Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 30
|föstudagur|8. 12. 2006| mbl.is Markmið Ágústu Jó-hannsdóttur um rólegafjölskylduhelgi hefurtilhneigingu til að fara út um þúfur vegna anna í kórstarfi og ýmissa óvæntra uppákoma. Þessi helgi verður til að mynda undirlögð í söng eins og svo margar aðrar. „Dæmigerðar helgar hjá mér eru óskaplega fjölbreytilegar og eig- inlega ekkert dæmigerðar,“ segir hún hlæjandi. „Fasti punkturinn er þó að ég byrja bæði laugardag og sunnudag á því að fara í líkamsrækt. Á sunnudögum kaupi ég svo fullt af góðgæti með morgunkaffinu sem verðlaun fyrir dugnaðinn.“ Hún segist helst vilja hafa helgina á rólegum nótum. „Ég reyni að dúlla eitthvað með fjölskyldunni, vera heima hjá mér á föstudögum eftir vinnu, borða góðan mat og glápa svolítið á sjónvarpið á laugardags- kvöldi. Svo sæki ég og sendist með unglingana þegar þeir eru að koma og fara. Sunnudagarnir eru svolítið heilagir enda finnst mér gott að halda í hefðir. Á sunnudagskvöldum hef ég góðan kvöldmat sem allir eiga að koma í og eftir matinn hefst und- irbúningurinn fyrir vinnuvikuna.“ Ágústa játar þó að helgarnar séu oft á tíðum allt annað er rólegar enda syngur hún í kvennakórnum Vox feminae sem iðulega er með eitthvað á prjónunum um helgar. „Við rekum okkur og húsnæði sem við eigum sjálfar og þurfum því að halda vel á spöðunum til að eiga fyr- ir þeim gjöldum sem falla til,“ segir hún. Um þessar mundir gefur Vox feminae út geisladiskinn Ave Maria sem eins og nafnið bendir til er helg- aður heilagri Guðsmóður. Það má því geta nærri að mikið er á döfinni hjá Ágústu nú um helgina. „Þessi helgi verður undirlögð í söng því við erum bæði að syngja fyrir eldri borgara og að halda útgáfutónleika á sunnudag í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 16. Þar ætlum við að flytja lög af nýja diskinum, bæði ljóð og lög sem eru tileinkuð Maríu og aðra kirkjulega tónlist sem tengist henni.“ Kórstarfið er þó ekki það eina sem veldur önnum hjá Ágústu um þessar mundir. „Maðurinn minn er að gefa út bók og krakkarnir eru í prófum auk þess sem ég er sjálf kennari og því að fara yfir próf. Þannig að það verður meira en nóg að gera.“ Morgunblaðið/Golli Dæmigerð helgi ódæmigerð Tónleikar Vox feminae fylgir nýjum geisladiski sínum eftir á sunnudag. Rólegheit Ágústa vill helst hafa helgarnar sínar í notalegri kantinum. Göngutúrinn: Út með Ægisíðunni. Fjölskyldustund: Aðventukaffi með allri fjölskyldunni. Bókin: Á undan sinni samtíð eftir Ellert B. Schram. Jólagjöfin: Gott dekur á snyrtistofu. Slökunin: Að vera ein með Moggann og kaffi á morgnana. Ágústa mælir með MARGIR halda upp á einhvern einn hlut sem tilheyrir jólunum og er ómissandi í jólahaldinu. Svo er um Kötlu Björk Rannvers- dóttur sem á í fórum sínum fer- tugan jólasvein sem hún tekur ávallt fram á aðventunni. „Ég er búin að eiga þennan jól- svein frá því ég var krakki og ég hef aldrei tímt að henda honum. Ég man ekkert hver gaf mér hann eða hvernig ég eignaðist hann, en hann hefur verið hluti af jólunum hjá mér frá því ég man eftir mér. Ég var alltaf með hann undir hendinni þegar ég var lítil stelpa og þegar ég varð eldri þá var hann alltaf það fyrsta sem ég setti upp í herberginu mínu,“ segir Katla Björk um jólasveininn sem hefur fylgt henni í fjörutíu ár. „Ég tek hann enn alltaf upp fyrir jólin og þó hann sé kannski ekki á besta stað inni í stofu, þá fær hann alltaf að vera með. Hann er ennþá í sömu fötunum en hann hefur misst síða fína skeggið sitt, greyið, svo hann er aðeins farinn að láta á sjá, enda kominn á aldur og eiginlega merkilegt hvað hann heldur sér vel miðað við allt hnjaskið sem hann hefur orðið fyrir.“ Gefur sjálf út sinn eigin hátíðlega jóladisk Katla hefur haft í nógu að snú- ast fyrir jólin því hún hefur eytt ótal stundum í hljóðveri þar sem hún hefur verið að syngja inn á jóladisk sem hún gefur út sjálf. „Þetta er svona hátíðlegur jóla- diskur sem heitir Jólafriður og það á vel við að setja hann á fón- inn á sjálfan aðfangadag. Pavel Manasek spilar undir á orgel og píanó en Dómkórinn syngur bak- raddir hjá mér í tveimur lögum,“ segir Katla sem syngur fyrsta sópran. Jóladiskurinn hennar fæst í Hagkaupum og Pennanum Ey- mundssyni. Fertugur jólasveinn Morgunblaðið/ÞÖK Jólavinur Katla Björk Ranversdóttir með uppáhalds jólasveininn sinn. daglegtlíf Á heimaslóðum Renötu Pes- ková svipar jólahaldinu til þess íslenska, smákökurnar eru þó svolítið ólíkar. » 34 matur Vín frá þremur heimsálfum eru skoðuð í pistli Steingríms Sig- urgeirssonar – vín frá Suður– Ameríku, Afríku og Evrópu. » 36 vín Systurnar Arnhildur og Elín Reynisdætur eru mikil jólabörn og fengu í æsku oft það sama í jólagjöf. » 32 aðventan Konunum í sjálfboðaliðastarfi Reykjavíkurdeildar Rauða krossins finnst frábært að geta orðið að liði með prjónunum. » 31 handverk Lýsi jólaljósin ekki nú þegar upp þitt nánasta umhverfi er ekki seinna vænna að grafa upp gömlu jólaseríuna. » 32 helgin HÚÐKRABBI er algengasta krabbameinið hjá ungum Norð- mönnum eða um fjórðungur ný- greindra krabbameinstilfella meðal ungra kvenna þar í landi. Að sögn Aftenposten telja sérfræðingar að meðferð við sjúkdómnum gæti ver- ið skilvirkari. Árlega eru skráð um 1.000 ný tilfelli húðkrabbameins í Noregi en nær því einn af hverjum fimm deyr af völdum sjúkdómsins. Tíðni sjúkdómsins þar í landi er með því hæsta sem gerist. Húðkrabbamein er um 24% ný- greindra krabbameina meðal kvenna á aldrinum 15-29 ára. Hjá karlmönnum er húðkrabbamein al- gengasta krabbameinið hjá aldurs- hópnum 30-54 ára eða um 11% krabbameinstilfella. Norskir vísindamenn segja mikil- vægt að auka þekkingu á sjúk- dómnum svo veita megi sjúklingum rétta meðferð á fyrstu stigum hans, það sé afgerandi fyrir batahorfur. Húðkrabba- mein eykst í Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.