Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorkell GunnarSigurbjörnsson fæddist á Njálsgötu 44 í Reykjavík 3. júní 1912. Hann andaðist á líknar- deild Landakots- spítala að morgni þriðjudagsins 28. nóvember síðastlið- inn. Þorkell bjó á Njálsgötu 44 til vors 1919 er hann flutti með fjölskyldunni að Njálsgötu 26 þar sem þau bjuggu til 1929 og síðan á Fjölnisveg 2 þar sem hann bjó til 1943. Það ár flutt- ist hann ásamt systur sinni Helgu og sonum hennar Birni og Hrafn- keli Þorvaldssonum á Hrefnugötu 4 þar til þau fluttu í Sigtún 29 árið 1949. Þorkell var sonur hjónanna Gróu Bjarnadóttur, húsfreyju f. 16.10. 1885, d. 11.11. 1918 og Sigurbjörns Þorkelssonar, kaup- manns í versluninni Vísi og síðar forstjóra Kirkjugarða Reykjavík- ur, f. 25.8.1885, d. 4.10. 1981. Systkini Þorkels eru: 1) Kristín (Ninna), f. 1909, d. 1997. 2) Sól- veig, f. 1911, d. 2005. 3) Birna, f. 1913, d. 1998. 4) Hanna, f. 1915. 5) Hjalti, f. 1916, d. 2006. 6) Helga, f. 1917. Seinni kona Sigurbjörns var Unnur Haraldsdóttir, f. 29.10. 1904, d. 14.7. 1991. Börn þeirra eru: 1) Friðrik, f. 1923, d. 1986. 2) Ástríður, f. 1925, d. 1935. 3) Ás- laug, f. 1930, d. 2001. 4) Björn, f. 1931. 2. júní 1962 kvæntist Þorkell lífsástinni sinni, Steinunni Páls- dóttur frá Akri við Bræðraborg- arstíg, f. 3.8. 1924, d. 12.3. 2006. Foreldrar Steinunnar voru Mar- grét Þorkelsdóttir, húsmóðir og bænakona, f. 23.11. 1898, d. 2.4. 1984 og Páll Sigurðsson prentari, vegi 1, 1954 – 1978 og aðalbókari heildverslunar Ásbjörns Ólafs- sonar hf 1969 – 1991 eða til 79 ára aldurs. Árið 1938 aðstoðaði Þorkell föð- ur sinn við kaup á jörðinni Kiða- felli í Kjós en jörðin var fæðingar- staður föður hans. Á því landi reisti hann sér sumarbústaðinn Brekku, ásamt Hjalta bróður sín- um. Þorkell var gjaldkeri í stjórn Skógarmanna KFUM, 1932 – 1954 og gjaldkeri KFUM í Reykjavík 1955 – 1974, sat í stjórninni til 1978. Þá átti hann sæti í fyrstu stjórn Landssambands KFUM um tíma. Hann var gerður að heið- ursfélaga KFUM þann 17. júní 1995, var einn af fimm slíkum í 108 ára sögu félagsins. Hann var einn af stofnendum Bókagerðar- innar Lilju og endurskoðandi hennar. Hann sá um starfssjóð Bjarna Eyjólfssonar sem lengi var formaður og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðs- félaga, ritstjóri Bjarma og for- maður KFUM í Reykjavík. Þá var hann virkur félagi í Kristniboðs- flokknum Vorperlu frá stofnun. Þorkell Gunnar var einn af 17 stofnendum Gídeonfélagsins á Ís- landi og fyrsti formaður félagsins, árið 1945 – 1964 og 1967 – 1968. Hann var kapelán Gídeonfélagsins 1964 – 1967 og framkvæmda- stjóri/ritari félagsins í sjálfboða- vinnu 1968 – 1977. Þorkell átti einnig sæti í stjórn Hins íslenska Biblíufélags, elsta starfandi félags á Íslandi, frá 1959 – 1998 eða í 39 ár. Þá var Þorkell safnaðarfulltrúi Laugarnessafnaðar frá 1959 – 1974. Útför Þorkels verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Gufuneskirkjugarði. f. 4.2. 1894 d. 12.11. 