnar á sal Þjóðleikhússins, þrátt fyrir hörð mót- mæli, og Þjóðminja- safnið hefur mátt þola torræðar breytingar. Í sumar hófust fram- kvæmdir við loka- áfanga Kópavogs- laugar. Byggingin á sér langa sögu, en höf- undur verksins, Högna Sigurðardóttir arki- tekt, lauk við aðalteikn- ingar heildarverksins 1984. Ákveðið var að byggingin skyldi reist í tveimur áföngum og var lokið við fyrri áfangann 1991. Fyrirhugað var að ráðast fljótlega í síðari áfangann, en árin liðu. Líkan ásamt heildaruppdrætti verksins var til sýnis í skála laugarinnar í ára- tug. Ljóst var að gera þyrfti nokkrar breytingar á verkinu í lokaáfang- anum, en ekki stórvægilegar, svo að halda mætti óbreyttri heildarmynd- inni. Högna gerði fulltrúum bæj- arins grein fyrir því hvernig hún hygðist vinna að breytingum og út- boðsgögnum lokaáfangans, hún lagði einnig áherslu á að eðlilegt svigrúm fengist til að vinna verkið og var samkomulag um þessi atriði. Fyrir rúmu ári var ráðist í hönn- unarvinnu lokaáfangans án vitundar eða samráðs við Högnu, höfðu for- ráðamenn bæjarins falið Ask- arkitektum verkið sem hófust handa án þess að tilkynna yfirtökuna. Högna mótmælti þessum gjörningi kröftuglega við bæjaryfirvöld en án árangurs. Högna kærði atferli Ask- arkitekta til stjórnar Arkitekta- félags Íslands og að lokinni ýtarlegri málsmeðferð var sjö stjórn- armönnum Ask-arkitekta, sem eru félagar AÍ, veitt alvarleg áminning fyrir alvarlegt brot á siðareglum AÍ, einnig skrifaði stjórn AÍ bæjarráði Kópavogs harðort bréf. Lögum um höfundarétt hefði mátt beita til mál- svarnar og bauð Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlögmaður fram aðstoð sína, en Högna vildi ekki leita til dómstóla. Fréttamiðlar sýndu málinu nokk- urn áhuga. DV fjallaði um málið í upphafi en eftir að Högna sendi greinargerð um málið til Morg- unblaðsins hefur ríkt þögn þar til að grein birtist 10.9. sl. í Fasteignablaði Mbl. um Kópavogslaug eftir Kristin Benediktsson, sem ber titilinn „Sundlaug Kópavogs verður glæsi- legt mannvirki“, en þar segir: „Ask arkitektar hafa unnið teikningar að nýbyggingunni upp úr hugmyndum Högnu Sigurðardóttur, arkitekts, sem teiknaði sundmiðstöðina upp- haflega.“ Eflaust þykir það góð lat- ína í Kópavogi að tilkynna stuld hug- verka með þessum hætti. Í aðdraganda bæjarstjórnarkosn- inga í vor fjölluðu tveir bæj- arfulltrúar um laugina og deildu á meðferð bæjaryfirvalda á málinu. Húsafriðunarnefnd lét málið ekki til sín taka, heldur ekki Bandalag ís- lenskra listamanna, sem á þó að gæta hagsmuna íslenskra lista- manna. Kópavogslaug er eina stórbygg- ing sem Högna hefur mótað hér- lendis og er það miður að hún fær ekki að sjá hana rísa sem heilsteypt hugverk. Kópavogsbær hefur stutt við bakið á mörgum listamönnum sínum og er það til fyrirmyndar. Bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Birgisson, sem er mikill tónlistar- unnandi, léti aldrei breyta eða af- baka tónverk sem flytja ætti í tón- leikasölum bæjarins, en hugverki Högnu mátti tortíma og einum mik- ilhæfasta arkitekti okkar með þessu sýnd gróf lítilsvirðing. Kópavogslaug og varðveisla byggingararfs Jes Einar Þorsteinsson fjallar um arkitektúr og Kópavogs- laug »Kópavogslaug ereina stórbygging sem Högna hefur mótað hérlendis og er það mið- ur að hún fær ekki að sjá hana rísa sem heil- steypt hugverk. Jes Einar Þorsteinsson Höfundur er arkitekt FAÍ. Í AÐDRAGANDA prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík held ég sex funda röð í Háskóla Íslands. Á dagskrá eru mál sem hafa ver- ið efst á baugi und- anfarin misseri. Sem fundarstjóri hef ég fengið þekkta fulltrúa hagsmunaaðila, sem hafa jafnframt það hlutverk sem andmæl- endur að taka afstöðu til hugmynda minna á fyrirlestrunum áður en opnað er fyrir