Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EKKI átti ég von á því þegar ég var að alast upp í Vestmannaeyjum að ég ætti það eftir að setjast niður og rita grein til varnar Adda vini mínum í Ásnesi. Bæði var að hann skaraði fram úr í mörgum greinum íþrótta og var gjarnan í framvarðahópi okkar Þóraranna sem og að pólitískar skoðanir okkar fóru ekki saman þegar við uxum úr grasi. En þrátt fyrir það hefur strengurinn á milli okkar aldrei slitnað þó vík hafi ver- ið milli vina. Eins og af framangreindu má sjá þá er ég ekki hlut- laus en ég er heldur ekki pólitískur fylg- ismaður og því verða menn að taka viljann fyrir verkið af því mér hefur blöskrað sú meðferð sem hann hefur hlotið. Allt frá því að Árni Johnsen hlaut uppreisn æru síðastliðið sum- ar hafa fréttamenn elt hann á röndum og nánast alltaf höggvið í sama knérunninn, sem eru sakamál Árna og dómur sá er hann fékk fyrir þau. Ég fullyrði að enginn maður á Íslandi hefur fengið slíkar „trakteringar“ síðastliðin 50 ár eða lengur og veit ég að mörgum of- býður sú skítmennska og lymsku- legar aðferðir sem margir frétta- menn hafa í samskiptum við hann og þykjast þá eflaust sem fyrr vera að þjóna sannleikanum og frétta- þorsta samlanda okkar. En Árni Johnsen er maður mikilla stranda og þrátt fyrir misgerðir hans þá hafa þeir sem á hann treysta leitað til hans og óskað eftir forystu hans í baráttumálum Sunnlendinga og í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hlaut hann undraverða kosningu og glæsilegt klapp á bakið frá stuðn- ingsmönnum sínum. Þá hélt ég satt að segja að Árna hefði verið fyrirgefið og nú fengi hann nokkurn frið til þess að sinna sínum framboðsmálum og Sjálfstæðisflokksins þó svo ég ætti von á því að pólitískir and- stæðingar hans myndu sjá til þess að hann gleymdi ekki syndum sínum. En hvað skeð- ur? Nú hefst hið mesta gjörningaveður innan Sjálfstæðisflokksins og reið stuttbuxnadeildin á vaðið og réðst að Árna fyrir að vera ekki nógu bljúgur í fréttaviðtali þar sem hon- um urðu vissulega á mistök í orða- vali. Hvar var þetta fólk fyrir sveit- arstjórnarkosningar í vor þegar fólk í vímu ók niður ljósastaur í Reykjavík? Hvar var þetta fólk þegar Frjálslyndur sakamaður skipti um flokk og gekk í Sjálf- stæðisflokkinn? Það sannast hér vel að það er ekki sama að vera Jón og séra Jón. Það er allt í lagi að gefa Árna Johnsen kjaftshögg en vefja aðra inn í bómull þagn- arinnar. Er þetta siðferði til eft- irbreytni, eða hvað? Svo kemur kvennahreyfing Sjálfstæðisflokks- ins með pilsaþyt miklum og lætur höggin enn dynja á Árna Johnsen og ætlar að kenna framboði hans um ef konur ná ekki þingsætum fyrir flokkinn í komandi kosn- ingum, en ég segi nú bara „kona, líttu þér nær“. Það er ef til vill Árna Johnsen að kenna að tvær konur urðu í 2. og 3. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Norð- austurkjördæmi fyrir skömmu? Nei, þetta gengur ekki. Árni Johnsen hefur tekið út sína refs- ingu og hlotið uppreisn æru og ef sanngirni á að ráða þá á hann að fá frið til að sinna hugðarefnum sín- um en ekki að sitja undir sífelldum árásum, það verða örugglega nógir til að hafa á honum gætur. Það skulu menn muna og hafa í huga að „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Ég vil að lokum nota tækifærið og óska landsmönnum öllum gleði- legra jóla, árs og friðar. Sá yðar sem syndlaus er kasti … Arnar Einarsson skrifar til varnar Árna Johnsen » Árni Johnsen hefurtekið út sína refs- ingu og hlotið uppreisn æru og ef sanngirni á að ráða þá á hann að fá frið til að sinna hugðarefn- um sínum en ekki að sitja undir sífelldum árásum … Arnar Einarsson Höfundur er skólastjóri á Þórshöfn. FORMAÐUR Evrópusamtak- anna skrifar í Morgunblaðið 3.12. 