Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BRIDSSKÓLINN Innritun á vorönn Byrjendur: Hefst 22. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20-23. Framhald: Hefst 24. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. • Viltu læra brids? Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu. Þú getur komið ein eða einn, með öðrum eða í hóp og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða einhvers staðar þar á milli! • Viltu verða betri spilari? Á framhaldsnámskeiði Bridsskólans gefst þér tækifæri til að bæta við kunnáttuna. Þú lærir nútíma sagnir, hvassa spilatækni og samvinnu við makker í vörninni. Ekki er nauðsynlegt að koma með makker. • Námskeiðin eru haldin í Síðumúla 37 í Reykjavík, í húsa- kynnum Bridssambands Íslands. • Kennari á báðum námskeiðum er Guðm. Páll Arnarson. --------------------------------------------------------------------- Upplýsingar og innritun í síma 564-4247 á milli kl. 13 og 18 daglega. (Sjá nánar á Netinu undir Bridge.is / fræðsla.) ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 7. 1. 2007 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 8.635» Innlit 13.807» Flettingar 79.030» Heimild: Samræmd vefmæling OKKUR VANTAR STARFSFÓLK HJARTANLEGA VELKOMIN Á MJÖG GÓÐAN VINNUSTAÐ, SEGIR LUCIA LUND, STARFSMANNASTJÓRI HRAFNISTU >> 16 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Menning 57 Staksteinar 8 Leikhús 60 Veður 8 Myndasögur 62/63 Vikuspegill 20 Krossgáta 64 Daglegt líf 24/39 Dægradvöl 65 Forystugrein 36 StaðurStund 66/67 Reykjavíkurbréf 36 Dagbók 68/69 Umræðan 40/47 Víkverji 68 Bréf 40 Bíó 66/69 Minningar 48/53 Ljósvakamiðlar 70 * * * Innlent  Unnið er að endurskoðun árs- reiknings Lífeyrissjóðs verzlunar- manna (LV) en eignir sjóðsins námu 240 milljörðum í árslok 2006 og juk- ust um liðlega 49 milljarða á árinu eða um 26%. Ávöxtun sjóðsins var 20% á síðasta ári sem samsvarar rúmlega 12% raunávöxtun. Þetta gerir árið að öðru besta rekstrarári í sögu lífeyrissjóðsins. Stjórn sjóðsins mun, með tilliti til góðrar ávöxtunar og tryggrar stöðu, leggja til við að- ildarsamtök sjóðsins að lífeyrisrétt- indi sjóðfélaga og greiðslur til lífeyr- isþega verði hækkaðar frá 1. janúar 2007, að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar, forstjóra LV. Ákvörðun um hækkun verður tekin fljótlega. »4  Ákvörðun heilbrigðisráðherra að allur undirbúningur og eftirskoðun vegna augasteins- og glákuaðgerða á sjúkrahúsum skuli fara fram hjá viðkomandi stofnun en ekki á stofum úti í bæ, kallar á aukinn mannafla á augndeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og bætta aðstöðu. Slíkar aðgerðir eru einnig framkvæmdar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og á St. Jósefsspítala. »6  Áhugi er í Færeyjum á að kanna hagkvæmni þess að leggja rafstreng frá Íslandi. Verið er að leggja loka- hönd á forathugunarskýrslu og reiknar Þorkell Helgason orku- málastjóri með að í henni verði mælt með því að lagðir verði fjármunir í að kanna þetta verkefni frekar. Færeyska útvarpið hefur fjallað um þetta verkefni og kom þar fram að tæknilega væri ekkert því til fyr- irstöðu að leggja rafstreng milli Ís- lands og Færeyja og það væri einnig hægt að leysa það fjárhagslega. »1  Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir við- ræður í gangi milli lögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og borgar- yfirvalda um fjölgun eftirlitsmynda- véla í borginni. Um átta löggæslu- vélar eru í miðborginni en ekki hefur verið ákveðið hversu mörgum þarf að bæta við. »6  Ákveðið hefur verið að leggja nokkra tugi milljóna í að bora eftir heitu vatni í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði. Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, segir verkefnið mjög áhugavert jarðfræðilega vegna þess að hversu mikið vatn sé á svæð- inu. » 8 Erlent  Íraskar hersveitir hófu um helgina árásir á skæruliða úr röðum súnníta og á vígamenn úr dauða- sveitum sjíta í Bagdad, að því er ráð- gjafar Nuri al-Maliki forsætisráð- herra fullyrtu í gær. Aðgerðirnar njóta stuðnings Bandaríkjahers en þær eru fyrsta skrefið í nýrri áætlun bandarískra stjórnvalda um að binda enda á linnulaust ofbeldið. »1 ÁSÓKN erlendra ferðamanna í að skoða Reykjavík úr lofti hefur aukist gríðarlega enda útsýnið fagurt eins og sjá má út um glugga Jóns Kjartans þyrluflugmanns. Sigurður Pálmason, framkvæmdastjóri Þyrluþjónust- unnar, segir standa til að fyrirtækið beiti sér meira á þeim markaði og verður m.a. fengin níu farþega