Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ 9. janúar 1977: „Að öllu at- huguðu hlýtur það að vera ljóst, að hlutur iðnaðar og iðju í framtíðar verðmæta- sköpun íslenzks þjóðfélags hlýtur að verða mjög vax- andi, ef hér á að halda uppi atvinnuöryggi og sambæri- legum lífskjörum og í ná- grannalöndunum. Það leiðir aftur af sér að skapa verður iðnaðinum jafnkeppn- isaðstöðu við erlendan iðnað, bæði að því er varðar inn- lendan og erlendan markað. Á þetta hefur verulega skort. Í lána-, toll- og skattamálum, þó í rétta átt hafi miðað m.a. með tolllagabreytingum und- anfarið. Sá vaxtarbroddur, sem í íslenzkum iðnaði felst, sést m.a. af því, að þrátt fyrir marga þröskulda í vegi hans, hefur vöruframleiðsla út- flutningsgreina iðnaðarins vaxið að jafnaði um 15% á ári á tímabilinu frá 1969–1975.“ . . . . . . . . . . 4. janúar 1987: „Í áramóta- grein sinni segir Þorsteinn Pálsson: „Um það hversu mikil skattheimtan á að vera verður hins vegar lengi deilt. Sjálfstæðismenn vilja stilla henni í hóf. Núverandi rík- isstjórn hefur með margs konar breytingum á skatta- lögum afsalað sér rúmlega 2700 milljónum króna tekna miðað við þau skattalög, sem í gildi voru þegar fyrrverandi ríkisstjórn hvarf frá. Þar af nemur lækkun tekjuskatts 1100 milljónum króna. Bæði Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið eru með tillögur um að snúa þessu aftur til hins fyrra horfs.““ . . . . . . . . . . 5. janúar 1997: „Atlantshafs- bandalagið hefur breytzt mjög á undanförnum árum. Meginhlutverk þess er ekki lengur að vera viðbúið árás úr austri, heldur að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu gegn margvíslegum nýjum hættum. Þar á meðal eru þjóðernisdeilur, hryðjuverk, misnotkun kjarnorku og póli- tískar og trúarlegar öfga- hreyfingar. Ein af hættunum, sem NATO þarf að vera viðbúið – en aðeins ein af mörgum – er að öfgamenn nái völdum í Rússlandi á ný, en það er möguleiki, sem flestir viðurkenna að ekki sé hægt að útiloka. Það er því ekki að furða að ríkin í Mið- og Austur-Evrópu, ekki sízt Eystrasaltsríkin, sækist eftir þeirri öryggistryggingu, sem aðild að NATO felur í sér. Bandalagið hefur tekið að sér ný verkefni í friðargæzlu, neyðaraðstoð og björg- unarstörfum, auk þess sem það hefur stuðlað að eflingu lýðræðis, virðingu fyrir mannréttindum og frið- samlegri samskiptum milli ríkja Evrópu, ekki sízt þeirra, sem sækjast eftir að- ild að bandalaginu.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAGA BANKA – SAGA ÞJÓÐAR Landsbankinn minnist þess umþessar mundir að 120 ár eruliðin frá stofnun bankans. Af því tilefni hefur bankinn sett upp sérstaka sögusýningu sem tengir saman sögu bankans og þjóðarsög- una. Það er fullt tilefni til enda saga bankans samtvinnuð sögu þjóðar- innar á þessum tíma. Nú er Landsbankinn í einkaeign en ánægjulegt að eigendur hans halda sögu hans í heiðri. Nú á tím- um er of oft strikað yfir slíka sögu fyrirtækja á þann veg að stjórnend- ur þeirra í nútímanum vilji ekkert af þeirri sögu vita. Í því felst mikil þröngsýni og skammsýni. Í sögu fyrirtækja er oft mikill auður og ánægjulegt í þessu samhengi að HF. Eimskipafélag Ís- lands er aftur komið fram á sjón- arsviðið sem eitt öflugasta fyrirtæki landsins sem það var og er. Landsbankinn hefur í 120 ár lifað bæði góða tíma og erfiða. Og það segir nokkra sögu um styrk bank- ans að þegar horft er til síðustu rúmlega þriggja áratuga hafa komið þeir tímar í sögu bankans og þjóð- arinnar að þegar tómarúm skapað- ist á vettvangi stjórnmálanna kom bankinn til sögunnar og hélt þjóð- arbúinu gangandi í bókstaflegum skilningi í nokkra mánuði. Nú er þessi 120 ára gamli banki að ganga