Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristinn Guð-mundsson fædd- ist í Vogatungu í Leirársveit 10. ágúst 1941. Hann andaðist á heimili sínu 27. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson frá Sigurðsstöðum á Akranesi og Ólöf Guðjónsdóttir frá Vogatungu í Leir- ársveit. Kristinn á sjö systkini, þau eru: Böðvar, f. 30. desember 1933, maki Hrefna Aðalsteinsdóttir, Guð- mundur, f. 17. febrúar 1935, maki Gunnþórunn Aðalsteinsdóttir, Una, f. 15. mars 1938, maki Svanur Geir- Helgi, f. 12. febrúar 1972. Móðir Lilja Friðriksdóttir. Maki Ruth Jakobsdóttir. Börn Rúnars og And- reu G. Gunnlaugsdóttur eru Agnes Sara, f. 11. ágúst 1989, og Kristinn Þeyr, f. 28. apríl 1993. 2) Petra Kristín, f. 16. apríl 1975, maki Ein- ar G. Þorsteinsson, börn þeirra eru Þorsteinn Björn, f. 28. júní 1996, Ólöf Sigurlína, f. 12. maí 1999, og Sigríður Ingibjörg, f. 20. júní 2002. 3) Guðmundur Kristinn, f. 26. mars 1977, maki Kristín Brynja Gúst- afsdóttir. 4) Guðlaugur Guðjón, f. 18. janúar 1982, maki Sylvía Clot- hier Rúdolfsdóttir, sonur þeirra er Theodór, f. 8. febrúar 2006. Kristinn starfaði bæði til sjós og lands. Frá árinu 1996 var Kristinn bílstjóri hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Útför Kristins verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Akraneskirkjugarði. dal, Halla, f. 15. mars 1938, maki Baldur Ólafsson, Kristín, f. 10. ágúst 1941, maki Magnús Þ. Pétursson, Guðjón, f. 24. ágúst 1945, maki Margrét A. Guðmundsdóttir, og Dóra, f. 24. júlí 1952, maki Ólafur Grétar Ólafsson. Kristinn kvæntist hinn 7. desember 1974 Kirstínu Bene- diktsdóttur frá Víði- gerði í Reykholtsdal, f. 31. maí 1952, dóttur hjónanna Benedikts Guðlaugssonar garð- yrkjumanns og Petru Kristine Guð- laugsson. Börn Kristins eru: 1) Rúnar Okkur finnst svo ótrúlegt til þess að hugsa að hann pabbi/tengdapabbi skuli vera farinn. Hann sem alltaf var svo hress og kátur og ekkert beit á. En þetta er staðreynd, hjá því verður ekki komist. Undanfarna daga höfum við verið að rifja upp all- ar skemmtilegu minningarnar um hann pabba. Mér, dóttur hans, er minnisstæðast hvað hann hafði gam- an af því að gera at í fólki og æsa menn upp. Hann átti það til að koma þar sem menn sátu saman hvort sem það var á dekkjaverkstæðinu eða rakarastofunni og byrja að tala um pólitík og þá passaði hann sig alltaf á að vera á öndverðum meiði við hina og svo þegar hann var búinn að gera allt vitlaust lét hann sig hverfa á braut. Pabbi var mikill söngmaður og fannst alveg ómissandi að syngja með lögunum í útvarpinu og ef hann mundi ekki textann skáldaði hann bara texta í staðinn. Hann átti það líka til að fara að dansa í stofunni heima við eitthvert lagið og valdi mig þá stundum til að dansa við sig, sér- staklega af því að ég varð alltaf eins og tuskudúkka í höndunum á honum til komast hjá því að dansa. Ég man líka eftir því þegar ég var í grunn- skóla. Þá fékk ég vitnisburð heim með mér eftir einn kennarann, þar sem hann sagði mig hafa ljúfmann- lega framkomu. Eftir þetta kallaði pabbi mig alltaf „Ljúfu litlu“ mér til mismikillar ánægu. Eins og gengur og gerist þurfti hann oft að skutla manni eitt og annað og átti hann það þá til að veifa til allra sem ég veifaði til eða hækka í útvarpinu í bílnum í botn og opna alla glugga. Þannig að allir