Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 22
menntun 22 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Íslenskukunnátta og lesskiln-ingur 15 ára unglinga á Ís-landi virðist standa í beinusambandi við fjölda bóka á heimilum þeirra. Fleiri þættir hafa þar áhrif eins og ánægja nemandans af lestri, sjálfsmynd hans í námi og menningarleg virkni hans utan skóla. Íslenskir unglingar lesa minna en gengur og gerist meðal jafnaldra þeirra annars staðar. Almar Halldórsson, verkefn- isstjóri Pisa hjá Námsmatsstofnun, hefur rannsakað læsi íslenskra ung- linga og er ofangreindar niðurstöður að finna í skýrslu hans sem ber heitið „Lesskilningur og íslenskukunnátta 15 ára nemenda, sérstaða Íslands og forspárþættir.“ Skýrslan byggist á niðurstöðum samræmdra 10. bekkj- arprófa í íslensku árið 2000 og svo- kallaðri Pisa-rannsókn sama ár sem náði til yfir 30 landa. Að auki var litið til gagna úr samræmdum prófum 4. og 7. bekkjar. Meðal annars virðist tíður kvöld- lestur með börnum á fyrsta ári skólagöngunnar hafa jákvæð áhrif á íslenskukunnáttu þeirra síðar á skólagöngunni. Þegar komið er á þriðja ár tengist tíður kvöldlestur hins vegar slakari árangri í íslensku. „Einföld túlkun á því væri að oftar sé lesið fyrir þau börn sem eiga í erf- iðleikum með lestur af einhverjum sökum,“ segir Almar. „Hins vegar geta þetta verið mikilvægar vísbend- ingar fyrir foreldra um að óþarfi sé að halda í gömlu lestrarrútínuna á kvöldin eftir að börnin eru orðin sjö, átta ára – að þá sé lesturinn hafður meira í formi hvatningar og að börn- in lesi svolítið sjálf á móti foreldrum sínum. Niðurstöður sýna þó klárlega að það er miklu betra að lesa sjaldan fyrir börnin en aldrei.“ Yfirburðir stúlkna Rannsóknin leiddi einnig í ljós mikinn kynjamun í lesskilningi á Ís- landi. „Alls staðar í heiminum eru stúlkur betri í lestri en drengir en þessi munur er hvað mestur á Ís- landi. Reyndar sést líka að Ísland er eina landið í heiminum þar sem stúlkur í 10. bekk eru áberandi betri í stærðfræði en strákar. Yfirburðir þeirra virðast vera „alltumfaðm- andi“.“ Almar segir erfitt að skýra þennan mun. „Við höfum nið- urstöður unnar úr spurningalistum sem fylgdu með samræmdum próf- um í 10. bekk árið 2005. Þar tóku nemendur afstöðu til 26 staðhæfinga sem vörðuðu m.a. líðan eða kvíða, sjálfstraust, menntunaráform og samband við foreldra. Þegar við skoðuðum hvernig þessir þættir tengdust árangri kom í ljós að sam- band stúlkna við foreldra sína er ekkert ólíkt sambandi stráka við for- eldra sína, þannig að það hefur ekki mikil áhrif á hversu vel stúlkum gengur í skóla. Það er reyndar í sam- ræmi við niðurstöður Pisa- könnunarinnar sem sýndu að fjöl- skyldan og aðstæðurnar heima fyrir virðast ekki vera ríkur þáttur í ár- angri íslenskra nemenda.“ Almar bendir á að menntunará- form hafi mikil áhrif, bæði á pilta og stúlkur en skýri ekki kynjamuninn. „Okkur fannst spurningar er vörð- uðu líðan og sjálfstraust vera mest afgerandi því þeir þættir virðast hafa mikil áhrif á gengi stúlkna en minni áhrif á stráka. Strákum sem líður illa gengur ekkert mikið verr en strákum sem líður vel og hafa mikið sjálfstraust.“ Einn metri 40 bækur Í rannsókn sinni skoðaði Almar einnig svokallaða forspárþætti, þ.e. hvort eitthvað í lífi unglingsins geti sagt til um lesskilning og íslensku- færni hans. Hann segir helst mega líta til þátta í fari nemandans sjálfs í þessu sambandi, s.s. sjálfsmyndar hans í námi, ánægju af lestri og fleira í þeim dúr. „Ef þetta er allt sett í pottinn skýrir fjöldi bóka á heimili nemandans einna mest. Nemendurnir voru spurðir í Pisa- rannsókninni að því hversu margar bækur væru á heimili þeirra og var gefið upp að einn metri af bókahillu væri u.þ.b. 40 bækur.“ Niðurstöð- urnar sýndu að lesskilningurinn jókst eftir því sem bækurnar voru fleiri. „Sennilega má túlka þetta þannig að mikið sé lesið á heimilum þar sem mikið er til af bókum sem aftur er líklegt að skili sér til barnanna. Sömuleiðis er menning- arleg virkni nemandans utan skóla, þ.e. hvort hann fari á ballett, söfn, óperur og annað slíkt með foreldrum sínum, sterkur þáttur.