Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Útfararsiðir á Íslandi jafnt og þétt síðustu misseri. Bál- stofan var tekin í notkun árið 1948 og fyrstu árin var hlutfall bálfara af öll- um útförum 3,85% en sú tala var komin upp í 8,89% árið 1995. Árið 2005 var líkbrennsla sem hlutfall af heildartölu látinna komin upp í 19,1% og 25% ef aðeins er horft til höfuðborgarsvæðisins. Hjá Kirkjugörðum Reykjavík- urprófastsdæma spá menn því að þetta hlutfall verði komið upp í 70– 80% eftir fimmtíu ár og verði þá svip- að og það er nú þegar í Danmörku. Sú þróun þykir æskileg, ekki síst af landfræðilegum ástæðum. Líkkistur eru fyrirferðarmeiri en duftker. Tveir líkbrennsluofnar eru í land- inu, báðir í Fossvogi, og fer brennsl- an að jafnaði fram einu sinni í viku, á þriðjudögum. Stundum er brennt á miðvikudögum líka gerist þess þörf. Sérstakur grafreitur fyrir duftker er í Fossvogskirkjugarði og Gufu- neskirkjugarði en einnig er hægt að jarða þau í hvaða grafreit sem er með samþykki umsjónarmanns leið- is. Sækja má um leyfi til dreifingar á ösku látinna einstaklinga til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en sjald- gæft er að það sé gert. Þó er vitað um a.m.k. átján tilfelli. Kristján Val- ur spáir því að þeim muni fjölga á komandi árum. „En Íslendingar eru nýjungagjarnir, líka þegar þeir eru látnir, og þetta mun örugglega fær- ast í vöxt á næstu árum.“ Kristján Valur segir að í Pass- íusálmunum sé vers sem sé ákaflega viðeigandi að lesa þegar dufti er dreift. „Ég er ekki að segja að Hall- grímur Pétursson hafi séð þetta fyrir en þetta er eigi að síður merkilegt.“ Hin hógværa kveðja Alltaf er eitthvað um að útfarir fari fram í kyrrþey og hefur það hlut- fall verið stöðugt á umliðnum árum, að sögn Pálma. Tilgreinir hann þrjár ástæður fyrir athöfnum af því tagi. Í fyrsta lagi ósk hins látna. „Sé sú ósk kunn um langan eða skemmri tíma ber að sjálfsögðu að virða hana. Þetta er yfirleitt hógvært fólk sem ekki vill láta hafa fyrir sér. Það hefur farið með hægð í gegnum lífið og vill kveðja með þeim hætti líka.“ Í öðru lagi bágur fjárhagur. „Margir halda að það sé helsta skýr- ingin á útför í kyrrþey. Svo er ekki. En auðvitað geta fjárhagslegar að- stæður legið að baki slíkri ákvörð- un.“ Í þriðja lagi sérstakar fjöl- skylduaðstæður. „Þær geta verið af ýmsum toga og oft er þá besti kost- urinn að útför fari fram í kyrrþey.“ Færst hefur í vöxt að andvana fædd börn eða þau sem deyja mjög ung séu greftruð í lítilli kistu og þurfi því ekki gröf af venjulegri stærð. Gengur þessi litla kista undir nafn- inu stokkur. Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, sem vænt- anlega verður lagt fyrir á vorþingi, er ákvæði sem gengur út á það að hið sama gildi um þessa litlu kistu og duftker en heimilt er að grafa duft- ker ofan í gröf enda þarf það ekki meira dýpi en það sem er niður undir kistulok í venjulegum garði. Í gildandi lögum er óheimilt að setja lík andvana fædds barns eða látins ungbarns í kistu með öðru líki nema hlutaðeigandi presti eða safn- aðarstjóra hafi áður verið tilkynnt það. Útfararstjóri ber ábyrgð á því að þessu ákvæði sé fylgt. Kristján Valur átti sæti í nefndinni sem leggur til breytingarnar og seg- ir hann nefndarmenn hafa verið sam- mála um að það væri ekki neikvætt í sjálfu sér að leggja lík látins barns í kistu fullorðins, heldur væri það heimilt og jákvætt, enda rætt við að- standendur beggja. „Í gamla daga var það ekki gert og oft vissu for- eldrar fyrirbura alls ekki í hvaða kistu barn þeirra hafði verið lagt. Það er aðal vandamálið, sem ekki er lengur fyrir hendi og aldrei gert lengur. Þess vegna viljum við frek- ar hvetja til þess að gera þetta en draga úr því með því að setja það fram með neikvæðum hætti.