Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                        Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERNHARÐUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi þingvörður, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. október kl. 13.00. Guðjón Hafsteinn Bernharðsson, Helga Jónsdóttir, Guðmundur Bernharðsson, Svanhildur Jónsdóttir, Eggert Þór Bernharðsson, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSAFAT SIGURÐSSON frá Siglufirði, Eyjabakka 6, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðviku- daginn 4. október, verður jarðsunginn frá Grafar- vogskirkju föstudaginn 20. október kl. 15.00. Þóranna Sigríður Jósafatsdóttir, Jónsteinn Jónsson, Sigurður Gunnar Jósafatsson, Ingigerður Baldursdóttir, Elenóra Margrét Jósafatsdóttir, Sigurður H. Ingimarsson, Þorfinna Lydia Jósafatsdóttir, Þorkell V. Þorsteinsson, Örn Einarsson, Steinþóra Sumarliðadóttir, Stella Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eign- manns míns og föður okkar, GUÐMUNDAR KRISTJÁNS GÍSLASONAR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrun- arheimilisins Tjarnar á Þingeyri fyrir frábæra umönnun og hlýju á liðnum árum. Jóhanna Guðmundsdóttir, börn og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og bróður, HREINS STEFÁNSSONAR frá Svalbarði, Miðstræti 16, Neskaupstað. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað fyrir hlýja og góða umönnun. María Árnadóttir, Jóhann G. Stephensen, Ómar Sævar Hreinsson, Sveinlaug O. Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Sveinbjörg Stefánsdóttir, Auðbjörg Stefánsdóttir, Hallgrímur Þórarinsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 8. október. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 17. október, kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill. Sigurður Pálsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurður Knútsson, Páll Sigurðsson, Aldís Aðalbjarnardóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Tómas Erling Lindberg, Ásgeir Sigurðsson, Jóhanna Guðný Guðjónsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Halldór Morthens, Hildur Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Sigríður KristínGuðmundsdóttir fæddist í Ólafsfirði 22. júní 1918. Hún lést á hjúkr- unardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 5. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Guðmundur Gíslason skipstjóri, f. 1893, d. 1969, og Jónína Jónsdóttir húsfreyja, f. 1898, d. 1985. Systkini Krist- ínar eru: Jón, f. 1925, d. 1930, Jóna Ingibjörg, f. 1934. Fóstursystkin þeirra eru: Jónmundur Stefánsson, f. 1922, Pálína Magnúsdóttir, f. 1913, d. 1940. Sigríður giftist 1938 Jóni Pétri Hallgrímssyni, þau skildu. Dóttir þeirra er Ásdís Elfa Jónsdóttir, f. 1940, maki hennar er Smári Her- mannsson, f. 1938. Börn þeirra eru : Hermann,f. 1959, Pétur Haukur, f. 1961, Kristín Hrund, f. 1964, Guðmundur Jón, f. 1970. Barna- börnin eru: Berg- lind, f. 1982, Elías Andri, f. 1983, Unn- ur Margrét, f. 1994, Smári, f. 1994, Sandra, f. 1995, Bjarki Reynir, f. 1997, Baldur Erik Göran, f. 2005. Árið 1948 giftist Sigríður Þórði Ein- ari Halldórssyni, f. 1917, d. 2004. Sonur þeirra er Brynjar f. 1947, maki hans er Unnur Jónasdóttir f. 1947. Börn þeirra eru: Halldór, f. 1965, Bjarni Þór, f. 1968, Kolbrún, f. 1975, Baldur, f. 1977. Barna- börnin eru: Jennifer, f. 1988, Var- isa Brynja Rós, f. 1993, Tamara Lísa Patria, f. 1997, Aníta Elfa, f. 1999, Jónas, f. 2002, Felix, f. 2005. Sigríður lauk námi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík vorið 1938 og vann ýmis störf utan heimilis. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín. Tárin þorna sérhvert sinn, sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór eg orðin er, allt það launa skal eg þér. (Höf. ók.) Þetta er ein af mörgum vísum sem mamma kenndi mér. Hún unni ljóðum og voru ljóð Davíðs Stefáns- sonar hennar uppáhald. Þegar eg lít til baka finnst mér að hún hafi alltaf verið að gefa mér eitthvað. Hún naut þess að gefa og gleðja aðra. Hennar fyrsta og stærsta gjöf til mín var lífið sjálft og ómældur kærleikur alla tíð og hann vil eg þakka. Það var mér ljúft að létta þér lífið, þegar það var orðið þungt og þú orð- in þreytt. Þú áttir það sannarlega inni hjá mér. Nú trúi eg að þú sért frjáls eins og fuglinn, dansandi í ljósinu í fal- legum kjól. Á langri ævi eignaðist þú marga vini og kunningja. Þú fæddist og ólst upp í Ólafsfirði og þér þótti mjög vænt um fjörðinn þinn og fólkið þar. Þitt fyrsta heimili var á Akureyri, síðan í Reykjavík, Keflavík, Kefla- víkurflugvelli, Noregi, Afríku og Lúxemborg en við starfslok pabba fluttuð þið aftur til „landsins bláa“. Svo skrýtið sem það er, bjugguð þið síðustu árin í Sólheimum 23, ör- skammt frá ykkar fyrsta heimili, „Litla Hvammi“, sem þá, árið 1945, var í sveit. Ferðalög ykkar pabba voru mörg og veittu ykkur mikla gleði, innan- lands sem utan. Árin þín á Hrafnistu reyndi eg að létta þér stundirnar með heimsókn- um og stuttum bíltúrum og launa þér alla þína ást og umhyggju gegn- um lífið. Síðasta ferðalagið þitt var í Bisk- upstungurnar, dagsferð í sumarbú- staðinn í undurfögru veðri. Það var góður dagur. Nú getur þú ferðast að vild og ráðið ferðinni sjálf. Allir dagar verða þér aftur góðir og glaðir sem áður fyrr. Starfsfólki Hrafnistu sem sýndi þér mikla vinsemd og veitti þér að- stoð flyt eg alúðarþakkir. Nú verða heimsóknirnar ekki fleiri. Með hönd í hönd og kinn við kinn kvöddumst við. Haustið var kom- ið. Lífi þínu í þessum heimi var lok- ið. Nú frjáls og glöð þú ferð til nýrra heima. Þinn fyrri styrkur aftur eins og forðum. Minning þína mun eg ætíð geyma. Móðir kær, eg kveð með þessum orðum. (Á. E. J.) Ásdís Elfa Jónsdóttir. Sigríður Kristín Guðmundsdóttir Amma mín er dáin. Ég ætla að reyna að vera ekki sorgmædd og skoða í huga mér allar fallegu minningarnar sem ég á um og með ömmu minni. Ég lærði margt af henni ömmu minni. Hún sýndi mér hvernig maður gerir ótal margt og var alltaf tilbúin að hlusta. Það er lítilli stelpu mikilvægt þegar ein- hver gefur sér tíma til að hlusta. Ég var fjöldamörg sumur í sveit hjá afa og ömmu þegar ég var barn og unglingur. Ég sóttist mikið eftir Hanna Jónsdóttir ✝ Hanna Jóns-dóttir fæddist í Stóradal í Svína- vatnshreppi 26. mars 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri að kvöldi 30. sept- ember síðastliðins og var útför hennar gerð frá Blönduós- kirkju 7. október. að komast norður. Amma mín var listamaður í höndun- um, hún saumaði, prjónaði, skar úr í tré, málaði og óf svo eitthvað sé nefnt og mér þótti þetta allt undravert. Ég á skýra mynd af ömmu í eldhúsinu að elda hádegismat- inn, steikja kleinur, prjóna, tala í símann, reykja, drekka kaffi og svara mér. Amma kenndi mér að bera virð- ingu fyrir gróðri, hún var mikill ræktandi og eftir hana stendur stór skógur á landareigninni. Það voru ófáar ferðirnar sem við amma fór- um út í skóg til að planta og til að huga að gróðrinum. „ Stígðu ekki á trén, stelpa“ og amma var að tala um 25 cm háa plöntu. „Ég er að passa mig,“ sagði ég og reyndi eins og ég gat að sjá þessa litlu plöntur. Í dag er ekki nokkur vandi að sjá þessar plöntur margar þeirra löngu komnar mér yfir höfuð. Ég man að einu sinni var amma með fullt af hráum kartöflum við eldhúsborðið, ég settist og að vanda fór munnurinn á mér af stað. Amma svaraði mér af þolinmæði og skar á meðan út mynstur í kartöfl- urnar og dýfði þeim í lit og þrykkti svo á efni. Þarna bjó hún til dúka og ég á einn svona dúk í dag og þykir vænt um. Ég á reyndar miklu fleiri hluti sem amma bjó til og nýt þess að rifja upp minningar sem fylgja þeim. Amma mín hafði ekki bílpróf og mikil var gleði mín þegar ég var sjálf komin með bílpróf og gat keyrt hana um. Ég átti virkilega góða ömmu og ég var heppin að ég gerði mér grein fyrir því snemma. Ég sagði henni oft hversu miklu máli hún skipti mig og hversu mikið ég elskaði hana. Ömmu minni gat ég alltaf sagt allt og ég held ábyggilega áfram að gera það. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja ömmu mína, við vorum saman vik- una áður en hún dó og ræddum margt og mikið. Það var mér ómet- anlegt. Ég kveð ömmu með söknuði og þakklæti. Leggðu þig, amma mín, og takk fyrir allt. Þín Elín Hanna. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.