Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 61
Til sölu, fyrirtæki í plastviðgerð-
um. Fyrirtæki í plastviðgerðum og
þjónustu til sölu, sambönd sem gefa
góða framtíðarmöguleika, starfs-
menn ca tveir. Auðveld kaup, vel
tækum búið. Uppl. aliona@isl.is.
Þjónusta
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir og
endurnýjun raflagna.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025
lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is
Húsnæði í boði
Persónuleg
jólakort
580 7820
Hveragerði - Ný íbúð til leigu. Til
leigu ný 3ja herbergja endaíbúð í
raðhúsi, laus strax. 108 fm. Leiguverð
105.000 kr. Upplýsingar ashama-
rehf@simnet.is/s. 899 1529.
Alpahúfur kr. 990.
Sjöl, margir litir, 1.690 kr.
Vettlingar frá 500 kr.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Vantar þig íbúð? Til leigu 112 fm
íbúð í Hlíðunum, 105 Rvík. 3 svefn-
herbergi, stofa, eldhús og bað. Laus
fljótlega, leiga 130 þ. Uppl. í síma
897 9960 eftir kl. 18.
Verslun
H
HÚFUR, TREFLAR OG
VETTLINGAR
Skarthúsið, Laugavegi 12
sími 562 2466
Jólagjöfin hennar
Pilgrim skartgripir í miklu úrvali.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
KulusukArt.com í Kringlunni
í desember. Grænlenskir inniskór frá
Ammassalik í nr. 36 til 46. Selskinn
með úlfaskinni í kraga. Fóðraðir að
innan með lamaskinni. Mjög vand-
aðir og hlýir skór. Sími 893 6262.
Mjög vandað afgreiðsluborð er til
sölu. Vegna vaxandi umsvifa og breyt-
inga þeim samhliða þá býðst mjög
vandað afgreiðsluborð til sölu á
sanngjörnu verði. Fyrirspurnir sendist
á eirberg@eirberg.is.
Bílar
Frábær Toyota 4runner Sport 2005
V8. Eyðsla 12-17 lítrar, 270 hö vél. Ek.
13 þ. Stendur hjá bill.is, s. 577 3777.
Reynsluakstur mun koma verulega á
óvart! Bilanafríasti jeppi í USA 3 ár í
röð. Gott staðgreiðsluverðverð.
MMC Pajero 2.8 dísel turbó. Sk.
1998, 35" upphækkun, sjálfskiptur,
ek. 181 þ. km. Rafm.rúður og speglar,
hraðastillir, topplúga, dráttarbeisli,
driflæsingar o.fl. Topp bíll. Upplýs-
ingar í síma 544 4333 og 820 1070.
Hjólbarðar
Matador ný vetrardekk. Tilboð
4 stk. 195/65 R 15 + vinna 31.900 kr.
Kaldasel ehf. ,
Dalvegur 16b, Kópavogur,
s. 544 4333.
Mótorhjól
JÓLATILBOÐ
Síðustu vespurnar nú á 129 þús.
götuskráðar. Besta jólagjöfin
fyrir unglinginn, heimilið eða
húsbílinn.
Varahlutir og þjónusta á staðnum.
Vélasport
Sölusímar 578 2233 og 845 5999.
Vélasport
Sölusímar 578 2233 og 845 5999.
Þjónusta og viðgerðir.
Sími 822 9944.
Fyrirtæki
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
FRÉTTIR
Rangur
fæðingardagur
Í FORMÁLA minningargreina um
Karitas Guðjónsdóttur á blaðsíðu 45
í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag 7.
desember, var ranglega farið með
fæðingardag hennar. Hið rétta er að
hún fæddist í Bolungavík 24. júlí
1915.
LEIÐRÉTT
STOFNFUNDUR Samráðsvett-
vangs trúfélaga var haldinn fyrir
skömmu í Tjarnarsal Ráðhússins.