2006 að viðskiptalífið geti ekki sætt sig við svissneska lausn, þ. e. að Ís- land standi utan bæði ESB og EES. Þurfa fullyrð- ingar hans í greininni margra leiðréttinga við: „EES-samning- urinn er stærsti og umsvifamesti alþjóða- samningur sem Ís- lendingar hafa gerst aðilar að.“ Hið rétta er að EES-samningurinn er ekki alþjóðasamn- ingur heldur svæð- isbundinn við viss þjóðlönd í Evrópu, aðeins hluti (gróflega tíundi hluti) alþjóða- samfélagsins hefur aðildarmöguleika að honum. Auðugustu þjóðir Evrópumeg- inlandsins að löndum (Rússar, langstærsta þjóð Evrópu) og laus- um aurum (Svisslend- ingar) eru hvorki að- ilar að EES né ESB. Vöruskiptahluti EES- samningsins er að grunni til svipaður að umsvifum og viðskiptasamningurinn sem við höfðum við ESB áður en EES var gerður. En það er rétt að EES- samningurinn er líka með um- fangsmikið afsal á stjórnvaldi Ís- lands til ESB, sem frekar mætti bera saman við Gamla sáttmála frá 1262 en „alþjóðasamning“. „… og sú hagsæld sem hér ríkir er að stórum hluta samningnum að þakka“. Þessi fullyrðing er marg- tuggin en bæði ósönnuð að hluta og röng að öðrum hluta. Hagsældin hér er aðallega að þakka miklu góðæri í helstu atvinnuvegum landsmanna og efnahagsstjórn Ís- lendinga sjálfra að ógleymdu fram- taki íslenskra fyrirtækja og fjár- festingum erlendra fyrirtækja (ekki evrópskra) hér. „… upptaka reglna um við- skiptafrelsi, réttindi launafólks og samkeppni hafa verið gríðarleg lyftistöng fyrir íslenskan efnahag og samfélag“. Reglur ESB um „viðskiptafrelsi“ hafa hamlað viðskiptum við um- heiminn utan ESB en hlutdeild ESB í heimsviðskiptum hefur rýrn- að um áratuga skeið. Versl- unarfrelsi við ESB með vörur Ís- lendinga var þegar komið á að miklu leyti fyrir tilkomu EES. Frelsi í fjármagnsflutningum höfðu íslensk stjórnvöld tekið stefnuna á þegar um áratug fyrir EES, Ís- lendingar voru velkomnir að fjár- festa í Evrópu mörgum áratugum fyrir EES. Reynslan af EES er að hann hefur lítið fært Íslandi er- lenda fjárfestingu í nýrri atvinnu- starfsemi frá ESB, hún hefur að- allega komið frá Vesturheimi þrátt fyrir EES. Aftur á móti er fjár- magnsflóttinn frá Íslandi orðinn visst áhyggjuefni. Samkeppnisregl- urnar, sem og aðrar gerðir EES, hafa m.a. leitt til síaukins álags á stofnanir hér, sem eru litlar sam- anborið við stofnanirnar í ESB- ríkjunum, og mikils kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur (skattheimta sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hefur aukist um hartnær 50% frá dögum EES-samningsins þó ekki sé það allt EES að kenna). At- vinnureksturinn hefur orðið fyrir mikilli íþyngingu og kostnaðarauka og þeim hefur fjölgað sem hafa að- fararrétt að íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum. Tilskipanirnar hafa leitt til hærra verðs á vörum og þjón- ustu, þekktasta dæmið er orkuverðið. Regl- urnar um svokölluð réttindi launafólks eru margar til baga hér og hafa valdið vaxandi ósveigjanleika í at- vinnuvegunum, m.a. vinnutímatilskip- anirnar sem hafa gert sumum fyrirtækjum, sérstaklega þeim minni, illmögulegt að starfa og flæmt fólk frá störfum; eru farg en ekki lyftistöng. „Nú beina þessir einstaklingar spjótum sínum að réttindum fólks til að fara á milli ríkja EES-svæðisins til þess að vinna, stofna fyrirtæki eða mennta sig“. ESB-samningarnir (EES og Schengen) hafa tekið stjórnun á innflæði útlendinga úr höndum íslenskra stjórnvalda og gætu afleiðingarnar