Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 63 menning Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞÆR hreinlega sópast til landsins úr öllum áttum, stórsöngkonurnar, þessa dagana. Ein þeirra er lettn- eska óperusöngkonan Inessa Gal- ante. Fyrir allnokkrum árum rataði í hendur mínar geisladiskur með söng Inessu. Það sem sló mann strax var hve ótrúlega fallega söngrödd hún hafði; svo undursamlega silkimjúka; þykka en samt tæra. Svona söng- raddir eru ekki á hverju strái. Og það er heldur ekki að undra að hvar- vetna sem hún er nefnd, er raddfeg- urðin það fyrsta sem talað er um. Nú er hún hingað komin, og syng- ur í Salnum með Jónasi Ingimund- arsyni í kvöld kl. 20. Ég hitti hana á hótelherbergi hennar í miðborginni, skömmu eftir að hún lenti; – hún var heilluð af mildu íslensku vetrarmyrkrinu og ánægð með að vera komin til lands- ins. Inessa Galante er Letti, fædd árið 1954 í Ríga. Hún segir mér að fyrra bragði að hún hafi aldrei ætlað sér að verða söngkona. Þetta hafi bara æxlast svona – hún var að læra að syngja meðfram öðru námi, og það gekk vel í söngnum. Þá var öldin önnur og tjaldið, sem hún kallar í raun réttri múrvegg, skildi að aust- ur og vestur. Hún var þó ein af þeim sem fengu að fara í söngferðir til Vesturlanda. Hún hefur skrifað bók um sönginn og lífið og hún kom út fyrir 7 árum á þremur tungumálum. „Mig langaði að skrifa um veröldina og lífið. Þá var pabbi minn nýdáinn og hann hafði mikil áhrif á mig og líf mitt. Mér fannst dauði hans marka miklar breytingar. Með fráfalli hans var eitthvað fallegt og gott skilið eft- ir í fortíðinni. Hann var góð mann- eskja sem ég sakna mjög. En tíminn verður ekki stöðvaður,“ segir þessi djúpt þenkjandi og brosmilda óp- erusöngkona. „Ég er lyfjafræðingur að mennt og í því starfi, á árum áður, stóð ég oft nærri fólki sem átti mjög erfitt, hvar svo sem það stóð í þjóðfélags- stiganum. Oft stendur manneskjan ein og hjálparvana andspænis örlög- um sínum og á slíkum stundum finn- ur maður vel hve það góða í veröld- inni skiptir miklu máli; – hönd sem leiðir okkur, einhver sem við getum stutt okkur við. Hvað er það við homo sapiens sem gerir það að verk- um að við þrífumst á ást og fáum aldrei nóg af henni? Hún skiptir máli fyrir okkur til að geta notið alls þess sem gott er. Mér finnst þessi tvöfalda reynsla mín af lífinu hafa gert mig svolítið öðruvísi en aðra. Ég finn það þegar ég syng, að ég vil gefa hjarta mitt fullkomlega. Það er mér eins lags köllun að leggja alla mína tilfinningu í tónlistina.“ Tal okkar berst að ferli Inessu, því þótt hún hafi ætlað að hafa lyfja- fræði að lifibrauði, þá var hún samt farin að syngja í óperum áður en hún hafði lokið söngnáminu. For- vitni mín um sönglífið austantjalds er mikil en Inessa er fljót að taka af allan vafa um hvernig það var. „Það var ekki erfitt að vera listamaður í tíð kommúnismans. Stjórnvöld lögðu gríðarmkið fé og mikinn metn- að í menningarmál. Mér finnst sá tími hafa verið endurreisnartímabil listanna, ekki síst tónlist og mynd- list. Auðvitað þjáðust miklir andar eins og Sjostakovitsj og Prokofijev en þeir sem sinntu sinni klassík höfðu það gott. Starf söngvarans var í metum og góðir söngvarar urðu frægir. Lífið er margbrotnara í dag Mér finnst margt hafa breyst og ekki allt til betri vegar. Sú staða sem var uppi þá er ekki lengur til, hvorki í löndunum sem tilheyrðu austurblokkinni né hér á Vest- urlöndum. Lífið er miklu marg- brotnara og flóknara; áreitin eru fleiri og tækifærin fleiri. Fólk getur valið úr svo mörgu og dægurtónlist- inni hefur vaxið fiskur um hrygg. Í dag hefur fólk jafnvel menntun á fleiri en einu sviði. Samt er lífið kostnaðarsamara fyrir flesta. Mér finnst eins og standardinn í klass- ísku tónlistinni hafi dalað svolítið á síðustu árum. Þú verður að taka það með í reikninginn að Sovétríkin og löndin sem voru á áhrifasvæði þeirra voru gríðarstórt landflæmi; stærra en Bandaríkin og Kanada samanlagt. Menningin í okkar heimshluta stóð á gömlum merg og þreifst vel, þrátt fyrir allt. Það sýnir sig að eftir fall múrsins, höfum við átt erindi