Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 47 MINNINGAR ✝ Jóhanna Guð-rún Guðmunds- dóttir fæddist í Dalbæ í Hruna- mannahreppi 1. mars 1913. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði að morgni 1. desember síðastlið- ins. Foreldrar henn- ar voru Guðfinna Kolbeinsdóttir, f. í Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi 2. september 1870, d. 20. júlí 1951, og Guðmundur Guðmundsson, f. í Traðarholti í Stokkseyrarhreppi 1. september 1869, d. 16. maí 1942. Systkini Jóhönnu voru: 1) Páll bóndi í Dalbæ, f. 8. september 1899, d. 17. maí 1966, k. Margrét Guðmundsdóttir, f. í Hólakoti í Hrunamannahreppi 7. janúar 1898, d. 4. maí 1988. 2) Jóhann, umsjónarmaður í Gamla bíói, f. 24. september 1900, d. 19. ágúst 1978, k. Steindóra Camilla Guðmunds- dóttir, f. á Sólheimum í Hruna- mannahreppi 7. maí 1905, d. 12. júní 1968. 3) Sigríður, húsfreyja í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi, f. 27. desember 1901, d. 20. júlí 1987, m. Magnús Eiríkur Sigurðs- son, f. í Litla-Nýjabæ í Krýsuvík 1. júlí 1903, d. 16. apríl 1968. 4) Anna húsfreyja í Reykjavík, f. 20. maí 1905, d. 3. janúar 1944, m. Sigurð- ur Ingvarsson, f. á Minna-Hofi í Rang. 14. júlí 1899, d. 8. júlí 1972. 5) Guðrún, húsfreyja í Galtafelli í Hrunamannahreppi, f. 15. nóvem- ber 1906, d. 8. mars 1991, m. Árni Ögmundsson, f. á Bóli í Biskups- tungum 18. apríl 1899, d. 29. ágúst 1985. 6) Magnús bóndi í Dalbæ, f. 15. nóvember 1906, d. 12. maí 1974. 7) Svanborg, húsfreyja í Hellisholtum í Hrunamanna- hreppi, f. 7. júlí 1908, d. 18. ágúst 1981, m. I Aðalsteinn Hall- 1944 (skildu). Börn þeirra eru a) Sigurður Ingi, f. 28. nóvember 1968, og b) Jóhanna Guðrún, f. 28. nóvember 1971, m. Guðbjartur Hafsteinsson, f. 17. maí 1972, dæt- ur þeirra eru Guðrún Helga, Þór- dís Gyða og Herdís Rut. 6) Guð- mundur, f. í Reykjavík 6. desem- ber 1954, k. Rut Jónsdóttir, f. í Grundarfirði 30. ágúst 1957. Börn þeirra eru Eyvindur, f. 16. apríl 1980, k. Vilhelmína Jónsdóttir, f. 20. apríl 1979, Dóttir þeirra Guð- björg, Kolbeinn, f. 25. febrúar 1983, Tómas, f. 23. september 1984, og Klara, f. 10. mars 1990. Jóhanna ólst upp í foreldra- húsum í Dalbæ og naut góðrar skólagöngu á þeirra tíma mæli- kvarða. Fyrir tvítugt fór hún til Reykjavíkur til frekara náms og starfa og bjó þá hjá Önnu systur sinni og hennar manni. Hún lærði m.a. matreiðslu hjá Oddfellow og var í píanónámi. Jóhanna og Os- vald héldu fyrst heimili hjá for- eldrum Osvalds, Sophiu K. Heil- mann og Eyvindi Árnasyni, á Laufásvegi 52 en fluttu árið 1939 í hús sitt á Laufásvegi 60 þar sem þau bjuggu síðan allan sinn bú- skap. Osvald tók við rekstri fyrir- tækis föður síns, Líkkistuvinnu- stofu Eyvindar Árnasonar, sem var til húsa á jarðhæð Laufás- vegar 52. Jóhanna vann lengst af við það jafnframt heimilisrekstri. Osvald féll skyndilega frá á besta aldri og hélt Jóhanna rekstrinum áfram ásamt fjölskyldu sinni og starfsmönnum fyrirtækisins um margra ára skeið. Hún bjó á Lauf- ásveginum þar til heilsu hennar fór að hraka og hún flutti á Hrafn- istu í Hafnarfirði árið 2002. Jóhanna verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í grafreit fjöl- skyldunnar í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu. grímsson, f. í Háholti í Gnúpverjahreppi 29. september 1908, d. 22. maí 1933. m. II Olgeir Guðjónsson, f. í Auðsholti í Hruna- mannahreppi 12. desember 1911, d. 20. apríl 1976. Jóhanna giftist hinn 3. apríl 1937 Os- vald Heilmann Ey- vindssyni, síðar út- fararstjóra, f. í Reykjavík 6. janúar 1904, d. í Reykjavík 12. september 1963. Jóhanna og Osvald eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Sophia Heilmann, f. í Reykjavík 7. maí 1938, m. Einar Kristinsson, f. á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 20. nóvember 1935. Sonur þeirra Magnús Orri, f. 27. apríl 1976, k. Kristín S. Harðardóttir, f. 25. ágúst 1976. 