Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 55 ✝ Hólmfríður Ás-geirsdóttir fæddist í Valhöll á Fáskrúðsfirði 3. feb. 1923. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 24. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Ásgeir Guðmunds- son, símstöðv- arstjóri á Fáskrúðs- firði, f. 10.5. 1894, d. 30.12. 1985, og Valdís Tryggva- dóttir, f. 12.4. 1899, d. 15.3. 1985. Hólmfríður átti eina systur, Mar- íu, f. 27.3. 1929. Hólmfríður giftist Sverri Jóns- syni, fv. stöðvarstjóri hjá Flug- félagi Íslands, f. 6.3. 1924. Gengu þau í hjónaband 28.2. 1948 og bjuggu í Reykjavík allan sinn bú- skap. Foreldrar Sverris eru Jón B. Helgason kaupmaður, f. 14.10. 1893, d. 20.8. 1984, og Charlotta Albertsdóttir, f. 30.12. 1893, d. 1954. Þau slitu samvistum. Börn þeirra Hildigunnar eru: A) Sverr- ir, grafískur hönnuður, f. 20.12. 1977, maki Berglind Mari Valdi- marsdóttir, f. 18.2. 1981, sonur þeirra er Hrafnkell Huginn, f. 4.2. 2004. B) María, í námi í arkitekt- úr, f. 16.11. 1982. Hólmfríður ólst upp á Fá- skrúðsfirði til 19 ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur að Skúlagötu 56. Hún lauk námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hólmfríður starfaði hjá Hafnar- skrifstofu Reykjavíkur en mestan sinn starfsaldur starfaði hún hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur eða þangað til 1986 er hún lét af störf- um vegna veikinda. Áhugamálin snerust um heim- ilið, hannyrðir og garðinn. Áttu þau hug hennar allan og vann hún að þeim öllum stundum. Síðustu æviárin dvaldist hún á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 19.4. 1947. Börn Hólmfríðar og Sverris eru: 1) Char- lotta Soffía Sverr- isdóttir kennari, f. 16.8. 1950, maki Árni Björnsson, f. 23.2. 1951, þau slitu sam- vistum. Sambýlis- maður hennar er Randver Ármanns- son, f. 16.2. 1945. Börn þeirra Árna eru: A) Valdís versl- unarstjóri, f. 25.12. 1973, maki hennar er Hafsteinn Kristinsson versl- unarstjóri, f. 22.4. 1968, þeirra sonur er Ísak Árni, f. 13.7. 2004. B) Kolbrún Ýr verslunarstjóri, f. 22.4. 1977, maki hennar er Einar Hafsteinsson skipatæknifræð- ingur, f. 8.10. 1977, sonur þeirra er Hafsteinn Einarsson, f. 29.8. 2005. C) Rósa Amelía, í námi, f. 23.2. 1984. 2) Ásgeir Sverrisson flugstjóri, f. 15.11. 1952, maki Hildigunnur Haraldsdóttir, f. 8.6. Þegar ég hitti Bíbí tilvonandi tengdamóður mína í fyrsta sinn var hún glerfín eins og drottning í gyllt- um kjól með vel lagt hár á leið á árshátíð með Sverri. Ég hitti þau aðeins í stiganum, ég á leið inn með Ásgeiri og þau á leið út. Þessi fyrsta sýn varð mótandi, því meðan heilsan entist var Bíbí ávallt eins og drottning til fara, vel til höfð og bar sig vel. Á þessum árum reistu Bíbí og Sverrir sér fallegt heimili í Akraseli. Þar bjuggu þau í mörg ár og undu sér vel í garðinum, enda var hann dásamlegur. Síðustu árin sem heilsa Bíbíar var þokkaleg bjuggu þau í Fornastekk á fallegu heimili og fljótt varð garðurinn prýddur fegurstu rósum og fjöl- breytilegum jurtum. Bíbí var dugnaðarforkur og geymdi stórt skap og mikinn vilja í sínum litla skrokki. Eitt sinn reyndi lögreglan að stöðva hana fyrir of hraðan akstur í morgunsárið, en hún atyrti mennina ungu fyrir að tefja vinnandi fólk á leið til starfa og að sjálfsögðu