Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 23          ! "!   #  Stórútsala Veiðihornsins Aðeins í eina viku Neoprenvöðlur með vöðlutösku aðeins 7.495 Öndunarvöðlur frá 10.995 Veiðijakkar vatnsheldir með útöndun frá 8.995 Veiðivesti frá 1.995 Kaststangir frá 1.995 Vandaðir hólkar fyrir veiðistangir aðeins 1.500 Flugustangir frá 2.995 Kasthjól frá 995 Fluguhjól frá 2.995 10 spúnar aðeins 1.995 Úrval af veiðifatnaði sem er að detta út úr vöruvali okkar á mikið lækkuðu verði Útsalan er líka í netverslun Veiðihornsins Veidihornid.is Útsalan stendur aðeins í eina viku Ekki missa af útsölunni í Veiðihorninu Komdu strax í dag Veiðihornið Hafnarstræti 5 – Veiðihornið Síðumúla 8 Veidihornid.is OPIÐ UM HELGINA LAUGARDAG KL. 10.00 TIL 16.00 SUNNUDAG KL. 12.00 TIL 16.00 pólitískum efnum. Á hinn bóginn þykir sýnt að bandarísk áhrif fari al- mennt og yfirleitt vaxandi í frönsk- um stjórnmálum. Þannig þótti for- kosningaferli Sósíalistaflokksins um margt afar „bandarískt“ og sjón- varpskappræður frambjóðenda vöktu furðu margra og jafnvel hneykslan. Innanríkisráðherrann hefur á hinn bóginn löngum lýst sig fylgj- andi ýmsum grundvallarkennisetn- ingum breskra og bandarískra stjórnmála. Það á ekki síst við um stjórn efnahagsmála. Hann telur að skera beri niður ríkiskerfið í Frakk- landi, vill auka sveigjanleika á vinnu- markaði með lagabreytingum og tel- ur að Frakkar hafi ekki náð að laga sig að staðreyndum hnattvæðingar- innar svonefndu. Sarkozy er því ekki stjórnmála- maður sem sameinar; þar liggur sér- staða hans en um leið veikleiki. Hann boðar „uppgjör“ við fortíðina, telur arfleifð ’68-kynslóðarinnar svo- nefndu einkum felast í leti og viðvar- andi kröfugerð á hendur ríkisvaldinu og hikar ekki við að fella siðferðis- dóma í ræðu og riti. Margir fagna þessum boðskap og telja hann tíma- bæran. Aðrir óttast að Sarkozy hyggist framkvæma uppskurð á sjálfri þjóðfélagsgerðinni og leggja hina rómuðu „frönsku sérstöðu“ í rúst. Sarkozy hefur sem innanríkisráð- herra verið ómyrkur í máli og jafnan komið fram sem „maður aðgerða“. Hann hefur ekki hikað við að taka á viðkvæmum málefnum á borð við fjölgun innflytjenda auk þess sem áhyggjur margra af aukinni glæpa- tíðni og upplausn í samfélaginu hafa ekki farið framhjá honum. Með þessu móti hefur honum trúlega tek- ist að ná til stuðningsmanna þjóðern- issinnans Jean-Marie Le Pen, sem einnig verður í framboði í vor. Reynslan sýnir að Le Pen er fær um að valda miklum usla í frönskum stjórnmálum; í forsetakosningunum 2002 náði hann að komast í aðra um- ferð og niðurlægja þar með Lionel Jospin, frambjóðanda sósíalista. Skömmu áður en óeirðir brutust út í nokkrum stærstu borgum Frakklands á nýliðnu ár lýsti Sar- kozy yfir því að unga fólkið sem þar lét til sín taka væri „racaille“; „skríll“ eða „úrhrök“. Vitað er að þessi ummæli reyndust ekki fallin til að bæta ástandið í hverfum þessum. Innanríkisráðherrann brást þó einn- ig við gagnrýni þeirri sem hann sætti sökum ummælanna og kom á fót fyrstu opinberu stofnuninni um mál- efni íslams auk þess sem hann tók að mæla fyrir því að innleitt yrði kerfi „jákvæðrar mismununar“ að hætti Bandaríkjamanna til að rétta hlut minnihlutahópa. Arftakinn hafnar meistaranum Nicolas Sarkozy fæddist 28. jan- úar 1955 í París. Hann er sonur ung- versks innflytjanda, Paul Sarközy de Nagy-Bocsa, og franskrar eiginkonu hans, Andrée