sem við keyrðum fram hjá litu við. Þetta vakti ekki mikla kátínu hjá dóttur hans. Núna, seinni árin eftir að ég og maðurinn minn fórum að búa saman, áttum við Hauk í horni þar sem pabbi var því alltaf reyndi hann eftir bestu getu að hjálpa til. Hvort sem það var við heyskap, smíðar, barna- pössun eða reddingar í Reykjavík. Honum fannst það alveg óskaplega skemmtilegt ef hann fékk að rúnta um á gamla „Nallanum“ hvort sem það var í heyskap eða við skítmokst- ur. Það komst enginn annar traktor að, þótt nýrri væru. En þessir tímar eru liðnir og nú er pabbi bara með okkur í huganum og við vitum ef við okkur vantar aðstoð fáum við hana, en með öðrum hætti. Góði Guð, styrktu mömmu í sorg- inni og hjálpaðu okkur öllum í gegn- um þennan erfiða tíma. Ég er sann- færð um að pabbi vakir yfir okkur öllum. Petra og Einar. Elsku besti pabbi minn. Nú sit ég að skrifa minningargrein um þig, eitthvað sem ég átti ekki von á að gera næstum því strax en hlutirnir breytast svo hratt. 6. júní 2006 er dagur sem ég gleymi aldrei, þá sagð- ir þú mér að þú værir með ólæknandi sjúkdóm. En þú með þínu æðruleysi og yfirvegun varst svo langt frá því að gefast upp. Samband okkar var alltaf mjög gott. Eftir að ég flutti að heiman heyrðumst við í síma nánast daglega og reyndum að hittast við öll tæki- færi. Þá ræddum við yfirleitt síðasta United-leik og þegar illa gekk hjá þeim spöruðum við ekki lýsingarorð- in. Það sem stendur upp úr er þegar ég, þú og Gulli bróðir fórum á Man. Utd–Fulham hinn 18. ágúst síðast- liðinn. Við vorum oft búnir að tala um að fara á leik og svo varð úr því núna í haust þegar við systkinin gáfum þér ferðina út til Englands, í 65 ára af- mælisgjöf. Hjálpsemi, dugnaður og góður pabbi eru orð sem lýsa þér best. Þú byrjaðir aldrei á neinu nema að klára það. Ég man þegar þú komst suður til okkar Kristínar í sumar til þess að setja parketlistana á gólfið. Það lá ekkert á því að setja þá á en þú vildir klára verkið á einum degi. Þótt þú hafir varla getað gengið í 3 daga á eftir fyrir strengjum var aðalmálið að við kláruðum þetta á þeim tíma sem þú ætlaðir þér. Elsku pabbi, í eina skiptið á ævinni ákvaðstu að gefa eftir og svara kalli guðs sem sóttist svo hart eftir að fá þig til sín. Takk fyrir allt, elsku besti pabbi, sofðu rótt. Kveðja, þinn Gummi, Guðmundur Kristinn. Elsku pabbi minn, í hvert skipti sem ég kem heim til ykkar mömmu vona ég að þú sitjir við eldhúsborðið eins og þú gerðir oft eftir vinnu með kaffi og sígarettu. En í dag verð ég að notast við myndir í huganum og í hjartanu. Ef ég ætti eina ósk myndi ég óska þess að þú hefðir getað séð litla strákinn minn stækka og tekið hann með í ferðir á vörubílnum þín- um. Ég mun alltaf elska þig pabbi. Guðlaugur. Elsku Kiddi minn, nú ertu farinn frá okkur og þó að ég viti að þú ert á góðum stað er svo erfitt að kveðja. Mér finnst eins og tíminn hafi bara flogið áfram og ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var stutt í kveðjustundina. Það eru ekki mörg ár síðan ég kynntist Gulla og kom í fjölskylduna ykkar, þú tókst svo vel á móti mér að mér fannst ég strax verða hluti af ykkur. Ég man eftir því þegar ég hitti þig og Stínu fyrst, ég var svo stressuð en þið voruð svo afslöppuð og róleg og byrjuðuð bara að spjalla um lífið og tilveruna. Það var svo notalegt