“ Nánar er fjallað um téð frumvarp á bls. 13. Í fornöld fengu karlar oftar en ekki vopn með sér í gröfina og konur skartgripi. Einnig komu fyrir munir til daglegs brúks, hnífar, brýni og fleira, jafnvel matur. Nokkuð al- gengt var að hestar og hundar væru heygðir með bæði konum og körlum. Kristján Valur segir að enn eimi af þessum siðum. Í dag sé þó blátt bann við því að gæludýr fylgi eigendum sínum í gröfina. „Um langt skeið tíðkaðist að leggja Passíusálmana á brjóst hins látna en í dag eru þetta Líkhúsið Meðan útfarar er beðið er kista hins látna geymd í líkhúsi. »Hlutverk útfarar erað vinna með hugg- unina en ekki auka sorg- ina. Þess vegna tel ég óæskilegt að leiknar séu mynd- eða hljóðupp- tökur með hinum látna. Það þarf a.m.k. að fara að gát með slíka hluti og hugsa fyrst og fremst um þá sem eru við- staddir. Það er örugg- lega ekki í anda hins látna að hrella þá meira en þörf krefur. K irkjugarðar Reykjavík-urprófastsdæma og Kirkju-garðasamband Íslands buðu nýverið prestum, djáknum, útfar- arstjórum og starfsmönnum kirkju- garða í Reykjavíkurprófastsdæmum og Kjalarnesprófastsdæmi á mál- þing um samstarf um útfararþjón- ustu. Málþingið var haldið í Viðey og voru þar m.a. fjörugar umræður um útfararsiði. Brögð hafa verið að því upp á síð- kastið að hinni hefðbundu röð við- burða á útfarardegi, athöfn í kirkju, jarðsetningu í garði og erfidrykkju, hafi verið breytt á þann veg að erfi hefur verið drukkið áður en syrgj- endur hafa lagt leið sína í garðinn. Á þinginu kom fram að ekki eru allir á eitt sáttir um þetta. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir lýsti sig fylgjandi þessari breytingu enda hefði hin röðin oftar en ekki þá afleiðingu að margir væru farnir úr erfidrykkjunni þegar nánustu að- standendur kæmu úr garði. Hún gerði athugasemd við það að útfar- arstjórar væru að snúa fólki í þessu máli enda væri það ekki í þeirra verkahring. Vilja ekki breyta röðinni Séra Jón Dalbú Hróbjartsson pró- fastur var á öndverðum meiði við Auði Eiri. Hann hefur þá skoðun að útförin í kirkju og jarðsetningin sé ein athöfn og því sé ekki við hæfi að drekka erfi inn á milli. Jón minnti á að prestafundur í Reykjavík fyrir tveimur eða þremur árum hefði samþykkt að gera þetta ekki. Taldi hann að útfararstofur hefðu haft spurn af þeirri umræðu og þess vegna lagst gegn þessu. Páll S. Elíasson, stjórnarmaður kirkjugarðanna, sagði að erfi- drykkjan ætti skilyrðislaust að koma á eftir jarðsetningunni enda væri hún tæki til að gefa aðstand- endum kost á að jafna sig eftir at- höfnina. Páll áleit það mun erfiðara fyrir þá að fara beint úr athöfn í kirkju í erfidrykkjuna og eiga þá eftir að fara í garðinn. Heimir Björn Janusarson, for- stöðumaður Gufuneskirkjugarðs, sagði að hafa þyrfti samráð við starfsfólk garðanna um mál af þessu tagi. Nefndi hann sem dæmi að lík- fylgd hefði ekki komið fyrr en kl. rúmlega 18 í garðinn eftir útför sem fram fór kl. 15. „Það er ekki hægt að bjóða starfsmönnum kirkjugarð- anna upp á það að þeir sitji og bíði og bíði þangað til líkfylgd kemur í fyllingu tímans. Einnig snýst þetta um aðstandendur. Er hægt að bjóða þeim upp á að koma upp í kirkju- garð í svarta myrkri og kannski slæmri færð og klöngrast með kistuna við illan leik?