Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 26
fornminjar 26 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Úr fjárhúsi Lík- neskan af Mar- íu mey sem falin var í vegg fjár- húss en talin er hafa verið í kirkjunni Skriðu- klaustri á klausturtím- anum. Kaleikurinn og patín Þ að var líklega held- ur þungbúið loft þegar presturinn á Valþjófsstað bjó sig af stað til að veita aldraðri konu síðasta sakramentið, enda komið undir haust. Hann setti í flýti niður í hnakktösku sína kaleik- inn og patínu og sté svo á bak. Á leið- inni fram Fljótsdalinn hugsaði hann um ávinninginn sem kirkjan myndi hugsanlega hafa af arfi eftir hina deyjandi konu. Hún var með þeim efnaðri á þessum slóðum. Meðan hann var að hugsa um þetta hrasaði hesturinn og hnakktaskan þeyttist af eins og hendi væri veifað. Prestur tók harkalega í tauminn svo hesturinn stansaði, fór af baki og tók að huga að töskunni. Hana fann hann fljótlega, en hún hafði opnast og úr henni hafði hrokkið það sem mestu skipti í þessu ferðalagi: kaleikurinn og patínan. Hann svipaðist um en fann lengi vel ekki gripina. En svo var eins og hönd Guðs hefði tekið við stjórninni, á steini upp við klettarið stóð kaleik- urinn fullur með víni og obláta á pat- ínunni við hliðina. Presturinn féll á kné og þakkaði almættinu og strengdi þess heit að vinna að því að á þessari jörð yrði reist klaustur. Klaustur Maríu meyjar Skriðuklaustri bárust fyrst gjafir 1493 og er það ár því oft nefnt stofnár þess. Það var stofnað síðast klaustra á Íslandi og hið eina sem helgað var Maríu mey, en átrúnaður á hana var mjög í tísku um þetta leyti. Það var auk þess helgað Guði almáttugum og hinu helga blóði Jesú Krists. Þar var með vissu starfandi svo- kallaður ytri skóli, þ.e. skóli fyrir þá sem lifðu í hinum veraldlega heimi, utan við þann andlega sem var af- markaður með veggjum klaustranna. Sagt er að þjóðsagan um kaleikinn og patínuna hafi orðið þess valdandi að klaustrið reis – og svo hitt að efnuð hefðarkona gaf jörðina Skriðu undir klausturhald. Undanfarið hefur farið fram upp- gröftur á þessu forna klaustri og þar hefur komið ýmislegt í ljós sem vekur upp skáldlegar sýnir. Konan sem grafin var í kórnum! Setjum okkur fyrir sjónir síðasta príorinn af fjórum sem þar störf- uðu, ganga hugsandi um klaust- urgarðinn og velta fyrir sér hvort hann ætti að leyfa það að kona væri grafin í kór kirkjunnar. Slíkt var fá- heyrt en boðið var gott verð fyrir. Það kæmi sér vel, marga munna var að seðja, margir fátæklingar og um- renningar höfðu leitað á náðir klaust- ursins upp á síðkastið. Hann horfði á kórbræðurna fimm, reglubræður sína í Ágústínusarreglunni, hvar þeir gengu á milli hinna sjúku og reyndu að veita líkn. Hver hefði trúað því að sárasóttin myndi verða slík plága sem hún var nú orðin. Að minnsta kosti fimm sjúklingar voru þegar látnir úr sóttinni, allt konur. Refsing Guðs, hugsaði príorinn og flýtti sér inn í klausturkirkjuna til að biðjast fyrir. Hann vonaði að Guð myndi líta til sín í náð og hjálpa sér að taka ákvörðun í þessu erfiða máli. Nógu erfitt hafði verið að svara þegar sótt var eftir legstað í kirkjunni fyrir 6 mánaða fóstur ríkra hjóna. Þá hafði hann veitt samþykki og það hafði komið klaustrinu vel. Hann krossaði sig fyrir framan líkneskið af heilagri Maríu, verndardýrlingi klaustursins og beið þess að ákvörðunin kæmi til sín. Það var margt sem steðjaði að um þessar mundir. Stöðugt bárust fregn- ir af ótrúlegum atburðum í Evrópu. Þar hafði Marteinn nokkur Lúther snúið fjölda manns til mótmæl- endatrúar, dýrlingum hafði verið kastað út úr kirkjunum og konungar lagt hald á kirkjujarðir. Hann velti fyrir sér