Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vááá, af hverju ertu með svona ofsalega stór eyru, amma mín ??? VEÐUR Framsóknarmenn eiga í pólitísk-um erfiðleikum. Þótt flokk- urinn hafi kosið sér nýja forystu í ágúst, sem miklar vonir voru bundnar við, sjást þess engin merki enn í hvaða nýjan farveg Jón Sig- urðsson ætlar að beina flokki sín- um. Hafi hann nýjar hugmyndir um stefnumótun Framsóknarflokksins er ekki eftir neinu að bíða að kynna þær.     En jafnframthlýtur það að vera mikið íhug- unarefni fyrir framsóknarmenn hvort þeir geti leyft sér að standa svo ræki- lega í vegi fyrir umbótum í land- búnaðarmálum, sem þeir gera enn í dag og hvort það sé eitthvert vit í því.     Framsóknarmenn hljóta að sjá, aðóbreytt stefna á þessu sviði mun leiða til þess að þeir verði utan rík- isstjórnar á næsta kjörtímabili.     Ekki skal dregið í efa að þeir berihag landbúnaðarins fyrir brjósti. En þá hlýtur það að vera betra fyrir landbúnaðinn frá þeirra sjónarmiði séð, að þeir sjálfir taki þátt í óhjákvæmilegum umbótum í atvinnugreininni í stað þess að standa í vegi fyrir þeim umbótum og láta öðrum eftir að koma þeim fram að ári.     Í þessu samhengi fer ekki á millimála, að viðbrögð framsókn- armanna vegna niðurstöðu Sam- keppniseftirlits í Mjólku-málinu eru óskynsamleg, svo að vægt sé til orða tekið.     Þeir hefðu einmitt átt að grípaþað tækifæri, sem niðurstaða Samkeppniseftirlits veitti þeim til þess að marka nýja stefnu.     Nú er það orðið of seint. HefurFramsóknarflokkurinn ekkert nýtt að segja í landbúnaðarmálum? Hvað segja Jón og Guðni? STAKSTEINAR Jón Sigurðsson. Íhugunarefni fyrir Jón SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! '- '. '- '' ./ .0 1 .2 .3 .2 '0 4! 4! 5 4! 4! ) %    4! 5 4! )*4! 4! 4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   .- .- .2 .' .3 .3 .' .' / / - 4! 4!    4! )*4! ) % ) % 5 4! *6   5 4! )*4! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 7 . . ' 3 +' - 1 / 0 .' 5 4! 4!  !5*%      4!  ! 4! ) % 8   %   4! 4! 9! : ;                              #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   9:    = #-         !!   *      ; *      8  <    . 3  <6      =    *  *% ; 5! <     )4       7   * >.-<.19 ? < !    ) @% 5 4! >  5  <     ' 1  <   >   5         A; *4  *@    "3(4> ><4?"@A" B./A<4?"@A" ,4C0B*.A" .'( ->1 272 11/ 013 -2' /73 ..73 .22( 37- .111 .07/ ./73 .2.7 ('7 (21 (./ 011 .(-. .01/ .07' .0'/ ''./ ./'3 2>- .>1 .>. .>1 .>7 ->( ->3 ->( 2>2 .>( .>' .>0 .>' ->/            NEYTENDASTOFA hefur síðastliðin ár látið skoða raflagnir á fimmta hundrað verkstæða víðs vegar um landið; bílaverkstæða, véla- og járn- smíðaverkstæða, trésmíðaverkstæða og raf- magnsverkstæða. Úttekt Neytendastofu leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði á íslenskum verkstæðum er víða ábótavant. Gerðar voru athugasemdir við merk- ingu búnaðar í rafmagnstöflum í nær öllum verk- stæðum sem skoðuð voru, eða í 91% tilvika. Þá var gerð athugasemd við frágang töfluskápa í 75% skoðana og tengla í 72% tilvika. Gamall og bilaður rafbúnaður og aðgæsluleysi forráðamanna eru meðal helstu orsaka rafmagns- bruna og því er afar mikilvægt að rafbúnaður á verkstæðum sé ávallt valinn með tilliti til staðsetn- ingar og notkunar, segir í fréttatilkynningu. Úr sumum ágöllum má bæta með betri umgengni en flestar athugasemdirnar kalla á fagþekkingu. Eig- endur og umráðamenn verkstæða bera ábyrgð á ástandi þess rafbúnaður sem þar er notaður. Því er brýnt að löggiltur rafverktaki yfirfari raflagnir og rafbúnað á verkstæðum svo að öryggi fólks sé tryggt. Markmiðið með skoðununum var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar á verkstæðum og koma ábendingum á framfæri við eigendur og umráðamenn þeirra um það sem bet- ur má fara. Skýrslu Neytendastofu um ástand raflagna á verkstæðum verður dreift til allra umráðamanna verkstæða í landinu og til löggiltra rafverktaka en hana má einnig nálgast á neytendastofa.is Rafbúnaði er víða ábótavant Athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum á nær öllum verkstæðum LÖGREGLAN í Hafn- arfirði gerði húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum á sunnudags- kvöld eftir að vaknað hafði grunur um að þar færi fram kanna- bisræktun. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu reyndist sá grunur á rökum reistur og var lagt hald á um 170 kannabisplöntur, þar sem stærsta plantan var um 190 sm há. Einnig voru tekin nokkur kíló af nið- urskornu marijúana – jafnvel á annan tug kílóa – en ekki er búið að vigta fíkniefnin. Tveir karlmenn voru handteknir í húsnæðinu. Þeir voru yfirheyrðir á sunnudagskvöld og í gær en hefur verið sleppt úr haldi. Rannsókn málsins er hins vegar ekki lokið. Komu upp um kannabisræktun Brotist inn í íbúð- arhús í Garðabæ BROTIST var inn í tvö mannlaus íbúðarhús í Garðabæ á sunnudags- kvöld, annað við Bæjargil og hitt við Haukanes, og þaðan m.a. stolið tölvubúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Hafnarfirði eru málin í rannsókn. Hafi íbúar í þessum hverf- um orðið varir við óvenjulegar mannaferðir, eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lög- regluna í síma 525 3300. ♦♦♦ Z-brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 l 108 Reykjavík l S.525 8200 Allt fyrir gluggann...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.