Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 282. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SMÁKLIKKUN SETTI SÉR AÐ HLAUPA MARAÞON FYRIR FIMMTUGT OG HEFUR NÚ LOKIÐ 100 KM » 24 SKRÝTIPOPP DÚETTINN MATES OF STATE Á AIRWAVES TÓNLIST >> 39 fagmennska í tísku - lausnir fyriralla Tískuteymi Samtaka iðnaðarins taka þátt í sýningunni KONAN í Laugardalshöll 20. til 22. okt. nk. Kynntu þér málið á www.meistarinn.is Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is BOGI Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að mæla fyrir um rannsókn á ætluðum hlerunum á símum í utanríkisráðuneytinu hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni, þáverandi utanríkisráðherra, og Árna Páli Árnasyni, starfsmanni varnarmála- skrifstofu ráðuneytisins. Jón Baldvin segir ákvörðunina löngu tímabæra, en efast um að lög- reglan eigi að rannsaka sjálfa sig. Hann segir að starfsmaður Pósts og síma, sem varð vitni að hler- un á síma Jóns Baldvins, hafi lagt fram vottfesta staðfestingu á framburði sínum hjá lögmanni og muni við rannsókn málsins vitna þar um. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að ákvörðunin sé tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjöl- miðlum um hleranir á símum þeirra og muni Ólaf- ur Hauksson, sýslumaður á Akranesi, annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara. „Þótt fyrr hefði verið,“ sagði Jón Baldvin, að- spurður hvernig honum litist á ákvörðun ríkissak- sóknara. „Það er í mínum huga ljóst að það verður auðvitað að leggja öll gögn á borðið og rannsaka hvort eitthvað er hæft í því að hér hafi verið hald- ið uppi hlerunum á símum stjórnmálamanna, ekki bara á kaldastríðstíma heldur fram á seinustu ár.“ Hann sagði að hins vegar væri spurning hver ætti að sjá um rannsóknina. „Hver hefur traust til þess að vera sjálfstæður rannsóknaraðili og ekki háður neinum þeim sem eru viðriðnir málið? Með öðrum orðum, er rétt að lögreglan rannsaki lög- regluna? Ég hefði haldið, og er nú bara hagfræð- ingur, að það væri grundvallarregla að menn rannsökuðu ekki sjálfa sig.“ Jón Baldvin sagðist telja a.m.k. hvað sig varð- aði að Alþingi ætti að hafa þann metnað fyrir hönd löggjafarvaldsins að það rannsakaði hvort framkvæmdavaldið, hvort heldur dómsmálaráðu- neyti, einhverjir aðilar innan löggæslunnar eða innan ríkisfyrirtækis Pósts og síma, hefðu mis- notað vald sitt á þann hátt að hlusta á síma ís- lensks alþingismanns og ráðherra. Það væri betur fallið til þess að skapa traust. Ekki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara í gærkvöldi. Ríkissaksóknari ákveður rannsókn á hlerunum Í HNOTSKURN »Ríkisaksóknara er heimilt samkvæmtlögum um meðferð opinberra mála að mæla fyrir um rannsókn ef ríkir almanna- og einkahagsmunir mæla með því þótt sök sé fyrnd. »Starfsmaður P&S, sem kveðst hafa orð-ið vitni að hlerun á síma Jóns Baldvins, hefur lagt fram vottfesta staðfestingu á framburðinum hjá lögmanni og er tilbúinn að bera vitni við rannsóknina. Starfsmaður Pósts og síma hefur lagt fram vottfesta staðfestingu á framburði sínum hjá hæstaréttarlögmanni og mun bera vitni við rannsókn málsins  Rannsakar/4 SÉRSTÖK nefnd, sem nýtur