Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra mælti fyrir frumvarpi um Ríkisút- varpið ohf. á Alþingi í gær. Á dagskrá þingsins voru þrjú frumvörp menntamálaráðherra; frum- varp um Ríkisútvarpið ohf., frumvarp um rekstr- araðila Sinfóníuhljómsveitarinnar og frumvarp um útvarpslög, prentrétt og samkeppnislög, svo- kallað fjölmiðlafrumvarp. Þorgerður óskaði eftir því að frumvarp um breytingu á rekstraraðilum Sinfóníuhljómsveitarinnar yrði rætt samhliða frumvarpi um Ríkisútvarpið, enda frumvörpin ná- tengd að hennar mati. Mörður Árnason, þingmað- ur Samfylkingarinnar, gerði athugasemd við að frumvörpin yrðu rædd saman og synjaði forseti beiðni Þorgerðar. Fjöldi þingmanna úr röðum stjórnarandstöð- unnar kvaddi sér hljóðs og gerði athugasemdir við fundarstjórn forseta áður en menntamálaráð- herra komst að til að mæla fyrir frumvarpi sínu. Athugasemdir þingmannanna beindust að í hvaða röð frumvörpin þrjú væru rædd, en þeir töldu eðli- legast að ræða fyrst hin almennu fjölmiðlalög og ná samstöðu um þau áður en farið væri að ræða lög um breytt rekstrarfyrirkomulag Ríkisútvarps- ins, sem væru mun sértækari lög og minni sam- staða ríkti um í þingheimi. Þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, Arnbjörg Sveindóttir, sagði að meiriháttar málþóf stjórnarandstöðu væri í upp- siglingu og undir með henni tók flokksbróðir hennar, Sigurður Kári Kristjánsson, sem sagði af- stöðu stjónarandstöðunnar til málsins bæði ófyr- irleitna og ósanngjarna í garð þeirra sem væru að flytja málið. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagði að með orðum sínum um málþóf stjórn- arandstöðunnar hefði Arnbjörg Sveinsdóttir brot- ið blað í þingsögunni. „Aldrei hef ég orðið fyrir því að vera sakaður um málþóf í umræðu sem er ekki hafin,“ sagði Steingrímur. Eftir tæplega klukkustundar umræðu um fund- arstjórn forseta steig menntamálaráðherra í pontu og mælti fyrir frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf. Ráðherra sagði að ýmis tækifæri væru fólgin í þeirri breytingu sem frumvarpið fæli í sér m.a. fyrir innlenda dagskrárgerð, íslenska menningu og Ríkisútvarpið sjálft sem myndi eiga auðveldara með að fóta sig á síbreytilegum markaði fjölmiðla, verði breytingarnar að veruleika. Í kjölfar ræðu menntamálaráðherra hófst löng umræða sem stóð langt fram eftir kvöldi. Ráðherra mælir fyrir frum- varpi um Ríkisútvarpið ohf. Í HNOTSKURN »Ríkisútvarpið er í dag sjálfstæð stofn-un í eigu íslenska ríkisins og er starf- semi þess að mestu fjármögnuð með af- notagjöldum og auglýsingatekjum »Frumvarpið sem nú er til umræðu hjáAlþingi mælir fyrir um að Rík- isútvarpið verði gert að opinberu hluta- félagi, og reksturinn fjármagnaður með sérstökum skatti, útvarpsgjaldi, í stað af- notagjalda Stjórnarandstaðan segir enga sátt ríkja um málið og meirihlutinn óttast málþóf ÞEIR lífeyrissjóðir, sem tilkynnt hafa örorkulífeyrisþegum, að greiðslur til þeirra verði skertar frá og með 1. nóvember nk., sættu harðri gagnrýni í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylking- arinnar, hóf umræðuna og vakti at- hygli á því, að í sumar hefðu 14 líf- eyrissjóðir sett reglur eftir á sem mæltu fyrir um skerðingu eða nið- urfellingu lífeyris um 2.300 öryrkja. Sagði Helgi, að með þessari fram- göngu, sem fjármálaráðherra hefði skrifað undir, hefðu eignarrétt- arákvæði stjórnarskrárinnar verið brotin og vegið að þeim