2) Davíð, f. í Reykjavík 27. febrúar 1942, k. Guðný Helgadóttir, f. í Reykjavík 27. nóvember 1954 (skildu). Synir þeirra eru Oswald, f. 6. janúar 1986, og Jón Helgi, f. 26. ágúst 1987. 3) Guðmundur, f. í Reykjavík 27. mars 1945, d. í Reykjavík 15. maí 1947. 4) Anna Guðfinna, f. í Reykjavík 11. sept- ember 1946, m. Þorgrímur Stef- ánsson, f. í Reykjavík 13. júlí 1946 (skildu). Börn þeirra: a) Ósvaldur, f. 6. febrúar 1967, k. Aðalheiður Dröfn Eggertsdóttir, f. 14. júlí 1975. Börn þeirra eru Jökull Máni og Sólbjörg Arna. b) Anna Þor- björg, f. 21. apríl 1969, m. Þór- arinn Guðnason, f. 14. september 1964. Börn þeirra eru Ragnhildur, Þorgrímur, Eiríkur Guðni og Úlf- ur. c) Stefán, f. 12. apríl 1977, k. Rejane Santana Da Silva, f. 17. júní 1978. Sonur þeirra óskírður. 5) Guðrún, f. í Reykjavík 11. febr- úar 1949, m. Sigurður Gunnar Sigurðsson, f. á Selfossi 20. apríl Nú er komið að kveðjustund. Við Jóhanna höfum átt samleið í tæpa þrjá áratugi og í upphafi þeirrar vegferðar gaf hún mér örverpið sitt og eftirlæti, soninn sem ber nafn föður hennar og drengsins sem hún missti svo sviplega tveggja ára að aldri. Aukinheldur tók hún að sér hlutverk tengdamóður af miklum myndarskap og vitnaði þar oft til þess að sjálf hefði hún átt þá bestu tengdamóður sem hægt væri að hugsa sér. Það var heilmikil upplifun að verða hluti af fjölskyldunni á Lauf- ásveginum. Þarna voru aðsópsmikl- ir einstaklingar, mönnum lá oft hátt rómur, annir voru miklar og vinnu- tími gjarnan óhefðbundinn. Heim- ilið var að sumu leyti sveitaheimili í borg – eiginlega hálfgert ættaróðal og þar áttu margir skyldir og óskyldir lengri eða skemmri við- dvöl. Heimili og atvinnurekstur voru samtvinnuð og atvinnurekst- urinn ekki af venjulegra taginu. Jó- hanna hitti marga þá sem nýlega höfðu misst ástvini og sterk og ein- læg trú hennar á líf eftir dauðann hjálpaði henni að takast á við slíkt og verða til hjálpar. Hún var jafn- lynd og afar sterk kona enda búin að reyna margt á langri leið og kunni þá list að skilja hismið frá kjarnanum. Það sem einkenndi Jóhönnu öðru fremur var dugnaður, örlæti og höfðingsskapur. Á Laufásvegi 60 var aldrei tjaldað til einnar nætur í matargerð og skömmtum. Það var sama hvort eitthvert barnanna hafði boðið öllum öskukörlunum í kaffi, eða hvort barnabörnin birtust óvænt með félagana eftir volk í mið- bænum – það var alltaf nóg til og veitt vel. Jafnframt því að vera af- bragðs gestgjafi var hún skemmti- legur og þakklátur gestur sem bætti hverja veislu með glaðværð, frásagnargáfu og mannblendni. Arfleifð Jóhönnu er sú vinnu- semi, myndarskapur og rausn sem ég sé dag hvern birtast í afkom- endum hennar. Ég kveð tengda- móður mína með þökk og virðingu. Rut Jónsdóttir. Það var alltaf gott að koma til ömmu Jóhönnu, þar var alltaf eitt- hvað að fá í gogginn ef maður var soltinn eins og amma sagði. Þegar ég var á leikskólaaldri var ég oft í pössun hjá ömmu og var þá farið í göngu um bæinn, í Kornmarkaðinn eða Bernhöftsbakarí eða bara í búð- ina. Þetta var góður og skemmti- legur tími fyrir lítinn pjakk. Svo liðu árin og amma varð gömul, að henni