stuðn- ings George W. Bush Bandaríkjafor- seta, hyggst leggja til veigamiklar breytingar á stefnu bandarískra stjórnvalda í málefnum Íraks ekki síðar en í byrjun næsta árs. Bandaríska dagblaðið Los Angel- es Times hefur þetta eftir nokkrum nefndarmannanna. Þeir segja að nefndin íhugi meðal annars að leggja til að bandarísku hersveitirnar í Írak verði kallaðar heim í áföngum. Einnig verði leit- að eftir liðsinni stjórnvalda í grannríkjunum Íran og Sýrlandi við að binda enda á blóðsúthelling- arnar í Írak. „Mergur máls- ins er að núverandi stefna [Banda- ríkjastjórnar] gengur ekki,“ sagði James A. Baker III., formaður nefndarinnar og fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. „Það hlýtur að vera til önnur leið.“ Nefndin var skipuð í mars og helstu ráðgjafar Bush vonuðust þá til þess að hún myndi styðja núver- andi stefnu hans. Linnulausar blóðs- úthellingar í Írak hafa hins vegar orðið til þess að fleiri repúblikanar á þinginu og í stjórninni hafa léð máls á breytingum á stefnunni. Nefnd um Íraksmálin vill breytingar á stefnu Bush James A. Baker III Ashgabat. AFP. | Forseti Túrk- menistans, Sap- armurat Niyazov, hefur ort róman- tísk ljóð sem gefin verða út 27. októ- ber, á þjóðhátíð- ardegi landsins. Ljóð í bókinni voru lesin upp á kynningu fyrir þingmenn, ráðherra og háskólamenn. „Fólkið í salnum tók andköf við hvert orð í bókinni, fagnaði hverju er- indi með dynjandi og langvinnu lófa- taki,“ sagði í frétt ríkisdagblaðs í Túrkmenistan. Bókin heitir „Túrkmenistan – gleði mín“ og blaðið sagði að meginhluti hennar væri „helgaður ástinni í víð- ustu merkingu orðsins“. Niyazov, öðru nafni Túrkmenbasi eða „faðir allra Túrkmena“, er ein- ráður og rit hans eru skyldulesning í barnaskólum landsins. Fögnuðu hverju versi Saparmurat Niyazov Túrkmenbasi gefur út ljóðabók ÍSLENSKIR unglingar lesa minna en gengur og gerist meðal jafnaldra þeirra annars staðar. Þetta kemur fram í skýrslu um lesskilning og ís- lenskukunnáttu 15 ára ungmenna á Íslandi sem kynnt verður á Hótel Sögu í dag. Höfundur skýrslunnar er Almar Halldórsson sem starfar hjá Náms- matsstofnun. „Það er klárt að íslensk- ir 15 ára unglingar lesa mjög lítið mið- að við unglinga þeirra landa sem við skoðuðum í rannsókninni. Hlutfall nemenda sem verja einni klukku- stund eða lengur í lestur á dag sér til gamans er 10% á Íslandi en 22% í Finnlandi,“ segir Almar. | 22 Lesa minna en erlendir jafnaldrar ♦♦♦ LIÐSMAÐUR stjórnarhersins á Sri Lanka er hér fluttur á sjúkrahús í Colombo eftir að hafa særst í sjálfs- morðsárás sem kostaði yfir hundrað manns lífið. Um 150 manns til við- bótar særðust í sprengingunni. Er þetta mannskæðasta sjálfs- morðsárás í sögu Sri Lanka. Árásin var gerð á bílalest sjóhers- ins. Engin hreyfing lýsti tilræðinu á hendur sér en stjórn landsins kenndi uppreisnarmönnum úr röðum tamíla um blóðsúthellingarnar. Hún sagði að árásin sýndi að uppreisnarmenn- irnir hefðu engan áhuga á frið- arviðræðum sem ráðgerðar eru í Sviss í næstu viku. Stjórnarherinn svaraði sprengju- tilræðinu með loftárásum á yf- irráðasvæði uppreisnarmanna. | 16 Urðu yfir 100 að bana Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.