1971. Bjuggu þau Steinunn og Þorkell alla sína hjúskap- artíð í Sigtúni 29. Sonur Steinunnar og Þorkels og þeirra eina barn er Sigur- björn Þorkelsson, rit- höfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og meðhjálpari, sem áð- ur var lengi fram- kvæmdastjóri og síð- ar forseti Gídeonfélagsins á Íslandi og einn- ig framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, f. 21. mars 1964. Sig- urbjörn er kvæntur Laufeyju G. Geirlaugsdóttur, söngkonu og bókara, f. 6. maí 1963. Synir þeirra eru: Þorkell Gunnar, sagn- fræðinemi við Háskóla Íslands,f. 1986, Geirlaugur Ingi, nemi í raf- virkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, f. 1989 og Páll Steinar, nemi við Laugarnesskóla, f. 1995. Þá bjó Margrét Þorkelsdóttir bróðurdóttir Steinunnar á heimili þeirra í allmörg ár. Þorkell Gunnar lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1931. Hann starfaði hjá Versluninni Edinborg og Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar hf frá 1. október 1926, gjaldkeri þeirra fyrirtækja frá 1933– 1969 og systur- fyrirtækja þeirra, Veiðar- færagerð Íslands, Netagerðinni Höfðavík hf, Gúmmí hf og Electro-Motor hf frá stofnun þeirra. Einn af stofnendum heild- verslunarinnar S. Árnason og Co 1932. Stofnandi og meðeigandi Sápubúðarinnar sf við Laugaveg 1938 ásamt vini sínum Agli Th. Sandholt. Stofnandi, meðeigandi og bókari Skósölunnar, Lauga- Elsku pabbi minn! Ég var hluti af þér, tilheyrði þér, þú varst akkeri mitt og áttaviti í tilverunni. Þú varst hetjan mín, fyrirmynd og hvatning. Við vorum sannir vinir þótt meira en hálf öld væri á milli okkar. Við fórum saman í útréttingar og bíltúra, sótt- um fundi og mannamót, heimsóttum ættingja og vini. Þú sagðir mér sögur og kenndir mér bænir. Áhugasamur svaraðirðu áleitnum spurningum mínum af þolinmæði og skilningi, nærgætni, umhyggjusemi og kær- leika. Þér fannst ég ekki forvitinn heldur fróðleiksfús. Við spjölluðum og föðmuðumst, við vorum vinir, sannir vinir, eins og þeir gerast best- ir. Á dimmum nóttum þegar mamma var á næturvakt hjúfraði ég mig að þér, vafði arma mína um þig. Þú varst mér ávallt svo öruggt skjól. Ekkert í allri veröldinni hefði getað komið í þinn stað. Ég treysti þér full- komlega og varð svo sannarlega aldr- ei fyrir vonbrigðum með þig. Ég dáði þig og virti, var þakklátur fyrir að eiga þig sem pabba, svo stolt- ur af þér, mér þótti svo óendanlega vænt um þig. Ég var hluti af þér, það voru mín gæði, sannur pabbadreng- ur, gat ekki hugsað mér tilveruna án þín. Án allrar ítroðslu eða þvingana drakk ég í mig hugsjónir þínar af áhuga. Þær voru mitt nám, ég tendr- aðist af þeim og gerði þær að mínum og lagði mig fram við að halda þeim á lofti. Þú varst óþrjótandi sjóður fróð- leiks, visku og reynslu. Nærvera þín var uppbyggjandi og fræðandi, nær- andi og gefandi, svo sannarlega menntandi og óendanlega mannbæt- andi. Þú varst baðaður himneskum ljóma. Svipur þinn var heiðríkur og ásjónan sönn, viðmótið einstakt, svo þægilegt og undur þýtt. Þú gafst mér allt, sjálfan þig frá innstu hjartans rótum. Vel nestaður og fullur af sam- eiginlegum hugsjónum okkar fann ég ástina. Ég hélt ungur út í lífið, njót- andi skilnings og trausts baklands, vináttu og áhuga, stuðnings og ómet- anlegra fyrirbæna. Ég mun alltaf muna þig, elsku pabbi minn. Þú varst svo yfirmáta góður maður, máttir aldrei neitt aumt sjá, varst nægjusamur, spurðir aldrei um þitt eigið heldur hugsaðir um þarfir náungans, fórnaðir og gafst af þér. Þú varst svo hjartahlýr, friðsamur og sannur, gegnheill og hógvær. Óvenjulega jákvæður, auð- mjúkur og barnslega einlægur í þeirri jákvæðustu merkingu, svo hæverskur, umhyggjusamur og hjálplegur. Kærleikur þinn var fölskvalaus og algjör. Í honum fannst enginn brestur. Þú áttir von, lifandi von, svo tæra