Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 39 ar ekki n 1970 og þá lágar ki á fyrr n ein- u. Búist rnir þessum að dregst ernig TR ína er að sóknum í t.d. að ð lækna- Þá höfum manna- ildum og sum fag- Lillý. yldu okk- tarfa . erfisins, rð um jónustu, jist ör- i dir mik- stofnun a þá sem fnt sem þess. Að- spurður segir hann hins vegar að þingmenn, sem móti starfsum- hverfi Tryggingastofnunar með lagasetningu, leiti sjaldan til stofnunarinnar eftir upplýsingum. „Oft segja menn að almanna- tryggingar séu svo flóknar og þess vegna fælast þeir um- ræðuna. Að okkar mati er kerfið í raun ekki flókið, en tekjutenging- arnar gera kerfið ekki eins gegn- sætt og það gæti verið.“ Karl Steinar segir að þótt kerfi almannatrygginga hér á landi sé á ýmsan hátt svipað kerfinu á öðrum Norðurlöndum séu aðrir drættir ólíkir. Stærsti munurinn á íslenska kerfinu og öðrum sé hversu tekjutenging sé ríkjandi hér, þ.e. greiðslur almannatrygg- inga skerðist í hlutfalli við tekjur einstaklinga. „Grunnlífeyrir var eitt sinn miklu hærri hlutfallslega en hann er núna. Árið 1991 voru neyðartímar í efnahagslífi þjóð- arinnar og ég tók þátt í því sem þingmaður að tekjutengja grunn- lífeyrinn. Það var neyðarúrræði og því miður hefur aldrei verið snúið af þeirri braut. Þá má líka nefna, að hér á landi tíðkast að skerða greiðslur vegna tekna maka, en það gerist ekki annars staðar nema í miklu minni mæli.“ Greiðir bæði of og van Tryggingastofnun hefur verið gagnrýnd harðlega vegna árlegr- ar endurkröfu á hendur fólki, sem hefur haft hærri tekjur en það áætlaði. Sigríður Lillý bendir á að þótt Tryggingastofnun hafi þurft að endurkrefja fólk um milljarð vegna ársins 2003 hafi einnig komið í ljós að einn milljarður hafi verið vangreiddur. Árið 2004 voru ríflega 800 milljónir van- greiddar og í síðasta uppgjöri, fyrir 2005, kom fram að rúmlega 700 milljónir höfðu verið van- greiddar það ár. „Ýmsir sem áttu rétt á greiðslum höfðu ekki fengið þær þar sem okkur höfðu ekki borist réttar upplýsingar. Sá hluti vill gjarnan gleymast í um- ræðunni. Endurreikningar eru því mikilvægir til að fólk fái notið réttar síns til lífeyris.“ Karl Steinar segir afar mik- ilvægt að fólk geri sér grein fyrir þeirri grunnhugmynd, sem býr að baki almannatryggingakerfinu. Þjóðin þurfi að vera sátt, því ann- ars sé hætta á að stoðir þessa mikilvæga kerfis fúni. g frá afar Morgunblaðið/Sverrir starfsemi, sem snertir líf allra Íslendinga Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR í hermálum eru efins um að hægt verði að kalla þorra bandarísku hermannanna í Írak heim á fyrsta fjórðungi ársins 2008 eins og lagt er til í skýrslu nefndar beggja flokkanna á Banda- ríkjaþingi. Tillögur sem hljóma vel í Wash- ington geta reynst óframkvæman- legar í Bagdad þegar blákaldur veruleikinn gerir strik í reikninginn. Í skýrslu Íraksnefndar Banda- ríkjaþings er lagt til að þjálfun íraskra her- og lögreglumanna verði hraðað til að írösku öryggissveitirn- ar geti tekið við hlutverki banda- rískra bardagasveita sem fyrst. Nefndin leggur síðan til að bardaga- sveitirnar verði kallaðar heim fyrir apríl árið 2008. Bandarískir sérfræðingar í her- málum eru efins um að her- og lög- reglusveitir Íraks geti komið á friði í landinu og afstýrt allsherjar borg- arastyrjöld án aðstoðar bardaga- sveita Bandaríkjahers. „Við erum þremur til fimm árum frá því að Írakar komist nálægt því að byggja upp her sem stendur á eigin fótum,“ hafði fréttastofan AFP eftir Ed O’Connell, sérfræðingi hjá Rand Corporation, hugveitu sem tengist bandaríska