Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 21 Jarðgöng milli þéttbýlisstaðanna Bolung- arvíkur og Ísafjarðar eru mál málanna hér í Bolungarvík um þessar mundir enda er til- lagna um gerð þeirra að vænta í þessum mán- uði eins og samgönguráðherra boðaði fyrir nokkru. Í skýrslu sem einkahlutafélagið Leið ehf. lét gera um arðsemi og samfélagsleg áhrif jarðgangna til Bolungarvíkur eru bornir sam- an þeir þrír kostir sem Vegagerðin hefur verið að láta kanna undanfarna mánuði. Þessir kost- ir eru göng undir Óshyrnu, göng úr Syðridal við Bolungarvík og í Skutulsfjörð og göng úr Syðridal í Hnífsdal. Skýrslan dregur fram mörg rök sem hníga að því að göng milli Syðri- dals og Hnífsdals sé vænlegur kostur. Það eru svo sannarlega miklar væntingar meðal íbúa Bolungarvíkur að hratt og ákveðið verði unnið í þessu brýnasta hagsmunamáli byggðarlags- ins og raunar fyrir allt þéttbýlissvæðið hér ut- anvert við Ísafjarðardjúpið.    Gerð snjóflóðagarðs ofan við byggðina í Bol- ungarvík hefur verið í undirbúningi hátt í ára- tug. Í hönnunarferlinu hafa ýmis vandamál komið upp bæði hvað varðar legu og umfang mannvirkisins. Það sem mest tafði verkið síð- ustu ár var ágreiningur vegna uppkaupa fimm húsa við Dísarland þar sem varnargarðinum var valinn staður þar sem húsin standa. Hús- eigendurnir vildu ekki una því matsverði sem Ofanflóðasjóður var tilbúinn til að greiða fyrir húseignirnar og þar sem ekki náðist sam- komulag aðila á milli var eigendum húsanna nauðugur sá kostur að fara dómstólaleiðina. Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi húseig- endum í hag sl. haust og kusu bæjaryfirvöld að áfrýja þeim dómi ekki. Nú fer að líða að því að hægt verði að bjóða út framkvæmdina, og stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta sumar, en þar sem ein- hverjar breytingar hafa verið gerðar á garð- inum og einnig sökum þess hversu mál hafa dregist á langinn þykir nauðsynlegt að efna til kynningar um framkvæmdina. Bæjaryfirvöld í samvinnu við Fram- kvæmdasýslu ríkisins stefna að kynningu á framkvæmdinni í byrjun næsta mánaðar.    Lítil sem engin viðbrögð hafa verið við ályktun þeirri sem bæjaryfirvöld sendu frá sér í kjölfar flýtimeðferðar á uppsögnum starfsmanna rat- sjárstöðvarinnar á Bolafjalli. Störfin sem tapast úr byggðarlaginu við þessar hræringar í eftirlitskerfi flugumferðar vega þungt í atvinnuflóru bæjarins auk þess sem bæjarkassinn verður fyrir höggi. Íbúar Bolungarvíkur gera kröfu um stuðn- ing ríkisvaldsins vegna þessara breytinga hér vestra sem rekja má til þess að varnarliðið hef- ur yfirgefið landið og ríkið tekið yfir þann rekstur. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Framkvæmdir Jarðgöng eru mál málanna á Bolungarvík þessa dagana. BOLUNGARVÍK Gunnar Hallsson Hreiðar Karlsson segir mennhafa lagt margt á sig á árum atvinnuleysis, jafnvel að hlera síma náungans: Okkur furðar á því hvað var gert, ennþá leynast glöp í sögu Fróns. Eitt sinn þótti eftirsóknarvert ævistarf – að hlera síma Jóns. Davíð Oddsson sagði það hugsanlega „eftir á minningu“ hjá Jóni Baldvini að síminn hafi verið hleraður. Hreiðar yrkir af því tilefni: Þegar ógnar ellin grá okkar flestra minni skerðist. Nonni man þó eftir á öllu fleira en það sem gerðist. Hjálmar Freysteinsson veltir einnig orðalaginu fyrir sér: Sumir muna eftir á ýmislegt með símann. Meira er að marka þá sem muna fram í tímann. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af hlerunum KONUM, sem huga á barneignir, er ráðlagt að forðast ketti kjósi þær dætur fram yfir syni því barnshaf- andi konur, smitaðar af kattarsníkli, sem nefnist bogfrymill, eru líklegri til að fæða syni en dætur, sam- kvæmt nýjustu vísindum og greint var frá í netútgáfu The Guardian. Þetta hljómar auðvitað eins og hver önnur kerlingabók, en stað- reyndin er sú að um 15% Breta sýkjast af þessum ófögnuði. Sníkill þessi er sagður breiðast út með kattarsaur auk þess sem hans mun hafa gætt í ósoðnu svína- og nauta- kjöti. Vísindamenn í Tékklandi söfnuðu saman fæðingaskýrslum 1803 ný- bura, sem fædd voru á árunum 1996 til 2004, með það að markmiði að kanna hvort þessi vísindi gætu átt við rök að styðjast. Í ljós kom að allt að 72% líkur voru á því að konur, sem báru sníkilinn, fæddu syni á meðan fæðingartala drengja miðast í flestum löndum við 51%. Sníkillinn veldur meðfæddum fæðingargöllum og getur leitt til fósturláts, en aldrei áður hefur verið sýnt fram á sam- band milli sníkilsins og kynferðis nýbura. Jaroslav Flegr og rannsókna- hópur hans við Charles-háskólann í Prag telja að sníkillinn kunni að trufla ónæmiskerfi ófrískra kvenna og að karlkyns fóstur séu líklegri til að lifa af. Sníkillinn er venjulega skaðlaus í mönnum þótt það sé enn á huldu hvaða áhrif sníkillinn hefur til langframa. Sníkill hef- ur áhrif á kynið börn Gjafahandbók Flugstöðvarinnar er komin út Dagana 12. október – 21. nóvember geta farþegar nálgast Gjafahandbók Flugstöðvarinnar í öllum verslunum Flugstöðvarinnar og á heimasíðunni www.airport.is. Gjafahandbókin er jafnframt happadrættismiði og geta heppnir farþegar unnið til glæsilegra vinninga. Dregið er út vikulega og eru vinningsnúmer auglýst á heimasíðu Flug- stöðvarinnar www.airport.is Góðir farþegar Vegna framkvæmda í flugstöðinni og aukinna öryggisráðstafanna hvetjum við fólk til þess að gefa sér góðan tíma fyrir flug. Mætið tímanlega og njótið ferðarinnar. Innritun hefst kl. 5.00 eða 2 tímum fyrir brottför. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.