Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Ómur framtíðar FIMMTUDAGINN 11. JANÚAR KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Esa Häkkilä Einleikari á fiðlu ::: Eygló Dóra Davíðsdóttir Einsöngur ::: Egill Árni Pálsson, tenor Einleikari á klarinett ::: Grímur Helgason tónleikar í háskólabíói Gioacchino Rossini ::: Wilhelm Tell, forleikur Gerald Finzi ::: Klarinettukonsert Giuseppe Verdi ::: I Lombardi: „La mia letizia infondere“ Giuseppe Verdi ::: Rigoletto: „La donna e mobile“ Giuseppe Verdi ::: La Traviata: „De’miei bollenti spiriti“ Max Bruch ::: Fiðlukonsert í g-moll. op.26 í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar Á hverju ári gefst þeim tónlistarnemum sem skarað hafa fram úr í sérstakri forkeppni, einstakt tækifæri til að spreyta sig með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta eru tónleikar eldmóðs og spilagleði í bland við eftirvæntingu og spennu. Á huginn á málverkinu sem slíku, hreinu og ómenguðu, hefur naumast verið meiri en um þessar mundir og næsta auðvelt að færa að því gild rök. Minnist ekki jafn margra upp- rifjana á listasöfnum og að kastljós- inu hafi í jafn ríkum mæli verið beint að nær gleymdum myndlist- armönnum og ná umskiptin ekki síð- ur til samtímans, samanber út- hlutun Turner-verðlaunanna fyrir liðlega mánuði. Í ár komu þau í hlaut hinnar 38 ára gömlu þýsk- fæddu Tommu Abts, sem síðastliðin 12 ár hefur búið og starfað í Lund- únum. Tomma Abts, sem er fædd í Kiel, hefur haldið sínu striki um óhlut- lægan tjáhátt þrátt fyrir sprengjuna í hlutlæga málverkinu eins og það er orðað í fréttum heimsmiðla, og get- ur myndheimur hennar minnt á eitt og annað úr fortíð, bæði um vís- indalegt sem ljóðrænt myndmál. Merkilegt nokk einnegin æfingar í lita- og formfræði hjá ýmsum af- bragðsnemendum í grunnnámsdeild Myndlista- og handíðaskólans á ár- um áður. Ekki gefið að hér sé um einsleitt afturhvarf til fortíðar að ræða heldur nýjar rannsóknir á þan- þoli og möguleikum málverksins, jafnframt uppreisn gegn ríkjandi staðalímyndum markaðsins og ofríki bendiprika sem hugumstórir ein- staklingar hafna. Ber í sér þann gamla boðskap að öll frjó nýsköpun sé gild núlist hvert svo sem tjá- formið nú annars er, og allur efni- viður og öll föng jafn rétthá, meg- inveigurinn liggi jafnaðarlega í útkomunni. Að gild listsköpun helg- ast ekki af því að vera með því sem inni er hverju sinni eða notkun ákveðinna miðla og myndefna, þar liggi ekki blóðflæðið heldur í ímynd- unarafli og hugarorku gerandans. Þetta telst mikill sigur fyrirstaðfestu í tjáferli og ennmá minna á að bæðistrangflatalistamennirnir og Cobra-istarnir héldu sínu striki til síðasta blóðdropa þrátt fyrir öll frávik og allar umbyltingar sem fylgdu í kjölfar þeirra. Tomma Abts er fyrsti kvenmál- arinn sem hlýtur Turner-verðlaunin sem gera 25.000 pund, sem marg- faldast með 137 til að ná réttu krónutölunni (!), og þetta einnig og kannski öðru fremur sigur kven- þjóðarinnar. Sjálf segir hún í viðtali í Guardian Unlimited: Ég er viss um að þeir (í dómnefndinni) hafi hugsað sem svo, að tími væri kominn til að kona hlyti verðlaunin. Í því opinskáa viðtali segir listakonan að hún hafi ekkert listnám að baki, ekki eina kennslustund hvað þá meir! Segist ekki vita hvaða stefnu myndheildin kunni að taka þegar hún sest fyrir framan trönurnar og að hún máli einungis 10–12 málverk á ári, einnig að öll eru þau 48 sinnum 38 senti- metrar og hún hafi haldið sér við þá stærð í átta ár. Birtingamyndin er þannig meðvitaður og ómeðvitaður spuni sem tekur á sig form um leið og verkið er hafið, allt eftir upplagi og hugarfari listakonunnar hverju sinni. Minnir á ýmsa meistara síð- ustu aldar sem létu hafa eftir sér að auði flöturinn væri fyrir framan þá væri mest spennandi áskorunin ásamt öllum samanlögðum vænting- unum um átök við efniviðinn. Eftir þessu gerir listakonan engar skissur og samt virka myndir hennar yf- irleitt mjög vel grundaðar og út- hugsaðar og litahrynið samfellt. Menn hafa líka réttilega nefnt þetta hnitmiðaðar sjónhverfingar sem leiða hugann að ýmsum þáttum nú- tímalistasögunnar eins og módern- isma, myndbyggingarfræði (konst- ruktivisma), kúbisma og ljóðrænni strangflatalist. En máli skiptir að hér er ekki um endurtekið ferli að ræða heldur nýjar og nýjar lifanir Tomma Abts fær Tur Nýjar lifanir Taade, 2003, olía á léreft. SJÓNSPEGILL BRAGI ÁSGEIRSSON Engin tilgerð Tomma Abts, Turner verðlaunahafi 2006. ÞESSI hópur kínverskra sviðslista- manna er hér á æfingu í Madríd á Spáni þar sem sýning þeirra Draumurinn minn verður frumsýnd á næstu dögum. Samhæfingin virð- ist vera í góðu lagi. Reuters Draumurinn minn á Spáni NÆSTKOMANDI þriðjudag geta Bretar í fyrsta sinn keypt sér frí- merki með mynd af tónlist- armönnum á. Það þarf engan að undra að Bítlarnir eru þess heiðurs aðnjótandi að verða fyrsta hljóm- sveitin sem fær mynd af sér á bresk frímerki en að sögn tals- manns hjá Royal Mail er þetta gert til að votta Bítlunum virðingu fyrir þeirra glæsilega framlag til tónlist- ar. Frímerkin verða sex talsins og skarta öll mynd af umslagi ein- hverrar af metsöluplötum hljóm- Bítlarnir á frímerki í fyrsta sinn Revolver. Let It Be.Abbey Road. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.