hvort rétt væri að Danakonungur hefði þegar ákveðið að Íslendingar köst- uðu kaþólskri trú og tækju upp þann sið sem Marteinn Lúther boðaði. Allt í einu laust því niður í huga hans að rétt væri að heita á Maríu mey til verndar því klaustri sem eitt var helgað henni á Íslandi – Skriðu- klaustri, sem aðeins hafði starfað í tæp 50 ár. „Ég leyfi að grafa þessa ungu konu í kórnum Maríu til dýrðar,“ tautaði hann og gekk hröðum skrefum í dökkum kuflinum út úr kirkjunni. Sólin skein á klausturbyggingarnar, heilir 1200 fermetrar voru lagðir undir þær. Nokkrir sjúklingana voru í kringum brunninn í miðju garðsins. Hvernig myndi fara fyrir þessum sjúklingum og öðrum sem þarna hírðust í bygg- ingum utan klaustursins og biðu þess að læknast af meinum sínum og kaunum ef konungur léti til skarar skríða. Hver myndi halda utan um þá sjúku og fátæku þegar kaþólska kirkjan væri ekki lengur. Það fór hrollur um hann og hann flýtti sér inn til að fá sér heitan drykk, laukseyði, ekki veitti af svo hann smitaðist ekki af öllum þeim sjúku sem hann var stöðugt að sinna í kröm þeirra. Hann setti leirkrúsina niður á matborðið styrkum höndum, gerði krossmark fyrir sér og gekk svo niður tröpp- urnar, niður í kjallarann undir klaust- urbyggingunni til þess að sækja þurrkaðar jurtir sem ekki var óhætt að geyma nema í rökkrinu þar svo þær misstu ekki lækningamátt sinn. Jurtirnar geymdi hann í kistu, skreyttri frönskum stálliljum og lyk- ilinn hafði hann við belti sér. Sára- sóttin var ill viðureignar en samt ætl- aði hann enn að freista þess að brugga seyði til að ráða niðurlögum hennar, á endanum hlyti eitthvað að finnast sem ræki hana burt úr mannslíkamanum, jafnvel þótt það yrði ekki í hans tíð. Og hver veit nema það fyndist lyf sem gæti ráðið við ígerðir, blóðeitrun og berkla. Hann óskaði sér að hann hefði eitt- hvað af þeim erlendu jurtum sem hann hafði kynnst ytra en ekki hafði tekist að koma á legg á því kalda Ís- landi. Kuldinn var sannur bölvaldur þessarar þjóðar – þar næst trúleysið sem tekið var að búa um sig í kjölfar frétta um trúskiptin í Þýskalandi og víðar. Hvað var sá Guð að hugsa sem lét slíkt viðgangast og hvernig myndi þetta enda? Skriðuklaustur – yngsta klaustrið Það er skemmst frá því að segja að þetta endaði eins illa og príorinn gat helst hugsað sér. Konungur kom á trúskiptum á Íslandi með valdi og klaustrin voru ýmist eyðilögð eða yf- irgefin. Í úttekt frá 1598 er þess getið að klausturhúsin séu fallin. „Skriðuklaustur var lítið klaustur, höfuðkirkja sveitarinnar var á Val- þjófsstað, en klaustrinu bárust marg- Lykillinn Þessi gerðarlegi kistulykill fannst í rústunum við upp- gröftinn á Skriðuklaustri á Kirkjutúninu. Líkneski Brot af leirlíkneski með bók í hendi fannst á Skriðuklaustri 2005. Klaustrið Grunnform Skriðuklausturs Liljulauf Svona járn- lauf voru notuð til skreytinga á m.a. kistlum, hurðum og fleiru. Morgunblaðið/Sverrir Vísbendingar „Á Skriðuklaustri bjuggu og störfuðu munk- ar af Ágústínusarreglu í sextíu ár. Snögg siðaskiptin bundu enda á bænir þeirra. Rústir híbýla þeirra eru þó vel varðveittar, og geyma sterkar vísbendingar um bókagerð,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir. Þjóðminjasafn Íslands/Ívar Brynjólfsson. Dulúð hvílir yfir hinum forna klausturlifnaði á Íslandi. Uppgröfturinn á Skriðuklaustri hefur þó veitt ýmsar upplýsingar. Guðrún Guðlaugsdóttir setti sér fyrir sjónir lífið sem þar var einu sinni lifað og ræddi við Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing um rústirnar og um beinagrindur og sára- sótt, kistur og dýrmætar bækur, svo fátt eitt sé talið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.