fannst, en alltaf var samt jafn gaman að koma í heimsókn til henn- ar og heyra hana tala um það sem henni lá á hjarta í hvert skipti. Gull- kornin sem hún sagði á seinni árum eru svo mörg að það er ekki hægt að halda tölu á þeim öllum en þau verða höfð í minningunni og dregin fram þegar ástæða er til í hópi barnabarna hennar sem til þeirra þekkja. Amma var alltaf mikil félagsvera og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig og fá að þjónusta það á jólum og páskum og hvenær sem þurfa þótti. Henni fannst það mikill missir að geta ekki gefið fólki kaffi og með því þegar hún fór á Hrafn- istu en þá kom bara í staðinn meiri félagsskapur sem átti alltaf vel við hana. Elsku amma, þegar við Kristín komum til Íslands í ágúst síðast- liðnum og hittum þig síðast, þá ljómaðir þú öll upp og varst með það alveg á hreinu hver við vorum og hvaðan við vorum að koma þó svo það hafi nú ekki alltaf verið í seinni tíð og þegar við kvöddum þig áður en við fórum aftur til Dan- merkur, sagðir þú: „Svo komið þið um jólin“, en því miður þó við kom- um um jólin þá náum við ekki að hitta þig, elsku amma, en getum huggað okkur við að þú ert komin á betri stað þar sem þú færð áfram að segja gullkornin öðrum sem ekki hafa heyrt þau. Magnús Orri og Kristín. Amma mín, Jóhanna Guðmunds- dóttir, er látin í hárri elli. Amma, sem var fædd á öðrum áratug síð- ustu aldar, var mjög mótuð af því uppeldi sem hún hlaut í foreldra- húsum, yngst í stórum systkina- hópi. Heimasveitin, Dalbær í Hrunamannahreppi, var ömmu ætíð hugleikin. Þangað leitaði oft hugur hennar og þar var umgjörð fjölmargra frásagna ömmu minnar þar sem margt bar á góma svo sem varðveisla matvæla á sumrum, vefnaður á vetrum og leiðbeiningar um meðhöndlun á músétnu fé. Mest þykir mér þó vænt um draum- kenndar frásagnir af skautahlaupi systkinanna á köldum vetrardög- um, ljóðrænar lýsingar á læknis- höndum langafa míns og alvarleik- anum sem fylgdi langömmu minni. Frásagnir ömmu minnar veittu mér ómetanlega nánd við gengnar kyn- slóðir og endurspegluðu um leið gildi sem amma hafði í hávegum: vinnusemi og ósérhlífni, útsjónar- semi, nýtni, gestrisni og höfðings- skap. En amma hleypti heimdrag- anum og Reykjavík millistríðs- áranna varð bakgrunnur frásagna hennar af húsmæðraskólanámi, dunandi dansi á Borginni, kynnum hennar af afa Ósvaldi og inngöngu sveitastúlkunnar í heim reykvískra borgara. Amma bjó eiginmanni sín- um, Ósvaldi Eyvindssyni, og börn- unum þeirra sex fallegt heimili í Þingholtunum og gestrisnin og vinnusemin sem ömmu var í blóð borin fékk nýjan farveg. Laufás- vegur 60 varð ekki einungis um- gjörð utan um stækkandi fjölskyld- una heldur sjálfsagður viðkomu- staður ættingjanna úr sveitinni og miðstöð fjölskyldufyrirtækisins, Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árna- sonar. Í æskuminningum mínum er útfararþjónustan órjúfanlega tengd ömmu minni sem þá var orðin ekkja. Ekki einungis af því hún saumaði öll líkklæðin og sat því oft við saumavélina undir glugganum í svefnherberginu umkringd lérefts- ströngum, tvinnakeflum og hvítum sportsokkum heldur ekki síður fyr- ir það að á heimilið kom fjöldinn all- ur af ókunnu fólki sem amma tók á móti af mikilli virðingu. Þá bar okk- ur barnabörnum að draga okkur í hlé en syrgjendum var boðið til stofu þar sem amma tók greitt fyrir veitta þjónustu. Auðvitað hringdi síminn stöðugt og um árabil ráku amma og Davíð móðurbróðir minn saman þetta fjölskyldufyrirtæki af skyldurækni, ósérhlífni og eljusemi