Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 32
skautar 32 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • Bréfsími 552 9814 • www.rannis.is N Á M S K E I Ð H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Hvað er 7. rannsóknaáætlun ESB? Umsóknarferlið og hugmyndavinnan Námskeiðið fer fram kl. 09.00 - 16.00 í stofu 231-A í Háskólanum í Reykjavík að Ofanleiti 2. Þátttakendur skulu skrá sig hjá Ásu Hreggviðsdóttur á netfanginu asa@rannis.is fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 9. janúar. Námskeiðsgjald er kr. 25.500.- og innifalin eru námskeiðsgögn, hádegisverður og kaffiveitingar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Efni námskeiðsins: • Hvað er 7. rannsóknaáætlun ESB? • Hvatinn að baki rannsóknaáætlana ESB • Umsóknarferlið og hugmyndavinnan • Samstarfsaðilar • Fjárhagur verkefna • Ritun umsókna og valin dæmi úr áætlunum tekin fyrir • Frágangur umsókna • Rafræn skil umsókna - EPSS • Samningaferlið • Ræsing verkefnis • Rekstur verkefnis Fimmtudaginn 11. janúar mun RANNÍS í samvinnu við ráðgjafarfyrirtækið MarkMar ehf. og Háskólann í Reykjavík standa fyrir námskeiði um umsóknarferli í 7. RÁ ESB. Námskeiðið fer fram á íslensku og kennari er Dr. Sigurður G. Bogason (sjá nánar á www.markmar.is). Áætlunin gekk í gildi um áramótin 2006/2007 og eru fyrstu umsóknarfrestir þegar opnir. S telpurnar líða um skauta- svellið á miklum hraða, snúa sér og eru svell- kaldar í stökkunum. Tæplega 20 stelpur á aldrinum 9–14 ára eru á ísnum í Skautahöllinni í Laugardal, þær eru úr tveimur hópum, B2 og B3, sem æfa saman á þriðjudagskvöldum. Þær eru félagar í Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur (LSR) en deildin var stofnuð 1992. Íþróttin er því ung en iðkendum fjölgar smám saman og nú eru þeir hátt í 300. Þar af eru um 100 í Skautaskólanum, sem tekur á móti byrjendum. Auðvelt er að líkja þeim við létt- leikandi álfa og dísir því fimi þeirra á svellinu er mikil. En eftir að hafa rætt við þær sér maður einnig ákveðni, mikla íþróttamannshæfi- leika, gott skap og dug. Kuldinn frá svellinu er mikill en stelpurnar eru vanar honum. Þær eru líka stöðugt á hreyfingu og verður aldrei kalt á meðan á æfing- unni stendur. Félagsskapurinn skemmtilegastur Hólmfríður Karen Karlsdóttir, 10 ára nemi í 5. bekk Selásskóla, er bú- in að æfa listhlaup á skautum í tvö og hálft ár. Hún er í B3-hópnum en iðkendur færast smám saman upp eftir ákveðnu kerfi. Henni finnst þetta skemmtileg íþrótt. „Ég og frænka mín byrjuðum saman en svo hætti hún og fór í djassballett. Mér fannst þetta svo gaman að ég hélt áfram,“ segir Hólmfríður, sem sjálf var í sundi áður en hún byrjaði á skautunum. Hún æfir þrisvar sinnum í viku. Æfingarnar eru á svellinu sjálfu í tæpan klukkutíma en nauðsynlegt er að mæta fyrr til að hita upp og undirbúa sig fyrir tímann. Henni finnst gaman að læra alls konar stökk. „Við erum að læra eitt ótrúlega erfitt stökk sem heitir ax- el,“ segir hún. Og hvað er skemmtilegast við að æfa á skautum? „Félagsskapurinn, maður eignast svo marga vini,“ seg- ir Hólmfríður en hana langar til að verða skautaþjálfari og líka að æfa eins lengi og hún mögulega getur. Hún hefur tekið þátt í mótum og segir það alltaf jafnstressandi „en skemmtilegt eftir á“. Stökk og byltur Helga Björk Brynjarsdóttir, 14 ára nemi í 9. bekk í Hvassaleit- isskóla, er í B2-hópnum. Hún hefur æft í sjö ár. Núna eru æfingarnar fjórum sinnum í viku á ísnum og til viðbótar fer hún á eina þrekæfingu. Hún æfði fimleika í eitt ár áður en hún byrjaði á skautunum eftir að hafa farið í opinn tíma og fundist það sérstaklega gaman. Stökkin finnst henni hvað skemmtilegust en líka félagsskap- urinn. „Við erum búnar að vera saman nokkrar stelpur alveg frá því ég byrjaði,“ segir Helga, sem ætlar að halda áfram að skauta. „Ég held ég hafi þetta samt alltaf sem áhuga- mál.“ Henni finnst heldur lítil athygli hafa beinst að íþróttinni í fjöl- miðlum og segir stelpurnar almennt svekktar vegna þess. Stelpurnar eru báðar ánægðar með skautasvellið á Ingólfstorgi, sem var sett upp um jólin, og segja það veita skautunum meiri athygli. Mikilvægasti eiginleikinn til að ná árangri á skautum er að vera dug- legur að æfa sig, segir Helga. Stökkin þarfnast sérstaklega mikilla æfinga og verður maður að vera tilbúinn að þola einhverjar byltur. „Ef maður er búinn að detta oft þá þorir maður varla, svo kemur þetta bara smám saman, það hvetur mann áfram.“ Hún tekur þátt í flestum mótum sem haldin eru fyrir hennar keppn- isflokk, en það eru alltaf nokkur mót Aldrei kalt á æfingu Listhlaup á skautum er skemmtileg íþrótt sem eflir samhæfingu og sál. Inga Rún Sigurðardóttir leit inn á æfingu í Skauta- höllinni í Laugardal, fylgdist með fiminni og spjallaði við tvær skauta- drottningar. Morgunblaðið/Golli Öryggi Stelpurnar líða um skautasvellið á miklum hraða en íþróttin er góð til að æfa samhæfingu og jafnvægi. Stemning Hjól og skautar urðu eitt á Tjörninni í Reykjavík.Gaman Allt er hægt með hjálp góðra vina. Saman Krakkar á Melavellinum 1974. SKAUTAÍÞRÓTTIN hefur lengi verið áhugamál Ís- lendinga og nokkrar kyn- slóðir hafa rennt sér um á Tjörninni í Reykjavík. Skautasvellið á Melavelli er þeim líka minnisstætt sem skemmtu sér þar. Fyrstu heimildir í sögu Skautafélags Reykjavíkur eru frá miðri 19. öld þegar nemar í Latínuskólanum stunduðu skautahlaup á Tjörninni. Félagið var fyrst stofnað 1873 af mennta- skólanemum og er eitt af elstu íþróttafélögum Reykjavíkur. Meðfylgjandi myndir úr myndasafni Ólafs K. Magn- ússonar bera vott um þá stemningu sem hefur ríkt í kringum skautana í höf- uðborginni í gegnum tíð- ina. Á skautum skemmti ég mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.