við allan heiminn, og höf- um getað sýnt og sannað að listir blómstruðu ekkert síður okkar meg- in tjalds. Þegar ég segi að standard- inn á listum hafi dalað, þá á ég við allar listgreinar, ballett og bók- menntir svo dæmi séu tekin, alveg jafnt og tónlistin. Svo mikil áhersla var lögð á listirnar í þá daga, að allir gátu notið þeirra. Það kostaði nán- ast ekkert að sækja tónleika eða fara á ballett. Fólk okkar megin tjaldsins gat sótt merka listviðburði eins og því sýndist ef það hafði áhuga. Það var pólitísk stefna. Þetta var jákvæða hliðin á kommúnism- anum. Ég er ekki að mæla með hon- um en hann átti sannarlega sínar já- kvæðu hliðar. Þessu fylgdi að miklu meiri virðing var borin fyrir listinni en mér finnst nú – því þrátt fyrir fá- tækt gat almenningur sótt eins og hann lysti í ríkidæmi hennar. Í dag snýst allt um peninga. Það líkar mér ekki.“ Þar slær hjarta mitt Inessa Galante segir það ekki hafa verið erfitt fyrir sig að marka sér braut á Vesturlöndum, enda hafi hún farið í margar söngferðir þang- að á tímum kommúnismans. Hún hafi notið trausts heima fyrir og ekki upplifað neitt annað en hlýtt og manneskjulegt viðmót hvert sem hún hafi komið. „En það er sér- kennilegt hvað margir eiga erfitt með að skilja að fyrir mér verður Ríga alltaf mitt heimili. Lettland er landið mitt, þar er fólkið mitt og þar slær hjarta mitt, þótt ég búi sem stendur í Þýskalandi. Mér hefur margoft verið boðið að setjast að í Bandaríkjunum en hef aldrei getað hugsað mér það. Veistu hvað það er fallegt í Ríga?“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Lyfjafræðingurinn Ætlaði aldrei að verða söngkona, það æxlaðist bara þannig. Veistu hvað það er fallegt í Ríga? Tónlist | Ein fegursta söngrödd Evrópu, rödd Inessu Galante, hljómar í Salnum í kvöld Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is ICE"oh"lation kallast dansverk eftir margmiðlunarlistamanninn Andreas Constantinou sem frumsýnt verður í Klassíska listadansskólanum á morgun. Verkið er samið fyrir ein- leiksdansara og með hlutverkið fer Guðrún Óskarsdóttir. Constantinou hefur verið búsettur hér á landi und- anfarin misseri og hefur tekið þátt í uppbyggingu Klassíska listadans- skólans á Grensásvegi. Ice"oh"lation lýsir upplifun hans af íslenskum veruleika. Fáir á ferli hér á landi „Hér er um margmiðlunarverk að ræða þar sem blandað er saman myndlist og dans, vídeólist og einleik dansarans Guðrúnar Óskarsdóttur. Við höfum unnið að þessu verki síðan í ágúst og það verður einnig sett upp í The Robin Howard Dance Theatre í London í janúar. Verkið sprettur upp úr reynslu minni af því að búa sem útlendingur á Íslandi und- anfarið ár og tekur til þátta eins og einangrunar og samskipta. Það er að vera útlendingur á Íslandi er í raun könnun á samskiptum og tungumáli en það hefur haft mikil áhrif á lífstíl minn að búa í landi þar sem talað er tungumál sem ég skil ekki. Í verkinu reyni ég líka að miðla þeirri upplifun sem ég varð fyrir þegar ég kom til Íslands í fyrsta sinn. Það sem kom mér undarlegast fyrir sjónir var hve fáir eru á ferli úti á götunum. Ég varð mjög upptekinn af þessu vegna þess að ég kem frá heimshluta þar sem allir eru mikið á ferli úti á göt- unum,“ segir Constantinou, sem upphaflega kemur frá Kýpur en hef- ur búið um margra ára skeið í Lond- on. Hann segir að þetta séu grunn- þættir verksins. Niðurstaðan er sýn- ingin sem Constantinou segir að sé mjög sérstæð að öllu leyti. „Í raun og veru byggist verkið á hreyfingum fremur en dansi því ég vildi skapa verk sem gæti miðlað reynslu minni til áhorfenda. Verkið er eins og öskur innra með mér,“ segir Constantinou. Tónlistin í verkinu er m.a. samin af Wajid Vaseen, sem nýlega gerði samning við sömu plötuútgáfu og Nick Cave er á mála hjá. Þetta er til- raunakennd raftónlist. Ice"oh"lation verður sýnt 9. des- ember í Klassíska listdansskólanum Grensásvegi 14 kl. 17 og 19. Aðeins verður um þessar tvær sýningar að ræða. Öskur innra með mér Morgunblaðið/Ásdís Einangrun Verkið er samið sérstaklega fyrir Guðrúnu Óskarsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.