að sitja við eldhúsborðið og ræða málin eins og við gerðum svo oft. Þú hafðir alltaf svo skemmtilegar sögur að segja, enda búinn að lenda í mörgu og upplifa margt. Ég er ekki frá því að ég hafi heyrt sumar sög- urnar oftar en einu sinni en það var samt alltaf jafn gaman að heyra þig segja frá því sem þú gerðir þegar að þú varst yngri. Þú varst líka alltaf svo hjálpsamur og þegar okkur Gulla vantaði einhverja hjálp varst þú fyrstur til að mæta á svæðið og gera það sem þurfti að gera, núna hugsa ég um það hvort þú hafir nokkuð vit- að hversu þakklát ég var fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þér fannst vera svo sjálfsagt að gera allt fyrir okkur og meira að segja eftir að þú veiktist varstu að passa hann Theodór fyrir okkur og þér þótti það nú ekki vera mikið mál. Enda varstu svo ótrúlega hrifinn af honum Theo- dóri, og hann af þér og þegar hann sá þig ljómaði hann allur og vildi fara til þín. Þú varst líka svo duglegur að leika og syngja fyrir hann og ég ætla að sjá til þess að hann muni vita hvað afi Kiddi hafi verið góður afi. Ég þakka fyrir að hafa kynnst þér og fengið að hafa þig í lífi mínu og ég mun geyma minningarnar um þig í hjarta mínu. Þín tengdadóttir Sylvía. Kveðja til afa Kidda. Við vissum að þú varst mikið veik- ur en gerðum okkur ekki grein fyrir því að þú gætir dáið. Svo hringdi mamma og þá vissum við það. Hann afi Kiddi er dáinn. Sigríður litla gerir sér ekki grein fyrir því og sagði við mömmu að afi kæmi bara aftur á jól- unum. Ef það væri nú svo einfalt. Ólöf hefur mestar áhyggjur á því að afi fái ekki neinn jólamat. Það finnst henni einna verst. Nú er það heldur ekki lengur í boði að fara smárúnt á sementsbílnum með afa. Eða fara í gönguferð niður að á. Eða hjólreiðat- úr á Akranesi. Nú er heldur enginn afi til að laga bremsurnar á hjólinu hans Þorsteins. Enginn afi sem læt- ur eins og kjáni með tennurnar sín- ar. Eða skutlast til Reykjavíkur til að ná í Þorstein á BSÍ svo hann kom- ist á Akranes. En við erum samt viss um að þú ert hjá okkur öllum og passar upp á okkur. Við munum geyma mynd af þér í hjarta okkar og svo höfum við eina fína mynd af þér í stofunni hjá okkur. Bless bless, elsku afi, og biddu Guð að passa upp á hana ömmu Stínu. Þorsteinn Björn, Ólöf Sigurlína og Sigríður Ingibjörg. Margs er að minnast þegar hugs- að er til baka um hann Kidda en það er komið á fjórða áratug síðan hann kom inn í fjölskyldu okkar. Gaman- semi, húmor og hjálpsemi voru hans einkenni. Þegar Kiddi veiktist fyrst í vor hvarflaði ekki annað að okkur en að hann myndi sigrast á veikindunum. Hann barðist hetjulega með Stínu og börnin sér við hlið. Baráttan var stutt og erfið. Það var mjög ánægju- legt að Kiddi skyldi geta, þrátt fyrir veikindin, farið með sonum sínum á fótboltaleik með uppáhaldsliðinu sínu, Manchester United, í ágúst síð- astliðnum. Það sem kemur upp í hugann eru margar skemmtilegar uppákomur og þá sérstaklega úr sameiginlegum ferðalögum fjölskyldna okkar, bæði hérlendis og erlendis. Eftirminnileg- ast er þó sennilega ferðalagið okkar um Norðurlöndin og Þýskaland. Það var sumarið 1988 sem við fórum með Norrænu með útilegugræjurnar í skottinu eða á toppgrindinni. Fyrir ferðina hafði verið fjárfest í forláta hústjaldi sem rúmaði tvær fjölskyld- ur og var það bústaður okkar alla