og skæra.. Bjargfasta trú á hinn upp- risna frelsara, sem sagði: „Ég er veg- urinn, sannleikurinn og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Fylltur óbifanlegri trúarfullvissu og djúpum friði grundvölluðum á bjargi lífsins, frelsaranum þínum, Jesú Kristi, sem þú lifðir fyrir tókstu því sem að höndum bar yfirvegaður og æðrulaus. Þú hafðir sannarlega skoðanir, sem betur fer, en þú fórst snyrtilega og smekklega með þær, varst með hjartað á réttum stað, varst ekki for- dómafullur, gerðir ekki mannamun og lést þau sem á var hallað ætíð njóta vafans, sást alltaf hið jákvæða í fari náungans. Þú safnaðir þér ekki fjársjóðum hér á jörðu niðri, þar sem ryð grand- ar og mölur eyðir. Þú varst svo ótrú- lega gjafmildur, jafnvel þannig að sumum þótti stundum nóg um. En þess naut fjölskylda þín sem var þér svo afar kær og mikils virði og eins vinir þínir og félögin sem þú fannst hugsjónum þínum farveg í og mál- efnin sem þú helgaðir krafta þína, tíma og fé. Þú hafðir hinar háleitustu hugsjónir að lifa fyrir, kærleikann og lífið sjálft. Og þú varst blessaður allt frá fyrstu tíð og ætlað að verða til blessunar. Þú varst hluti af guðlegri áætlun. Ég var seintekinn ávöxtur lífs þíns, lífs sem höfundur og fullkomnari lífs- ins hafði kallað þig til, lífs sem ætlað var að bera ávöxt. Þú gerðir mig að alnafna pabba þíns sem þér þótti svo mikið til koma, sem var þér svo kær, þú elskaðir, dáðir og virtir. Alla mína tíð hef ég lagt mig fram um að feta í þín fótspor, verða þér líkur. En mér hefur ekki tekist það þrátt fyrir ítrekaðar og staðfastar tilraunir, auð- mjúka baráttu, einlæga en veika til- burði. Því að þú varst engill í manns- mynd. Já, þú varst, ert og verður engill. Þú baðst fyrir mér og mínum form- lega í það minnsta fjórum sinnum á dag. Við morgunverðar- hádegis- og kvöldverðarborðið og svo eftir að þið mamma voruð komin upp í á kvöldin, fyrir utan öll andvörpin og hljóðu bænirnar þess á milli. Síðustu árin í erfiðum veikindum elsku mömmu, sem andaðist í mars á þessu ári, reyndu mikið á og voru okkur öllum sár og erfið. En aldrei lést þú bugast, komst stöðugt á óvart með eljusemi og dugnaði, stóðst vaktina eins og hetja, á hreint undra- verðan hátt, kominn á tíræðisaldur, þannig að eftir var tekið og dáðst var að. Þvílíkur styrkur, æðruleysi og jafnaðargeð. Þvílíkur vitnisburður. Og þótt síðasti mánuður ævi þinn- ar hafi verið okkur öllum erfiður og sár var andlátsstund þín fyllt blessun og djúpri merkingu. Þú hafðir ekki nærst í marga daga og ekki þegið vatnsdropa í þrjá daga. Algjörlega farinn af þreki og kröftum en með meðvitund og hélst andlegri reisn til hinstu stundar. Við Laufey vorum hjá þér og héldum í hendur þínar. Þú opnaðir allt í einu augun upp á gátt. Við horfðumst í augu, þú fylgdir mér eftir. Lítið tár spratt fram í hægra auga þínu eins og perla sem tjáði okkur væntumþykju þína hinsta sinni, eins og þú vildir segja okkur hve djúpt þú myndir sakna okkar. Ég veit að í þínum augum vorum við sem perlur. Á þessari stundu þar sem ég horfði í þín vatnsbláu, tæru og sak- lausu augu fékk ég litið inn í dýrð himinsins. Þvílíkt augnablik. Ein sterkasta upplifun sem ég hef orðið fyrir. Ég sá hlið himinsins opnast, ég horfði inn í sjálfan himininn, þvílíka fegurð hef ég vart litið. Ég sá engla koma, þeir vöfðu þig örmum sínum og báru þinn innsta kjarna á vængj- um sínum inn í