Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 30
tengsl | tvíburabræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir 30 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Gunnar Þegar ég var 5–6 ára full- yrti ég við frænku mína, að ég myndi vel eftir því þegar ég var í maganum á mömmu og hvað hefði verið þröngt. Ási var alltaf að sparka í mig. Frænka mín hló og tók ekkert mark á þessu, svo lýsti ég fyrir henni hvernig birtan var og hvernig maður var einhvern veginn kraminn. Ég gæti auðvitað hafa séð eitthvað þessu líkt í sjón- varpinu, maður veit aldrei, en mér fannst ég muna þetta. Við Ási vorum alltaf að leika okkur. Eftir að við uppgötvuðum fótboltann snerist allt um hann. En ég man líka eftir tindátum og bílum og venjulegum strákal- eikjum, eins og byssó. Ég man líka eftir okkur í einhverju afmæli þar sem við vorum þriggja ára í eins ullarsparifötum, stuttbuxum og stuttermabolum, dökkbláum og ljósbláum. Við vorum að príla á hjónarúmi, minnir mig, og annar okkar datt úr rúminu. En ég man ekki hvor. Við munum aldrei hvor okkar meiddi sig á þessum árum, okkur finnst báðum að við höfum upplifað það sama. Kannski tengist þetta því að sjá einhvern sem er alveg eins og maður sjálfur, stund- um í alveg eins fötum, lenda í ein- hverju og horfa á það gerast. Reyndar held ég að þegar annar hvor okkar heldur að hann hafi lent í einhverju sé það einmitt öf- ugt og að minningin sitji í hinum sem varð vitni að því. Einu sinni datt Ási í ógeðslegan drullupytt eða rotþró. Nína systir kippti honum upp. Þá vorum við pínulitlir. Ég hélt í mörg ár að það hefði verið ég, þangað til Nína leiðrétti mig. Hann var mjög skemmtilegur sem barn og við vorum alltaf að leika saman. Við höfum alltaf verið góðir saman, þótt stundum hafi kannski slest upp á vinskapinn eins og gengur hjá systkinum. Á unglingsárum slógumst við kannski af aðeins meiri hörku en áður. Einu sinni stóð ég með búr- hníf fyrir framan hann og var að hugsa um að stinga en þá kom amma og bjargaði málunum. Ég man ekki lengur út af hverju. Einn vetur á unglingsárunum fannst mér hann mjög leiðinlegur og upp- stökkur og stuttur í honum þráð- urinn, en það er líka eina tímabilið sem ég man eftir honum þannig. Þegar við vorum að vaxa úr grasi man ég ekki eftir því að ann- ar okkar hafi verið meira áberandi en hinn, eða ráðríkari. Kannski var ég athyglissjúkari. Strax í sjö ára bekk var ég beðinn um að troða upp á jólaskemmtunum. Við höfum alltaf verið mjög sam- stiga og eignuðumst fyrstu börnin okkar með viku millibili. Við kynntumst konunum okkar á svip- uðum tíma og keyptum okkur hús á sama árinu. En við búum ekki í sömu götu eða sama bæjarfélagi, kannski er það vegna þess að kon- urnar okkar hafa fengið stjórna því. Það var mjög sjaldgæft að aðrir en fjölskyldan og nánir vinir þekktu okkur í sundur og það kom sér oft vel, ekki síst ef einhverjir stórir strákar ætluðu að lemja annan hvorn okkar. Þá þóttist hann vera ég eða öfugt. Stundum gekk það, en stundum ekki og þá var annar okkar bara laminn í staðinn fyrir hinn. Við vorum alltaf frekar lágvaxnir og í raun mjög gott að hafa liðsauka og vera tveir. Við slógumst mikið við aðra og ég man eftir nokkrum ljótum slags- málum. Við fórum yfirleitt aldrei halloka. Það er eins og við höfum bara verið eitthvað geðveikir á þessum tíma, við áttum fullt af óvinum. En auðvitað man ég aldrei eftir því að við höfum átt upptökin. Eftir tíu ára aldur tók leiðir að- eins að skilja, enda vorum við orðnir þreyttir á því að vera kall- aðir Ási–Gunni. Þetta var sameig- inleg ákvörðun án þess að við töl- uðum mikið um það. Í menntaskóla æxlaðist það þannig að við völdum hvor sitt tungumálið sem aukamál og vorum þar af leiðandi ekki í sama bekk. Hann valdi þýsku og þá valdi ég frönsku. Þá lenti hann í bekk með eiginlega öllum sem fóru úr Vogaskóla í Mennta- skólann við Sund og ég lenti í bekk með allt öðru fólki, sem var mjög gaman. Ég fór því að vera meira með nýju bekkjarfélögunum. Við áttum þó okkar sameiginlegu vini í menntaskóla. Við vorum mikið á skíðum á yngri árum og að því kom að ég tók skíðin framyfir fótboltann og Ási hætti á skíðunum en hélt áfram í boltanum. Lengsti aðskiln- aðurinn má segja að hafi orðið þegar ég fór sem skiptinemi til Júgóslavíu. Ég kom heim ári síðar og var þá ári á eftir í skólanum. Þegar hann fór í Háskólann og ég í Leiklistarskólann var svo mikið að gera að við vorum mun minna saman, en síðasta árið okkar í námi leigðum við saman ásamt sameiginlegum vini, sem var mjög gaman. Við höfum alltaf talað mikið saman, samband okkar er mun sterkara en við hin systkini okkar. Maður hringir oftast í besta vin sinn og Ási er auðvitað besti vinur minn. Það hefur ekkert breyst. Ég held að við tölum saman nánast á hverjum degi. Svo höfum við náð saman í nýju áhugamáli, sem er