Markmið vettvangsins er að stuðla
að umburðarlyndi og virðingu milli
fólks af ólíkum lífsviðhorfum, trúar-
hópum og trúarbrögðum og standa
vörð um trúfrelsi og önnur mann-
réttindi.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, ávarpaði fundinn. Hann
ræddi um áhrif trúarbragða á þróun
heimsmála og fagnaði stofnun sam-
ráðsvettvangsins og þeirra mögu-
leika sem í honum felast, með sam-
starfi og auknum skilningi á
mismunandi trúarhefðum. Marsibil
Sæmundsdóttir, formaður mann-
réttindanefndar Reykjavíkurborgar,
ávarpaði einnig fundinn fyrir hönd
borgarstjóra og kynnti mannrétt-
indastefnu borgarinnar.
Þjóðkirkjan átti frumkvæði að
stofnun samráðsvettvangsins og
kallaði til önnur trúfélög í júní 2005
til að hefja undirbúning. Alls eru
þrettán trúfélög aðilar að samráðs-
vettvanginum, sem einnig er opinn
lífsskoðunarfélögum um trúarleg
efni og býður félögum og stofnunum
til samstarfs. Hann veitir leiðtogum
og fulltrúum trúfélaga og lífsskoð-
unarfélaga um trúarleg efni tæki-
færi til að kynnast, stuðla að mál-
efnalegum samskiptum sín á milli,
liðka fyrir miðlun upplýsinga og
taka á vandamálum sem upp kunna
að koma, í tengslum við einelti,
óeirðir, styrjaldir, náttúruhamfarir
eða slys, segir í fréttatilkynningu.
Alþjóðahús hefur starfað með
undirbúningshópi frá upphafi og er
Einar Skúlason, framkvæmdastjóri
Alþjóðahúss, upplýsingafulltrúi
samráðsvettvangsins.
Stofnaðilar trúarbragða eru eft-
irtalin trúfélög: Þjóðkirkjan, Frí-
kirkjan í Reykjavík, Kirkja sjöunda
dags aðventista á Íslandi, Fríkirkjan
Vegurinn, Baháísamfélagið, Félag
múslima á Íslandi, FFWU – Heims-
friðarsamband fjölskyldna, Kaþ-
ólska kirkjan, Ásatrúarfélagið,
Búddistafélagið, Krossinn, Söfnuður
Moskvu – Patríarkatsins í Reykja-
vík, Kirkja Jesú Krists hinna síðari
daga heilögu.
Vettvangur samráðs Fulltrúar trúfélaganna auk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, fulltrúa Reykjavík-
urborgar og Alþjóðahúss. Markmið samráðsvettvangsins er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu ólíkra hópa.
Þrettán trúfélög stofna
Samráðsvettvang
Þjóðkirkjan átti frumkvæði að starfinu og kallaði til
önnur trúfélög í júní 2005 til að hefja undirbúning
BM RÁÐGJÖF hefur undanfarna
mánuði selt geisladiska og safnað
styrkjum í nafni Fjölskylduhjálpar
Íslands. Var ávísun að upphæð kr.
1.918.384 afhent Fjölskylduhjálp-
inni miðvikudaginn 6. desember sl.
„Þetta er í raun ávísun frá ís-
lensku þjóðinni og viljum við þakka
innilega fyrir þann hlýhug sem
þjóðin hefur sýnt öllum þeim sem
sækja sér aðstoðar hjá Fjöl-
skylduhjálp Íslands.
Við finnum fyrir mikilli þörf á
mataraðstoð allt árið um kring en
þegar líður tekur að jólum verða
þeir sem lítið hafa handa á milli
mjög órólegir því þeir sjá ekki fram
á að geta haldið gleðileg jól fyrir
sig og sína sökum lítilla efna,“ segir
í tilkynningu frá samtökunum.
Fjölskylduhjálpin aðstoðar ein-
staklinga og fjölskyldur með það
helsta sem þarf til jólahaldsins auk
þess sem allir fá jólapakka fyrir sig
og börn sín hjá Fjölskylduhjálpinni
sem safnað hefur verið undir jóla-
trén í Kringlunni og í Smáralind.
Hægt er að styðja starfið með því
að leggja inn á reikning 101–
2666090 kt. 660903–2590.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Styrkur Ásgerður Jóna Flosadóttir, form. Fjölskylduhjálpar, og Bryndís
Schram verndari taka á móti framlagi frá Petri Ottesen frá BM-ráðgjöf.
Fjölskylduhjálp Íslands
fær myndarlegan styrk
smáauglýsingar mbl.is
♦♦♦