flughernum. Íraksnefndin bendir á að árang- urinn af tveggja ára þjálfun íraskra her- og lögreglumanna er langt frá því að vera góður. Nefndin segir að íraska hernum sé illa stjórnað, hann sé illa vopnum búinn og erfiðlega hafi gengið að manna hersveitirnar. „Mikilvægum spurningum er enn ósvarað um hollustuna og skipt- inguna innan hersins eftir þjóð- flokkum og trúarhópum – einkum um hvort hersveitirnar séu tilbúnar að annast verkefni í þágu þjóðarinn- ar allrar í stað þess að þjóna hags- munum eigin þjóðflokks eða trúar- hóps,“ segir í skýrslunni. Ástandið á írösku lögreglunni er jafnvel enn verra: „Íraska lögreglan getur ekki stemmt stigu við glæpum og lögreglumenn taka iðulega þátt í ofbeldi trúarhópanna, meðal annars með því að handtaka súnní-araba að ástæðulausu, pynta þá eða taka þá af lífi.“ Óttast blóðuga valdabaráttu Við þessar aðstæður er talin mikil hætta á því að heimkvaðning banda- rískra bardagasveita leiði til blóð- ugrar baráttu um völd og yfirráða- svæði milli vopnaðra hópa sjíta, uppreisnarmanna úr röðum súnní- araba og glæpahópa. Rætt hefur verið um þann mögu- leika að fjölga bandarísku hermönn- unum í Írak tímabundið til að reyna að stemma stigu við ofbeldinu þar til íraski herinn getur tekið við. Yfir- menn Bandaríkjahers hafa þó sagt að ekki sé hægt að halda uppi fjöl- mennari herafla í Írak lengur en í fjóra til sex mánuði. „Ég tel að við þurfum að viður- kenna hreinskilnislega að ástandið verður enn verra ef hermönnunum verður fækkað eins og Íraksnefndin leggur til og ef Íraksher er ekki fær um að axla byrðarnar,“ hafði AFP eftir Larry Diamond, einum af ráð- gjöfum Íraksnefndarinnar. „Á hinn bóginn er einnig hætta á því að Írak haldi áfram að færast nær allsherj- ar borgarastyrjöld ef við höldum bara áfram að gera það sem við höf- um gert og hlífum Írökum við því að axla ábyrgð á eigin öryggi og finna málamiðlunarlausnir á stærstu póli- tísku vandamálunum.“ Loren Thompson, forstöðumaður Lexington-stofnunarinnar, tók í sama streng og sagði að það væri „algerlega óraunhæft“ að ætla að fækka bandarísku hermönnunum í Írak innan fimmtán mánaða. Hætta er á að sprengjutilræðum stórfjölgi í Írak og mannfallið meðal óbreyttra borgara aukist enn verði hersveitirnar kallaðar heim. Íraksnefndin leggur einnig til að Bandaríkjamenn „dragi úr pólitísk- um, hernaðarlegum og efnahagsleg- um stuðningi sínum við Írak ef rík- isstjórnin í Bagdad nær ekki verulegum árangri í þeirri viðleitni að tryggja öryggi landsins“. Anthony Cordesman, sérfræð- ingur hugveitunnar CSIS, hefur gagnrýnt þessa tillögu harðlega. „Eitt af vandamálunum er að eftir að hafa sent naut til að frelsa postú- línsverslun kennum við núna versl- uninni um það að postulínið brotn- aði,“ hafði fréttastofan AP eftir Cordesman. Mikill ágreiningur er milli stjórn- málamanna sjíta, súnní-araba og Kúrda um hvernig koma eigi á friði í landinu. Sjítar í stjórninni hafa hvatt Bandaríkjamenn til að gefa írösku öryggissveitunum „lausan tauminn“ til að þær geti gengið milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum úr röðum súnní-araba. Fulltrúar súnní-araba í stjórninni eru andvíg- ir þessari tillögu og óttast að hún verði til þess að árásum sjíta á sak- lausa súnní-araba fjölgi. Leiðtogar súnní-araba líta svo á að vopnaðir hópar og dauðasveitir sjíta eigi mesta sök á ofbeldinu. For- ystumenn sjíta kenna hins vegar uppreisnarmönnum úr röðum súnní-araba um blóðsúthellingarnar og segja þá tengjast stjórnmála- flokkum súnníta. Hvorug fylkinganna virðist tilbú- in að leysa vopnuðu hópana upp