Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „BRAGÐ er að þá barnið finnur“, hljóta margir að hugsa þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsókn- arflokksins, viðurkennir að Íraks- stríðið hafi verið röng ákvörðun. Í sjálfu sér felur játning formannsins ekki í sér mikil tíðindi. Meira að segja Björn Bjarnason viðurkennir nú að margt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna und- anfarna áratugi sé varasamt. Hér er um að ræða sannindi sem hljóta að teljast al- menn. Það sem vantar upp á hjá formanni Fram- sóknarflokksins er samhengið. Það er ekki nóg að horfast loksins í augu við að stuðningur Íslands við innrásina hafi verið mistök. Það þarf að taka þau viðhorf sem leiddu til innrásarinnar til endur- skoðunar í grundvallaratriðum. Auðvitað vilja ekki allir að litið sé á stuðning Íslands við Íraksstríðið í víðara samhengi. Össur Skarphéð- insson talar nógu digurbarkalega þegar hann fordæmir þessa ákvörð- un, en hann og Samfylkingin fylgdu stjórnarflokkunum til Júgóslavíu og til Afganistan líka. Morð á saklausu fólki þar og þátttaka Íslands í þeirri vitleysu sem það stríð er orðið, og var allan tímann, áttu ekki æstari stuðningsmann á Íslandi en Össur Skarphéðinsson, sem gumaði sér- staklega af þeirri „erfiðu ákvörðun“ sem stuðningur við stríðið hefði ver- ið. Þurfa þá ekki fleiri en Jón Sig- urðsson að taka upp gamlar, rangar ákvarðanir? Sú stríðsstefna sem ríkisstjórn Ís- lands hefur rekið undanfarinn ára- tug er byggð á grundvallarafstöðu. Hluti af henni er skilyrðislaus stuðningur við það sem ýmist er kallað „Vesturlönd“ eða „alþjóða- samfélagið“ en er ekki annað en Bandaríkin og leppríki þess innan NATO. Í þessum stuðningi hef- ur falist aðild að ýmsu misjöfnu. Og nú standa yfir enn einar varn- arviðræðurnar þó að umboð ráðamanna til að hefja slíkar við- ræður sé í meira lagi óljóst. Auðvitað á að spyrja þjóðina álits á því hvort hér þurfi að vera nýr her og það er hreinlega óþolandi þegar talað er eins og það sé sjálf- sagt mál. Meint „tómarúm“ í örygg- ismálum hér á landi er aðallega í huga ráðamanna, að minnsta kosti þarf að rökstyðja og skilgreina þetta tómarúm áður en ætt er af stað í aðgerðir. Við í Vinstrihreyf- ingunni – grænu framboði höfum skýra stefnu í friðarmálum, þ.e. að öryggi þjóðarinnar sé best tryggt án þess að hér sé her og raunar með því. Núverandi hugmyndir um að borga öðrum þjóðum fyrir „hervarn- ir“ er mesta bruðl og óráðsía sem um getur í opinberum rekstri á Ís- landi fyrir utan það að sögulega séð er reynsla af málaliðum í hernaði hreint ekki glæsileg. Íraksstríðið var vissulega röng ákvörðun. Það vissi þorri þjóð- arinnar fyrir þremur árum og það er meira að segja runnið upp fyrir framsóknarmönnum. En í þeirri við- urkenningu felst enginn skilningur, engin trygging fyrir því að mistökin verði ekki endurtekin. Hún mun ekki fást fyrr en utanríkisstefna Ís- lands verður endurskoðuð í grund- vallaratriðum. Á þessari stundu er aðeins einn flokkur tilbúinn til slíkrar endur- skoðunar. Það er Vinstrihreyfingin – grænt framboð. En við vitum að hlutirnir geta breyst hratt og hing- að til hefur það gerst ótrúlega oft að aðrir flokkar hafa viðurkennt rétt- mæti þess sem Vinstri-græn hafa sagt um utanríkismál. Eftir á. Núna hafa þeir tækifæri til að hafa rétt fyrir sér frá upphafi. Við erum til í samstarf við alla flokka um endur- skoðun á utanríkisstefnu Íslend- inga. Ef önnur stjórnmálaöfl hafa kjark til þess þá gæti niðurstaðan orðið stefna sem ekki leiðir okkur í ógöngur. Stefna sem ekki þarf reglulega að biðja afsökunar á. Endurskoðum utanríkisstefnuna Katrín Jakobsdóttir skrifar um utanríkisstefnu Íslendinga » Íraksstríðið varvissulega röng ákvörðun. Það vissi þorri þjóðarinnar fyrir þremur árum... Katrín Jakobsdóttir Höfundur er varaformaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. NÝLEGA lauk ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um varnir gegn mengun sjávar frá landi sem haldin var í Peking. Ráð- stefnan byggist á sam- starfi ríkja heims sem hófst í Washington í Bandaríkjunum árið 1995 þegar