þjóðfélags- hópi sem hvað höllustum fæti stæði. Krafðist Helgi þess að Árni M. Mat- hiesen fjármálaráðherra tæki ákvörðunina til baka en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Árni sagðist skilja mjög vel, að öryrkjar og talsmenn þeirra vildu fá skerð- ingunni hnekkt, enda augljóslega um mikla kjararýrnun fyrir þennan hóp að ræða. „Það er hins vegar ekki þannig að leiðin til þess að hnekkja þessum ákvörðunum sé í gegnum fjármálaráðherra eða fjár- málaráðuneytið,“ sagði Árni og sagði, að bera þyrfti ákvörðun líf- eyrissjóðanna undir gerðardóm ef ætlunin væri að fá henni hnekkt. Fleiri þingmenn tóku til máls, þar á meðal Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann sagði að óraunhæft væri að miða útreikninga á greiðslum við neysluvísitölu og taldi eðlilegra að miða við launavísitölu, auk þess sem hann taldi afgreiðslu lífeyrissjóð- anna í þessu máli vélræna og ómann- eskjulega. Pétur sagði að koma mætti í veg fyrir slíka framkvæmd með því að auka lýðræði í lífeyr- issjóðum. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, og Magnús Þór Haf- steinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tóku í sama streng og Pét- ur, sögðu óviðunandi að lífeyrissjóð- irnir horfðu eingöngu til neyslu- vísitölu við ákvörðun greiðslna en virtu launavísitöluna, sem hefði hækkað mikið umfram neyslu- vísitölu undanfarin ár, að vettugi. Lífeyrissjóðir harðlega gagnrýndir Morgunblaðið/Eyþór Skilur öryrkja Árni M. Mathiesen sagði breytingar lífeyrissjóðanna ekki heyra undir ráðuneyti hans. ÁGÚST Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, gerði að umtalsefni á Alþingi tilmæli Samkeppniseftirlitsins til landbúnaðarráðherra um að mjólkuriðnaðurinn skyldi lúta samkeppn- islögum og viðbrögð ráðherra við þeim. Ágúst sagði, að í kjölfar tilmæla Samkeppniseftirlitsins hefði ráðherra ráðist á eftirlitsstofnun með fá- heyrðum hætti og sagt hana pólitíska í áliti sínu, þegar hún hefði einungis verið að sinna lög- bundnu hlutverki sínu. Ágúst tók einnig fram, að með framferði sínu hefði ráðherra tekið sérhags- munagæslu fram fyrir almannahagsmuni . „Fólk sem vill hasla sér völl í landbúnaði er barið niður af einokunarfyrirtækjum sem starfa í skjóli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Ágúst. Í máli hans kom fram að Samfylk- ingin hefði verið eini flokkurinn á þingi sem greiddi atkvæði gegn því að mjólkuriðnaðurinn yrði undanþeginn samkeppnislögum með sér- stökum hætti eins og gert var árið 2004 og sagði að flokkurinn hefði í hyggju að leggja fram þing- mál þar sem gert verður ráð fyrir því að land- búnaðurinn lúti samkeppnislögum, líkt og hver annar atvinnurekstur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði að árið 2004 hefði Alþingi ákveðið að mjólkuriðn- aðurinn yrði áfram undir búvörulögum og undir þeirri löggjöf hefðu bændur unnið að hagræð- ingu og mátt hafa samráð og samræmingu um þessi atriði. „Ég ætla ekki að halda því fram að þetta fyrirkomulag sé gallalaust, en ég teldi mig vera að koma aftan að bændum og mjólkuriðn- aðinum ef ég eða Alþingi breytti þessu nú,“ sagði Guðni. Hann kvað hins vegar nauðsynlegt að landbúnaðurinn fengi tíma til að geta staðið við róttæka alþjóðasamninga líkt og við heims- viðskiptastofnunina,WTO, og sagði þá sérstöðu, sem iðngreinin nyti nú, undirbúning þess aðlög- unarferlis. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að full ástæða væri til að skoða tilmæli eftirlits- stofnunarinnar og athuga hvort þau gæfu tilefni til endurskoðunar, enda hefðu undanþágurnar verið samþykktar með þeim formerkjum að um tímabundnar ráðstafanir væri að ræða. Þingmenn allra flokka tóku til máls og að um- ræðum loknum þakkaði landbúnaðarráðherra þann góða stuðning sem honum fannst sú stefna sem mörkuð var árið 2004 eiga hjá þorra þing- manna. Ráðherra taldi sig vera að koma aftan að bændum ef lögum yrði breytt Tekist á um mjólkuriðnað Morgunblaðið/Ómar Umdeilt Nokkur styr hefur staðið um undanþág- ur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum JENNÝ Þórkatla Magnúsdóttir gef- ur kost á sér í 3.–5. sæti í próf- kjöri Samfylking- arinnar í Suður- kjördæmi sem fram fer 4. nóvem- ber nk. Málefni fatl- aðra og geð- sjúkra, málefni fjölskyldunnar, launamismunur, fá- tækt, ör þróun eiturlyfja hér á landi og atvinnumál eru nokkur þau mála sem Jenný telur mjög brýn og þurfi að takast á við eins fljótt og auðið er, að því er segir í fréttatilkynningu. Jenný hefur tekið þátt í pólitísku starfi í 17 ár, var formaður ungra jafnaðarmanna í Njarðvík og setið í mörgum nefndum í Njarðvík og síðar í Reykjanesbæ. Hún er þroskaþjálfi frá Kenn- araháskólanum, en einnig hefur hún 30 tonna réttindi frá siglingaskólan- um. Jenný hefur frá unga aldri unnið við fjölbreytt störf. Þar ber að nefna í leikskólum, við málefni fatlaðra hér á landi og í Noregi, í fiskvinnslu og ým- is verslunarstörf. Einnig hefur hún verið virk í starfi hjá félagasamtökum og setið í stjórnum íþróttafélaga. Gefur kost á sér í 3.–5. sæti Jenný Þórkatla Magnúsdóttir STEINUNN Guðnadóttir, fyrrverandi bæj- arfulltrúi í Hafn- arfirði, gefur kost á sér í 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Suð- vesturkjördæmi í prófkjöri flokks- ins 11. nóvember. Steinunn var bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á árunum 1998–2006 og sat í mörgum nefndum á vegum Hafnarfjarðarbæjar, var m.a. for- maður skólanefndar Hafnarfjarðar, sat í bæjarráði og skipulagsnefnd. Steinunn starfar nú sem íþrótta- kennari við endurhæfingardeild Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt því að vera í meistaranámi í mennta- og menningarstjórnun við Viðskiptahá- skólann að Bifröst í Borgarfirði. Steinunn, sem er fjögurra barna móðir, telur að auka þurfi rannsókn- ir á Íslandi er varða hina ýmsu fé- lagslega þætti. Rannsóknir og nið- urstöður þeirra þurfa stjórnmála- menn svo að nýta sér til stefnu- mótunar. Steinunn kemur til með að kynna stefnumál sín á heimasíðu sinni steinunn.is Gefur kost á sér í 6. sætið Steinunn Guðnadóttir ELLERT B. Schram hefur ákveðið að gefa kost á sér í próf- kjöri Samfylking- arinnar í Reykja- vík 11. nóvember. „Það geri ég til að leggja hugsjón jafnaðarstefnunn- ar lið. Ég vil veg hennar sem mest- an í næstu þingkosningum. Hófsama og heiðarlega jafnaðarstefnu. Frjáls- lynda, öfgalausa og manneskjulega. Þjóðin þarf á því að halda. Auk þess held ég að það skaði ekki að rödd reynslunnar og eldri kynslóðarinnar heyrist og hafi hlutverki að gegna. Ég býð mig fram án þess að tiltaka eitthvert sérstakt númer í röðinni. Ég læt kjósendum eftir að kjósa mig í hvaða sæti sem er. Eða kjósa mig alls ekki. Það er hvort eð er á þeirra valdi,“ segir í fréttatilkynningu frá Ellert. Gefur kost á sér í prófkjör Ellert B. Schram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.