dýrð himinsins. Svo lokuðust hliðin hljótt og friðsamlega, þétt en örugglega. Þú lygndir aftur augunum og gafst upp andann. Þvílík stund, ógleymanlegt, heilagt augna- blik. Þú varst sannarlega til blessun- ar fram á síðasta dropa, til síðasta andvarps í orðsins fyllstu merkingu. Gæði mín eru að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að vera son- ur þinn, vera af þínu holdi og blóði. Elsku pabbi minn! Hættu ekki að biðja fyrir mér og okkur í fjölskyld- unni þótt þú nú hafir verið kallaður inn í dýrð þíns himneska föður sem þú lifðir fyrir, eftir óvenju langa og farsæla, blessunarríka og gefandi ævi. Mér þótti svo innilega og óendan- lega vænt um þig, elsku pabbi minn. Sporin þín á þessari jörð munu aldrei fyrnast. Þú lifir og minning þín mun lifa! Takk fyrir allt, elsku pabbi. Þinn einlægur einkasonur. Sigurbjörn Þorkelsson. Afi minn var einstakur maður. Hann var maður sem hafði það að leiðarljósi í lífinu að vera góður við aðra og koma vel fram við fólk. Enda var manngæska hans engu lík. Afi tók aldrei þátt í því að tala illa um annað fólk heldur fussaði hann og sveiaði ef einhver í kringum hann var að tala illa um aðra. Afi vildi frekar verja fólk sem einhver talaði illa um, og gerði það fram í rauðan dauðann. Hann vildi alltaf hjálpa öðrum, og ég veit ekki hversu miklum peningum afi varði á sinni lífgöngu í að styrkja hina ýmsu menn og málefni. Honum fannst allavega sælla að gefa en að þiggja. Meðalaldur íslenskra karl- manna er að ég held 79 ár. Þegar ég fæddist var afi 74 ára, en ég var samt svo lánsamur að fá að hafa hann hjá mér í 20 ár. Á þeim tíma naut ég held- ur betur góðs af honum. Svo dæmi séu tekin, þá fannst afa endilega að þar sem hann og amma höfðu gefið mér farsíma í fermingargjöf ætti hann alltaf að láta mig fá pening upp í símann 2–4 sinnum í mánuði, þannig að ég borgaði yfirleitt minnst af því hvað ég notaði símann fyrstu árin, og jafnvel þótt ég væri búinn að skipta um síma jafnvel oftar en einu sinni. Svo þegar ég fékk bílpróf fannst afa heldur ekki annað hægt en að fylla tankinn á bílnum af bensíni á svona tíu daga fresti, því hann átti bílinn sem keyrði, jafnvel þótt hann sjálfur væri hættur að keyra, og ferðaðist alls ekkert svo mikið í honum lengur. Þegar ég var ungur og var í tónlist- arnámi borgaði afi alltaf einhvern hluta af því. Afi gerði það sem hann þurfti, og náði markmiðum sínum. Fræg er sagan að þegar vinir hans voru farnir að hafa áhyggjur af því að hann myndi aldrei giftast sagði hann að hann myndi gifta sig áður en hann yrði fimmtugur, og giftist svo ömmu daginn fyrir fimmtugsafmælið. Afi náði líka að afhenda okkur öllum bræðrunum Nýja testamenti að gjöf. Þegar amma veiktist stóð hann sig ótrúlega vel, og hann náði að lifa hana, og hann náði ekki bara að lifa fram yfir útförina, heldur náði hann að sjá nafna sinn verða tvítugan og útskrifast úr menntaskóla, og verða svo sjálfur 94 ára. Eftir það var hann búinn að ná öllu sem hann stefndi að undir lokin og þegar leið á haust hef- ur honum sjálfsagt fundist tími kom- inn til að hitta Guð sinn á himnum. Guð sem hann lifði fyrir alla sína tíð og helgaði líf sitt. Ef eitthvað er víst í þessum heimi, þá er það víst að afi á vísa vist í himnaríki og það miklu meira en verðskuldað. Afi minn var einstakur maður og ég mun ávallt vera stoltur af því að bera nafn hans. Sofðu vinur vært og