Morgunblaðið - 07.01.2007, Page 22

Morgunblaðið - 07.01.2007, Page 22
22 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Vörn Chelsea hvorki fugl né fiskur í síð- ustu leikjum án leiðtogans, Johns Terrys Chelsea hélt markinu hreinuá Villa Park í Birm-ingham í fyrsta leik sínumí ensku úrvalsdeildinni á því herrans ári 2007. Sú var tíðin að þessi árangur hefði ekki þótt frétt- næmur en eftir að Englandsmeist- ararnir höfðu hirt tuðruna tvívegis úr netinu fjóra leiki í röð í desember hleypti sparkheimur brúnum. Undanfarin tvö ár hefur Chelsea staðið fyrir eftirminnilegri sýni- kennslu í listinni að verjast. Vet- urinn 2004–05 setti liðið met – sem líklega verður aldrei slegið – þegar það fékk aðeins á sig 15 mörk í 38 úrvalsdeildarleikjum. Í fyrra þurfti liðið bara að skófla tuðrunni 22 sinn- um úr netinu. Á yfirstandandi leik- tíð hefur Chelsea fengið á sig 17 mörk í 22 leikjum. Flest önnur félög myndu glöð una þeim árangri en José Mourinho, varnarþjálfari em- irítus, lítur hann sömu augum og Ómar Ragnarsson fyllingu Háls- lóns. Klúður Manchester United Eigi að síður hélt kappinn ró sinni eftir leikinn gegn Aston Villa – þriðja jafnteflið í röð – og býsnaðist meira að segja yfir klúðrinu hjá höf- uðandstæðingnum í vetur, Man- chester United, að hafa ekki gengið á lagið og klárað mótið. Mourinho verður seint sakaður um að vera ekki uppbyggilegur í hugsun. En það er svo sem innistæða fyrir kokhreystinni, eins og oftar, Mour- inho veit hvað er að. Liðið saknar leiðtoga síns, Johns Terrys. Það er nefnilega merkileg „tilviljun“ að eft- ir að fyrirliðinn gekk úr skaftinu vegna meiðsla um miðjan desember er eins og tappi hafi verið tekinn úr baðkari. Í næstu fjórum leikjum fékk Chelsea á sig átta mörk. Hafi einhver verið í vafa blasir stað- reyndin nú við: Án Johns Terrys er Chelsea eins og höfuðlaus her. En nú horfir þetta allt til bóta. Reiknað er með að Terry verði klár í slaginn í næsta deildarleik, gegn Wigan Athletic 13. janúar. Mönnum er bent á að halda tölfræðinni til haga næstu leiki á eftir. Hætt er við að það flæði jafnvel upp úr bað- karinu. Ýmsum kann að þykja undarlegt að stórveldi sem ekki veit aura sinna tal geti munað svo mikið um einn leikmann. En John Terry er enginn venjulegur leikmaður. Hjá Chelsea úir og grúir af mjög góðum leik- mönnum en Terry stendur upp úr. Hann er í hæsta gæðaflokki í heim- inum og stendur köppum á borð við Ronaldinho, Henry og Eto’o fylli- lega á sporði enda þótt hann sé ekki eins flinkur að dansa djæf. Auðvitað er erfitt að bera saman varnar- og sóknarmenn en Henry og Eto’o hafa báðir verið fjarri góðu gamni um langt skeið í vetur. Hafa Arsenal og Barcelona misst fótanna fyrir vikið? Svari nú hver fyrir sig. Kann ekki að tapa Vitaskuld er sóknin alltaf skemmtilegust en í knattspyrnu þarf líka að verjast og vel skipulagður og traustur varnarleikur er gulls ígildi í samtímanum. Hann getur líka verið mikið augnayndi enda þótt talsmenn tótal-fótboltans, menn á borð við Hermann Gunnarsson, muni seint viðurkenna það. Slíka fagurkera ber að minna á komu San Francisco- ballettsins til landsins í vor. John Terry er ekki aðeins stór- brotinn leikmaður, heldur líka leið- togi af Guðs náð. Hann veitir liði Chelsea jafnvægi og öryggi sem ekki er hægt að kenna. Hann hefur „þetta“, eins og menn segja og kreppa hnefann, rétt eins og goð- sagnir á borð við Tony Adams og Roy Keane á undan honum. Það er þessi gerð af knattspyrnumanni sem er ómótstæðileg, sú sem ekki kann að lúta í gras. Á sigurgöngu Chelsea undanfarin tvö ár hafa Terry og Ricardo Car- valho að mestu leyti verið miðvarða- parið. Nú háttar því hins vegar þannig til að maðurinn sem áður leysti þá af hólmi, William Gallas, er farinn. Gekk til liðs við Arsenal síð- astliðið haust í skiptum fyrir vinstri- bakvörðinn Ashley Cole, eins og frægt er. Gallas var Mourinho ákaf- lega kær og var seldur gegn hans vilja. Ágreiningur Frakkans var við stjórnina og snerist fyrst og síðast um launakjör og virðingu en ekki staðsetningu á vellinum en Gallas lék á löngum köflum stöðu vinstri- bakvarðar. Afvelta mannæta Í fjarveru Terrys að undanförnu hefur Gallas verið sárt saknað. Mað- urinn sem leysa átti hann af hólmi, Khalid Boulahrouz, hefur ekki staðið undir