og viðhéldu þannig arfleifð langafa míns og langömmu. Á sama hátt lagði amma áherslu á að halda heimilinu áfram í óbreyttri mynd og þannig tryggja að börn hennar og síðar barnabörn fengju á sem bestan hátt að njóta tengsla við ætt sína og uppruna. Á þennan hátt leysti amma mín upp mörk tíma og rúms og tengdi órjúfanlegum böndum það fólk sem henni var kærast. Í dag verður amma mín lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreitnum í Hólavalla- kirkjugarði við hlið afa míns sem ég aldrei þekkti – en þekkti þó svo vel. Sem barn lék ég mér við þetta leiði á meðan amma plantaði blómum, vökvaði og hreinsaði arfann og spjallaði við mig um lífið og til- veruna. Hún sagði mér sögur af fólkinu sínu og miðlaði um leið lífs- skoðunum sínum. Ég fékk óáreitt að hlaupa um stígana og klifra á veggjum en lærði um leið hvar ekki mátti stíga niður fæti og hvenær eigin langanir vógu léttar en skyld- an og ræktarsemin gagnvart þeim sem á undan voru. Elsku amma mín, góður guð blessi þig og varð- veiti. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir. Í dag fylgjum við systkinin ömmu okkar til grafar. Við minnumst hennar sem líflegrar og skemmti- legrar konu sem tók ávallt vel á móti okkur krökkunum. Hún amma hafði skemmtilegan húmor og það var alltaf gaman að vera í kringum hana. Frásagnir hennar voru lifandi og sannfærandi og lá hún sjaldnast á skoðunum sínum. Hún amma hafði ávallt svör á reiðum höndum og voru tilsvör hennar hnyttin og óútreiknanleg. Æðimargar sögurn- ar hefur amma sagt okkur í gegn- um tíðina, bæði skemmtisögur og dæmisögur sem hafa verið okkur gott veganesti í lífinu. Amma sá ein um myndarheimili í áratugi. Það fékk enginn að fara svangur frá Laufásvegi 60 – ekki einu sinni smáfuglarnir sem gátu vart hafið sig á loft sökum ofeldis. Amma var líka mikil selskapsdama og þótti gaman að fara í heimsóknir til ættingja og vinkvenna. Það var gaman að fá ömmu í heimsókn og hafði hún jafnan á orði að maturinn væri besti matur sem hún hefði bragðað. Þótt amma hafi yfirgefið þennan heim vitum við að hún er komin á góðan stað og er eflaust hrókur alls fagnaðar þar eins og hún var hér meðan hún lifði. Eyvindur, Kolbeinn, Tómas og Klara. Það var snemmsumars 1940 að fjölskylda mín flutti frá Vest- mannaeyjum. Við sigldum með litlu olíuskipi frá Eyjum og stigum á land á bryggju olíufélagsins Skelj- ungs í Skerjafirði. Þangað var kom- inn Ósvald móðurbróðir minn að fara með okkur í drossíunni sinni, upp á Laufásveg 52, þar sem amma Soffía og afi Eyvindur bjuggu. Sjálfur bjó Ósvald ásamt konu sinni, Jóhönnu Guðmundsdóttur, á Laufásvegi 60. Þá áttu þau eina dóttur barna, Soffíu. Afi og Ósvald ráku þá líkkistuvinnustofu og útfar- arþjónustu á Laufásveg 52. Þarna sá ég Jóhönnu fyrst. Öll stríðsárin og fyrstu árin eftir stríð var talsverður samgangur í fjölskyldunni. Jóhanna féll mjög vel inn í fjölskylduna. Hún var ættuð frá myndarheimilinu Dalbæ í Hrunamannahreppi. Við vorum mörg, börnin í fjölskyldunni, sem nutum þess að mega fara í bíl með Ósvaldi og Jóhönnu og heimsækja æskuheimili hennar í Dalbæ. Það eru góðar minningar, sem við eig- um frá þeim ferðum. Á stríðsárun- um voru haldin jólaboð til skiptis innan fjölskyldunnar. Sérstaklega er mér minnisstætt eitt jólaboð hjá Jóhönnu og Ósvaldi. Líklega voru það jólin 1940. Í eftirrétt hafði Jó- hanna búið til ís. Var hann sóttur niður í kjallara, þar sem við tókum upp sívalan málmhólk, sem settur var í bala, sem var fullur af ís. Þetta var nýnæmi og