Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÖÐUGT hefur dregið úr vímu- efnaneyslu íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla frá 1998 til ársins í ár, að sögn dr. Ingu Dóru Sigfúsdótt- ur. Hún, ásamt Jóni Sigfússyni, framkvæmdastjóra Rannsókna og greiningar, kynnti í gær nýútkomna skýrslu, Ungt fólk í Reykjavík 2006. Þar koma fram niðurstöður rann- sóknar á högum og líðan reykvískra grunnskólanema í 8., 9. og 10. bekk vorið 2006. Þessi rannsókn var sú ní- unda sem starfsmenn Rannsókna og greiningar vinna fyrir Reykjavík- urborg. Neysla ungmennanna á tób- aki, áfengi og ólöglegum vímuefnum var skoðuð og borin saman við ung- menni sem búa utan Reykjavíkur. Markmiðið var að kanna hversu al- geng vímuefnaneysla var meðal þessa aldurshóps. Grasrótin virkjuð Inga Dóra sagði að þróun vímu- efnaneyslu unglinga í 10. bekk hér á landi árin 1989–1998 hefði verið stöð- ugt til hins verra. Um 1997 tók hönd- um saman hópur fólks sem ákvað að sporna við þessari óheillaþróun. Þetta var rannsóknafólk, fólk í stefnumótun og fólk sem vann með börnum og unglingum á vettvangi. Mótuð var stefna sem m.a. byggðist á því að virkja grasrótina og voru öll úrræði byggð á niðurstöðum rann- sókna. Þróunin snerist við og hefur verið í rétta átt síðan, allt fram á þetta ár. Inga Dóra sagði að gríð- armikill árangur hefði náðst á þessu sviði allt til ársins 2005. Niðurstöður frá þessu ári sýna hins vegar aukna neyslu áfengis og reyktóbaks frá í fyrra. Þetta starf hefur verið kennt við íslenska líkanið og er nú fyrirmynd sambærileg starfs í 14 borgum í Evr- ópu í samvinnu við Reykjavíkurborg og með styrk frá Actavis. Forseti Ís- lands er verndari verkefnisins. Þau meðöl sem beitt er í þessum tilgangi er m.a. að miðla upplýs- ingum til þeirra sem annast börn og ungmenni. Veita ungmennunum að- hald, bæta aðstæður þeirra og móta þannig atferli þeirra. Inga Dóra sagði að ekki væri nóg að hafa áhrif á viðhorf ungmennanna, heldur þyrfti að breyta hegðun þeirra. Meðal hagnýtra atriða er að koma í veg fyrir eftirlitslaus samkvæmi, virða útivistarreglur, efla samstarf foreldra og að þeir þekki vini barna sinna. Einnig að efla íþrótta og tóm- stundastarf, virkja nærsamfélagið, efla stuðning og félagslega stjórnun t.d. með foreldrarölti. Samstarf for- eldra og skóla er mikilvægt og einnig samband allra stofnana sem sinna unglingum. Fleiri reykja í Reykjavík Niðurstöður rannsókna sýna m.a. að vímuefnaneysla virðist fylgja ár- göngum. Því er mikilvægt að fá ung- linga til að fresta neyslu jafnt tóbaks og áfengis, að sögn Ingu Dóru. Hlutfallslega fleiri reykvískir nemendur 10. bekkjar hafa reykt daglega frá 1998 en nemendur utan Reykjavíkur. Hlutfallið hefur fylgst nokkuð að í gegnum árin og munaði t.d. einu prósentustigi í fyrra á þess- um hópum. Á liðnu vori virðast reyk- ingar hafa tekið stökk í Reykjavík og var hlutfall reykvískra nemenda 10. bekkjar sem reyktu 15% en úti á landi 10%. Neysla áfengis ungmenna virðist helst fara fram heima hjá öðrum, samkvæmt niðurstöðum rannsókna Rannsókna og greiningar. Í vor sögðust t.d. 37% þeirra sem höfðu drukkið áfengi hafa neytt þess heima hjá öðrum. Inga Dóra sagði þetta undirstrika mikilvægi þess að sam- kvæmi ungmenna væru ekki eft- irlitslaus. Mikill árangur vímuefnavarna Morgunblaðið/Árni Sæberg Kynning Skýrsla Rannsókna og greiningar um ungt fólk og vímuefnaneyslu kynnt hjá velferðarsviði Reykjavíkur. Mikilvægt að veita ungmennum að- hald og stuðning            ! "  #  $ % &                        ( )  %  !! %  *+ %   ( ,# - Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BALDVIN Jónsson, framkvæmda- stjóri Áforms, segir ákvörðun Whole Foods-verslanakeðjunnar um að hætta markaðssetningu á ís- lenskum vörum vegna hvalveiða Ís- lendinga vera mikið áfall þótt erfitt sé að segja til um á þessari stundu hver áhrifin verði nákvæmlega. Fari áróður gegn hvalveiðum af stað fyrir alvöru þá muni eftirspurn eftir vörunum augljóslega minnka verulega. Áform hefur unnið að markaðs- setningu á íslenskum landbúnaðar- afurðum í Bandaríkjunum undir merkjum Íslands í um sjö ár og að sögn Baldvins hefur kostnaður ver- ið um 25 milljónir króna á ári. Baldvin segir að mesta áherslan hafi verið lögð á að koma vörunni á framfæri í Whole Foods-verslana- keðjunni enda bjóðist hvergi hærra verð en þar. Stöðug aukning hafi verið á viðskiptum við keðjuna og á þessu ári hafi Whole Foods t.a.m. selt tæplega 70 tonn af lambakjöti og um 200 tonn af mjólkurafurðum en Baldvin segir að líklega hefði verið hægt að selja um þrisvar sinnum meira af lambakjöti í haust, hefði framboðið verið nægjanlegt og framboð af íslenskum mjólkuraf- urðum hefði verið mun minna en eftirspurnin. Keðjan hafi í raun verið tilbúin að kaupa allt lamba- kjöt og allar mjólkurafurðir sem framleiddar eru á Íslandi. „Það er mikið áfall að lenda í þessu máli, þegar allt er að ganga upp og þróast í rétta átt,“ segir hann. Til stóð að selja upprunavottaðan fisk frá íslenskum smábátasjó- mönnum hjá Whole Foods en Bald- vin segir að það verkefni sé í bið- stöðu á meðan ekki sé hægt að halda nafni Íslands á lofti í versl- ununum. Þetta eigi við um fleiri verkefni. Hvalveiðar á skjön við ímynd Starfsmenn Whole Foods hafa nokkrum sinnum komið til Íslands á vegum Áforms til að kynna sér íslenskan landbúnað og fiskveiðar og hafa, að sögn Baldvins, litið á Ísland sem fyrirmyndarland vegna sjálfbærs landbúnaðar, fiskveiða og stöðu landsins í orkumálum. Nú telji þeir að íslensk stjórnvöld hafi leyft hvalveiðar í ósátt við alþjóð- legar samþykktir sem þeir segja mjög á skjön við þá mynd sem stjórnvöld hafi viljað gefa af landi og þjóð. „Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá eru efa- semdir í vísindaheiminum um hvort þessir hvalir séu í útrýmingarhættu eða ekki. Og ef þær efasemdir eru til þá finnst þessu fólki að náttúran eigi að njóta vafans. Síðan höfum við hér heima verið að tala um að þetta sé bara eitthvert tilfinninga- rugl. En tilfinningar eru ekki rugl.“ Að sögn Baldvins hafa forráða- menn keðjunnar einnig áhyggjur af hugsanlegum aðgerðum umhverfis- samtaka gegn fyrirtækjum sem selja íslenskar vörur og sömuleiðis af því að Bandaríkjastjórn gæti tekið upp á því að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum. Því vilji þeir „fela nafn Íslands“ inni í búðunum þó svo að þeir haldi áfram að bjóða upp á vörurnar enda séu þeir afar ánægðir með gæði þeirra. „Þar fyr- ir utan sjá þeir ekki fram á að í hvalveiðunum felist viðskiptatæki- færi og þeir skilja ekki að við séum að veiða hvali í atvinnuskyni í ljósi þess að á tveimur árum fluttum við inn sextán þúsund útlendinga til starfa hér á landi.