áætlun um varnir gegn mengun hafsins frá landi, Glo- bal Programme of Ac- tion (GPA), var sam- þykkt. Íslendingar hafa lagt mikla áherslu á þetta samstarf og áttu stóran þátt í stofnun þess, m.a. með því að bjóða til síðasta undirbúningsfundar áætlunarinnar fyrir stofnun hennar í mars 1995. Árangur Íslendinga til fyrirmyndar Um áttatíu prósent þeirrar mengunar sem finnst í hafinu má rekja til starfsemi sem fram fer á landi, svo sem til landbúnaðar, iðn- aðar og íbúabyggðar. Á Íslandi erum við laus við mörg þeirra mengunarvandamála sem aðrar þjóðir glíma við. Þannig er næringarefnamengun frá landbún- aði ekki til staðar hér og við erum að mestu laus við iðnaðarmengun. Það er hins vegar ánægjulegt að segja frá því að við höfum tekið okkur á þar sem þess hefur reynst þörf. Það kemur fram í skýrslu sem tekin var saman fyrir ráðstefnuna í Peking og fjallar um árangur Ís- lendinga við að framfylgja al- þjóðlegu áætluninni síðastliðin fimm ár. Þannig hefur hlutfall íbúa hér á landi sem búa við skólphreinsun hækkað úr 30% árið 2001 í 70% árið 2006. Endurnýting úrgangs hefur einnig vaxið mikið hér á landi, m.a. með tilkomu Úrvinnslusjóðs. Hvað varðar ástand mengunar á hafsvæðinu við Ísland, þá er meng- un af völdum þrávirkra lífrænna efna og þungmálma lítil en er hins vegar verulegt vandamál víða um heim. Geislavirkni mælist mjög lítil á íslensku hafsvæði en nauðsynlegt er að við höldum vel vöku okkar gagnvart allri losun frá Sellafield-kjarnorku- endurvinnslustöðinni. Röskun búsvæða á hafsbotni er lítið þekkt hér við land þar sem hafsvæðið umhverfis landið er afar stórt og lítt rannsakað. Það stendur hins vegar til bóta og Hafrann- sóknastofnunin vinnur nú að fjölgeislamæl- ingum á hafsbotni. Rannsókn- arverkefnið BIOICE, sem er sam- eiginlegt verkefni nokkurra innlendra rannsóknastofnana og há- skóla með þátttöku erlendra vís- indamanna, er á lokastigi. Ég hef óskað eftir auknum fjárveitingum til að ljúka verkefninu, styrkja áframhaldandi rekstur rannsókn- arstöðvar BIOICE í Sandgerði og til að byggja upp góðan gagnagrunn sem má t.d. nýta til verkefna sem tengjast verndun og skynsamlegri nýtingu lífríkisins í hafinu og vökt- un þess. Þess má einnig geta að fyrir skömmu úrskurðaði umhverfisráðu- neytið að umfangsmikil efnistaka af hafsbotni í Kollafirði skuli sæta mati á umhverfisáhrifum. Sú nið- urstaða er mjög í anda markmiða áætlunarinnar þar sem efnistaka af hafsbotni getur haft veruleg áhrif á lífríki á og umhverfis námasvæðin. Áhersla lögð á aðstoð við þróunarríki Á ráðstefnunni í Peking var sam- staða um að leggja aukna áherslu á að draga úr mengun hafsvæða sem liggja að þróunarríkjum, sér í lagi smáum eyríkjum. Vegna bágs efna- hags eiga mörg slík ríki erfitt með að bregðast við þeim umhverf- isógnum sem að þeim steðja. Sum þeirra hafa sett fram metn- aðarfullar áætlanir og gert grein fyrir stöðu mála en skortir fé til framkvæmda. Til að aðstoða þau við að ná tökum á mengunarvandamál- unum er starfandi sjóður á vegum Sameinuðu þjóðanna, Hnattræni umhverfisbótasjóðurinn (Global Environment Facility), sem styrkir verkefni á þessu sviði. Alþjóðabank- inn hefur einnig lánað mikið fé til verkefna sem miða að því að koma í veg fyrir mengun hafs og stranda og hafa t.d. Kínverjar fengið háar upphæðir að láni frá bankanum til að koma fráveitumálum sínum í lag. Þátttaka Íslands og forysta í gerð og framkvæmd alþjóðlegu áætl- unarinnar um varnir gegn mengun sjávar frá landi hefur sýnt að Ísland getur haft mikil áhrif í alþjóðlegu starfi að málefnum hafsins. Það hef- ur tvenns konar tilgang, annars vegar að beina sjónum frekar að al- varlegri hnignun vistkerfa hafsins vegna mengunar og hins vegar að tryggja vernd íslenska hafsvæðisins gegn mengun frá öðrum ríkjum sem hingað kann að berast langa leið með vindum og hafstraumum. Íslendingar leiðandi í baráttu gegn mengun sjávar Jónína Bjartmarz fjallar um varnir gegn mengun sjávar í ilefni af ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna » Þátttaka Íslands ogforysta í gerð og framkvæmd alþjóðlegu áætlunarinnar um varn- ir gegn mengun