al- mennar fyrirspurnir. Hér er um nýmæli að ræða, sem vonandi verður til þess að örva málefnalega stjórnmálaumræðu. Aðkallandi vandi Á fyrsta fundinum, sem fór fram sl. laugardag, fjallaði ég um aldr- aða og velferðarkerfið, en fund- arstjóri og andmælandi var Guð- rún Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður. Er skemmst frá því að segja að líflegar umræður spunnust um þann aðkallandi vanda sem aldraðir standa frammi fyrir og lýsir sér fyrst og fremst í flóknu og mótsagnakenndu bóta- kerfi. Þá er samspil lífeyrissjóða og Tryggingastofn- unar órökrétt og tekjuhugtakið, þ.e. hvað talið er ellilífeyr- isþegum til tekna og hvað ekki, er afar illa skilgreint. Sem dæmi um það má nefna fjár- magnstekjur, t.d. vegna sölu fasteignar þegar fólk minnkar við sig og sér- eignasparnað, en hvort tveggja reiknast sem tekjur og skerðir því tekjutryggingu frá TR. Á fundinum var einnig rætt um heilbrigðismál aldraðra og var samdóma álit að ekki væri síður ástæða til að taka þar til hendinni og samræma vinnubrögð félags- málastofnana sveitarfélaga og heil- brigðisþjónustu ríkisins. Þessi um- ræða hefði reyndar nægt ein og sér í heilan fund. Niðurstaða fundarins var að mikil þörf er á allsherjar upp- skurði á kerfinu. Við þá endur- skoðun er mikilvægt að allar breytingar séu gerðar í sátt við samtök aldraðra. Á hinn bóginn er ekki síður mikilvægt að aldraðir átti sig á hagsmunum annarra, sér- staklega skattgreiðenda, sem standa undir bótagreiðslum Trygg- ingastofnunar. Það sem gerir þessa umræðu erfiða viðfangs er það óréttlæti sem margir aldraðir upplifa, óháð efnum og aðstæðum. Ástæðan fyrir þessari útbreiddu óánægju er aðallega sú, að þann dag sem þú gerist ellilífseyrisþegi, verður þú hluti af einhverju „kerfi“ sem refsar fólki fyrir ráðdeild og fyrirhyggju. Það bætir síðan gráu ofan á svart, að kerfið er bæði ógagnsætt og illskiljanlegt. Það getur því reynst erfitt að koma auga á réttlæti eða sanngirni kerf- isins, sér í lagi þegar fólki berst óvænt inn um lúguna „glaðningur“ í formi skerðinga og skattheimtu. Við nauðsynlega endurskoðun bótakerfis Tryggingastofnunar tel ég mikilvægt að einfalda allt kerfið þannig að Tryggingastofnun greiði aðeins tvenns konar lífeyri. Annars vegar tekjutryggingu sem yrði háð öllum tekjum og hins vegar grunn- lífeyri sem yrði óháður lífeyr- isgreiðslum frá lífeyrissjóði en háð- ur öðrum tekjum. Þá er að mínu mati ekki síður mikilvægt að skerðingar verði minnkaðar og frí- tekjumörk hækkuð, auk þess sem allar tekjur yrðu metnar eða skil- greindar á sama grunni. Til að koma í veg fyrir „bakreikninga“ verður jafnframt að taka upp sam- tímamælingu tekna og bætur þannig skertar um leið og tekjur koma inn. Síðast en ekki síst verð- ur að tryggja að séreignasparn- aður og annar frjáls sparnaður teljist ekki til tekna og skerði því ekki bætur frá TR. Ég tel brýnt að góð og málefnaleg umræða verði um slíkar lausnir og að breytingin nái yfir einhvern tíma þannig að fólk geti lagað sig að henni. Undirstaða allrar velferðar er öflugt atvinnulíf. Á næsta fundi, sem ég held í Öskju, Háskóla Ís- lands í kvöld kl. 20, mun ég ræða samkeppnisstöðu Íslands og fjár- málamarkaðinn og hvers vegna hvoru tveggja skiptir máli fyrir velferð okkar allra. Vandi aldraðra gagnvart velferðarkerfinu Pétur H. Blöndal vekur athygli á fundaherferð sinni í aðdrag- anda prófkjörs »Undirstaða allrarvelferðar er öflugt atvinnulíf. Pétur Blöndal Höfundur er alþingismaður. ÍSLENSK stjórnvöld hafa þá stefnu að hefja beri hvalveiðar í at- vinnuskyni við Ísland sem fyrst. Liður í þeirri stefnu var að Íslendingar gengu að nýju í Al- þjóðahvalveiðiráðið ár- ið 2002 og gerðu fyr- irvara við hvalveiðibann þess. Ís- lensk stjórnvöld skuldbundu sig jafn- framt