orðið mjög al- varlegar (jafnvel einhvers konar ís- lenskt Rosengårdsástand). Ísland getur með engu móti tekið við ótakmörkuðu flæði fólks frá svæði sem telur nálægt hálfum milljarði manna. „Það er kátbroslegt að fylgjast með tilraunum þessara einangr- unarsinna að telja fólki trú um að tvíhliða samningur líkt og Sviss- lendingar hafa gert, … standi Ís- lendingum til boða eða þjóni hags- munum okkar“. Þessi fullyrðing virðist eiga að segja að Íslendingar hafi fyrir fullt og allt afsalað sér samningsrétti við ESB með EES-samningnum eða að ESB ráði um alla framtíð hvernig samninga Ísland gerir við önnur lönd. Hið rétta er að upp- sagnarfrestur EES-samningsins er eitt ár og verður upprunalegi við- skiptasamningurinn, sem ekki inni- fól fullveldisafsal, aftur grunnur viðskipta við ESB verði ekki end- ursamið. Fullyrðing um að Íslandi standi ekki til boða neitt annað en EES- eða ESB-aðild er því röng og byggist líklega á svipaðri hugsun og notuð var á öldum áður til þess að halda Íslandi undir evrópskri yf- irstjórn í nærri sjö aldir. Það eru ekki einangrunarsinnar sem kjósa viðskiptafrelsi frekar en EES og tilskipanastjórn ESB. Aftur á móti er það einangrunarstefna að vilja múrabyggingu gömlu heimsveld- anna í Evrópu þegar Íslendingar geta rekið sín utanríkisviðskipta- mál í gegnum fríverslunarstofnanir eins og EFTA eða WTO og með tvíhliða viðskiptasamningum þar sem ekki er þröngvað ófyrirséðum erlendum lögum á landsmenn. Rýmisins vegna er hér látið stað- ar numið þó að afgangur greinar formannsins þyrfti líka leiðréttinga við. Viðskiptalífið þyrfti frelsi frekar en EES Friðrik Daníelsson gerir at- hugasemd við grein formanns Evrópusamtakanna um Evr- ópumál Friðrik Daníelsson »Hið rétta erað EES- samningurinn er ekki alþjóða- samningur held- ur svæðisbund- inn við viss þjóðlönd í Evr- ópu … Höfundur er verkfræðingur. ÞJÓÐRÉTTARFRÆÐINGUR utanríkisráðuneytisins vó að mér, hér í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðju- dag, og sakaði mig um ófagmannleg vinnubrögð. Hann virðist ósáttur við að í grein sem ég skrif- aði og birtist í Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag hafi ég ekki vísað í umfjöllun hans um undantekningar frá meginreglunni um einkalögsögu fánaríkis í ræðu sem hann hélt á aðalfundi LÍÚ. Var það gert með vísvitandi hætti. Ástæður þessa eru nokkrar og ekki jafn alvarlegar og látið var í veðri vaka. Í fyrsta lagi var ræða þjóðréttarfræðingsins ekki lykilatriði í grein minni. Brot úr henni var notað til að styðja niðurstöðu greinar minn- ar frá 13. september sl. Aðalatriðið voru ummæli utanríkisráðherra sem hann viðhafði í ræðu um utanríkismál á Alþingi þann 16. nóvember sl. um þorskastríð og togvíraklippur. Í öðru lagi eru þær aðstæður sem umræddar undantekningar eiga við ekki eins algengar og þjóðréttarfræð- ingurinn vill vera láta, nema í tilfelli úthafsveiðisamningsins sem mörg hentifánaríki eru þó ekki aðilar að. Það er hins vegar rétt hjá honum að það er hægt að notast við þessar und- antekningar en einungis þegar þær eiga við. Í þriðja lagi minntist utanrík- isráðherra ekki á að það kæmi til greina að nota togvíraklippurnar ein- ungis þegar umræddar undantekn- ingar ættu við. Í fjórða lagi kom fram í lok greinar minnar að ráðherra hljóti að geta fall- ist á að í baráttunni gegn svoköll- uðum sjóræningjaveiðum hljóti að teljast skynsamlegast að nota fyrst og fremst löndunarbönn, bannlista og þær undantekningar frá meginregl- unni um einkalögsögu fánaríkis sem til staðar eru. Ég lét því ekki undir höfuð leggjast að minnast á