“ Allra sterk- ustu þættirnir eru hins vegar sjálfs- mynd nemandans í námi og ánægja hans af lestri að Almars sögn. „Þeir skýra um 30% árangursins og eru miklu sterkari hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“ Þá virðast íslenskir unglingar vera litlir lestrarhestar í samanburði við jafnaldra sína í öðrum löndum. „Það er klárt að íslenskir 15 ára ung- lingar lesa mjög lítið miðað við þau lönd sem við skoðum í rannsókninni. Hlutfall nemenda sem verja einni klukkustund eða lengur í lestur á dag sér til gamans er 10% á Íslandi á meðan það er 22% í Finnlandi. Þetta hlutfall er hærra í öllum löndunum sem státa af betri meðallesskilningi en hjá okkur og þegar við skoðum lönd sem eru með sama lesskilning og við erum við líka fyrir neðan. Þannig að lestur íslenskra unglinga er tvímælalaust lítill miðað við aðra.“ Skýrsla Almars verður kynnt á opinni ráðstefnu um lestur og lestr- armenningu á Hótel Sögu í dag og hefst hún klukkan 17. ben@mbl.is Aðstæður heima hafa lítil áhrif Morgunblaðið/Eyþór Bókametrar Almar Halldórsson bendir á að lesskilningur íslenskra ung- linga sé því meiri þeim mun fleiri bækur sem eru á heimili þeirra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samband íslenskra ung- linga við foreldra sína virðist ekki skipta miklu þegar kemur að árangri þeirra fyrrnefndu í skóla. Almar Halldórsson sagði Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur frá rann- sókn sinni á lesskilningi og íslenskukunnáttu 15 ára nemenda. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is FRÆG er sagan af því þegar Egill Skalla- Grímsson, tólf ára, og vinur hans, Þórður Granason, tvítugur, öttu kappi við Skalla- Grím, föður Egils, í knattleik á Borg suður í Sandvík. Framan af gekk ungu mönnunum léttara en er leið á leikinn gerðist gamli mað- urinn svo sterkur, að hann greip Þórð upp og keyrði niður svo hart, að hann lamdist allur, og fékk hann þegar bana. Síðan greip Grímur til sonar síns. Fóstra Egils, Þorgerður brák, stóð þar álengdar og mælti þessi fleygu orð: „Hamast þú nú, Skalla-Grímur, að syni þínum.“ Skalla-Grímur sleppti þá Agli og þreif til Brákar sem forðaði sér á hlaupum. Rann hann þá eftir henni niður í utanvert Digra- nes. Hljóp Brák þá út af bjarginu á sund. Skalla-Grímur kastaði eftir henni steini mikl- um og setti milli herða henni, og kom hvorugt upp síðan. Þar er nú kallað Brákarsund. Hugmynd gamla skátans Þetta blóðuga atvik í Egils sögu hefur nú orðið húsbændum á Landnámssetrinu í Borg- arnesi hvati að ratleik sem gestum og gang- andi stendur til boða að reyna á komandi misserum. Andstætt fyrirmyndinni verða engir limir í hættu. „Kjartan er gamall skáti og honum datt þessi ratleikur í hug,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og á þar við bónda sinn, Kjartan Ragnarsson, en saman reka þau Landnámssetrið í Borgarnesi. „Við finnum að það er mikil spurn eftir uppákomum af þessu tagi og það verður upplagt fyrir hópa, hvort sem er vinnustaðahópar eða ættarmót, að spreyta sig á þessum leik.“ Leikurinn gengur þannig fyrir sig að skipt verður í tvö lið á staðnum þar sem Skalla- Grímur veittist að Agli, Brákarlið og Skalla- Grímslið. Á leiðinni niður að Brákarsundi geta liðin safnað stigum og þegar upp er staðið fer liðið sem hlotið hefur fleiri stig með sigur af hólmi. Ekki er sjálfgefið að liðið sem fyrr kemur í mark sigri. „Við erum búin að prufukeyra leikinn og það tók um fimmtíu mínútur,“ segir Sigríður Margrét. „Ætli hann komi ekki til með að taka að jafnaði klukkutíma til einn og hálfan. Þetta er ofboðslega falleg gönguleið og fólk getur um leið og það spreytir sig á rat- leiknum skoðað Borgarnes frá óvenjulegu sjónarhorni. Við erum sannfærð um að þessi leikur á eftir að slá í gegn.“ Ratleikur á Brákarslóð Ratleikur Brákarleikurinn var prufukeyrður á dögunum og hafði lið Brákar betur gegn liði Skalla-Gríms og bjargaði því lífi fóstrunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.