í endurnýjun lífdaga, sæk- ir fram úti í heimi, bæði austan hafs og vestan. Framsókn bankans í Kanada er kannski ein athyglis- verðasta nýjungin á þessum tíma- mótum. Þar má með nokkrum hætti segja að fylgt sé í fótspor þeirra Ís- lendinga sem fluttust til Kanada á svipuðum tíma og Landsbankinn varð til. Það er ástæða til að óska Lands- bankanum til hamingju á þessum tímamótum og fagna því að bankinn sýnir sögu sinni og þjóðarinnar þá virðingu sem sjá má. Þ að er kominn tími á stefnubreytingu í þjóðfélagsmálum. Alla 20. öldina var lögð áherzla á framkvæmdir. Að byggja hús, vegi, hafnir, flug- velli. Að byggja upp atvinnustarf- semi sem þjóðin gæti lifað af. Þetta var þjóð sem var að rífa sig upp úr fátækt og tókst það. Á þessari vegferð gleymdist að hugsa um ann- ars konar innviði samfélagsins og nú stöndum við frammi fyrir afleiðingum þess. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er fjallað um atburð í Garðastræti á nýársnótt þar sem ungling- ar gengu í skrokk á öðrum unglingum með alvar- legum afleiðingum. Einn af viðmælendum Morgunblaðsins, ungur maður að nafni Vilmundur Sveinsson, sem sæti á í stjórn hagsmunaráðs framhaldsskólanna, segir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins: „Það er alveg á hreinu að við erum jafnsjokker- uð og aðrir yfir þessu. Það liggur eitthvað að baki og öllum má ljóst vera að enginn heilbrigður ein- staklingur gerir svona lagað. Ég held að svona unglingar fái ekki þann stuðning sem þeir þurfa … Ofbeldisvæðingin sem kemur í gegnum Netið er orðin augljós og á sér svipaðar rætur og klámvæðingin. Það má t.d. benda á að það er ekki í sjónvarpi sem aftaka Saddams Husseins er sýnd heldur á Netinu. Alls staðar á Netinu er vísað á myndskeið með mjög grófu ofbeldi og ég held, að þetta ýti undir ákveðið hömluleysi.“ Sveinn Allan Morthens, uppeldisfræðingur og forstöðumaður Háholts í Skagafirði, segir að sí- vaxandi firringar hafi gætt upp úr 1990. Fram að þeim tíma hafi Íslendingar deilt sameiginlegum og að mörgu leyti einfaldari heimi og segir síðan: „Í dag er samfélagsgerðin öll breytt og sá hóp- ur, sem lendir í því að beita ofbeldi, er alinn upp í einhverri ótrúlegri firringu, þ.e. að það hafi jafnvel enga merkingu að menn gangi í skrokk hver á öðr- um. Við getum velt fyrir okkur hlutum á borð við opinberar aftökur í sjónvarpi, sem náðu hámarki síðasta ár.“ Sveinn Allan lýsir viðhorfi unglinga til ofbeldis gagnvart öðrum á þann veg að stundum sé nóg að einhver horfi á þá með ákveðnum hætti til þess að sá hinn sami verðskuldi barsmíðar og bætir við: „Þeim líkar ekki útlit viðkomandi eða augnaráð og það sé næg ástæða til að berja hann. Ef við bætum við neyzlu örvandi fíkniefna er hinn ótrú- legasti tryllingur leystur úr læðingi, sem gerir það að verkum að unglingarnir verða enn hömlulaus- ari. Þeir virðast ekki skynja að þeir geti orðið mannsbani og þeir ganga ofboðslega langt. Þegar gengið er á krakkana með hegðun þeirra eiga þeir afar erfitt með að skýra hana út. Svo virðist sem ofbeldið sé utan við tilfinningaveröld þeirra. Hér sé um að ræða atferli, sem þeim finnst allt í lagi.“ Dr. Páll Biering geðhjúkrunarfræðingur skrif- aði doktorsritgerð um unglingaofbeldi og byggði hana á rannsóknum á ellefu unglingum, sem á þeim tíma voru á meðferðarheimilinu á Háholti í Skagafirði. Páll segir í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag: „Strákarnir gera sér ekki grein fyrir varanleg- um afleiðingum gerða sinna. Þeir læra þessar að- ferðir sínar í kvikmyndum og tölvuleikjum og öðru slíku. Þeir missa síðan stjórn á sér. Ég hef rætt við unglinga sem hafa lent í vandræðum vegna ofbeld- ishegðunar og þeir lýsa þessu sem fíkn, ákveðinni spennu, sem þeir sækja í og fá síðan oft móral á eftir.