Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA U mrætt ljóð er úr bókinni Hver morgunn nýr, sem út kom árið 1994. Og þar segir: Mér er minnisstætt, er ég í bernsku sá málverk verða til. Er ég kom út einn morguninn, sat maður á litlum stól úti á gangstéttinni. Fyrir framan hann var hvítt léreft, strengt á grind. Hann dró nokkur svört strik hingað og þangað á léreftið. Forvitni mín var vakin. Hvað skyldi verða úr þessu hrafnasparki? Ég fylgdist með listmálaranum. Smám saman mynduðu strikin eina heild, óskýra í fyrstu, en þeim fjölgaði og litum var bætt inn í. Myndin tók að skýrast og allt í einu sá ég Esjuna birtast á hvíta léreftinu! Ég man hve ég undraðist. Hvernig gátu strikin og litirnir sýnt mér Esjuna? Listmálaranum hafði tekizt ætlunarverk sitt! Heilög ritning dregur upp mynd af Jesú, setta saman úr ótal smádráttum, er renna saman í eina heildarmynd, er vér höfum tileinkað oss boðskap hennar. Engan drátt má vanta, þá verður myndin óskýr. Guðspjallið sýnir einn fegursta dráttinn í mynd frelsarans. Ég er góði hirðirinn! Ég þekki mína, og mínir þekkja mig. Leiguliðinn sér úlfinn koma, yfirgefur sauðina og flýr. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. Heilög ritning ein geymir mynd góða hirðisins, er sýnir kærleika frelsarans til vor. Því er hún svo mikils virði. En vér þurfum að ljúka henni upp, lesa með athygli og tileinka oss, svo vér sjáum mynd hans. Hefur Heilög ritning lokizt upp fyrir oss? Þekkjum vér góða hirðinn? Heyrum vér raust hans? Fylgjum vér honum? Góði hirðirinn vill gæta vor fyrir öllum hættum og leiða oss heim til Guðs. Í fylgd hans er oss óhætt, hvað sem mætir. Fylgjum góða hirðinum! Hvílum örugg í faðmi hans! Málverkið sigurdur.aegisson@kirkjan.is „Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig,“ segir Jesús í einu guðspjallanna. Sig- urður Ægisson birtir á þessum fyrsta sunnudegi nýja ársins hugleiðingu sr. Jónasar Gíslasonar, fyrrverandi vígslubiskups, um þau orð meistarans. FRÉTTIR HAUSTÖNN Iðnskólans í Reykjavík lauk með út- skriftarhátíð í Hallgrímskirkju 20. desember sl. Liðlega 2.200 nemendur stunduðu nám við skólann á haust- önninni, í dagskóla, kvöldskóla og í fjarnámi. 132 nem- endur voru útskrifaðir af sjö sviðum skólans. Í fréttatilkynningu segir: „Í ræðu sinni við útskriftina ræddi Baldur Gíslason skólameistari IR m.a. um þær miklu breytingar sem gengið hafa yfir heiminn undanfarin ár og þann hraða sem krafist er, meiri hraða í dag en í gær. „Það er ekki ólíklegt að í þessum hraða láti ýmislegt undan og í ein- hverjum tilfellum verði gæðum ábótavant,“ sagði Bald- ur. Hann benti á sem dæmi að í byggingagreinum væri þróunin orðin slík að við hótelbyggingu í Reykjavík væru baðherbergi flutt inn í heilu lagi og þeim smellt tilbúnum inn í bygginguna. „Eitt af því sem kannski er ekki jafnhátt skrifað nú og það var á árum áður er handverkið,“ sagði hann. „Gott handverk hefur farið halloka á síðustu árum vegna þess að sagt er að það taki of langan tíma. Tíminn er svo dýr að menn hafa ekki efni á handverki. En bæði tíminn og peningar eru afstæðar stærðir.“ Breytingar í prentiðnaði Baldur benti einnig á þróun bókagerðagreina sem dæmi um aðlögun skólans að breyttri tækni. Þar hefðu margar iðngreinar verið kenndar fyrir nokkrum árum en vegna tækninýjunga væru þær nú sameinaðar í einni, grafískri miðlun. „Svona er umhverfið síbreytilegt. Bæði þið, nem- endur góðir og skólinn, verða að vera tilbúin að takast á við svona breytingar. Öll menntun er tengd þeim tíma sem hún er numin á og hún þarf stöðugt að uppfærast.