slapp hún og komst til vinnu í tæka tíð. Stöku sinnum sat ég í með henni á leið í skólann og það var nú ekkert gauf. Þegar ég var komin út úr bílnum við Þrúð- vang var tryllt út götuna til að mæta á réttum tíma. Það var henni mikið áfall þegar sjónin var orðin svo slæm að hún mátti ekki keyra og leit hún á það sem sára frels- issviptingu. Bíbí var mikil húsmóðir og tók svo vel á móti gestum að Sverrir ömmustrákurinn hennar hjólaði oft alla leið úr Vesturbænum í Breið- holtið ásamt vini sínum til að fá eitt- hvað gott í gogginn hjá ömmu. Hún naut þess að gefa þeim að borða sem tóku vel til matarins og alltaf þegar Sverrir og Oddur birtust hungraðir eftir hjólatúrinn bar hún fram krásir fyrir þá. Maja var ekki orðin gömul þegar hún sagðist allt- af fá eitthvað gómsætt hjá ömmu Bíbí. Maja og Rósa eru yngstu ömmubörnin og nutu þess að máta kjóla og skó þegar þær voru hjá afa og ömmu, úrvalið var mikið af fín- ustu ballkjólum og glæsiskóm í öll- um litum. Ömmu Bíbí var umhugað um barnabörnin sín. Fyrir fáeinum vikum þegar ég kom með Hrafnkel Hugin, langömmustrákinn hennar, var hún leið að geta ekki séð hann og séð hvað hann væri líkur hennar fólki. Í frístundum var hún óstöðvandi í hannyrðum meðan sjónin entist, en með árunum tók prjónaskapurinn við og eigum við mæðgur margar peysur sem hún prjónaði um það leyti sem hún var orðin nánast blind. Það eru engar einfaldar upp- skriftir heldur alls kyns útprjón og fínirí þrátt fyrir sjóndepurðina. Síðustu árin sem Bíbí var heima hugsaði Sverrir um hana af mikilli alúð, en það kom að því að hún lenti á spítala og átti ekki afturkvæmt heim. Síðustu árin var hún á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni og naut þar góðrar umönnunar frábærs starfs- fólks. Megi Bíbí hvíla í friði. Ég votta Sverri og öðrum nánustu aðstand- endum mína dýpstu samúð. Hildigunnur Haraldsdóttir. Hólmfríður Ásgeirsdóttir ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDIGUNNAR SVEINSDÓTTUR, Miðleiti, Reykjavík, sem lést föstudaginn 10. nóvember sl. Eygló Guðmundsdóttir, Pálmi Ragnar Pálmason, Björk Guðmundsdóttir, Birgir Páll Jónsson, Sveinn Guðmundsson, Margrét Þórmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar ástkæru GUÐRÚNAR ELSU KRISTJÁNSDÓTTUR, Húnabraut 20, Blönduósi. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar krabba- meinslæknis sem og þess góða starfsfólks Land- spítala háskólasjúkarhúss sem kom að umönnun í veikindum hennar. Kærar þakkir til ykkar allra. Hallbjörn Reynir Kristjánsson, Kristján Þór Hallbjörnsson, Hanna Þórunn Skúladóttir, Margrét Hallbjörnsdóttir, Kristján Kristófersson, Magnús Bergmann Hallbjörnsson, Vigdís Thordersen, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson, Birna Bjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÖRTHU KRISTJÁNSSON, Brúnastekk 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar. Vala Kristjánsson, Pétur H. Snæland, Brynja Kristjánsson, Óskar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR LILLÝJAR STEINGRÍMSDÓTTUR, Þverholti 10, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun. Jón Ísleifsson, Ísleifur Jónsson, Steinunn Stefanía Magnúsdóttir, Svanlaug Jónsdóttir, Ólafur Eggert Júlíusson, Hildur Nanna Jónsdóttir, Sigtryggur Leví