Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 34
við manninn mælt 34 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ L eikhúsið stendur í bakgarði á Sel- tjarnarnesi; allir leikendur innan við tveggja ára og sú sem stýrir leikjum er Rannveig Ívarsdóttir dagmóðir ásamt Lilju dóttur sinni, sem einnig er dagmóðir. Rannveig efndi til hug- myndasamkeppni meðal mæðra barnanna um nafn þegar aðstaðan var tekin í notkun árið 2000 og komu alls konar tillögur, meðal annars Bangsakot. En henni leist best á Leikhúsið. Hún hefur fengist við barnagæslu meira og minna frá árinu 1981 og á fjögur börn sjálf, en segist aldrei fá nóg af barnauppeldi. – Börn eru svo skemmtileg. Ég ætlaði að eignast tíu, en Ívar yngsti sonur minn var svo fyrirferðarmikill að hann var á við sex! Þannig að ég tók bara annarra manna börn og hef ekki tölu á því hvað ég hef passað mörg. En ég er farin að passa börn barnanna sem ég passaði fyrst. Þetta eru orðnir heilu ættbálkarnir! – Heldurðu samband við fjölskyldurnar? – Já, við heilsumst alltaf þegar við hittumst, ég fæ jólakort frá sumum og það kemur fyrir að ég sé boðin í fermingar. Börnin tínast inn eitt af öðru meðan á samtal- inu stendur og eru endalaus uppspretta af sög- um og ævintýrum. „Þessi strákur talar hebr- esku,“ segir Lilja hlýlega og klæðir Tómas Arnar úr útigallanum. „Ég skil ekki orð af því sem hann segir.“ Það verður að vefja húfuna á Önnu litlu því annars tekur hún hana af sér og vettlinga og sokka líka. Ingibjörg Anna er hins vegar alltaf í skóm með skinni. „Við köllum hana alltaf iljaskinnið, enda heitir mamma hennar Ylja,“ segir Lilja og hlær. Frændsystk- inin Atli Hrafn og Svanborg Ása eru eins og Gög og Gokke, segir Rannveig ástúðlega og horfir á þau spígspora um gólfið. Og oft tengjast börnin Rannveigu með einhverjum hætti, Otti vann til dæmis með ömmu Svanborgar Ásu og Rannveig með langömmu hennar! – O-ho! hlær Atli Hrafn digurbarkalega. Í Leikhúsinu gráta börnin ekki heldur gala og þau kalla Rannveigu ömmu. Tvær stelpur, Isabella Ósk og Ingibjörg Anna, hreiðra um sig í fanginu á henni. – Eru þær feimnar? Rannveig brosir. – Nei, þær eru með ömmusýki. Hún ólst sjálf upp í Vesturbænum og á þeim tíma voru allar mömmur heimavinnandi. – Ég man ekki eftir neinni sem vann úti, segir hún hugsandi. Jú, frænku minni henni Dóu hans Mumma. Hún vann í Sveinsbakaríi. Húsið stóð á Vesturgötu 46 beint niður af Bræðra- borgarstíg og strætisvagnar stoppuðu fyrir ut- an. Ef það var hálka, þá rann strætó stundum á húsið. Heima hjá Dóu var eins og á umferð- armiðstöð. Það stóð alltaf opið og allir gátu farið inn, hvort sem það var Jón eða séra Jón, og haft það huggulegt í stofunni eða notað klósettið. Ég kom aldrei að lokuðu húsi, hvort sem var að degi eða kvöldi, og allir voru hjartanlega vel- komnir. – Þetta hefur verið einstök kona. – Já, svona var þetta alltaf hjá henni. Hún fór í bakaríið, svo fengu allir kaffi og hún sat hjá þeim og reykti. Maðurinn hennar, Guðmundur Ágústsson bakari, var mikill skákmaður. Og það var umtalað að afabróðir minn