Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 17
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn hlutir af ýmsu tagi, einkum persónu- legir munir.“ Nefnir hann teikningar barna sér- staklega í þessu samhengi. „Það er mjög fallegt þegar barnabörnin leggja teikningar sínar með í kistu ömmu eða afa.“ Ýmsa óvenjulega hluti hefur Kristján Valur líka séð setta ofan í kistur, svo sem viskípela, sígarettuk- arton og jafnvel golfsett. „Sumum þykir öruggara að senda menn með golfsettið yfir móðuna miklu ef ske kynni að spilað sé golf þar. Einum man ég líka eftir sem vildi taka kven- peysu með sér í gröfina. Hafði hann þó aldrei verið kvæntur.“ Síminn hafður með til öryggis Óttinn við kviksetningu mun að líkindum fylgja mannkyninu alla tíð og Kristján Valur segir að á síðustu árum hafi menn víða slegið á hann með því að setja farsíma í kistu hins látna. Ekki veit hann þó til þess að það hafi verið gert hér á landi enda þótt ekkert banni það. Það gæti breyst með nýju lögunum og reglu- gerðum í kjölfar þeirra. „Varðandi ótta við kviksetningu er algengara að fyrir liggi beiðni frá hinum látna þess efnis að skorið sé á púls hans áður en kistunni er lokað.“ Það sem Pálma þykir hafa breyst mest varðandi útfararsiði á síðustu árum eru minningargreinar í dag- blöðum. Þær séu nú í auknum mæli til hins látna en ekki um hann eins og tíðkaðist áður. „Sumir segja að þetta sé of persónulegt en á móti kemur að það getur verið gott að skrifa sig frá sorginni. En þetta er hárfínn vegur sem erfitt er að feta. Að mínu viti getur minningargrein verið alveg jafnsterk þótt hinn látni sé ekki ávarpaður.“ Pálmi segir að það hafi einnig færst í vöxt að börn skrifi um for- eldra sína, foreldrar um börn og maki um maka. „Það má deila um hvort þetta sé góð eða slæm þróun. Það er sjálfsagt að fólk geri þetta en hitt er svo annað mál hvort það á er- indi við almenning.“ Pálmi hefur orðið var við að ungt fólk sé í auknum mæli farið að lesa minningargreinar í dagblöðum og þá ekki síður um vandalausa. „Þetta helst í hendur við það að ættfræði- áhugi hefur aukist gífurlega hjá ungu fólki. Ekki hafði ég þennan áhuga á þessum aldri. Þetta þýðir að allar upplýsingar með minning- argreinum þurfa að vera mjög ná- kvæmar. Fólk hefur tilhneigingu til að staðsetja alla ættingja hins látna.“ Ljóðin vandmeðfarin Morgunblaðið birtir helst aðeins ljóð sem áður hafa birst opinberlega í minningargreinum og segir Pálmi að fólk leiti fyrir vikið í auknum mæli til presta og biðji þá að lesa frum- samin ljóð við útfarir. „Þetta setur okkur í talsverðan vanda. Sumt af þessum kveðskap er snilld, annað á ekki erindi og allt þar á milli. Fæstir prestar hafa forsendur til að leggja mat á kveðskap og því eru þeir settir í erfiða stöðu. Menn segja helst ekki nei við syrgjendur.“ Varðandi kveðjur í útför segir Pálmi það grunnregluna að ekki sé lesin kveðja frá fólki sem er viðstatt athöfnina, aðeins frá vinum og vandamönnum sem eru fjarverandi. „Það er líka góð regla að bera allar kveðjur undir fjölskyldu hins látna. Ég brenndi mig einu sinni á þessu. Las kveðju frá manni í útför og fann að það fór kliður um salinn. Síðar komst ég að því að sá sem sendi kveðjuna og hinn látni höfðu eldað grátt silfur saman og þetta var til- raun til sátta. Þetta var hvorki stað- urinn né stundin fyrir slíka kveðju. Síðan hef ég borið allar kveðjur und- ir fjölskyldu hins látna og hún ákveðið hvað skal lesið upp.