“ Páll lýsir samtölum við unglinga, þar sem marg- ir höfðu ráðizt gegn einu fórnarlambi og segir: „Þau sáu eftir þessu og þeim fannst svona aðfar- ir ekkert til að státa sig af. En stundum fannst þeim fórnarlambið verðskulda refsingu fyrir móðganir eða eitthvað sem fórnarlambið hafði gert á hlut vinar. Það þótti samt meira „töff“ að slást maður á mann.“ Sjúkt þjóðfélag Þ etta er þjóðfélagið sem við búum í og þetta er augljóslega sjúkt samfélag. Það er líka umhugsunarvert fyrir hina fullorðnu sem býsnast yfir framferði unglinganna að það er hægt að beita ofbeldi með ýmsum hætti og það er hægt að stunda einelti með ýmsum hætti. Það er hægt að berja fólk á annan veg en með hnúum og hnefum og það er hægt að sparka í liggjandi fólk á annan veg en almennt tíðkast. Þjóðfélagsumræður á Íslandi nú til dags end- urspegla veruleika götuslagsmálanna. Þær ein- kennast af annars konar ofbeldi, andlegu ofbeldi, þar sem veitzt er að fólki og einstaklingar lagðir í einelti, bara með öðrum aðferðum en notaðar eru á götunni. Þar eiga stjórnmálamenn hlut að máli en ekki sízt fjölmiðlar. Það er kominn tími til að starfsmenn fjölmiðla horfist í augu við sjálfa sig og spyrji sig þeirrar spurningar hvort þeir vilji taka þátt í gerðum sem endurspegla götuslagsmálin, þótt öðrum aðferðum sé beitt. Á sama tíma og æska Íslands á við þann andlega og siðferðilega vanda að stríða sem hér hefur verið lýst er illa búið að þeim sem hafa aflað sér sér- þekkingar á að takast á við slíkan vanda. Það er m.a. gert á barna- og unglingageðdeildinni við að- stæður sem ekki eru boðlegar. Og stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki fyrir löngu hafa tekið frumkvæði í því að skapa starfsfólki þar viðunandi aðstöðu til þess að fást við þau alvarlegu vandamál sem unglingar nútímans eiga við að stríða og m.a. mátti sjá afleiðingar af í Garðastræti á nýársnótt. Hversu lengi ætla heilbrigðisráðherrar samtím- ans að láta sem þessi vandamál komi þeim ekki við? Afskiptaleysið af málefnum unglinganna og stofnana á borð við BUGL er hins vegar aðeins hluti af miklu stærra máli. Og þá er komið að því sjónarmiði, sem sett var fram í upphafi þessa Reykjavíkurbréfs, að það sé kominn tími á stefnu- breytingu í samfélagsmálum okkar Íslendinga. Við verðum, og getum ekki komizt hjá því, að beina athygli okkar og fjármunum að öðrum þátt- um samfélagsins en verklegum framkvæmdum og viðskiptum þótt hvort tveggja sé mikilvægt. Sú var tíðin að margir lögðu leið sína á ritstjórn- arskrifstofur Morgunblaðsins til þess að ræða nauðsyn margvíslegra framkvæmda í tengslum við sjávarútveg, orkuöflun eða annað slíkt. Þeir sem nú eiga erindi á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins eru að tala um allt önnur mál. Sumir eru að tala um ástandið í heilbrigðiskerfinu, aðrir um málefni aldraðra og enn aðrir um málefni öryrkja. Á þessum sviðum er að finna vandamálin sem brenna á fólki í dag. Þetta eru að verða stóru málin í íslenzkri samfélagsumræðu og mikilvægt að stjórnmálamennirnir, sem leita eftir umboði kjósenda í vor, átti sig á því. Ein af ástæðunum fyrir þessum breyttu áherzl- um er auðvitað sú að okkur hefur tekizt svo vel að byggja upp hinar efnahagslegu undirstöður þjóð- félags okkar en kannski höfum við gleymt að líta í kringum okkur í þeirri velgengni. Ríkidæmi okkar skiptir hins vegar engu máli þegar horft er til ástandsins á götum Reykjavíkur. Þegar horft er á unglingana sem eiga í slíkum vandræðum með sjálfa sig að það hlýtur að ganga nærri hverjum einasta manni sem fylgist með því í návígi. Heilbrigðiskerfið