Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 6. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is EITT HÖFUÐ TVÍHÖFÐA SNILLD SNÝR AFTUR MEÐ SMÁSÁLIR OG GAMLA GESTI >> 57 STEINUNNI ÓLÍNU ER ORÐU VANT ORÐULEIKUR UMORÐAÐ ÁR >> 34 Bagdad. AP. | Íraskar hersveitir hófu um helgina árásir á skæruliða úr röðum súnníta og á vígamenn úr dauðasveitum sjíta í Bagdad, að því er ráðgjafar Nuri al-Maliki forsætis- ráðherra fullyrtu í gær. Aðgerðirnar njóta stuðnings Bandaríkjahers en þær eru fyrsta skrefið í nýrri áætlun bandarískra stjórnvalda um að binda enda á linnulaust ofbeldið í landinu. Sveitirnar munu fara hverfi úr hverfi og elta uppi grunaða liðsmenn þessara hópa en reiknað er með að George W. Bush Bandaríkjaforseti muni kynna nýja stefnu stjórnar sinnar í Írak á næstu dögum. Að sögn talsmanna Malikis, sem hótaði í gær að endurskoða tengsl við ríki sem gagnrýndu aftökuna á Saddam Hussein, er hann ekki viss um ágæti þess að fjölga í liði Banda- ríkjahers í Írak en fyrir helgi mót- mæltu leiðtogar demókrata á Banda- ríkjaþingi slíkum hugmyndum. Þá hefur blaðið Los Angeles Tim- es eftir heimildarmönnum sínum, að ráðgjafar Bush telji að nauðsynlegt sé að uppbygging heraflans vari lengur en í 18 mánuði, annars sé hún dæmd til að mistakast. Árásir á vígamenn í Bagdad Íraksstjórn boðar öfluga gagnsókn PEREZ Hilton er oft fyrstur með fréttirnar á slúðurbloggsíðu sinni. 3,5 milljónir manna lesa á hverjum degi það sem hann hefur að segja um Lindsay Lohan, Nicole Richie, Brad Pitt, átrúnaðargoðið Paris Hilton og alla hina. Hann skrifar einn á PerezHilton.com en til þess að afla frétta mætir hann í allt að þrjú samkvæmi á kvöldi, eins og fram kemur í viðtali hans við Morg- unblaðið í dag. Lífið hjá honum er þó ekki bara partí því hann sefur einungis fjóra til fimm tíma á nóttu og er byrjaður að vinna fyrir klukk- an sex á morgnana. Fyrir rúmu ári var hann gjaldþrota en nú þénar hann milljónir á því að skrifa fyrir milljónir slúðurþyrsts fólks. | 24 Slúðursamloka Perez á milli systr- anna Nicky og Parisar Hilton. Milljóna- bloggari í Hollywood ÞESSIR hraustu Búlgarar létu ekki kuldann á sig fá þegar þeir héldu hver um annan í hring og dönsuðu í ísköldu vatninu í tilefni þess að haldið var upp á þrettándann þar í landi í gær. Trommuleikari hafði ofan af fyrir þeim fjöl- mörgu gestum sem fylgdust með af bakka árinn- ar, sem er í bænum Kalofer, um 150 kílómetra austur af höfuðborginni Sofíu. Þótt Vetur konungur ráði nú ríkjum í Búlg- aríu eru flestir íbúa landsins í sólskinsskapi enda er almenn ánægja meðal Búlgara vegna inn- göngu landsins í Evrópusambandið á nýársdag. Það sama er upp á teningnum í Rúmeníu sem einnig gekk í sambandið þegar klukkan sló á miðnætti á gamlársdag en ekki fylgdi sögunni hvort Rúmenar voru jafnduglegir og frændur þeirra við að halda upp á þrettándann með því að storka veðurguðunum á þennan óvenjulega hátt. Reuters Dansað á þrettándanum í ísköldu vatninu HUNDAR í Bandaríkjunum sem eiga í sálarstríði sökum offitu hafa ástæðu til að gleðjast, sérhönnuð megrunarpilla fyrir fjórfætlingana er væntanleg innan tíðar. Undralyf- ið, sem ber heitið Slentrol, var sam- þykkt af bandaríska lyfja- og mat- vælaeftirlitinu, FDA, en lyfjarisinn Pfizer annast markaðssetningu. Meginvirkni Slentrol er að draga úr matarlyst og fituupptöku hunda, sem eru sagðir eiga við offitu að stríða þegar líkamsþyngdin er 20 prósent yfir kjörþyngd. Hundaræktunarstjarnan David Reinecker, sem m.a. þjálfar tvo hunda Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra Kaliforníu, segir lyfið út í hött, betra sé að þjálfa dýrin. Allt að 30 prósent 62 milljóna hunda vestra eru talin of þung en fimm prósent þjást af offitu. Megrunarpilla fyrir hunda Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÁHUGI er í Færeyjum á að kanna hagkvæmni þess að leggja raf- streng frá Íslandi. Verið er að leggja lokahönd á forathugunar- skýrslu og reiknar Þorkell Helga- son orkumálastjóri með að í henni verði mælt með því að lagðir verði fjármunir í að kanna þetta verkefni frekar. Færeyska útvarpið hefur fjallað um þetta verkefni og kom þar fram að tæknilega væri ekkert því til fyr- irstöðu að leggja rafstreng milli Ís- lands og Færeyja og það væri einn- ig hægt að leysa það fjárhagslega. Færeyingar nota árlega 250–300 GWst af rafmagni, en til saman- burðar er notkunin á Íslandi 8.500 GWst. Um 70–100 GWst eru fram- leiddar með vatnsorku, en afgang- urinn er framleiddur með dísilraf- stöðvum og vindmyllum. Mikil hækkun á olíuverði hefur leitt til aukins áhuga Færeyinga á öðrum lausnum í orkumálum. Þorkell Helgason sagði að í kjölfar heim- sóknar Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, til Færeyja í fyrra hefði verið ákveðið að setja af stað könnun á hag- kvæmni þess að leggja rafstreng milli Íslands og Færeyja. Verið er að leggja lokahönd á forathugunar- skýrslu um málið. Þorkell sagði að næsta skref í málinu væri að taka ákvörðun um hvort leggja ætti fjár- muni í ítarlegri faglega könnun á þessu verkefni. Stærri raforkumarkaður í Færeyjum mögulegur „Ég reikna fastlega með því, þó að það eigi eftir að ganga formlega frá því, að það verði lagt til að halda þessu áfram,“ sagði Þorkell. Þó að raforkumarkaðurinn í Færeyjum sé ekki stór væri hægt að stækka hann frekar með því að hita upp vatn sem notað yrði til húshitunar. Þar myndu um 100 MW bætast við þau 40–50 MW sem nú eru framleidd með olíu. Þorkell sagði að athugun benti hins vegar til þess að það væri ekki hagkvæmt að nota rafmagn frá Íslandi til hús- hitunar, nema verð á olíu hækkaði enn meira. Áhugi í Færeyjum á raf- orkukaupum frá Íslandi Könnunarskýrsla um lagningu sæstrengs að verða tilbúin Í HNOTSKURN » Rafstrengur milli Færeyjaog Íslands, sem yrði lagð- ur frá Austurlandi, yrði um 450 km langur. » Kostnaður við lagningurafstrengs til Færeyja er líklega um 30 milljarðar króna. » Frumkvæði að málinukom frá Færeyjum en Orkustofnun hefur unnið að málinu fyrir hönd Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.