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 17 Tími: 13:00 - 13:45 Staðsetning: K5 - Kringlunni 1 Tími: 12:10 - 12:55 Staðsetning: K3 - Kringlunni 1 Tími: 17:15 - 18:00 Staðsetning: K1 - Kringlunni 1 Tími: 16:20 - 17:05 Staðsetning: K2 - Kringlunni 1 NIMROY - Network Information Manager Read Only Kerfið er upplýsingaveita fyrir kerfisstjóra um nettengd tæki og notendur. Kerfið birtir upplýsingar um gögn sem safnað er í gegnum WMI, SNMP og frá Active Directory. Kerfið gefur möguleika á að leita eftir upplýsingum og skoða skýrslur út frá söfnuðum upplýsingum. Samstarfsaðili: Eimskip Nemendur: Aðalsteinn Þorbergsson og Þorri Gestsson. POS Controller og Data Replicator Í verkefninu var smíðað bakvinnslukerfi ofan á afgreiðslu- kassakerfi í eigu Landsteina Strengs sem byggir á Axapta gagnagrunni. Einnig var þróuð gagnadreifiþjónusta og gagnadreifikerfi til samstillingar gagnagrunna milli afgreiðslukassa og miðlægs verslunargrunns á rauntíma. Samstarfsaðili: Landsteinar Strengur Nemendur: Haukur Arnar Sigurðsson, Hrólfur Gestsson og Tobias Helmer. TubTracker Í verkefninu var þróað miðlægt eignastjórnunarkerfi fyrir fiskikör. Fyrirtæki geta keypt aðgang að eigna- stjórnunarkerfinu, skráð inn sín kör og fylgst með þeim miðlægt á korti í gegnum vef. Skráningar notast við RFID og lófatölvur. Samstarfsaðili: Maritech Nemendur: Grétar Berg Jónsson, Magnús Þór Haraldsson, Reynir Þór Magnússon og Stefán Þór Björnsson. Samþætting skýrslugerða símstöðvakerfa Þróað var kerfi sem safnar saman upplýsingum frá mörgum símstöðvum í einu og sameinar í gagnagrunn þar sem meðal annars er hægt að kalla fram skýrslur um símnotkun. Samstarfsaðili: Opin Kerfi Nemendur: Björgvin Arnar Björgvinsson, Eiríkur Gunnar Símonarson og Hafþór Hilmarsson. AflaVísir Smíðað var gluggakerfi sem heldur utan um aflaviðskipti lítilla fiskvinnslufyrirtækja. Kerfið sér um öll skýrsluskil til Fiskistofu, skattstofu og viðskiptamanna. Einnig er hægt að bóka aflaviðskipti inn í Navision fjárhagsbókhald. Hægt er að greiða fyrir afla með tengingu við vefþjónustu Glitnis. Samstarfsaðili: Jakob Valgeir ehf. Nemendur: Albert Brynjar Elísson, Elín Jónsdóttir og Kolbrún Jónsdóttir. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR Tími: 15:30 - 16:15 Staðsetning: K1 - Kringlunni 1 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKA 9 • KRINGLUNNI 1 SÍMI: 599 6200 www.hr.is Nemendur sem eru að íhuga nám við skólann eru sérstaklega hvattir til að mæta. á lokaverkefnum í tölvunarfræði við Háskólann í ReykjavíkOPIN KYNNING Útrásin og nýsköpun Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Morgunverðarfundur í tilefni af útgáfu skýrslu um þekkingarsköpun útrásarfyrirtækja á Íslandi Grand Hótel þriðjudaginn 9. janúar kl. 8:30-10:00 Dagskrá Einkenni alþjóðavæðingar íslenskra fyrirtækja Ásta Dís Óladóttir, doktorsnemi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Ásta Dís segir frá niðurstöðum rannsókna á alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja. Í rannsókninni er ljósi varpað á útrásina, einkenni hennar og umfang. Fjallað er um hvernig íslensk fyrirtæki fara á markað erlendis. Spurt er hvað einkenni íslensk fyrirtæki sem hafa haslað sér völl erlendis og hvort alþjóðavæðingin sé frábrugðin því sem gerist annars staðar. Skiptir útrásin máli fyrir nýsköpun hér heima? Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís Ásdís kynnir efni nýrrar skýrslu Rannís um áhrif alþjóðavæðingar fyrirtækja á nýsköpun á heimavelli. Rannsóknir sýna að á hinum Norðurlöndunum eru alþjóðavædd heimafyrirtæki mun virkari í nýsköpun en annars konar fyrirtæki. Því er velt upp hvort hið sama eigi við hérlendis. Fjallað er um reynslu tveggja íslenskra fyrirtækja, Actavis og Össurar, sem hafa hagnýtt útrásina til nýsköpunar. Fundarstjóri er Gunnar Haraldsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Fundurinn er öllum opinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.