Kristófersson, ömmu- og langömmubörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns og föður okkar, SIGURGEIRS HELGASONAR (frá Eskifirði), Hólabraut 1a, Höfn í Hornafirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands, Höfn Horna- firði. Ragnhildur Hafliðadóttir og fjölskylda, Sigríður Sigurgeirsdóttir, Kjartan Sigurgeirsson, Helgi Geir Sigurgeirsson og fjölskyldur. Nú að leiðarlokum eftir tæplega fjörutíu ára kynni kemur svo margt upp í hugann. Ég man hvað mér fannst þú vera broshýr og hugguleg kona og eiga indælan og föngulegan barnahóp sem líka átti til fullt af Þorgerður Halldórsdóttir ✝ Þorgerður Hall-dórsdóttir fædd- ist í Alviðru í Dýra- firði 15. júní 1928. Hún lést 7. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grindavík- urkirkju 18. nóvem- ber. ljúfum brosum eins og þú. Svo var hann Siggi við hliðina á þér og ég hafði alltaf á til- finningunni að þið bættuð hvort annað svo vel upp og væruð mjög samhent. Seinna þegar ég fór að hitta þig oftar fannst mér það allra besta við þig hvað þú varst alltaf hrein og bein án þess að meiða eða særa. Hjá þér fékk ég margar góðar ábendingar sem ekki hafa gleymst enn þann dag í dag og hafa verið mér gott leiðarljós í þeirri viðleitni minni að bæta líf mitt og minna. Þú varst með eindæmum frændrækin og þið Siggi komuð oft til okkar Dodda hér á árum áður. Það var svo sannarlega ekki þín sök að sam- skiptin minnkuðu svo mikið sem raun bar vitni eftir því sem árin liðu. Nú í dag sakna ég þess að hafa ekki gefið mér meiri tíma til að hitta þig og þína meðan tími var til. Þú varst kona sem skildir eftir hjá mér orð og athafnir sem ég minnist með hlýjum huga og miklu þakk- læti. Mér finnst að það að hafa fengið að kynnast þér hafi auðgað líf mitt verulega og skerpt skilning minn á því hvað það er sem skiptir máli í lífinu og hvað það er sem mig sjálfa langar til að mega skilja eftir mig að leiðarlokum. Ég sendi Sigga, börnunum þínum og öllum öðrum í hópnum þínum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi minningarnar um góða konu ylja þeim í framtíðinni. Rúna Knútsdóttir. Fylgdu ljósinu og láttu það vísa þér veginn heim, þá mun eyðing lík- amans ekki verða þér að tjóni. Það er að íklæðast eilífðinni. (Lao-Tse.) Þessi orð koma upp í huga minn þegar ég kveð mína kæru frænku Ásu Hjördísi Þórðardóttur. Ása var ljósgjafi í lífi okkar frænd- Ása Hjördís Þórðardóttir ✝ Ása HjördísÞórðardóttir fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík hinn 6. júní 1933. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi hinn 28. október síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Fossvogskirkju 7. nóvember. systkinanna. Minnist ég sérstaklega hve óþreytandi hún var að prjóna lopafatnað á okkur krakkana. Hún var auk þess hrókur alls fagnaðar og gerði sér far um að kalla fjölskyldumeðlimi til mannfagnaðar, koma mér sérstaklega í hug grillveislurnar í Soga- mýri. Ása var bæði víðles- in og víðförul og miðl- aði af þekkingu sinni og reynslu með sinni sérstöku frá- sagnargáfu. Henni var einstaklega annt um land sitt og þjóð í sögu og samtíð enda hélt hún í heiðri kjörorð ís- lenskra ungmennafélaga: „Íslandi allt“. Ég þakka fyrir allt. Þórður Björnsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.