Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 53 Nú þegar ævin er öll hjá Þórarni Ólafssyni, föðurbróður mínum, vil ég nota tilefnið til að festa á blað nokkrar endurminningar um merk- an mann. Hann fæddist árið 1908, næstum því er hægt að segja hann hafa verið aldamótamann en þeir sem fengu þá virðingarnafnbót munu fyrst og fremst hafa verið áar okkar sem stóðu að framförum þjóðarinnar, um og upp úr aldamót- unum 1900. En Þórarinn frændi kom í liðið á besta tíma, hann lærði smíðar strax í æsku og réttindi í húsasmíði fékk hann síðar. Strax 1929 er hans getið sem smiðs við íbúðarhúsbyggingu hér í Þistilfirði og fram yfir 1940 var hann að smíða í Þórshöfn eða nærsveitum. Aðallega íbúðarhús en líka fleira, t.d. sundlaug á Þórshöfn, sláturhús á Kópaskeri og samkomuhús á Sval- barði, trúlega ekki tekið mikið fyrir það. Húsið byggt af ungmenna- félaginu hvar Þórarinn var sjálfur öflugur liðsmaður. En á þeim árum, kreppuárunum, voru peningar fáir og erfitt um efniskaup, sem sjá má á sperrunum í umræddu samkomu- húsi. En samtakamátturinn byggði húsið, ekki neitt glæsihús, en vin- sælan samkomustað í 40 ár. Á meðan Þórarinn var ungur og einhleypur hér á æskuslóðum, gat hann sér gott orð fyrir margt, fram- farahug, félagshyggju og dugnað. Hann var t.d. einn af stofnfélögum Sparisjóðs Þórshafnar og lagði þar í stofnfé 300 kr. Þegar flestir lögðu eitt hundrað. Við smíðar og fleira gerðust hlut- ir hjá Þórarni sem mátti kalla smá- slysni og spaugsamir menn héldu til haga. Snemma gekk hann í gegnum þær hremmingar að eiga bíl. Vegir vondir, vélfræðikunnátta lítil og tækið bráðónýtt. Þetta átti að heita vörubíll og notaðist víst eitthvað sem slíkur, þurfti samt stundum að spenna hesta framan í ef brekka var brött. Tvær smásögur vil ég segja af þessum bíl sem ég hygg að séu sannar. Eggert, faðir minn, var farþegi frá Þórshöfn heim í Dal en tækið gekk illa, nánast gafst upp úti á Syðri-Brekknabörðum. Þá fundu bræður það út að mótorinn frísk- aðist ef blásið væri fast niður í bens- íntankinn. Af því að tankurinn var inni í bílnum tókst að aka á leið- arenda með því að farþeginn krypi á gólfinu og blési án afláts í tankopið. Þeir voru í tímahraki því það átti að fara á ball um kvöldið. Eggert sagði svo frá seinna að þetta hefði verið slæm ferð. Hann kominn með ærandi höfuðverk er henni lauk og fráleitt maður til að fara á ball. Í annað sinn kom Þór- arinn á þessum bíl að túnhliðinu í Holti. Þegar til baka skyldi haldið mistókst kveiking en frændi ham- aðist á sveifinni langa lotu án árang- urs. Einhver nærstaddur spurði: Hvað er nú til ráða? Þá gekk Þór- arinn nokkur skref aftur á bak og horfði framan í tækið og mælti fast „Ef ég hefði sleggju.“ Já, oft unnu þeir saman að bygg- ingum bræðurnir Kjartan og Þór- arinn, sá eldri kominn með meist- araréttindi snemma og Þórarinn nemi hans, sem fyrr segir mest við íbúðarhús í heimahéraði en síðar fyrir sunnan. Árið 1961 vann Þór- arinn síðast á Þórshöfn en í Reykja- vík voru verkin fleiri og þar stóð hans hús. Já, fjölskyldufaðirinn á Tunguvegi 10 var meira en venju- legur. Það var hreint og beint kennslustund til hjónabands að vera um stund hjá Þórarni og Guðlaugu. Við frændur í stofu að segja hvor öðrum sögur og fréttir þegar hús- freyjan bar að okkur góðgerðir. Hvert einasta sinn sem Guðlaug kom spratt gamli maðurinn upp úr sófanum og kyssti hana og faðmaði innilega. En þetta var, svo ég veit, ekki óvanalegt en því miður óvana- legt að hjónabönd séu svona ástrík. Það mátti heimfæra upp á Þórarin Ólafsson. „Hver horfði af meiri kurteisi í kvenmannsaugu blíð.“ Þær verða líka blíðar á svip og vo- teygðar gamlar konur á Langanesi þegar þeim eru sagðar fréttir af Þórarni. Með kveðju úr Laxárdal, Stefán Eggertsson. ✝ Gyða WaageÓlafsdóttir fæddist á Auðkúlu við Arnarfjörð 15. apríl 1920. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 28. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ólafur M. Waage, f. 17. maí 1898 í Mýrarhúsum við Arnarfjörð, og Jóna Ágústína Jóns- dóttir, f. 15. nóvem- ber 1882 í Hokins- dal við Arnarfjörð. Gyða átti tvö systkin sammæðra, þau Guðríði Jónu og Skarphéðin. Samfeðra átti hún þrjú systkin, þau Markús, Jensínu og Jóhann. Skarphéðinn og Jóhann eru eftirlifandi af systkinum Gyðu. Gyða ólst upp hjá móður sinni fyrst á Auðkúlu og síðan á Laugarbóli en þegar Gyða var um tíu ára flytjast þær mæðg- ur til Bíldudals. Elín Benediktsdóttir; Valgerður, maki Sigupáll Einarsson (látinn), búsett í Ástralíu; Pálmi, maki Ragnhildur Óskarsdóttir; Gyða, var gift Friðfinni Sigurðssyni, bú- sett í Svíþjóð; og Gunnlaugur, maki Sigríður Svansdóttir, búsett í Ástralíu. Barnabörn eru 25, þar af fimm stjúpbörn. Barnabarna- börn eru 50 og barnabarnabarna- börn tvö. Gyða prjónaði og saumaði mikið á börnin sín. Ragnar var sjómaður alla sína ævi og Gyða var útivinn- andi eftir að börnin komust á legg. Þau hjónin fluttu í Kópavog upp úr 1970 en Ragnar lést 12. desem- ber 1986. Gyða var ætíð trúuð kona og hlustaði mikið á kristilega tónlist. Hún tók undir í fyrirbænum á út- varpsstöðinni Lindinni bæði fyrir sig og aðra. Einnig var hún bók- hneigð kona og las mikið. Gyða verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Árið 1939, þá 19 ára gömul, hóf Gyða búskap með verðandi eiginmanni sínum Ragnari Jóhannssyni frá Jaðri á Bíldudal en þau giftu sig árið 1940. Jóna móðir Gyðu bjó hjá þeim hjónum þar til hún lést árið 1960. Árið 1947 flutti fjöl- skyldan til Grinda- víkur en þá voru börn þeirra orðin fjögur en Gyða átti fyrir son með Sæmundi Kristjáns- syni frá Bíldudal. Í Grindavík bættust önnur fjögur börn í hóp- inn. Það þurfti útsjónarsemi og ráðdeild til að fæða og klæða þennan stóra barnahóp. Börn Gyðu eru: Hafsteinn, maki Ágústa Gísladóttir; Eygló, maki Jörundur Jónsson; Unnur, í sambúð með Ragnari Jóhannessyni; Jóhann, maki Sigríður Waage; Gylfi, maki Elsku móðir mín, hér eftir gengur þú á guðs vegum eftir langa ævi sem nú er lokið. Margs er að minnast og margt að þakka. Það kemur svo oft upp í huga minn er ég flutti í Kópa- voginn með litlu dóttur mína, sem var þá átta ára gömul, hvað þú tókst okkur opnum örmum. Við vorum mikið hjá þér í Hlégerðinu þar sem þú bjóst áfram eftir að pabbi dó, blessuð sé minning hans. Þú varst mér ætíð góð móðir og mín besta vin- kona, ég gat ætíð leitað til þín og tal- að um það sem mér lá helst á hjarta þá stundina. Þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta og ráðholl varstu svo ég fór ætíð létt í lundu er við kvödd- umst. Ég hef margs að minnast frá liðn- um árum, móðir mín, minningarnar lifa. Sofðu rótt, ég kveð þig með sömu ljóðlínum og nöfnu mína og barna- barn, Unni Bettý, sem lést hinn 28. ágúst sl. af slysförum. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, eg fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft eg svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Eg heyri í fjarska villtan vængja þyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stef.) Hinsta kveðja. Þín dóttir, Unnur Ragnarsdóttir. Gyðu Waage – þessari ágætu konu kynntist ég fyrst eftir að ég og dóttir hennar Unnur Ragnarsdóttir áttum samleið og síðar sambúð frá árinu 1995. Eiginmaður Gyðu, Ragnar Jó- hannsson, lést 1982. Þrátt fyrir mikla vinnu að baki, bæði heima fyrir sem og útivinnandi með stóran barnahóp, var ætíð gleði og stutt í fallega brosið hennar er við hittumst, ætíð hress í máli og hafði frá mörgu að segja enda afbragðs vel minnug. Börn og barnabörn báru mikinn hlýhug til hennar og var því oft gest- kvæmt á hennar heimili. Að því kom að heilsu fór að hraka og þá um leið fann hún til óöryggis sem varð til þess að hún flutti af sínu heimili og fór á hjúkrunarheimili, þar sem hún lést 86 ára gömul. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Með söknuði kveð ég þig. Ragnar Jóhann Jóhannesson. Elsku hjartans amma mín. Nú ertu farin héðan og komin á betri stað, laus við þjáningar og bið. Ég hef alltaf reynt að halda góðu sambandi við ömmu Gyðu, hringt oft og komið í heimsókn eins oft og ég hef getað þó svo að ég hafi búið er- lendis í 25 ár. Það hefur verið sérstaklega erfitt að búa svona langt í burtu síðustu árin þegar maður hefur vitað hvað amma var lasin. Amma hefur alltaf verið auka- mamma fyrir mig. Við áttum nú heima á Bjargi í Grindavík hjá afa og ömmu fyrstu ár ævi minnar, svo það er ekkert skrítið að hún amma hafi alltaf verið mér náin, og þegar þau afi fluttu í Kópavog vildi ég helst fara og vera hjá ömmu á hverri helgi. Við amma höfum átt margar góð- ar stundir saman og minningarnar eru margar – sérstaklega frá mínum æskuárum. Amma átti alltaf tíma fyrir mig – hún hafði tíma til að hlusta þegar ég þurfti á því að halda. Við gátum rætt málin og sáum þá oft hlutina frá annarri hlið og svo varð allt einhvern veginn einfaldara eftir að hafa spjallað við ömmu! Þegar amma var flutt í Kópavog kom ég oft í heimsókn. Á sumrin vor- um við oft lengi úti í garði – amma elskaði blóm og hafði gaman af garð- yrkju. Blómin hennar voru alltaf fal- legust, fannst mér. Ég naut þess að fá að hjálpa henni og reyndi lengi að læra öll blómanöfnin sem hún kunni. Stundum settumst við svo á teppi eða í sólstól úti í garði – og bara nut- um lífsins. Amma Gyða var líka mikið fyrir handavinnu. Hún kenndi mér mikið og ég man alltaf hvað hún hafði mikla þolinmæði þegar hún kenndi mér að telja út. Hún gat alltaf, þegar ég þurfti að rekja allt upp aftur og aftur, sagt eitthvað jákvætt – svo ég gæfist ekki upp. Amma sýndi alltaf mikinn áhuga á barnabörnum sínum, barnabarna- börnum og barnabarnabarnabörn- um. Spurði alltaf mikið um strákana mína, systur mínar og fjölskyldur þeirra. Hún hefur alla mína ævi fært mér fréttir af fólkinu okkar. Ætt- ingjar að útskrifast, trúlofa sig, eign- ast börn, gifta sig, láta skíra, ferma eða fara í ferðalög – við erum mörg, en amma var alltaf með þetta á hreinu. Elsku amma mín, ég eins og margir aðrir, vissi að tími þinn á þessari jörðu var að nálgast enda- lokin – en maður er aldrei tilbúinn að taka því þegar þar að kemur – ekki ég allavega! Ég þakka samt Guði fyrir að hafa gefið mér tækifærið til að koma heim og ná því að kveðja þig áður en þú fórst, elsku amma mín. Ég sakna þín, elsku besta amma mín, en ég veit að þér líður vel núna. Þú átt alltaf pláss í hjarta mínu og lifir áfram bæði í huga mínum og hjarta. Hluti af mér fór með þér, amma mín, kvöldið sem Guð tók þig heim. Þín Linda. Nú er elsku amma mín dáin. Hún er eflaust hvíldinni fegin en ég sit eftir og sakna hennar mikið eins og ég veit að fleiri gera. Sakna þess að geta ekki heimsótt hana lengur og spjallað við hana um lífið og til- veruna og heyrt sögur af því þegar hún var að alast upp fyrir vestan. Hjá ömmu fékk ég líka oft fréttir af fólkinu okkar sem hún talaði alltaf um eins og hún hefði verið hjá þeim þótt hún hefði aðeins verið að tala við þau í síma. Fréttir af fjölskyldunni sem er dreifð um landið og heiminn. Ég er rík að hafa fengið að hafa hana svona lengi og á góðar minningar um hana sem ég get yljað mér við um ókomna daga. Ég man eftir að hafa heimsótt hana í Grindavík þó að minningin sé ekki skýr þar sem ég var frekar lítil þegar hún bjó þar. Ég man líka að sem barn fór ég hreykin eitt haustið í skólann í glænýjum buxum og vesti, köflóttu, sem amma hafði saumað á mig. Kleinurnar hennar ömmu voru líka engu líkar og aldrei var skortur á þeim hjá henni og sama hvað ég eða mamma reynd- um að líkja eftir þeim þá komust þær aldrei í hálfkvisti við ömmukleinur. Í Hlégerðinu og Hamraborginni voru stundirnar sem ég man betur eftir og einnig þær sem ég átti með henni þegar hún var komin í Sunnu- hlíð. Þar áttum við saman ófáar stundir þar sem hún