bakaði besta rúgbrauðið í bænum. Ef maður fór snemma á morgnana þegar vínarbrauðin voru bökuð, þá voru endar skornir af og maður gat fengið gef- ins heita vínarbrauðsenda. Mamma fór að vinna í Sveinsbakaríi rúmlega fimmtug, en þá var það flutt lengra á Vesturgötuna þar sem bankinn er núna. – Fékkstu þá vínarbrauðsenda hjá henni? – Nei, þá var ég ekkert að spá í það – ég var alltaf í megrun. Faðir Dóu var Þórarinn Guðmundsson tón- skáld; skemmtilegur karl segir Rannveig. – Ég man að hann gerði oft sunnudaga, mánudaga, þriðjudaga við okkur krakkana og lét höndina titra á löppinni á okkur eins og hún væri fiðlustrengur – svo gargaði maður úr hlátri. Ég heyrði skemmtilega sögu af því þegar hann ók niður Bankastrætið og bíllinn bilaði. Bílstjórinn á næsta bíl á eftir honum flautaði og flautaði. Þá skríkti í Þórarni, hann hafði þann kæk; hann vatt sér að bílstjóranum og sagði: „Heyrðu vinur minn. Þetta er svo ómúsíkalskt hjá þér. En ef þú gerir við bílinn fyrir mig, þá skal ég flauta fyrir þig á meðan.“ Þórarinn var giftur afasystur Rannveigar. – Það var mikill samgangur og þegar hann bjó til lög, þá söng pabbi þau gjarnan til að hann heyrði hvernig þau hljómuðu með söng. – Þú hefur fengið tónlist í vöggugjöf? – Það var sungið mikið. Pabbi var í öllum kór- um bæjarins held ég, nema karlakórum. Hann byrjaði í Tónlistarfélagskórnum, söng í Dóm- kórnum, með Tryggva Tryggvasyni og félögum, Þjóðleikhúskórnum, Kammerkórnum, Þjóðleik- húskvartettinum og loks sungum við saman í Skagfirsku söngsveitinni í mörg ár og Selkórn- um tvö síðustu árin sem hann lifði. – Hvernig var að syngja í kór með pabba? – Mjög gaman. Ég var alltaf syngjandi sem krakki og hann sagði stundum: „Æ, Rannveig mín, þegiðu nú – þú ert svo laglaus!“ Svo fór ég í Melaskólakórinn og kór Breiðagerðisskóla og var falið að syngja einsöng þar. Þá spurði ég pabba hverju það sætti þar sem ég væri svona laglaus. „Æ, Rannveig mín,“ sagði hann, „þú þagðir aldrei. Ég varð að fá þig til að þegja ein- hvern tíma.“ Síðan hef ég aldrei þagað. Ég hef sungið með kórum frá því ég var átta ára.“ – Og ert sísyngjandi fyrir börnin? – Þeim finnst svo gaman að syngja lög sem þau geta leikið við, gert handahreyfingar, eins og Í skóginum stóð kofi einn. Þau læra það áður en þau byrja að tala.“ Móðir Rannveigar var vestan af fjörðum, Lilja Ingimundardóttir. – Hún hafði svo gaman af dansi að hún labb- aði yfir fjöllin í næsta sveitarfélag til að dansa. Svo kynntist hún pabba, sem ferðaðist um á Harley Davidson með mömmu aftan á ófríska að mér og stóra bróður á tankinum. Mamma var svo glöð að krækja í þennan músíkmann, þá fengi hún að dansa. En svo kom í ljós að hann var alveg taktlaus fyrir neðan mitti, eins og tré- hestur. Og þar datt upp fyrir dansmenntunin. En mamma hennar var hagmælt kona, gerði bænir og fleira fallegt, svo sem: Englanna skarinn skær skínandi sé mér nær svo vil ég glaður sofna nú sætt í nafni Jesú. Mamma sagði að ég væri svo lík henni, alltaf syngjandi. – Beitir þú svipuðum uppeldisaðferðum og mamma þín? – Ég veit það