af ótta við að samfélög þeirra verði þá varnarlaus. Og jafnvel þótt stjórn- málamennirnir nái samkomulagi um slíkar ráðstafanir er ekki víst að þeir séu nógu öflugir til að geta leyst vígasveitirnar upp án frekari blóðs- úthellinga. Samið við Írana? The Washington Post lýsti skýrslu Íraksnefndarinnar sem „stefnuyfirlýsingu raunsæismanns- ins“. Blaðið sagði að nefndin hefði „afneitað pólitískum og hernaðar- legum aðferðum Bush-stjórnarinn- ar í Írak“ og stefnu hennar í mál- efnum Mið-Austurlanda. Ekki er víst að Bush samþykki allar tillögur nefndarinnar. Ljóst er þó að hann er undir miklum þrýst- ingi að breyta stefnu sinni, ekki síst frá repúblikönum sem óttast að Íraksmálin verði þeim að falli í for- seta- og þingkosningunum árið 2008. Til að mynda þykir líklegt að Bush samþykki ekki þá tillögu Íraksnefndarinnar að hefja „víð- tækar viðræður“ við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran án nokkurra skil- yrða. Stjórn Bush hefur sakað Sýr- lendinga og Írana um að hafa kynt undir ófriðnum í Írak. Fréttaskýrendur The Wash- ington Post segja að Sýrlendingar og Íranar hafi verið tilbúnir til sam- starfs við Bandaríkjastjórn fyrir nokkrum árum en séu það sennilega ekki lengur nú þegar hún á undir högg að sækja. Líklegt er einnig að Sýrlendingar og Íranar vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð. Sýrlendingar þykja líklegir til að krefjast þess að Bandaríkja- stjórn hætti að beita sér gegn póli- tískum áhrifum þeirra í Líbanon og að þeir endurheimti Gólan-hæðirn- ar í friðarviðræðum við Ísraela. Viðbúið er að klerkastjórnin í Ír- an krefjist tilslakana í deilunni um kjarnorkuáætlun hennar og leggi fast að Bandaríkjastjórn að kalla herlið sitt í Írak heim. Tillagan um viðræður Bandaríkjamanna við sjía- klerkana í Íran er eitur í beinum súnní-múslíma í arabalöndunum, enda gætu þær orðið til þess að póli- tísk áhrif Írana ykjust í Írak. Reuters Vilja breytingar Formenn Íraksnefndarinnar, James Baker (t.v.) og Lee Hamilton (t.h.), á leið til fundar við leiðtoga öldungadeildar Bandaríkjaþings til að kynna tillögur nefndarinnar um breytta stefnu í Íraksmálunum. Efasemdir um tillögur Íraksnefndarinnar Í HNOTSKURN » Íraksnefndin leggur m.a.til að bandarískum leið- beinendum og ráðgjöfum í íröskum her- og lög- reglusveitum verði fjölgað úr 4.000 í allt að 20.000. » Hún leggur til að Írakartaki við stjórn hersins ekki síðar en í apríl nk. og að hann geti staðið á eigin fótum í lok næsta árs. » Lagt er til að efnt verðitil alþjóðlegrar ráðstefnu um frið milli Ísraels og Sýr- lands. Nýr vefur Tryggingastofnunar rík- isins verður tekinn í notkun í dag, föstudag. Hann verður aðgengi- legri en sá sem nú er í notkun og auðveldar skýra myndframsetn- ingu upplýsinga. Á vefnum er hægt að stækka letur, á honum er öflug leitarvél og svo er leitast við að hafa texta skilmerkilegan. Þá býð- ur vefurinn upp á ýmsa möguleika til gagnvirkni. Ætlunin er að fólk geti, þegar fram líða stundir, nálg- ast upplýsingar um sjálft sig, t.d. hversu mikið það hafi greitt í lyfja- kostnað á árinu, eða fengið end- urgreitt í kostnaði. Þannig eigi það auðveldara með að fá upplýsingar um rétt sinn. Tryggingastofnun ríkisins var fyrsta almannatryggingastofnun á Norðurlöndum sem setti upp eigin vef. Hann hefur gagnast ágætlega til upplýsingagjafar, en í tilefni 70 ára afmælisins var ákveðið að end- urhanna hann. Ný vefur TENGLAR ............................................. Vefsíða Tryggingastofnunar er www.tr.is. tjóri nunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.