Morgunblaðið - 07.01.2007, Side 59

Morgunblaðið - 07.01.2007, Side 59
sem hlykkjast um myndflötinn, um- fram allt fjölþættan heim forma og flata sem eins og spretta fram, djúpt upp úr hugarheimi gerandans, hann sækir ekki hugmyndir sem réttlæt- ast af skólalærdómi fyrirlestum og námsgráðum. Eins og hinn mikli þýski málari Max Beckmann (Leip- zig 1884 – New York 1950) orðaði það fyrir margt löngu: Fræðikenn- ingar geta ekki alfarið réttlætt listina og í hæsta máta tímabært að gera upp við ismana, láta listnjót- andann um hvort mynd sé falleg, slæm eða leiðinleg. Menn eiga ekki að horfa með eyrunum heldur aug- unum. Vissulega broddur í þeim framslætti en líka auðvelt að snúa út úr honum á ýmsa vegu. Turner-verðlaunin hafa veriðárviss viðburður frá því1984, og eru ætluð fram-sæknum breskum lista- mönnum yngri en 50 ára, og var þetta því í 22 sinnið sem þau eru veitt. En hin þýskfædda Tomma Abts hefur sem fyrr segir lifað og hrærst í listumhverfi Lundúna- borgar í 12 ár og því geta breskir eignað sér hana að hluta og má land- inn ýmislegt læra af því. Nefnilega yfirmáta neyðarlegt þegar hérlendir hlaupa upp til handa og fóta og ásaka Dani um að eigna sér Ólaf Elí- asson, til þeirra sækir hann nefni- lega uppeldi sitt, menntunargrunn, uppörvun og frama, öllu nærtækara að þakka þeim og velta því fyrir sér hvernig honum hefði vegnað við hér- lendar aðstæður. Því er líka haldið fram að með því að flytjast til Lundúna 1995 hafi Tomma Abts forðað sér frá því að verða hlutlægu sprengjunni að bráð, áhrifum frá þeirri bylgju og lista- mönnum eins og Neo Rauch, Daniel Richter eða Jonatan Reese, frásagn- arlegt hlutlægt myndmál átti trú- lega síður við skapgerð hennar. Vinnulagið allt annað og á stundum líða ár áður en endanlegt form er komið á sum málverkanna og undir hinum sléttu og fastmótuðu mynd- heildum eru gjarnan aðrar sem hafa lifað sínu lífi á leiðinni að lokamark- inu. Engin tilgerð hér á ferð, ein- ungis hugað að listinni, engar nafn- leysur né tilvísanir um að snerta ekki verkin, og til þess tekið að nöfnin sem hún velur falla ísmeygi- lega vel að myndheildunum: Zeyn, Ehme, Ert, Pabe, Koeme, Emo, Teete, Taade og svo áfram … – Myndverk Tommu Abts og hinna þriggja sem komust í úrslit eru til sýnis í Tate Britain til 14. jan- úar. Þeir eru myndhöggvarinn Re- becca Warren, ljósmyndarinn og myndbandalistamaðurinn Phil Coll- ins og innsetningalistamaðurinn Mark Titchner … ner-verðlaunin Hnitmiðaðar sjónhverfingar Teete 2003, olía á léreft. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 59        Styrkir úr Forvarnasjóði 2007 Lýðheilsustöð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnasjóði. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að forvörnum á sviði áfengis- og vímuvarna og eru styrkir veittir til verkefna eða afmarkaðra rannsókna. Lögð er áhersla á að verkefnin séu samstarfsverkefni og að þau tengist börnum og ungmennum á mismunandi skólastigum eða ungu fólki utan skóla. Þá er auglýst sérstaklega eftir verkefnum sem taka til félagslegrar stöðu ungs fólks og ungs fólks af erlendum uppruna. Mikilvægt er að í umsókninni sé gerð grein fyrir því hvernig hægt sé að meta árangur verkefnisins. Lýðheilsustöð metur umsóknirnar í samstarfi við áfengis- og vímuvarnaráð og er áskilinn réttur til að senda umsóknir til umfjöllunar fagaðila og óska eftir nánari upplýsingum um verkefni, framkvæmdaaðila og fjármögnun. Einnig áskilja styrkveitendur sér rétt til að skilyrða styrkveitingar og ákveða að styrkir verði greiddir út í samræmi við framvindu verkefnis. Sé sótt um styrk til framhaldsverkefna þarf framvinduskýrsla að liggja fyrir. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2007 og skal sótt um á eyðublöðum sem eru á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is. Styrkir, sem veittir eru á árinu, skulu sóttir fyrir 31. desember 2007. Nánari upplýsingar fást í síma 5 800 914, hjá rafn@lydheilsustod.is eða á heimasíðunni: www.lydheilsustod.is ÚTSALAN hefst mánudaginn 8. janúar Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68,sími 553 3305. TRÉSKURÐUR Námskeið í myndskurði og öskjugerð hefst 16. janúar. Kennt verður á gamalgrónu verkstæði á Laugavegi 100. Örn Sigurðsson myndskeri og húsgagnasmíðameistari. Skráning og nánari upplýsingar í síma 848 8659. sveitarinnar en það eru plöturnar Sgt Pepper’s Lonely Hearts Club Band, Abbey Road, Revolver, Help!, Let It Be og With The Beatles. Eins og venja er verður þó mynd af Elísabetu Englandsdrottningu ekki langt undan en skuggamynd af henni prýðir eitthvert horna hvers frímerkis. Sargent Pepper’s Lonely Hearts Club Band. Help. Talsverð ættleiðingagleði virðisthafa gripið um sig hjá Holly- wood-búum og berast nú reglulega fréttir af þekkt- um ein- staklingum sem hyggjast ættleiða bágstödd börn. Kvikmynda- leikkonan Jenni- fer Aniston hef- ur nú að sögn bæst í hópinn en hún er sögð vera að íhuga alvarlega að ættleiða barn. Leikkonan mun vera að endurmeta gildismat sitt og forgangsröðun í kjölfar sambandsslitanna við Vince Vaughn. „Jennifer segist hafa farið að endurmeta forgangsröðun sína eftir að eins og hálfs árs sambandi henn- ar við Vince lauk,“ segir ónefndur heimildarmaður tímaritsins Nation- al Enquirer „Hún er 37 ára og það að ættleiða barn myndi vera skref í átt til þess að festa rætur án þess að hún þurfi að kvíða framtíðinni. Hún segist helst vilja eignast son. Það er það sem hún finnur í hjarta sér.“ Þá segir heimildarmaðurinn ónefndi að hana dreymi einnig um að fæða barn en hún hafi fengið nóg af ástarsam- böndum í bili og geti ekki hugsað sér að fara á stefnumót sem stendur. „Ættleiðing er eitthvað sem hún og Brad ræddu þegar þau voru gift, áður en nú- verandi maki hans Angelina Jolie ættleiddi sitt fyrsta barn,“ segir heimildarmaðurinn upplýsti jafn- framt og vísar þar til Brad Pitt, fyrrum eiginmanns Aniston, sem fer nú með forræði tveggja ætt- leiddra barna Jolie auk þess sem hann á með henni eina dóttur. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.