sagði mér frá lífi sínu. Sögur af ýmsu sem var henni minnisstætt. Amma sagði mér t.d. frá því þegar hún var lítil og renndi sér á skautum með krökkunum á Bíldudal. Hún talaði einnig oft um hve húsið á Bjargi á Bíldudal var vel búið með rennandi vatn, rafmagn og annan lúxus sem hún svo missti þeg- ar hún flutti til Grindavíkur. Margar fleiri minningar á ég um ömmu, ljúfa konu sem gott var að koma til og alltaf voru dyr hennar opnar fyrir mér og mínum. Í dag horfi ég til baka og þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég kveð þig, elsku amma mín. Þín nafna og barnabarn Sóley Gyða. Hún amma mín Gyða Waage Ólafsdóttir er nú látin. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Hún var fædd 15. apríl 1920 og var því orðin 86 ára gömul. Ég man hversu gaman var að koma í heimsókn til hennar í Hlégerðið. Hún var svona ekta amma, alltaf með nýbakaðar kökur handa okkur og nýja rifsberja- saft sem hún bjó alltaf til úr rifsberj- unum sem hún tíndi úti í garði. Það var svo gaman að leika sér hjá ömmu í stóra garðinum, sérstaklega þegar hún var með veislur. Þá voru allir krakkarnir úti í garði í eltinga- leik. Eftir að afi dó 1986 var hún ein í þessu stóra húsi og hún varð að minnka við sig og flutti í æðislega íbúð í Hamraborginni. Hún amma var svo dugleg í hönd- unum og föndraði mikið og saumaði út og myndirnar eftir hana voru æð- islegar. Á heimili hennar voru mynd- ir uppi um alla veggi eftir hana. Hún flutti svo á elliheimilið í Gull- smára og var þar í nokkur ár og flutt- ist svo á hjúkrunarheimilið Sunnu- hlíð og var þar fram á síðasta dag. Mér leið alltaf svo vel þegar ég var búin að heimsækja hana ömmu. Hún var svo góð og skemmtileg kona. Hún var alltaf með allt á hreinu. Hún átti tæp 90 afkomendur sem búa vítt og dreift um heiminn og hún fylgdist vel með og var með allar fréttir af frændfólkinu þegar ég kom í heim- sókn. Það verður svo skrítið að hringja í pabba og spyrja ekki: „Jæja, hvernig hefur hún amma það? En núna veit ég að hún amma mín hefur það gott og er komin til hans afa sem hún er búin að sakna síðan 1986. Loksins eru þau saman á ný og byrjuð að lifa öðru lífi þarna uppi. En, elsku amma, ég sakna þín svo mikið, ég kveð þig hér með mörgum tárum. Tár í augum, tóm að vakna tregi’ í mínum huga er. Þig ég elska, þín ég sakna, þú átt stað í hjarta mér. Þín nafna Gyða Waage Pálmadóttir. Amma mín var einstök kona, glað- lynd og umhyggjusöm sem sárt er saknað. Margar á ég góðar minningar um hana sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Umhyggja hennar fyrir af- komendum var mikil. Amma fylgdist vel með fjölskyldunni sinni og vissi nákvæmlega hvað var að gerast. Á sínum yngri árum var hún mikið gef- in fyrir hannyrðir og eru ótal stundir sem við áttum saman við útsaum í stofunni í Hlégerði. Mér er minni- stæð mynd sem amma flosaði en það fannst mér mjög merkilegur sauma- skapur og fékk því kennslu hjá henni hvernig það var gert. Ekki má nú gleyma öllum búðarferðunum en amma sagði alltaf þegar ég fór í búð- ina „keyptu nú eitthvað gott handa þér“. Blítt mér kenn að biðja, bænin veitir fró. Indæl bænaiðja eykur frið og ró. Kenndu mér að krjúpa kross þinn, Jesú við. Láttu, Drottinn, drjúpa dýrð í hjarta og frið. (Hellzon, þýð. Björgvin Jörgensson) Elsku amma mín, nú ertu komin til hans afa. Ég þakka þér fyrir sam- veruna. Megi Guð og englarnir passa þig og vaka yfir sálu þinni. Þín Guðrún Elín Björnsdóttir. Gyða Waage Ólafsdóttir ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN OTTÓ BJARNASON frá Böðvarsholti, Ennisbraut 18, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardag- inn 9. desember kl. 13.30 Jarðsett verður frá Ingjaldshólskirkjugarði. Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Gunnar H. Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Jóhann Pétur Guðjónsson, Þórey Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.