Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING STAFAKARLARNIR eiga tíu ára útgáfuafmæli um þessar mundir en af því tilefni koma þeir út með nýjum mynd- skreytingum eftir Frédéric Boullet, bæði á íslensku og ensku. Höfundur Stafakarlanna er Bergljót Arnalds en hún er einnig höfundur Jólasveina- sögu sem var ein af met- sölubókunum í fyrra. Jólasveinasaga er nú komin út á diski í upp- lestri höfundar, bæði á íslensku og ensku, og með tónlistarstefum eftir Jóhann Þorvald Bergþórs- son. Barnabækur Stafakarlar Berg- ljótar snúa aftur Bergljót Arnalds FÆREYSKA söngkonan Ei- vør Pálsdóttir heldur tón- leika í Tónlistarhúsinu Laug- arborg í kvöld klukkan 20.30. Hún mun svo endurtaka leik- inn á sama tíma á morgun í Þorgeirskirkju. Á efnis- skránni eru að mestu hennar eigin lög en auk þess lög annarra lagahöfunda. Um er að ræða samvinnuverkefni Tónlistarhússins Laugarborgar og Þingeysk sagnagarðs. Eivøru þekkja flestir Íslendingar en hún var m.a. valin besta söngkonan og flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2003. Tónleikar Eivør syngur í Laugarborg Eivør Pálsdóttir SÝNING á verkum Jóns Krist- inssonar, Jónda, verður opnuð á morgun, laugardag, klukkan 14 á Sögusetrinu Hvolsvelli. Jóndi sækir flest viðfangsefni sín í náttúruna og vinnur myndir sínar með vatnslitum, olíu og akrýl. Hann hefur einn- ig málað og teiknað fjölmargar mannamyndir, þar á meðal skopmyndir af ýmsu tilefni. Verk sín hefur hann sýnt á einkasýningum og samsýningum víða um landið. Sýningin mun standa til 15. janúar 2007. Opið er laugardaga og sunnudaga klukkan 13–17 og virka daga 15–18. Lokað er milli jóla og nýárs. Myndlist Jóndi sýnir á Sögu- setrinu Hvolsvelli Jón Kristinsson STUÐNINGSYFIRLÝSINGAR frá þekktum skáldsagnahöfundum við breska rithöfundinn Ian McEw- an voru birtar í The Daily Tele- graph sl. sunnudag. Hneykslun ein- kennir flestar yfirlýsingarnar en undir lok síðasta mánaðar var látið í það skína, í grein sem birtist í The Guardian, að McEwan hefði nýtt sér sjálfs- ævisögu annars höfundar með óeðlilegum hætti í eigin skáldsögu, Friðþægingu (Atonement). Rithöfundarnir spyrja sig hvort ekki megi fullyrða um þeirra eigin verk að þau séu meira og minna stolin fyrst hægt er að bera slíkt á McEwan. Þeir játa að hafa, rétt eins og McEwan í um- ræddri bók, nýtt sér önnur verk í skáldskap sínum, t.d. sjálfs- ævisögur, skáldsögur annarra, söguannála o.fl. Shakespeare í vondum málum „Ef það er nóg að benda á viss líkindi milli atburða til að sanna rit- stuld þá erum við öll sek,“ skrifaði ástralski rithöfundurinn Thomas Keneally, höfundur Schindler’s List. „Og Sheakspeare er í vondum málum [...] og Tolstoy stal efni fyrir Stríð og frið. Breski rithöfundurinn Kazuo Ish- iguro sagði að ef McEwan væri rit- þjófur þá „er óumflýjanlegt að a.m.k. fjórar af skáldsögum mínum séu sama marki brenndar.“ Meðal annarra höfunda sem létu svipaða skoðun í ljós má nefna Margaret Atwood, John Updike, Zadie Smith, Martin Amis, Peter Carey og Thomas Pynchon. Friðþæging kom út árið 2001 og var McEwan tilnefndur til Booker- verðlaunanna fyrir hana. AP Saklaus Thomas Keneally er einn þeirra sem verja McEwan. Skáld til varnar McEwans Segjast einnig vera sek um „ritstuld“ Ian McEwan STUTTMYND Ísoldar Uggadóttur, Góðir gestir eða Family Reunion, er meðal þeirra stuttmynda sem hefur verið boðin þátttaka á Sundance- kvikmyndahátíðinni á næsta ári. Alls verður 71 stuttmynd sýnd á há- tíðinni en myndirnar voru valdar úr hópi 4.445 umsókna. Mynd Ísoldar er sýnd í flokknum „alþjóðlegar dramastuttmyndir“. Góðir gestir fjallar um unga lesb- íu sem búsett er í New York og á erfitt með að viðurkenna kyn- hneigð sína fyrir sínum nánustu á Íslandi. Þegar hún fer heim til að vera viðstödd sjötugsafmæli afa síns fer af stað skemmtileg atburð- arrás. Í aðalhlutverkum eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Theódór Júl- íusson, Hanna María Karlsdóttir og Amy Lewis. Myndin var tilnefnd til Eddunnar 2006. Góðir gestir á Sundance Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Samkvæmt 5. grein laga umRíkisútvarpið nr. 122/2000ber Ríkisútvarpinu „aðstuðla að því að frumflutt dagskrárefni stofnunarinnar verði varðveitt til frambúðar.