“ Skólameistari benti á að í breytingum fælust tæki- færi til að gera eitthvað nýtt; tækifæri til endurmennt- unar og tækifæri fyrir skóla til að þróast og breytast. Hann benti á skýrslu Starfsnámsnefndar um breyttan framhaldsskóla, þar sem væri að finna margar fram- sæknar hugmyndir, t.d. um jafngildingu náms. Einnig hugmynd um að komið yrði á fót fagháskóla á Íslandi. Möguleikar væru ekki miklir á framhaldsnámi sem beintengt væri starfsnámi. „Ég fagna mjög þessum hugmyndum um fagháskóla,“ sagði Baldur, „og ég vil sjá Iðnskólann í Reykjavík verða þar fremstan í flokki. Við munum gera þær breytingar á skólanum sem þarf til að taka upp nám á fagháskólastigi án þess að rýra á nokkurn hátt það nám sem við erum nú með, þvert á móti tel ég að það muni eflast. Ég held að við sambýli framhaldsskólans og fagháskóla muni þeir styrkja hvor annan.“ Fjölmargir verðlaunahafar Tuttugu og tveir nemendur hlutu verðlaun ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka fyrir námsárangur á ein- stökum sviðum og í einstökum greinum. Tveir af nem- endum Upplýsinga- og margmiðlunarsviðs hlutu verð- laun skólans fyrir bestan og næstbestan námsárangur, þær Lára Fanney Gylfadóttir fyrir bestan og Arnfríður Ragna Sigurjónsdóttir fyrir næstbestan námsárangur.“ Iðnskólinn Verðlaunahafarnir með verðlaunin í fanginu. Iðnskólinn í Reykjavík verði fagháskóli Námsárangur Lára Fanney Gylfadóttir tekur við verð- launum fyrir bestan námsárangur úr hendi Baldurs Gíslasonar skólameistara. Arnfríður Ragna Sigurjóns- dóttir sem fékk verðlaun fyrir næstbestan náms- árangur er á milli þeirra. ÚTSKRIFT á haustönn í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti fór fram í Fella- og Hólakirkju 20. desember síðastliðinn. Í yfirlitsræðu Kristínar Arnalds skólameistara kom fram að þetta var í sextugasta og sjötta sinn sem nemendur voru útskrifaðir frá skólanum og að þessu sinni voru 148 lokaprófsskírteini afhent. Bestum árangri á stúdentsprófi nú náði Agnes Guðríður Agnarsdóttir. Aldrei hafa fleiri sjúkraliðar verið útskrifaðir frá skólanum en á þessari önn, eða 39. Í frétt frá skólanum seg- ir að það sé ánægjulegt í ljósi um- ræðu um aukna þörf fyrir fólk í stétt- inni. Í haust voru tuttugu ár liðin frá því að farið var að kenna snyrtifræði við FB og var þeim tímamótum fagn- að með vinum og velunnurum. Skólameistari ræddi fjölbreyti- leika FB og benti m.a. á að algengt væri að nemendur með stúdentspróf eða burtfararpróf, frá hinum ýmsu skólum, kæmu í FB til að bæta við sig áföngum eða jafnvel heilu braut- unum. Þarna sé dæmi um stöðuga þróun og endurmenntun. Þá ræddi hún ábyrgð og skyldur framhalds- skólanna gagnvart nýbúum og sagði að FB myndi sinna þeim í auknum mæli á næstu misserum. Ákveðið hefur verið að byggja við skólann. Framkvæmdir hefjast von- andi á næsta ári, segir í tilkynningu frá FB. Skólanum bárust að venju góðar gjafir frá ýmsum hollvinum. Þar má nefna Samtök iðnaðarins, Soroptomistaklúbb Hóla og Fella, Gideonfélagið, Bókmenntafélagið Drápuhlíð og Reykjavíkurdeild sjúkraliðafélagsins. 148 lokaprófsskírteini afhent í FB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.