þyrla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðamenn sækja í þyrluferðir GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segist sannfærður um að það sé ávinningur af markaðsátaki í sölu íslenskra landbúnaðarvara í Bandaríkjunum fyrir íslenskan landbúnað og íslenska þjóð, en Val- gerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra sagði í fréttum RÚV á föstu- dag að það væri ekki framtíð í því að selja lambakjöt til Bandaríkj- anna. Guðni sagðist ekkert hafa um þessi ummæli Valgerðar að segja. Þau hefðu komið fram fyrr. „Ég er sannfærður um að það hefur verið ávinningur fyrir íslenskan landbún- að og íslenska þjóð af því markaðs- átaki sem verið hefur í Whole Foods-búðunum. Mjór er mikils vísir og þar eigum við góða von um að geta selt okk- ar vörur sem há- gæðavörur á háu verði.“ Guðni sagði að það væri engin spurning að ís- lenskar mjólkur- vörur eins og skyr seldust og vektu mikla at- hygli í Bandaríkjunum „Lambið þykir einstakt. Svo er þetta auðvit- að spurning oft um stöðu dollarans og hverju hann skilar heim, en átakið lofar góðu og hefur áhrif á gríðarlega mörgum sviðum, eins og hvað varðar kynningu á Íslandi.“ Hann sagði að það að komast inn í 180–200 verslanir vítt og breitt um Bandaríkin með kynningu skil- aði hingað ferðamönnum og þar hefði Ísland með hreina náttúru og fjölskyldubúskap vakið mikla at- hygli. „Ég eyði ekkert tíma mínum að ræða um þá sem efast. Það er öll- um frjálst í sjálfu sér,“ sagði Guðni. Hann sagði að markaðurinn yrði að mæta eftirspurn eftir kjöti frá þessum markaðssvæðum. Bændur hefðu þurft að selja hluta af afurð- um sínum á erlenda markaði. Sem betur færi hefði neyslan aukist hér en það myndi eftir sem áður þurfa að flytja út um þúsund tonn og þá skiptu góðir markaðir miklu máli, hvar sem þeir væru. Aðalatriðið væri að fá sem hæst verð. Sannfærður um ávinning af markaðsátaki vestanhafs Guðni Ágústsson Kynning – Morgunblaðinu fylgir kynn- ingarblaðið Sumarferðir 2007 frá Terra Nova og kynningarblaðið Sér- ferðir Heimsferða 2007. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG HARMA að þessi staða skuli vera komin upp því ég taldi að þetta skip væri að gera það best allra á síðasta ári, þess vegna kemur þessi uppákoma mér verulega á óvart,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um flutning Engeyjar RE til dóttur- félags HB Granda í Hollandi en skipið mun í apríl nk. halda til veiða við strendur Máritaníu í Afríku. Sævar segir jaðra við að hann skilji ekki út á hvað útgerð á Íslandi gengur í dag en t.a.m. virðist sem flutningurinn sé ekki vegna þess að aflaheimildir vanti. „Það er bara verið að setja skipið í önnur verk- efni og því kann að vera að útgerðin þurfi annað skip til að ná öllum veiðiheimildum á næsta fiskveiðiári. Ég veit allavega ekki hvernig HB Grandi ætlar að ná aflaheimildun- um í kjölfar þess að þetta afkasta- mikla skip hverfur úr flotanum.“ Hann segist sjá mikið eftir Eng- eynni enda bar hún af í aflaverð- mætum á sl. ári með 1,5 milljarða króna. Pirringur innan SSÍ HB Grandi mun stofna dótturfyr- irtækið Atlantic Pelagic B.V. í Hol- landi og það fyrirtæki kaupa Eng- eyna. Áhöfn skipsins hefur þegar verið sagt upp störfum og í Morg- unblaðinu í gær sagði skipstjórinn, Þórður Magnússon, að illa væri komið fyrir íslenskum sjómönnum. „Ég er hjartanlega sammála Þórði. Það er óviðunandi að það skuli vera hægt að henda þessu til og frá eftir þörfum eigendanna og það jaðrar við vítaverð vinnubrögð að bjóða mönnum upp á svona óvissu sem virðist ríkja,“ segir Sævar og bætir við að verulegur pirringur sé meðal félagsmanna sjómannasambands- ins. „Þarna eru menn sem eru mjög hæfir og hafa verið að fara úr pláss- um, ágætum og góðum plássum, til að fara á flaggskipið og svo með geðþóttaákvörðun, liggur mér við að segja, eru þeir orðnir atvinnu- lausir. Það er visst sjokk.“ Sævar efast þó ekki um að áhöfn- in fái önnur störf jafnvel þó að hart sé í ári hjá sjómönnum. Á sl. ári hafi mönnum gengið ágætlega að fá vinnu og byrjun þessa árs líti vel út. „Vítavert að bjóða upp á slíka óvissu“ Formaður SSÍ harmar að Engey verði flutt úr landi Í HNOTSKURN »Stærsta fiskiskip íslenskaflotans, Engey RE, verður sent til veiða við Máritaníu á vesturströnd Afríku í apríl næstkomandi. »HB Grandi fær kvóta ígegnum samstarf við hol- lenskt fyrirtæki, Parlevvliet & Van der Plas og verður skipið gert út til veiða á makríl, hrossamakríl, sardínu og sardínellu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.