Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 27 MENNING Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Fyrir jólin Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is A T A R N A / S T ÍN A M . / F ÍT SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar 21. aldarinnar LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL. 17.00 Hljómsveitarstjóri ::: Jonas Alber Einsöngvari ::: Denyce Graves hátíðartónleikar í háskólabíói Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi söngstjarna heims um þessar mundir og því mikið fagnaðarefni að hún skuli koma fram á tvennum tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og spennandi, enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi. Söngstjarna Afskræmd „Sendi skjálftabylgjur um þjóðfélagið“ - Guardian „Rauf ævafornan þagnarmúr ... í Sádi-Arabíu.“ - Sunday Times MÁL RANIU AL-BAZ HAFÐI VÍÐTÆK ÁHRIF Í HEIMA- LANDI HENNAR: Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is TILNEFNINGAR til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru til- kynntar í gærkvöldi í beinni út- sendingu í Kastljósi Sjónvarpsins. Að vanda voru tíu bækur til- nefndar, fimm í flokki fag- urbókmennta og fimm úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Ú fyrrnefnda flokknum voru til- nefndar eftirfarandi bækur: Tryggðarpantur eftur Auði Jóns- dóttur, Sendiherrann eftir Braga Ólafsson, Guðlausir menn – hug- leiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal, Fyrir kvölddyrum eftir Hannes Pétursson og Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Edda – útgáfa gefur út allar bæk- urnar utan bók Ingunnar, sem Bjartur gefur út. Í flokki fræðirita og bóka al- menns efnis eru tilnefndar bæk- urnar Draumalandið. Sjálfshjálpar- bók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ Magnason, Íslenskir hellar eft- ir Björn Hróarsson, Óvinir ríkisins. Byltingarsinnar, ógnir og innra ör- yggi í Kalda stríðinu á Íslandi eftir Guðna Th. Jóhannesson, Skáldalíf. Ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri eftir Halldór Guð- mundsson og Upp á sigurhæðir eft- ir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur. Edda – útgáfa gefur út þrjár fyrstnefndu bækurnar en JPV út- gáfa tvær þær síðastnefndu. Edda – útgáfa gefur því út sjö af tíu tilefndum bókum, JPV útgáfa tvær og Bjartur eina. Valið úr 67 verkum Útgefendur lögðu alls fram 67 bækur til verðlaunanna, 43 bækur í flokki fagurbókmennta og 24 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Þriggja manna dómnefndir völdu svo fimm bækur í hvorum flokki. Nefndina sem valdi verk úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis skipuðu Sigríður Þorgeirsdóttir, formaður, Gunnar Helgi Kristins- son og Stefán Pálsson. Nefndina sem tilnefndi verk úr flokki fag- urbókmennta skipuðu þau Kristján Kristjánsson, formaður, Sigríður Matthíasdóttir og Einar Falur Ing- ólfsson. Þriggja manna lokadómnefnd tekur nú við og velur eina bók úr hvorum fimm bóka flokki. Forseti Íslands afhendir verðlaunin í byrj- un næsta árs og hann skipar for- mann lokadómnefndar. Hann hefur þegar skipað Stefán Baldursson. Með Stefáni í lokadómnefnd sitja formenn dómnefndanna tveggja, þau Sigríður Þorgeirsdóttir og Kristján Kristjánsson. Fjórir fyrrverandi verðlaunahafar tilnefndir Að sögn Benedikts Kristjáns- sonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda, hafa Ís- lensku bókmenntaverðlaunin verið veitt árlega frá árinu 1989. „Verðlaunin voru stofnuð í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda,“ sagði hann. Fyrsta árið voru aðeins veitt ein verðlaun en næsta ár, 1990, var til- nefningum skipt niður í fagurbók- menntir annars vegar og fræðibæk- ur, handbækur og bækur almenns efnis hins vegar. Verðlaunin voru 500 þúsund krónur í hvorum flokki. Árið 2000 voru verðlaunin hækkuð í 750 þúsund krónur í hvorum flokki. Tilgangurinn með verðlaunaveit- ingunni er að styrkja stöðu frum- saminna íslenskra bóka, efla vand- aða bókaútgáfu, auka umfjöllun um bókmenntir í fjölmiðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bókmenntir, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Fjórir af þeim höfundum sem til- nefndir eru nú hafa áður hlotið verðlaunin, en það eru þau Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Halldór Guðmundsson og Hannes Pétursson. Sem fyrr segir verður tilkynnt hverjir hljóta Íslensku bókmennta- verðlaunin í janúar á nýju ári. Verðlaunin veitt í átjánda sinn í janúar Edda – útgáfa gefur út sjö af tíu tilnefndum bókum Andri Snær Magnason Bókmenntir | Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverð- launanna kunngjörðar í gærkvöldi Auður Jónsdóttir Bragi Ólafsson Ingunn Snædal Ólafur Jóhann Ólafsson Hannes Pétursson Björn Hróarsson Guðni Th. Jóhannesson Halldór Guðmundsson Þórunn Erlu Valdimarsdóttir Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg HLJÓMSVEITIN Ghostigital treð- ur upp í versluninni Liborius á morgun, laugardag. Fyrr á árinu kom út plata þeirra, In Cod We Trust, sem kemur út víða um heim í mars á næsta ári. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17 og standa yfir í rúman hálf- tíma. Aðgangur er ókeypis, ekkert aldurstakmark og allir hjartanlega velkomnir. Ghostigital í Liborius Ghostdigital Einar Örn og Curver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.