ekki. Hún var frekar létt og kát og ég get svo sem ekki talist fúllynd; ég er lífs- glöð að eðlisfari. Á heimili Rannveigar er lítið og fallegt ný- smíðað jólatré í stofunni, sem börnin kalla í gamni krepputréð, og veggur með fjöl- skyldumyndum. Á bakhlið eins rammans er græn málning eftir bruna sem varð í næsta húsi við langömmu hennar á Njálsgötu; hitinn varð svo mikill að málningin bráðnaði. Svo er þarna mynd af föðursystrum Otta Kristinssonar, eig- inmanns Rannveigar, sem voru giftar frændum hennar. – Anna afasystir, kona Þórarins tónskálds, hringdi daglega þegar ég fór að skjóta mig í Otta og vildi vita hvernig gengi, enda allt þegar þrennt er. Hún beið í ofvæni eftir tíðindum. Við trúlofuðum okkur 18. nóvember og kerling- aranginn dó hálfum mánuði síðar. Þegar hún dó hringdi pabbi eins og alltaf á slíkum stundum og sagði: „Hún bað að heilsa þér Anna frænka þín. Allavega dó hún sæl.“ Svo þegar við Otti giftum okkur létum við spila lagið: „Þú ert yndið mitt yngsta og besta“ eftir Þórarin. Þá sagði kar- langinn: „Af hverju viltu láta spila þetta lag?“ Ég sagði okkur þætti það fallegt. „Jæja góða.“ Síðan hef ég aldrei þagað Morgunblaðið/Ásdís Æskustöðvarnar „Afabróðir minn bakaði besta rúgbrauðið í bænum,“ segir Rannveig. Pétur Blöndal ræðir við RANNVEIGU ÍVARSDÓTTUR Um áramót finnst mörgumgaman að líta um öxl ogrifja upp nýliðið ár. Þettaer tilefni í margt spjallið á mannamótum eitthvað fram eftir janúar. Dægrastytting á þeim árs- tíma sem dagurinn má vart styttri vera. Á orðið dægrastytting kannski eingöngu við á sumrin? Ég verð nú að viðurkenna að þeg- ar ég settist niður til að skrifa þenn- an pistil var ósköp fátt sem mér fannst skemmtilegt að minnast úr ís- lenskum fréttum frá liðnu ári. Árið heldur svona litlaust í minningunni ef frá er talin uppljóstrunin um hið kristilega betrunarhús Byrgið sem varð krassandi innlegg svona þegar hátíðin stóð sem hæst. Ekki síst vegna leikrænna tilburða hirt- ingameistarans Guðmundar for- stöðumanns í skandínavísku heimavídeói eftir hann sjálfan. Óvenjuleg uppákoma úr ríkis- styrktum herbúðum Drottins. Vert er að minnast framgöngu Ómars Ragnarssonar, hins eiginlega landvættar, sem barðist af einurð fyrir verndun náttúruperlunnar Kárahnjúka. Það er ríkidæmi fyrir þjóð að eiga slíkan mann. En Ómar er ábyggilega búinn að fá fálkaorðuna og ekki er hún veitt sömu manneskjunni tvisvar að því er ég best veit. Að vísu er orðan til í hækkandi virðingarstigum og til í dæminu að fólk sé umorðað og þurfi þá að skila inn óæðri orðu til að geta tekið við þeirri nýju. Svo margir einstaklingar fá orðið orðuna á ári hverju að það hlýtur að þurfa að fara að endurorða suma orðuþega. Og svo eru alltaf einhverjir orðum auknir. En nú finnst kannski einhverjum ég vera harðorða en það er ekki að ástæðulausu því mér er orðu vant. Að vísu fékk móðir mín sálug orðu sem ég stalst stundum til að bera við mig og fann þá jafnan nokkuð til mín þótt ekki væri vegna eigin verðleika. Orðuleikur um áramót HUGSAÐ UPPHÁTT Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.