sjávar frá landi hefur sýnt að Ísland getur haft mikil áhrif í alþjóðlegu starfi að málefnum hafsins. Jónína Bjartmarz Höfundur er umhverfisráðherra. NÝJAR tölur sýna fram á mjög aukinn ójöfnuð á Íslandi miðað við það sem áður var. Þessir út- reikningar hafa ekki verið sýndir í mörg ár en ítrekaðar óskir frá fræðimönnum og þingi virðist þó hafa orðið til þess að þær eru nú loks opinberar. Þetta má sjá í töflu sem hér fylgir. En hvers vegna gerist þetta? Aukin skattbyrði á lægri tekjur Eins og fram hefur komið hefur skattbyrði á tekjur þeirra sem lægstar hafa tekjurnar aukist mjög mikið á síðustu árum. Sam- kvæmt tölum frá Stefáni Ólafssyni prófessor greiða sambýlisfólk og hjón sem eru í neðstu tveimur tí- undu hlutum miðað við tekjur þeirra árið 2004 tekjuskatt, en greiddu enga tekjuskatta árið 1994, heldur fengu þá greitt meira frá hinu opinbera en þau greiddu í skatta. Aukning skattbyrði hjá þeim nam 14% af eigin tekjum fyrir lægsta 10% hópinn og 15,3% aukning fyrir næstlægsta hópinn. Í þessum tveimur hópum er ein- mitt meginþorri ellilífeyrisþega. Á sama tíma minnkaði skattbyrði hinna tekjuhæstu 10% um 3,3% af eigin tekjum. Þannig hefur skatt- byrðin þyngst verulega hjá þeim sem verst standa á meðan hún léttist hjá þeim sem hafa hæstu tekjurnar. Skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hafa einnig hækkað mikið vegna þess að skattleys- ismörkin hafa setið eftir að raun- gildi jafnvel í þeim tilfellum sem tekjur hækka ekkert að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús. kr. í tekjur á mánuði 10,3% af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum raun- tekjum við upptöku staðgreiðsl- unnar. Hann greiðir því nú rúm- lega 11.300 kr. á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mán- aðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi frá upp- töku staðgreiðslukerfisins og tæp- lega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Greiðslur almannatrygginga hafa dregist aftur úr Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur miðað við breytingu lágmarkslauna held- ur skuli taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist verulega aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Þetta tvennt sem nefnt er hér að ofan hefur valdið því að tekju- ójöfnuður hefur aukist. Miklu meiri ójöfnuður Gini-stuðullinn er mælikvarði á hversu jafnt tekjur skiptast í þjóð- félögum á ólíkum tíma, eða milli ólíkra þjóða. Ef stuðullinn mælist upp á tölugildið einn þýðir það að tekjuójöfnuðurinn er eins mikill og mögulegt er, þá hefur einn aðili allar tekjurnar. Ef hann hefur tölugildið núll eru allir með sömu tekjurnar það er algjör tekjujöfn- uður ríkir. Samkvæmt nýjum gögnum frá Hagstofu Íslands, sem meðal annars má finna á heima- síðu Stefáns Ólafssonar prófessors um ráðstöfunartekjur fjölskyldna á hvern fjölskyldumeðlim, hefur Gini-stuðullinn fyrir Ísland hækk- að úr um 0,25 fyrir árið 1995 í 0,35 árið 2004 (Sjá töflu). Á mynd sem hér fylgir eru sýndar nýjustu töl- ur Evrópusambandsins um tekju- ójöfnuð á árunum 2003 og 2004, en að auki er áætluð tala fyrir Ísland árið 1995 til að gefa vísbendingu um breytingarnar á Íslandi. Þarna kemur fram fáheyrð aukning ójafnaðar. Þannig fer Ís- land úr flokki hinna norrænu þjóða þar sem jöfnuðurinn er einna mestur – í hóp þeirra Evr- ópuþjóða þar sem ójöfnuðurinn er einna mestur á einungis níu árum. Sumir hafa reynt að verja þessa þróun með því að segja að fáir ný- ríkir hafi svo mikil áhrif á þessa niðurstöðu. Það er fjarri lagi enda aukning ójafnaðarins það mikil að fáheyrt er hjá öðrum þjóðum. Margt fleira þarf að gerast eins og m.a. er bent á hér í greininni. Þessu þarf að breyta og það er vel hægt ef vilji er fyrir því. Þetta er ekki sú þróun sem hægt er að sætta sig við. Aukinn ójöfnuður – hvers vegna? Ólafur Ólafsson og Einar Árnason skrifa um ójöfnuð á Íslandi Ólafur Ólafsson » Þessu þarf að breytaog það er vel hægt ef vilji er fyrir því. Ólafur er formaður Landssambands eldri borgara (LEB). Einar er hag- fræðingur LEB. Einar Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.