Mallah. Sarkozy ólst upp í Neuilly, einu „fínasta“ úthverfi Parísar. Síðar varð hann borgar- stjóri þar. Sarkozy nam lögfræði og stjórn- málaspeki en ólíkt því sem við á um flesta þá sem tilheyra frönsku valda- stéttinni lét hann ógert að sækja menntun til ENA-háskólans (fr. „Ecole nationale d’administration“). Hann hóf afskipti af stjórnmálum á áttunda áratugnum og var þá í hópi dyggustu stuðningsmanna Jacques Chirac. Vitað er að Chirac taldi Sar- kozy sérlega efnilegan á þessum ár- um og horfði til hans sem arftaka. Til vinslita kom árið 1995 er Sarkozy ákvað að styðja Edouard Balladur, þáverandi forsætisráðherra, í for- setakosningum. Chirac fór með sig- ur af hólmi en forsetinn mun jafnan hafa litið svo á að Sarkozy hafi svikið sig. Sarkozy var ráðherra fjárlaga frá 1993 til 1995 í forsætisráðherratíð Balladurs. Hann var jafnframt fram- kvæmdastjóri RPR-flokksins, for- vera UMP. Chirac var endurkjörinn forseti árið 2002 og töldu þá margir að Sarkozy myndi hreppa embætti forsætisráðherra. Chirac skipaði Sarkozy innanríkisráðherra og ekki leið á löngu uns ljóst varð að Sarkozy hafði einsett sér að verða kjörinn forseti Frakklands árið 2007. Sarkozy hefur tvívegis gengið í hjónaband og er faðir þriggja barna. Samband hans og eiginkonunnar, Ceciliu, er stormasamt og ku vera vinsælt umræðuefni manna á meðal og í fjölmiðlum. » Aðrir óttast að Sarkozy hyggist framkvæma uppskurð á sjálfri þjóðfélagsgerðinni og leggja hina rómuðu „frönsku sérstöðu“ í rúst. þessa dagana enda þótt hann hafi aldrei verið sérstaklega sannfærandi í liði meistaranna, hvorki sem mið- vörður né í sinni eiginlegu stöðu sem bakvörður. Carvalho verður í leikbanni í fyrri leiknum gegn Wycombe Wanderers í undanúrslitum deildabikarkeppn- innar í næstu viku og fróðlegt verður að sjá hver leikur þá við hlið Ferrei- ras. Kannski Didier Drogba en það hefur víst komið til tals í fullri alvöru að heitasti miðherji Evrópu um þess- ar mundir hafi endaskipti á vellinum. Talandi um hremmingar. Þrátt fyrir þetta ítrekaði Mour- inho í vikunni að hann myndi ekki borga yfirverð fyrir varnarmenn í janúarglugganum. Sjáum til. Holdlegi hlerinn á batavegi Mikið hefur verið gert úr hlut Johns Terrys í þessu skrifi en ekki má gleyma því að annar gríðarlega mikilvægur leikmaður, tékkneski markvörðurinn Petr Cech, hefur verið frá mánuðum saman vegna grafalvarlegra höfuðmeiðsla. Munar um minna. Vísindamenn austan gamla járntjaldsins eru orðlagðir fyrir uppátæki sín en ekki er vitað til þess að þeir hafi í annan tíma fundið upp hlera af holdi og blóði. Cech verður ekki lýst með öðrum hætti. Carlo Cudicini er að vísu verðug forfallaverja en hann hefur líka verið talsvert frá vegna meiðsla. Í mark- inu stendur um þessar mundir gam- all spilafélagi Mourinhos, Hilario að nafni, eða „Hilarious“ eins og gár- ungarnir kalla hann. Á bekknum tel- ur Magnus karlinn Hedman milljón- irnar sínar eftir að hafa verið dreginn á flot eftir langt hlé í haust. En það er víst í tísku að gamlir Svíar gerist bjargvætturinn Laufey. Til allrar hamingju fyrir Chelsea hefur bati Cechs verið vonum framar og ekki er loku fyrir það skotið að hann verði klár í slaginn fyrir stór- leikinn gegn Liverpool um aðra helgi. Þar með yrði vörn Chelsea fullmönnuð á ný. Það skyldi aldrei vera að þeir Fergusynir hafi ekki gripið gæsina meðan hún gafst?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.