“ Að mati tveggja tæknimanna útvarpsins sem Morgunblaðið leitaði til er hins veg- ar þörf á verulegu átaki við að koma eldri upptökum í safneign RÚV á öruggara og aðgengilegra form. Þeir segja gamlar upptökur mest megnis vera á lakkplötum og seg- ulböndum sem geti hæglega orðið fyrir óafturkallanlegu tjóni auk þess sem skráningu slíks efnis sé mjög ábótavant. „Almennt held ég hins vegar að menn geri sér ekki almennilega grein fyrir því hvað um er að ræða og hversu vítækt slíkt verkefni yrði,“ segir Hreinn Valdimarsson og áréttar að eins og staðið sé að mál- um í dag fari því fjarri að safnadeild RÚV hafi bolmagn til að sinna þess- um þætti. Þyrfti að búa til margar stöður Hann tekur þó fram að ekki megi draga fjöður yfir það sem vel sé gert og nefnir að um þessar mundir sé starfsmaður í hálfri stöðu við að afrita gamlar lakkplötur í eigu safnsins. „En ég myndi halda að það þyrfti að búa til margar stöður ef menn ætla að gera þetta af einhverri al- vöru. Bæði sé ég fyrir mér að það þurfi mannskap til að skrá niður það efni sem í raun og veru er til og eins forgangsraða afritunarferlinu með ástand og verðmæti efnisins í huga. Sömuleiðis er ljóst að tæknivinnan yrði geyslega mikil og tímafrek.“ Sá sem sér um afritun lakkplat- anna er Magnús Hjálmarsson. Hann segir það rétt að hálft stöðu- gildi hafi engan veginn við því verk- efni sem afritun og ekki síst skrán- ing safnsins er. „Skrásetningin er mjög léleg,“ upplýsir Magnús sem þarf í mörg- um tilvikum að hlusta á upptök- urnar og bera kennsl á þá sem þar koma við sögu. Lakkplöturnar þurfa forgang Það var á fjórða áratugnum sem byrjað var að taka upp einstaka dagskrárliði á lakkplötur. Lakkplöt- urnar geymast vel við kjöraðstæður, að sögn Hreins, en um er að ræða svokallað svelllakk sem er lífrænt og fest ofan á álplötu og í ein- hverjum tilvikum gler. Með tím- anum vill lakkið þó rýrna, í sumum tilvikum springa og jafnvel molna af. Magnús segir að í einstaka til- vikum fari plöturnar að mygla. „Sú ákvörðun að reyna að bjarga þessum lakkplötum fyrst er því hár- rétt. Þetta eru líka verðmæti sem voru í raun og veru falin því lakk- plöturnar eru ekki aðgengilegar nema með sérhæfðri tækni,“ full- yrðir Hreinn og upplýsir að um gíf- urlegt magn af plötum sé að ræða. Því megi spyrja sig hvort starfs- maður í hálfri stöðu anni verkefn- inu. „Undir lok sjötta áratugarins var segulbandið svo allsráðandi,“ heldur Hreinn áfram. „Engu að síður var gert nokkuð af því að afrita af seg- ulbandi yfir á lakkplötur þar sem segulbandið var dýrt og þess vegna endurnýtt fyrir nýjar upptökur.“ Um segulböndin segir Hreinn að þau séu einnig vandmeðfarin og að- eins á færi tæknimanna að með- höndla þau. Hann bendir sömuleiðis á að þau verði augljóslega ekki yngri með árunum og sum þeirra gætu farið að morkna. Magnús hefur sömu sögu að segja: „Sum segulböndin eru orðin mjög stökk. Það má ekkert við þau koma. Svo voru þau mikið klippt og gamlar límingar hrökkva í sundur.“ Hættunni boðið heim Aðspurður viðurkennir Hreinn að megnið af gömlu upptökunum sé einungis til í einu eintaki. „Og þessi upprunalegu eintök er verið að vinna með dag frá degi,“ bætir hann við. Hann kveður já við því að ónýtu frumeintaki verði ekki bjargað. Verðmæti sem þar kunna að finnast hverfi því væntanlega endanlega í glatkistuna eyðileggist eintakið. Elín S. Kristinsdóttir, safnastjóri á Ríkisútvarpinu, staðfestir að al- menna regla sé að upptökur séu að- eins geymdar í einu eintaki. Að- spurð hvort þetta eigi t.d. við um upplestur Halldórs Laxness á eigin verkum segir hún erfitt að fullyrða um einstakar upptökur en þó megi óhikað gera ráð fyrir að lestur þjóð- skálda á verkum sínum sé meðal þeirra heimilda sem þannig er kom- ið fyrir. Hún nefnir einnig gömul leikrit með ástsælum og nú látnum leikurum, ræður ráðamanna og upp- tökur frá merkisviðburðum í sögu þjóðarinnar. Menning | Starfsmaður í hálfri stöðu sá eini sem vinnur að afritun gamals efnis Þörf á átaki í safnamálum RÚV Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkisútvarpið Í safni RÚV er að finna gamlar upptökur úr dagskrá stofnunarinnar, sumar hverjar einstakar heimildir um sögu og menningu þjóðarinnar. Almenna reglan er að upptökurnar séu geymdar í einu eintaki. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Heimildir Starfsmaður hjá RÚV er í hálfri stöðu við að flytja upptökur af lakkplötum yfir á aðgengilegra form, t.d. erindi flutt af Ólafi Thors. Tæknimaður segir engin afrit til af ein- stökum upptökum Í HNOTSKURN » Í samningi milli RÚV ogmenntamálaráðherra, sem tekur gildi verði frumvarp um stofnunina að lögum, er kveðið á um að RÚV geri áætlun um að koma eldra efni á aðgengilegt form til geymslu og notkunar. » Í flestum tilvikum er ein-ungis frumeintaki af gömlum upptökum til að dreifa. » Sem dæmi um sögulegarheimildir í safni RÚVmá nefna erindi stjórnmálamanna, upplestur þjóðskálda, leikrit, tónlistarflutning og upptökur frá sögulegum viðburðum. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.