við inngönguna, til að hefja ekki hval- veiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006 og ekki meðan fram- gangur væri í við- ræðum um nýtt stjórnkerfi hvalveiða. Viðræðum um nýtt stjórnkerfi hvalveiða hefur verið hætt og langt er nú liðið á árið 2006. Íslensk stjórn- völd eru því laus und- an þeim skuldbind- ingum er þau gengust undir við inngöngu sína í Alþjóðahval- veiðiráðið árið 2002. Ástand stofna og afrán hvala Samkvæmt rannsóknum Haf- rannsóknastofnunar er ástand hvalastofna hér við land gott og margir stofnar þola vel skyn- samlega sjálfbæra nýtingu. Talið er að stofnar hrefnu og langreyðar séu nærri sögulegu hámarki. Haf- rannsóknastofnun hefur mörg und- anfarin ár gefið út tillögur að veiði- kvóta á hrefnu og langreyð. Vísindamenn Hafrannsóknastofn- unar hafa áætlað að hvalir hér við land éti um 6 milljónir tonna af fæðu á ári, þ.e. um 3 milljónir tonna krabbadýra, 2 milljónir tonna af fiski og 1 milljón tonna af smokkfiski. Hrefnan lætur einna mest að sér kveða í fiskáti og étur um milljón tonn af fiski. Til sam- anburðar má geta þess að heildar- afli á Íslandsmiðum fiskveiðiárið 2005/2006 var 1,3 milljónir tonna samkvæmt bráðabirgðatölum Fiski- stofu. Mikil verðmæti í húfi Vísindamenn Hafrannsóknastofn- unar hafa leitt að því líkum að ef hvalastofnum verði haldið við 70% af sögulegu hámarki geti það aukið afrakstur þorskstofnsins um 20% eða allt að 60 þúsund tonn. Verð- mæti 60 þúsund tonna af þorski eru mikil fyrir íslenskt þjóðfélag og e.t.v sér í lagi byggðarlög, sem byggja sitt á einni af undirstöðu at- vinnugreinum þjóðarinnar, þ.e. sjávarútvegi. Við þessi verðmæti bætast svo aukin verðmæti annarra tegunda og tekjur af sölu hvala- afurða. Hér er því um mikið hags- munamál fyrir íslenskan sjávar- útveg og íslenskt þjóðfélag að ræða. Nýting auðlinda og uppbygging stofna Íslendingar hafa haft það að leið- arljósi að nýta auðlindir sjávar með sjálfbærum og skynsamlegum hætti og með það að markmiði að byggja upp sterka stofna nytja- fiska. Það gengur hins vegar ekki upp til lengdar ef hvalir eru ekki teknir með í reikninginn og látnir fjölga sér óáreittir. Við þurfum að nýta allar auðlindir sjávar með skynsamlegum og sjálfbærum hætti og það á einnig við um hvalina. Miðað við til- lögur Hafrann- sóknastofnunar um veiðikvóta á t.d. hrefnu og langreyð, er ljóst að áhrif hvalveiða á hvalastofna og við- gang annarra nytja- stofna verða ekki ljós á einni nóttu. Þetta er langtímaverkefni, sem við verðum að hefjast handa við hið fyrsta. Viðhorf almennings Í september síðast- liðnum var kynnt könnun er unnin var af Capacent Gallup um viðhorf Íslsend- inga til hvalveiða í at- vinnuskyni. Þar kom fram að 73,1% þeirra er svöruðu voru fylgj- andi hvalveiðum, 15,4% voru hvorki fylgjandi né andvígir og 11,5% voru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni. Árið 1997 gerði IMG Gallup, for- veri Capacent Gallup, samskonar könnun. Niðurstöður þeirrar könn- unar voru á þá leið að fylgjandi hvalveiðum í atvinnuskyni voru 72%, hvorki fylgjandi né andvíg voru 7,2% og andvíg voru 20,8%. Viðhorf almennings til hvalveiða í atvinnuskyni eru ljós. Mikill meiri- hluti þjóðarinnar er þeim fylgjandi og það er verkefni íslenskra stjórn- valda að framfylgja vilja þjóð- arinnar. Ég segi því leysum festar, skerp- um skutla og hefjum hvalveiðar í atvinnuskyni strax . Skerpum skutla og hefjum veiðar Guðjón Hjörleifsson fjallar um hvalveiðar »Mikill meiri-hluti þjóð- arinnar er þeim fylgjandi og það er verkefni ís- lenskra stjórn- valda að fram- fylgja vilja þjóðarinnar. Guðjón Hjörleifsson Höfundur er alþingsimaður og for- maður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ábótavant Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.