Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali HÁTEIGSVEGUR - 2. HÆÐ Stórgóð og vel staðsett 7 herbergja hæð við Háteigsveg. Nýtt eldhús, ný- ir gluggar, hús nýviðgert að utan. 5 svefnherbergi, stórar og bjartar stofur, góð sameign og bílskúr, samtals 178 fm. Tvennar svalir. V. 45,9 m. 6277 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Viðjugerði - Glæsilegt einbýlishús Glæsilegt 290 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum einföldum bílskúr á þessum eftirsótta stað í austurborginni. Húsið er allt nýlega tekið í gegn að utan og málað og er í mjög góðu ástandi. Nýjar útihurðir eru í húsinu, nýr þakkantur og allt gler í húsinu er nýlegt. Útgangur á svalir til suðurs úr stofum og til vesturs úr hjónaherbergi. Falleg ræktuð lóð með afgirtri timburverönd, heitum potti og útisturtu. Verðtilboð. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár KIRKJUSANDUR 5 GLÆSILEG ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ Í LYFTUHÚSI www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Glæsileg 83 fm 2ja-3ja herbergja íbúð á 3. hæð í þessu eftirsótta lyftuhúsi. Eitt svefnherbergi og tvær stofur. Fallegar og vandaðar innréttingar. Vestur- svalir með fallegu útsýni. Parket og flísar á gólfum. Glæsileg sameign. Stæði í bílageymslu fylgir. Eignin getur losnað fljótlega. Verð: Óskað er eftir tilboðum í eignina. Valgerður sýnir eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14:00-15:00. SEINT á liðnu ári fjallaði Morg- unblaðið ítarlega um skýrslu Sir Nicholas Sterns um gróðurhúsa- áhrifin og þá hættu sem mannkyninu staf- ar af þeim. Blaðið birti auk þess leiðara um málið. Á bls. 261 í þessari skýrslu segir svo: „Fyrirtæki þurfa að taka ákvarðanir til langs tíma þegar ákveða skal fjárfest- ingar í verksmiðjum og tækjum sem ætlað er að starfa áratugum saman. Eitt dæmi um þetta er vöxtur áliðn- aðarins á Íslandi. Ís- land hefur dregið til sín álframleiðendur bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum, að hluta til vegna þess að með því að reiða sig í miklu ríkari mæli en áður á raforku úr endurnýjanlegum orkulindum draga þeir úr áhættunni af kostn- aðarhækkunum vegna strangari reglna í framtíðinni um losun gróð- urhúsalofttegunda.“ Í framhaldi af þessu segir svo um íslenskan áliðnað í rammagrein á sömu blaðsíðu: „Á síðustu sex árum hefur Ísland orðið mesta framleiðsluland hrááls í heimi, reiknað á hvern íbúa. Þessi vöxtur álframleiðslunnar er til kom- inn bæði vegna stækkunar álvers sem fyrir var og reist var 1969, og vegna byggingar frá grunni á nýju álveri í eigu bandarísks fyrirtækis sem kom í gagnið 1998. Það lítur út fyrir að í næstu fram- tíð verði áframhaldandi hraður vöxtur í ál- vinnslu á Íslandi. Bæði álverin sem fyrir eru hafa áform um miklar stækkanir í nálægri framtíð. Búist er við að þessar stækkanir hafi í för með sér að álfram- leiðsla á Íslandi vaxi í um milljón tonn á ári, en með því væri Ísland orðið mesta álfram- leiðsluland í Vestur- Evrópu. Orkufrek framleiðsla eins og álvinnsla er rekin af stórum alþjóð- legum fyrirtækjum með tiltölulega lausa fótfestu í einstökum löndum. Ísland á að- gang að álmarkaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, en meginkostur landsins er aðgangur að vatni og meng- unarlausum orkulindum. Losun á CO2 á mann frá raforkuvinnslu á Íslandi er hin minnsta í OECD- löndunum. 70% af frumorkunotkun landsins kemur frá sjálfbærum orkulindum í landinu sjálfu. Á Ís- landi er líka verið að gera ráðstaf- anir til að draga úr losun flúor- sambanda frá álvinnslu. Væntingar um ráðstafanir á heimsvísu í fram- tíðinni til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda eru nú þegar orðnar einn aðaldrifkrafturinn í að draga orkufreka starfsemi burt frá svæðum þar sem mikil slík losun fylgir orkuvinnslunni til landa með endurnýjanlegar orkulindir.