veiðin. Það er mjög gaman að veiða með honum, en reyndar seg- ir konan mín að við tölum saman eins og tvær gamlar kellingar og þusum og tuðum. Við erum með svipaðan smekk, ekki vondan smekk og ekki góðan smekk, aðallega erum við lausir við smekk. En kannski hefur hann alltaf verið með betri fatasmekk en ég. Það var ein leið til þess að þekkja okkur í sundur á tímabili, sá sem var klæddur eins og drusla var Gunni, en þessi flott klæddi var Ási. Ási er mjög heilsteyptur karakt- er, mjög þægilegur maður að um- gangast, skemmtilegur og hvers manns hugljúfi. Hann er örlátur og góður heim að sækja, alltaf að baka og búa til sultur. Hann vand- ar sig við það sem hann tekur sér fyrir hendur og er bara frábær náungi. Fannst við upplifa það sama Gunnar Helgason fæddist árið 1965. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1986 og út- skrifaðist úr Leiklist- arskóla Íslands árið 1991. Eiginkona Gunn- ars er Björk Jak- obsdóttir leikkona og eiga þau tvö börn. Að undanförnu hefur Gunn- ar leikstýrt verkinu Pat- rekur 1,5 í Þjóðleikhús- inu, barnaleikriti sem var jólasýning Borg- arleikhússins og söng- leik í Rússlandi og Pól- landi. Einnig var hann að gefa út mynddisk um laxveiði. »Konan mín segir að við tölum saman eins og tvær gamlar kellingar og þusum og tuðum. Ásmundur Hann var alltaf þarna, það er það sem ég man best. Málið er með tvíbura, eða að minnsta kosti okkur, að við ruglumst mjög mikið á því hvor gerði hvað. Við vorum alltaf báðir á staðnum og munum því ekki hvor datt í skurð og hvor veiddi laxinn. Reyndar man ég mjög sterkt þegar Gunni brákaði á sér höndina. Ætli við höfum ekki verið átta ára. Við vorum í fótbolta á Framvellinum og hann var að verja í mikilli drullu og rigningu og boltinn svo þungur að höndin brotn- aði. Ég man líka þegar Gunni datt á hornið á kommóðu af því að við vor- um að snúa okkur í hringi, eða kannski var það ég sem datt á kommóðuna? Við vorum aldir upp á Háaleit- isbrautinni frá 1965 til 1975 og flutt- um þá í Glaðheima, sem var Þrótt- arahverfi. Hann var skemmtilegur krakki og við vorum alltaf til í allt. Við vorum allt frá því að vera lítil ljós út í alger hrekkjusvín. Fyrstu árin lékum við okkur mikið við Hall- grím Óla sem bjó í næsta stiga- gangi, sem hafði stundum mjög slæm áhrif á okkur, og svo vorum við líka oft bara tveir. En þegar við urðum unglingar fannst okkur erfitt að vera tveir. Við vorum hálffeimnir hvor við annan og vildum helst ekki fara tveir í bíó nema hafa einhvern með okkur. Kannski var það hálf- gerð spéhræðsla. Ef við fórum tveir í strætó settist annar framar en hinn. Frá því að við fórum að velja föt sjálfir gerðum við líka í því að vera ekki eins klæddir. Við vorum mjög oft í eins fötum sem börn, kannski hvor í sínum litnum af bux- um, en að öðru leyti eins. Þegar við vorum litlir var Gunni þessi fyndni, það byrjaði frekar snemma. Þá var ég ekkert að fara inn á það. Ég á ekki eins auðvelt með það, en á samt ekkert mjög erfitt með að fara upp á svið, þótt mér hafi aldrei hugnast að verða leikari. Við vorum í fótbolta alla daga og líka á skíðum á veturna. Lífið snerist um þetta tvennt. Við byrjuðum reyndar að læra á blokk- flautu en það gekk ekki neitt, þótt- um algerlega tóndaufir. Í fyrsta skipti sem annar okkar tók sjálfstæða ákvörðun í lífinu var þegar ég ákvað að fara í Þrótt og Gunni var áfram í Fram, en ég man ekki hvor okkar tók ákvörðunina. Þá vorum við á ellefta ári. Svo kom hann í Þrótt einu ári síðar. Þetta var í fyrsta sinn sem við vorum ekki alveg samstiga. Við vorum ekki saman í herbergi sem börn, ég var með Hallgrími í herbergi og hann með Nínu fyrstu tíu árin, eða þang- að til við fluttum. Þá vorum við saman í herbergi. Þegar við komum í menntaskóla fór Gunni í frönsku og ég þýsku og við vorum ekki saman í bekk í fyrsta sinn. Svo fór hann til Júgó- slavíu í eitt ár sem skiptinemi og þá vorum við í sundur. Ég hætti að æfa skíði þegar ég var sextán en hann hélt áfram í nokkur ár. Hann hætti hins vegar að æfa fótbolta en ég hélt áfram. Við tókum ákvörðun út frá okkur sjálfum og vorum ekkert að pæla í hvað hinn var að gera. Eftir útskrift leigðum við svo saman, þá var ég í Hann var alltaf þarna Vinir Karl Steinar Valsson, Gunni eða Ási, Kristján Schram, Gunni eða Ási og Þóra Schram. Ásmundur Helgason fæddist árið 1965. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1985 og BS- prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og MBA-prófi frá Banda- ríkjunum árið 1995. Hann er sjálfstætt starfandi og hefur meðal annars gefið út sudoku-bækur og sinn- ir markaðsráðgjöf. Ás- mundur er kvæntur Elínu Ragnarsdóttur, fram- kvæmdastjóra tímaritaút- gáfunnar Birtings, og eiga þau fjögur börn. » Þegar við vorum litlir var Gunni þessi fyndni, það byrjaði frekar snemma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.