und- antekningarnar frá meginreglunni um einkalögsögu fánaríkis eins og þjóðréttarfræðingurinn heldur fram. Allar ásakanir um ófagmannleg vinnubrögð missa því marks. Annars fæ ég ekki séð að það sé mikill munur á afstöðu minni og afstöðu þjóð- réttarfræðingsins eins og hún birtist í fyrr- nefndri ræðu hans, að þessu leyti. Í framhaldi af þessari umræðu verður að benda á að það er eitt að hafa lögsögu og annað að hafa rétt til að beita hörðum úrræðum. Það leiðir af meginreglum þjóðaréttar að forðast skuli beitingu valds við fullnustu í lengstu lög. Þar sem vald- beiting er óhjákvæmileg má hún ekki fara fram úr því sem eðlilegt getur talist og nauðsynlegt er miðað við kringumstæður. Spyrja verður hvort leikar þurfi ekki að standa ansi hátt til að réttlætanlegt sé að beita togv- íraklippum. Slíkt getur verið afar hættulegt og ógnað lífi áhafn- armeðlima þar sem togvírinn getur þeyst með miklum krafti í menn sem eru uppi á dekki þegar klippt er á vír- inn. Einhverjum gæti dottið í hug að notkun á togvíraklippum færi gegn sjónarmiðum um meðalhóf, a.m.k. í einhverjum tilvikum. Í þessu samhengi verður að vekja máls á að áleitnar spurningar geta vaknað um friðhelgi eignarréttarins og skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins á skaðverkum starfsmanna þess í kjölfar notkunar á togvíraklippum. Til að gera síðari hluta greinar þjóðréttarfræðingsins einhver skil þá vitnar hann í fyrrnefnda ræðu sína og getur þess „að ýmsir fræðimenn á sviði hafréttar viðruðu nú þá skoðun að í þeim tilvikum þegar fánaríki van- rækir ítrekað skyldur sínar sem slíkt gagnvart þeim skipum sínum er stunda ólöglegar fiskveiðar beri að líta svo á að um þjóðernislaus skip sé að ræða, enda sé þá engu eiginlegu fánaríki til að dreifa. Þótt ekki sé enn sem komið er um viðurkennda reglu þjóðaréttar að ræða vilja mörg ríki, m.a. Ísland, stuðla að því að rétturinn þróist með þessum hætti.“ Við þessi orð þjóðréttarfræðingsins er rétt að gera athugasemd. Þessar hugmyndir stangast á við niðurstöðu Alþjóða haf- réttardóms Sameinuðu þjóðanna í svonefndu Saiga 2 máli, frá 1. júlí 1999 sem Sankti Vincent og Grenad- íneyjar höfðuðu gegn Guineu. Í dómnum sagði m.a. að ákvæði haf- réttarsamningsins um raunveruleg tengsl milli skips og fánaríkis væru til að tryggja að ákvæði samningsins séu virt í framkvæmd. Ákvæðin skapi ekki grundvöll fyrir önnur ríki til að storka réttmæti skráningar skips hjá tilteknu fánaríki. Í dómnum er þeim hugmyndum hafnað skýrlega og með ítarlegum rökstuðningi að vanræksla á skyldum fánaríkis til að hafa eftirlit með skipum sem sigla undir fána þess leiði til þess að líta beri svo á að um þjóðernislaust skip sé að ræða. Það er því talsvert á brattann að sækja til að þjóðarétturinn þróist í þá veru sem Ísland vill stuðla að, að þessu leyti. Í hörðum heimi er ein mikilvæg- asta vörn smærri ríkja gegn voldugri ríkjum reglur þjóðaréttarins. Reglur hafréttarins eru Íslendingum mik- ilvægar og mjög í hag. Þess vegna hlýtur að vera markmið íslenska rík- isins að halda sér innan marka þjóða- réttarins og þar með hafréttarins, annars getur ríkið varla ætlast til hins sama af öðrum ríkjum. Ófagmannleg vinnubrögð? Bjarni Már Magnússon svarar grein Tómasar H. Heiðars » Allar ásakanir umófagmannleg vinnu- brögð missa því marks. Bjarni Már Magnússon Höfundur er lögfræðingur og stundar LL.M-nám í hafrétti við háskólann í Miami og MA-nám í alþjóða- samskiptum við HÍ. Sagt var: Þetta breytist vegna setningu nýrra laga. RÉTT VÆRI: … vegna setningar nýrra laga. Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.