“ Það er vert að vekja athygli á því sem hér er sagt um losun flúor- sambanda frá álvinnslu. Þau sam- bönd eru meðal sterkustu gróð- urhúsalofttegunda sem til eru, með 6.000 til 9.000 sinnum sterkari gróðurhúsaáhrif á hvert kg en koltvísýringur. Íslenskur áiðnaður hefur dregið úr losun þeirra á hvert kg af framleiddu áli um meira en 95% frá 1990. Það er frábær frammistaða. Þessi árangur hefur náðst með betri tækni, byggðri á þekkingu. Það er fjarstæða, sem oft er endurtekin, að áliðnaður sé ekki þekkingariðnaður. Eins og sjá má af ofangreindri rammagrein hefur þessi árangur íslenska áliðnaðarins vakið athygli víðar en á Íslandi. Íslenskur áliðnaður í Stern-skýrslunni Jakob Björnsson fjallar um íslenskan áliðnað Jakob Björnsson » Losun á CO2á mann frá raforkuvinnslu á Íslandi er hin minnsta í OECD-lönd- unum. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. STUNDUM virðist hraðinn vera svo mikill að við gleymum að staldra við, hugsa okkur um og velta fyrir okkur hvað við erum í raun að gera. Hvort við stefnum í átt að markmiðum okkar eða hvort við höfum fundið okkur farveg sem liggur langt fyrir utan það sem við höfðum ætlað okkur. Ef svo er þarf þroska og kjark til að beina sér að upphaflegum markmiðum og standa við þau. Núna stöndum við á tíma- mótum. Um áramót er tími til að endurskoða markmið sín og setja sér ný, líta yfir farinn veg og hæla sér fyrir það sem er gott og gera betur í því sem miður hefur farið. Ég beini orðum mínum að þeim sem hafa vald til að taka ákvarð- anir. Bið þau um að hugsa sig vel um á þessum tímapunkti. Bið þau um að velta fyrir sér þeirri ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra. Ákvarðanir um framtíð Íslands. Í mínum huga er ábyrgð stjórnvalda mikil, mjög mikil og felur hún í sér að þau þurfi að leita svara við mörgum áleitnum siðferðilegum spurningum áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. Það stendur til að drekkja landi, lítilsvirða vinnu bænda með því að leggja jarðir þeirra undir lón og virkjanir. Það er ekki hægt að meta þetta landsvæði til fjár. Ríkjandi stóriðjustefna stjórn- valda sýnir botnlaust virðing- arleysi og velti ég fyrir mér hvað vakir fyrir þeim? Virkjun í byggð! Fyrsta jökullónið í byggð! Er það í al- vöru talið svo nauð- synlegt að rökin með því séu sterkari en þau rök sem stríða gegn þessari ákvörð- un? Álver í Straums- vík þarf orku. Það er ekki í valdi Hafnfirð- inga að ákvarða afdrif Neðri-Þjórsár! Sökum baráttuvilja og þrautseigju bænda og íbúa svæðisins voru áætlanir um Norðlingaöldu- veitu á sínum tíma stöðvaðar. Það er því merkileg staðreynd að Landsvirkjun ákvað nýlega á stjórnarfundi að halda áfram að veita fé til undirbúnings Norð- lingaölduveitu þvert á áform um stækkun friðlandsins í Þjórs- árverum. Ætlar Landsvirkjun að framkvæma fyrri áætlanir um Norðlingaölduveitu? Allt bendir til þess. Hefur stjórn Landsvirkjunar pólitískan vilja að baki sér til að framkvæma fyrri áætlanir um Norðlingaölduveitu? Stjórnvöld hafa uppi fleiri áform um stórar virkjanir. Langisjór er á teikniborðinu. Hugmyndir eru uppi um að veita vatni úr Skaftá í Langasjó, breyta honum í uppi- stöðulón, og að flytja vatn úr Skaftá yfir í Þjórsá. Langisjór er langstærsta tæra fjallavatnið á Ís- landi, náttúrufegurðin á sér engar hliðstæður og þykir vatnið fágætt á alþjóðavísu og líffræðilegt verndargildi er umtalsvert. Mig langar að biðja alla Íslend- inga, af því að þetta eru málefni sem varða okkur öll, um að standa vörð um þau verðmæti sem við eigum í fegurð náttúrunnar bæði á há- og láglendi Íslands. Nú er nóg komið! Okkur ber að staldra við, snúa bökum saman og velta fyrir okkur hvert við viljum fara. Eru þetta í alvöru talað markmið okk- ar? Að verða álbræðslu- og virkj- analand fyrir útlenda einokunarr- isa sem koma hingað og fá orku á útsöluverði og leggja undir sig það sem okkur er svo dýrmætt, Ís- land? Er einhver framtíð í því að fórna landinu okkar fyrir erlenda álrisa? Alma Lísa Jóhannsdóttir skrifar um umhverfismál »Eru þetta í alvörutalað markmið okk- ar? Að verða álbræðslu- og virkjanaland fyrir út- lenda einokunarrisa sem koma hingað og fá orku á útsöluverði og leggja undir sig verð- mæti okkar, Ísland? Alma Lísa Jóhannsdóttir Höfundur skipar 2. sæti framboðs- lista VG í Suðurkjördæmi við kom- andi alþingiskosningar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.