á Íslandi er í einhvers konar sálarkreppu. Það ríkir óhamingja meðal starfs- manna Landspítala – háskólasjúkrahúss. Það þýð- ir ekkert fyrir stjórnendur spítalans eða yfirvöld heilbrigðismála í landinu að loka augunum fyrir þessum veruleika eða reyna að koma í veg fyrir opnar umræður um þetta vandamál. Það hverfur ekki þótt starfsfólk þori ekki að tala af ótta við refsingu. Heilbrigðiskerfið er líka á milli vita. Það er að þróast og byggjast upp einkarekin heilbrigðis- þjónusta við hlið hinnar opinberu en hún er heldur ekki jafn fullkomin og læknarnir vilja vera láta. Við eigum áreiðanlega mjög hæfa lækna, hjúkr- unarfræðinga og annað starfsfólk í heilbrigðis- stéttum en þetta fólk fær ekki að njóta sín vegna þess að það hefur verið byggt upp kerfi sem liggur eins og þungt farg á þessu sama fólki. Það er eins og stjórnmálamennirnir hlusti ekki eða heyri ekki þær raddir sem þeim berast eða eiga að berast frá þessu fólki. Það er orðin áleitin spurning, hvort ekki er tímabært að brjóta Landspítala – háskólasjúkra- hús að einhverju leyti upp og flytja einhverja starfsþætti spítalans annað. Stofnunin er senni- lega allt of stór. Vandamál heilbrigðiskerfisins verður að ræða í kosningabaráttunni í vetur og vor. Stefnumörkun stjórnmálaflokkanna verður að vera skýr. Tals- menn þeirra verða að vera tilbúnir að svara þeim spurningum sem brenna á vörum bæði starfs- manna þessa kerfis og notenda þess. Það er rík ástæða til að uppbygging heilbrigð- iskerfisins, fjármögnun þess og þjónusta verði eitt af helztu umræðuefnum kosningabaráttunnar. Umbúðir og innihald V ið höfum á undanförnum áratugum byggt mikið til þess að auðvelda eldri kynslóð Íslendinga lífið þegar hún setzt í helgan stein. Það hafa verið byggð glæsileg dvalarheimili fyrir aldraða og þjónustuíbúðir fyrir aldraða eru ákveðið tízkuorð þótt spyrja megi hversu mikil þjónustan í raun og veru sé. Hið sama á við um öryrkja (þótt notkun þess orðs sem samheitis fyrir fatlað fólk geti orkað tvímælis). En meiri spurning er hvort við höfum hugsað jafn Laugardagur 6. janúar Reykjavíkur ÚTRÁS Í ORKU Íslendingar búa yfir sérþekkingu ásviði orkunýtingar. Sú sérþekking hefur nýtzt okkur með ýmsum hætti. Íslenzkir sérfræðingar hafa aftur og aftur verið kallaðir til á undanförnum áratugum til þess að vera til ráðgjaf- ar eða taka beinan þátt í framkvæmd- um á sviði orkunýtingar. Nú hafa þrjú fyrirtæki, FL Group, Glitnir og verkfræðistofan VGK- Hönnun stofnað fjárfestingarfélag, sem nefnist Geysir Green Energy, með 7 milljarða króna hlutafé og er markmið félagsins að fjárfesta í sjálf- bærum orkuframkvæmdum víða um heim. Með stofnun þessa félags er raun- verulega verið að sameina í einn far- veg þekkingu okkar í nýtingu orku- auðlinda og nýfengna þekkingu okkar á sviði alþjóðlegra fjármála- umsvifa. Ekki er ólíklegt að með þessu framtaki verði miklir kraftar leystir úr læðingi. Fyrir allmörgum árum fóru íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki að beina kröft- um sínum að rekstri sjávarútvegsfyr- irtækja í öðrum löndum og hafa náð góðum árangri á því sviði. Þar var og er byggt á sérþekkingu okkar í sjáv- arútvegi. Nú er verið að gera hið sama í orkugeiranum. Líklegt má telja, að tækifærin á því sviði séu nánast óend- anleg. Þess vegna má vel vera að með stofnun Geysis Green Energy sé ver- ið að stíga fyrsta skrefið í miklu æv- intýri, sem fram undan getur verið á 21. öldinni í orkumálum. Það er gaman að fylgjast með því, þegar sérþekking svo fámennrar þjóðar er virkjuð með svo skapandi hætti. Við lifum nú á sjávarútvegi, orku- nýtingu og fjármálastarfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.