“ Þá bendir Baldvin á að hvalveið- arnar hafi skaðað mjög trúverð- ugleika Íslands í umræðunni um botnvörpuveiðar á úthöfunum og hjá Whole Foods óttist menn að umræðan geti snúist Íslendingum mjög í óhag. Allt lambakjöt sem fer til Whole Foods er verkað af Norðlenska og segir Sigmundur Einar Ófeigsson framkvæmdastjóri, að tekjur af út- flutningnum á þessu ári nemi um 55 milljónum króna. Þó að sam- starfið við verslanirnar hafi gengið vel hafi óhagstætt gengi Banda- ríkjadals, tæknilegar hindranir o.fl. valdið því að frekar hafi verið tap en hagnaður af þessum viðskiptum, einkum upp á síðkastið. Menn líti hins vegar svo á að þetta geti orðið verðmætur markaður í framtíðinni. Sigmundur segist hafa búist við neikvæðum áhrifum á þetta verk- efni vegna hvalveiða en nýjustu fregnir frá Whole Foods hafa orðið til þess að hann hefur óskað eftir fundi með framkvæmdastjóra Bændasamtakanna til að ræða um hvort draga eigi úr útflutningnum. Dýrasti bitinn Hjá Osta- og smjörsölunni og Mjólkursamsölunni fengust þær upplýsingar að verðmæti við- skiptanna við Whole Foods næmi um 40–50 milljónum á þessu ári. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, og Guðbrandur Sig- urðsson, forstjóri MS, sögðu báðir að enn væri litið svo á að um til- raunaverkefni væri að ræða en möguleikarnir væru miklir til fram- tíðar. „Þetta er dýrasti bitinn af Ameríku,“ sagði Magnús og Guð- brandur sagði að miðað væri við að hægt yrði að flytja út mjólkuraf- urðir fyrir 400–500 milljónir á þennan markað, þ.e. til Whole Fo- ods. Fela nafn Íslands en selja enn vörurnar Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, segir forráðamenn Whole Foods óttast aukinn áróður umhverfisverndarsinna og hugsanlegar aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Íslandi Í HNOTSKURN » Vegna hvalveiða Íslend-inga verður hætt að mark- aðssetja íslenskar vörur í verslunum Whole Foods. » Á þessu ári hefur WholeFoods selt um 70 tonn af íslensku lambakjöti og 200 tonn af mjólkurafurðum. Kjöt- ið er fituhreinsað og að tölu- verðu leyti úrbeinað og jafn- gildir um 200 tonnum af óunnum skrokkum. » Íslenskar vörur eru á boð-stólum í um 30 verslunum Whole Foods en alls eru versl- anirnar um 190. Morgunblaðið/Einar Falur Smakka Unnið hefur verið að markaðssetningu íslenskra landbúnaðar- afurða í Bandaríkjunum í sjö ár, m.a. með því að bjóða mönnum að smakka. LÍTIL viðbrögð hafa borist vegna mótmæla Samtaka atvinnulífsins við vaxandi hörku innheimtudeild- ar RÚV, fyrirtæki hafa m.a. verið krafin um auknar greiðslur afnota- gjalda vegna útvarpstækja í bif- reiðum. Samkvæmt upplýsingum frá SA verður látið reyna á rétt- mæti gjaldtökunnar fyrir dóm- stólum verði henni haldið til streitu. Í lögum um RÚV er að finna heimild til innheimtu afnotagjalda af viðtækjum en ekki er þess getið að greiða þurfi gjöld vegna við- tækja í bifreiðum nema í reglugerð með lögunum. Þar kemur fram að greiða skuli fullt gjald af bifreiðum og vélknúnum tækjum öðrum en einkabifreiðum. SA telur hins veg- ar að ekki sé nægilegt að aðeins sé kveðið á um afnotagjöld af bifreið- um í reglugerð heldur verði þess að vera getið í lögunum. Tilviljanakennd innheimta SA heldur því einnig fram að inn- heimta RÚV á þessum „nýju skött- um“ sé tilviljanakennd og virðist beinast að fáum, útvöldum fyr- irtækjum. Innheimtan virðist þá ekki vera í neinu samræmi við fjölda atvinnubifreiða þeirra fyr- irtækja sem verða fyrir henni. Vaxandi harka við innheimtu DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Kristínu Völundardóttur, núverandi sýslumann á Hólmavík, í embætti sýslumanns á Ísafirði frá og með 1. janúar. Hún tekur við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur sem hefur verið skipuð aðstoðarrík- islögreglustjóri frá og með næstu áramótum. Þórir Oddsson vararík- islögreglustjóri mun áfram gegna því embætti hjá ríkislögreglustjóra. Embætti sýslumannsins á Hólma- vík verður auglýst, samkvæmt upp- lýsingum dómsmálaráðuneytisins. Sýslumaður Ísfirðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.