ferðina. Verkaskiptingin var skýr og var það hlutverk Kidda að sjá um að morgunkaffið væri tilbúið þegar aðr- ir komu á fætur og klikkaði það aldr- ei. Minnistætt er þegar Kiddi tók frá bílastæðið fyrir okkur en einhvers staðar sem við komum var sérlega erfitt að fá stæði. Kiddi fann strax stæði fyrir sinn bíl og kom auga á annað. Það skipti engum togum að hann skellti sér út úr bílnum, lagðist í lausa stæðið og passaði það þangað til við komum! Þetta hefði engum dottið í hug nema Kidda. Það væri efni í heila bók ef skrifa ætti allar skemmtilegu minningarnar. Í ferð- inni naut Kiddi sín sérstaklega í Nor- egi en þar heillaði fjallafegurðin hann mjög. Sérstaklega erum við þakklát fyrir alla hjálpsemina sem við höfum notið góðs af í gegnum tíðina. Kiddi var alltaf boðinn og búinn að gera öðrum greiða ef á þurfti að halda eins og til dæmis þegar átti að mála húsið okk- ar að utan. Þá sagði Kiddi: „Við bara drífum í þessu um helgina“, og það var gert, enda þótti honum ekki ástæða til að tvínóna við hlutina. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Kidda og notið hjálpsemi hans og góðvildar. Við biðjum góðan Guð að varðveita minningu hans og styrkja Stínu og börnin í sorginni. Guðrún, Hannes og Hanna Rósa. Í dag verður Kristinn Guðmunds- son borinn til grafar. Kiddi í Tjörn, eins og hann var kallaður hjá okkur á Skaganum, lést um aldur fram að- eins 65 ára. Það sem hann taldi vera skrokkskjóður af of mikilli vinnu á síðasta ári, reyndist vera sá sjúk- dómur sem deyddi hann á mjög stuttum tíma. Kiddi ók sements- flutningabíl fyrir Sementsverk- smiðjuna á Akranesi í mörg ár. Okk- ar leiðir lágu saman þegar ég var ráðinn verkstjóri í sementinu. Ég var hræddur með því að bílstjórar væru sérstakur þjóðflokkur sem erf- itt væri að stjórna. Þetta reyndist vera mikið orðum aukið. Þarna voru hinir bestu drengir, stundum smá- baldnir og létu heyra í sér. Ég held að ég halli ekki á neinn minna manna þótt ég segi að fremstur meðal jafn- ingja hafi Kiddi staðið. Hann gat ver- ið baldinn og hann hafði munninn fyrir neðan nefið og hann gat verið stríðnari en kölski. En þegar kom að því að vinna stóðu honum fáir á sporði. Það var alveg sama hvað maður bað hann að framkvæma, hann sagði alltaf já. Öll sú vinna sem hann tók að sér var unnin af vand- virkni og samviskusemi. Það var un- un að sjá hvernig hann fór með þá bíla sem hann hafði undir höndum. Þeim var aldrei lagt að kvöldi óþvegnum og það var ekki liðið að eitthvað væri bilað, það skyldi lagað strax. Það var ekki bara góðlátleg stríðni að hann var oft kallaður yf- irbílstjórinn hjá okkur. Menn báru geysimikla virðingu fyrir mikilli hæfni Kidda og víðtækri reynslu í akstri stórra farartækja við erfið skilyrði um allt land. Stundum hafði ég gaman af því þegar Kiddi var að reyna að vera harðneskjulegur og „kúl“, þá þurfti ekki annað en að spyrja hvað væri að frétta af familí- unni. Þá varð nú heldur breyting á mínum. Það breyttist meira að segja röddin, varð engilblíð og mjúk. Þannig var nú þessi vinur, fólkið hans var honum allt. Ef hann fór um Suðurland varð hann að koma við hjá „stelpunni sinni“, eða að hann varð að athuga með íbúðina hjá Gumma og svo fylgdist hann með því að Gulli stæði sig, einni sagðist hann eiga „einn til“ fyrir norðan. Um tíma sá hún Stína