þótti okkur krökk- unum þetta ákaflega gott. Það skiptust á skin og skúrir í lífi Jó- hönnu. Þau hjónin urðu fyrir þeirri djúpu sorg að missa Guðmund, son sinn, barnungan í bílslysi beint fyr- ir framan hús sitt. En Jóhanna og Ósvald eignuðust fleiri börn. Auk Soffíu eignuðust þau Davíð, Guð- mund, d. 1947, Önnu, Guðrúnu og Guðmund. Mann sinn missti Jó- hanna 1963, en þá var Ósvald að- eins sextugur að aldri. Jóhanna var því ekkja í 43 ár. Jóhanna var frekar hávaxin og myndarleg kona, hafði rólegt fas og nokkuð hláturmild, ef því var að skipta. Það var ávallt gaman að heimsækja hana og spjalla. Síðustu árin dvaldi hún á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Jóhanna er sú síðasta af eldri kynslóðinni í okkar ætt, sem kveð- ur. Hún hafði um nokkur síðustu ár átt við vanheilsu að stríða. Hún bar þrautir sínar með æðruleysi. Hvíld- in nú hefur því verið kærkomin og víst er að fólkið hennar hefur tekið á móti henni opnum örmum. Það er með mikilli þökk og sökn- uði, sem Jóhanna er kvödd. Blessuð sé minning hennar. Gottfreð Árnason. Að liðnum ævidögum Jóhönnu Guðmundsdóttur er efst í huga stolt yfir því að hafa átt í frændgarðinum slíka öðlingskonu, sem átti engan sinn líka. Við kveðjustund frænk- unnar, sem var þó ekki síður hin besta vinkona og tryggðatröll í til- verunni alla ævi, gefst tilefni til upprifjunar góðra minninga. Hana einkenndi höfðingsskapur á alla lund sem lýsti sér ekki síst í því hve vel hún tók á móti fólki og því var gott hana heim að sækja. Hvenær sem var sólarhrings og árstíma var heimili hennar opið eins og hótel fyrir ættingjana og vinina að austan. Og örugglega besta hótel bæjarins með glæsileg- asta gestgjafann. Alltaf var gest- unum tekið opnum örmum með gleðibragði og þeir látnir finna að þeir væru sannarlega aufúsugestir. Og strax leiddir að veisluborði þar sem lagt var fallega á borð það besta sem til var. Svo var sest við spjall og spurningar um hvernig ættingjarnir hefðu það, enda áhugi hennar á lífi þeirra og afkomu ein- lægur, og einatt fylgdi ósk um vel- farnað til þeirra sem minna máttu sín eða fóru villir vega. Þó að hún væri stolt af sínum uppruna var al- veg viðurkennt að ekki væru nú all- ir fullkomnir í ættinni og ekki síður haft gaman af undarlegum og mis- virðulegum uppátækjum en ein- hverjum frægðarverkum. Oft var lengi setið að spjalli sem kryddað var hennar glaða og uppörvandi hlátri – og þá stundum slegið sér á lær. Kynslóðabil var ekki til í híbýlum Jóhönnu og öllum tekið sem jafn- ingjum. Til lengri eða skemmri tíma dvöldu og/eða leigðu hjá henni ættingjar og vinir að austan í ýms- um erindagjörðum. Allt frá fyrstu búskaparárum til enda tók hún á móti systkinum sínum, systkina- börnum og svo börnum systkina- barna sinna, sem þurftu samastað í höfuðborginni. Henni þótti „nú ekki leiðinlegt að láta kellurnar í götunni sjá til sín vera að kveðja og kyssa þessa líka fjallmyndarlegu karl- menn, unga sem aldna, á tröppun- um hjá sér bæði seint og snemma“. Svona fórust henni orð í síðustu heimsókninni til hennar á Hrafnistu þar sem móttökur voru góðar sem fyrr: „Ertu komin, elsku Svava mín“ – Og eflaust mun hún áfram taka vel á móti þeim sem á eftir henni koma. Elsku Jóhanna frænka, þú varst einstök manneskja, og besti vinur sem hægt var að eignast – og líka sá skemmtilegasti. Innilegar þakkir fyrir samfylgd- ina í gegnum lífið, vináttuna og gleðistundirnar. Svava Pálsdóttir og fjölskylda hennar. Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.