“ spurði Heim- ir. Hann upplýsti jafnframt að búið væri að takmarka fjölda líkfylgda í garði á sama tíma við þrjár. Sagði hann þetta fyrst og fremst gert fyrir aðstandendur svo þeir fyndu örugg- lega réttu líkfylgdina og til að koma í veg fyrir öngþveiti. Hangikjöt og uppstúfur María Jóna Einarsdóttir, starfs- maður útfararstofu í Borgarnesi, fjallaði um hvernig þessum málum er háttað úti á landi og sagði al- gengt þegar útför fer fram í Borg- arnesi og jarðsett er t.d. í Reykholti að drukkið sé erfi áður en farið er upp í Borgarfjörð. María Jóna sagði ennfremur al- gengt í Borgarfirði núorðið að kista væri borin út á hlað eftir athöfn og þar signt yfir hana. Síðan væri hún borin í garðinn og þangað færu að- eins þeir nánustu. María Jóna upplýsti einnig að út- farir kl. 11 nytu vaxandi vinsælda og á eftir væri boðið í hefðbundinn íslenskan málsverð, hangikjöt, upp- stúf og grænar baunir. Bílar troða sér inn í líkfylgd Umferð ökutækja hefur aukist verulega á höfuðborgarsvæðinu hin síðari misseri og fyrir vikið er erf- iðara að tryggja líkfylgd frá kirkju í kirkjugarð þann forgang sem hún hafði áður. Dæmi eru um að bílar af öllum stærðum og gerðum troði sér inn í líkfylgdir og þeyti jafnvel geð- vonskulega horn. Málþingsmenn voru sammála um að enginn geri þetta af ráðnum hug og oftar en ekki blygðist menn sín þegar þeir átta sig á því hvar þeir eru staddir. Illa getur þó farið við þessar að- stæður og séra Gísli Jónasson pró- fastur upplýsti að nýlega hefði orðið árekstur milli bifreiðar í líkfylgd og bifreiðar utan líkfylgdar sem tróð sér inn í röðina. Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn upplýsti að lögreglan væri sér meðvitandi um þetta vax- andi vandamál en töluvert væri leit- að til hennar um að hún liðkaði fyrir líkfylgdum. Varpaði Geir Jón fram tillögum til úrbóta, það er að bílar í líkfylgdum yrðu merktir, en það myndi auðvelda lögreglunni um- ferðarstjórn og annarri umferð að sýna tillitssemi. Sagði Geir Jón að Norðmenn hefðu þann háttinn á að setja kross með segulstáli á topp þeirra bifreiða sem fylgja líkbílnum. Rúnar Geirmundsson útfar- arstjóri taldi óheppilegt að taka upp merki með segulstáli enda gæti það skapað útfararstofum bótaskyldu. Hann taldi aftur á móti koma til greina að setja plastflögg í glugga bílanna. Halldór S. Magnússon, starfs- maður kirkjunnar í Garðabæ, stakk upp á því að rútur yrðu teknar á leigu og þeir sem færu frá kirkju í garð þannig keyrðir í einni ferð. „Látum oss slökkva á farsímum vorum“ Útfarartímar í Reykjavík eru þrír, kl. 11, 13 og 15, mánudaga til föstudaga. Það heyrir til und- antekninga ef jarðsett er á laug- ardegi í höfuðborginni sem aftur er algengt úti á landi. Séra Jón Helgi Þórarinsson komst ekki á málþingið en minnti bréfleiðis á það að prestar hefðu fyrir nokkrum árum verið sammála um að vera ekki með útfarir á laug- ardögum á höfuðborgarsvæðinu. Það myndi kalla á mikinn vanda og engin leið væri að annast fjölda út- fara á laugardögum vegna þess að sóknarkirkjurnar væru flestar mik- ið bókaðar á þeim dögum. Séra Pálmi Matthíasson sagði ein- kennilegt að setja reglu um að jarð- setja ekki á laugardögum en vera síðan tilbúin að veita undanþágu í sérstökum aðstæðum ef greitt er aukalega fyrir þann kostnað sem af því hlýst. Svo spurði hann: „En hvað með þá sem minni efni hafa?“ Farsímavæðingin hefur teygt anga sína víða á umliðnum árum, m.a. inn í kirkjurnar. Séra Lena Rós Matthíasdóttir fullyrti að ekkert væri jafn truflandi og þegar farsími hringdi í útför. Til væru áminnandi skilti um að slökkva á símum en best væri að útfararstjórinn gengi fram í upphafi athafnar og minnti fólk á þetta. Séra Óskar Óskarsson tók undir athugasemdina og greindi frá til- lögu séra Hjalta Guðmundssonar á vígsludegi séra Óskars en þá lagði hann til að bætt yrði inn í ritúalið í upphafi messu: „Látum oss slökkva á farsímum vorum.“ HVENÆR SKAL DREKKA ERFI? Kistulagning Kistulagning er snar þáttur í útfararferlinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.