konan hans Kidda um þrif hjá okkur, stundum tók Kiddi vaktina fyrir sína og skúr- aði og þreif. Ég var einhverju sinni að stríða honum vegna skúringanna og sagði að annaðhvort væri hann hræddur við Stínu eða þætti rosa- lega vænt um hana. Svarið var Kidda líkt, „ég er ekki hræddur við neitt“, svo eftir stóð hinn kosturinn. Við vinnufélagarnir vonuðum í lengstu lög að hann kæmist yfir þessi erfiðu veikindi en sú varð ekki raun- in, hjá okkur er skarð fyrir skildi og söknuður. Stína mín og allt fólkið hans Kidda, meiri er ykkar missir og söknuður. Um leið og ég þakka Kidda samstarfið og vinskap, vona ég að almættið létti ykkur sorgina í minningunni um góðan dreng. Þórður Árnason. Um 10 ára skeið starfaði Kristinn Guðmundsson hjá fyrirtækinu Óskar Jónsson og Co á Dalvík, við vöru- flutninga milli Dalvíkur og Reykja- víkur. Eins og þá var títt, var hann á heimili okkar og varð um tíma eins og einn af fjölskyldunni. Kiddi, eins og við ávallt kölluðum hann var harð- duglegur, mjög góður bílstjóri og farsæll í starfi. Hann hugsaði sér- staklega vel um bílana og þegar hann átti frístundir tók hann sig til og þreif og bónaði þessi stóru farartæki því ekki var eins auðvelt að halda bíl- unum hreinum þá og nú þar sem flestir vegir voru malarvegir. Kiddi hafði alla þá eiginleika sem góður bíl- stjóri þarf að hafa. Hann þekkti vel tækin sem hann vann á, var stál- minnugur og fljótur að tileinka sér hlutina. Hann var ætíð hress og kát- ur, barngóður og hjálpsamur og allt- af gott að leita til hans. Hann naut þess að aka góðum bíl- um og það var óhætt að treysta hon- um fyrir þeim. Kynni okkar við Kidda vöruðu í um 40 ár og var hann alltaf jafn áhugasamur með að fylgjast með líð- an okkar. Fyrir allt þetta og margt fleira viljum við þakka að lokum og votta Kristínu, Rúnari, Petru, Guðmundi og Guðlaugi og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Guð veri með ykkur öllum. Óskar Jónsson og fjölskylda, Dalvík. Í dag kveðjum við elskulegan frænda okkar Kristin Guðmundsson sem við kölluðum alltaf Kidda. Þótt ekki hafi verið mikill samgangur okkar á milli höfum við alltaf vitað í hjarta okkar að við ættum stuðning hans vísan ef á þyrftum að halda og okkur hefur alltaf þótt afskaplega vænt um hann Kidda. Hann er sá fyrsti af stórum systkinahóp sem yf- irgefur þetta líf og það gerðist alltof snemma. Hann var aðeins 65 ára og þegar hann veiktist áttum við ekki von á að svona færi. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Elsku Stína, Rúnar Helgi, Petra, Gummi og Gulli, við finnum sárt til með ykkur og vitum að missir ykkar er mikill. Megi minningar um góðan mann ylja ykkar og veita ykkur styrk í sorginni. Margret og Pétur. Kristinn Guðmundsson ✝ Einlægar þakkir til ættingja, vina og allra þeirra sem sýndu okkur ómetanlega vináttu, samúð og hlýhug gegnum veikindi og við andlát og útför ást- kærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, ARNAR STEINARS ÁSBJARNARSONAR. Starfsfólk líknardeildarinnar í Kópavogi fær sérstak- ar þakkir fyrir einstaka umönnun. Kristín Guðjónsdóttir, Ásbjörn Guðmundsson, Þorbjörg Ásbjarnardóttir, J. Óskar Sigurbjörnsson, Margrét Ásbjarnardóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Ásbjörn, Alexander og Þorvaldur Örn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.