rótt, verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt, dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell G. Sigurbjörnsson) Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson. Afi var góður maður og gjafmildur og mátti ekkert aumt sjá. Hann vildi helst styrkja öll mál- efni, sem dæmi greiddi hann flesta gíróseðla sem komu inn um lúguna. Ekki var hann síður duglegur að dæla peningum í okkur bræðurna. Hann var mikil og góð fyrirmynd og staðfastur í trúnni á Jesú. Við er- um þakklátir fyrir að hann skyldi geta komið í skólann til okkar til að gefa okkur Nýja testamentið þegar við vorum 10 ára. Gaman var að skot- tast í kringum hann og gott að hafa hann nálægt sér eða vita af honum í húsinu. Við munum aldrei gleyma þegar hann spilaði trölladansinn á pí- anóið okkar. Gaman var að tala við hann og fletta upp í honum. Hann var eins og alfræðiorðabók eða bókasafn. Hann var gefandi af sér fram á síð- ustu stundu. Gaf mér, Geirlaugi, meira að segja afmælisgjöf á 17 ára afmælisdaginn minn þótt hann hefði dáið tveimur dögum áður. Hann var búinn að sjá til þess að pabbi kæmi henni til skila. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Við munum sakna þín. Þínir afastrákar Geirlaugur Ingi og Páll Steinar. Þorkell Gunnar, bróðir minn, dó 28. nóvember 94 ára. Það var skammt ljáfaranna milli hjá sláttu- manninum mikla, því að hinn eftirlif- andi bróðir okkar, Hjalti, lést 12. nóv- ember sl. níræður. Eftir lifa þrjú systkini af 11: við Hanna og Helga systur mínar. Þannig er gangur lífs- ins að fæðast og deyja og alltaf fylgir því gleði þegar nýtt líf byrjar, en sorg þegar líf endar. Það eru svo margar minningarnar um Þorkel öll þessi ár sem fylla hugann í senn gleði og trega. Að öllum okkar hinum systk- inunum ólöstuðum jafnaðist ekkert okkar á við Þorkel – Bóbó bróður – eins og við kölluðum hann. Kannski finnst hvergi vammlaus maður, en Þorkell komst áreiðanlega næst því. Okkur fannst allt í fari hans einkenn- ast af góðmennsku, göfuglyndi og fórnfýsi. Hann lét alls staðar gott af sér leiða, tók úr buddunni síðasta eyrinn og gekk á eigur sínar ef hon- um fannst einhver vera hjálparþurfi. Þorkell var mjög trúaður maður og varði miklum hluta ævi sinnar til að breiða út Guðs orð og fagnaðarerind- ið í kirkjustarfi, hjá KFUM, Gideon, Biblíufélaginu og víðar. Þorkell bróð- ir minn sýndi öllum ástúð og góðvild. Mér er til efs að hann hafi átt nokk- urn óvildarmann eða að nokkrum hafi verið í nöp við hann. Fyrir „litla“ bróður var slíkur eldri bróðir ómet- anleg fyrirmynd á lífsleiðinni. Sem ungur maður á kreppuárunum, með litlar tekjur, kostaði hann píanótíma fyrir bróður sinn. Fannst hann efni- legur. Afraksturinn varð til þess að sá „litli“ leikur á píanó sér til ánægju og oft á fjölskyldusamkomum. Von- andi hefur það glatt Bóbó bróður minn. Framan af ævinni var Þorkell lengi einhleypur og höfðu systkinin áhyggjur af því. Á fertugsafmælinu fannst okkur því þörf á að gefa hon- um bókina „Allt er fertugum fært“. Ég var þá nýtrúlofaður, 19 árum yngri, og hef eflaust haft orð á þessu við hann. Hann lofaði okkur því að vera búinn að gifta sig fyrir fimm- tugsafmælið. Hann stóð við orð sín eins og hans var von og vísa, því að daginn fyrir 50 ára afmælið gekk hann að eiga yndislega konu, Stein- unni Pálsdóttur, sem dó fyrr á þessu Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.