væntingum. Boulahrouz, sem hefur viðurnefnið „mannætan“, kom raunar með trukki og dýfu frá Hol- landi og stóð í fyrstu fyllilega undir nafni. Byrjaði á því að éta sjálfan Ro- naldinho, með tagli og tanngarði, í viðureign Chelsea og Börsunga í Meistaradeild Evrópu á Brúnni. Svo södd varð „mannætan“ af þeim máls- verði að hún hefur verið afvelta síð- an. Ronaldinho gekk meira að segja aftur á Nývangi og dansaði rúmbu við aumingja „mannætuna“ sem vissi ekki hvort hún var að koma eða fara. Og það á ekki af Boulahrouz að ganga. Holdleg þjáning tók við af þeirri andlegu í miðjum klíðum á Villa Park en kappinn meiddist þá á hné og verður frá æfingum og keppni í fjórar til sex vikur. „Guði sé lof,“ segir David Mellor. Af tvennu illu biðja áhangendur Chelsea frekar um Paulo Ferreira Beðið eftir baðtappanum Reuters Allt í steik Fulham skoraði í tvígang á Brúnni yfir jólin, rétt eins og Read- ing. Báðum leikjunum lyktaði með jafntefli. Öðruvísi mér áður brá. ÍÞRÓTTIR» » Ýmsum kann að þykja undarlegt að stórveldi sem ekki veit aura sinna tal geti mun- að svo mikið um einn leikmann. En John Terry er enginn venju- legur leikmaður. Áhorfandi John Terry (til hægri, fyrir miðri mynd) hefur verið í sömu sporum og José Mourinho meðan ósköpin hafa dunið yfir – á hliðarlínunni. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is NICOLAS Sarkozy er um-deildur en um eitt eruflestir þó sammála;metnaður mannsins er hamslaus. Jacques Chirac, forseti Frakklands, hefur ítrekað freistað þess að leggja stein í götu hans en ekki haft erindi sem erfiði. Og nú bendir flest til þess að einungis Sego- lene Royal, frambjóðandi Sósíalista- flokksins, geti komið í veg fyrir að Sarkozy verði kjörinn forseti Frakk- lands í vor. Um liðna helgi var frá því skýrt að einungis Nicolas Sarkozy hefði skilað inn framboði sem fulltrúi UMP- flokksins (fr. „Union pour un Mouve- ment Populaire“) vegna forsetakosn- inganna. Gert er ráð fyrir því að Sar- kozy verði formlega útnefndur frambjóðandi flokksins um næstu helgi. UMP telst til hægri í frönskum stjórnmálum og er nú við völd. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Á hinn bóginn þurfti Sarkozy að sigrast á mörgum hindrunum til að ná þessu markmiði sínu. Ýmsir þungavigtarmenn innan flokksins hafa freistað þess að hefta framsókn hans í frönskum stjórnmálum. Fremstur í þeim flokki hefur farið sjálfur Jacques Chirac forseti. Chi- rac hefur löngum talið Sarkozy hættulegan og ósvífinn keppinaut. Haft er fyrir satt að forsetinn óttist að Sarkozy muni spilla „arfleifð“ sinni. Vandséð er hver hún ætti að vera; Chirac hverfur úr embætti rú- inn trausti og vinsældum og margir Frakkar tengja nafn hans einkum við spillingu, vanhæfni og úrræðaleysi. Bandarískar fyrirmyndir Sarkozy, sem er 51 árs gamall, hef- ur náð snöggum frama í frönskum stjórnmálum. Hann hefur sýnt að þar fer kraftmikill og kjarkaður mað- ur sem hefur glöggan skilning á leik- reglum stjórnmálanna; miskunnar- leysinu og ósvífninni sem iðulega er nauðsynlegt að beita til að ná settu marki. Nicolas Sarkozy hefur aldrei reynt að dylja metnað sinn og mark- mið hans hafa oftar en ekki blasað við. Á síðustu fimm árum hefur hann tvívegis gegnt embætti innanríkis- ráðherra Frakklands. Þar ræðir um krefjandi starf og valdamikið. Búist er við því að hann láti nú af embætti til að einbeita sér að kosningunum sem fram fara 22. apríl og 6. maí, reynist önnur umferð nauðsynleg. Innanríkisráðuneytið fer með fram- kvæmd kosninganna og fráleitt sýn- ist því að ráðherrann geti sinnt starfi sínu fram til þess að Frakkar ganga að kjörborðinu. Sarkozy er maður „athafnastjórn- mála“ svo vísað sé til hugtaka sem móta íslenska stjórnmálaumræðu. Hann hefur jafnan talið ástæðulaust með öllu að dylja skoðanir sínar og margir kunna vel að meti hreinskilni hans. Andstæðingarnir væna hann hins vegar um ósveigjanleika og hroka og telja framgöngu hans um margt minna á þá sem einkenni bandaríska stjórnmálaleiðtoga. Líkt og alkunna er telja margir í Frakk- landi það ganga glæpi næst að horfa vestur um haf eftir fyrirmyndum í Óstöðvandi metnaður? Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra verður frambjóðandi stjórnarflokks hægri manna í forsetakosn- ingunum í Frakklandi. Hann er maður „athafnastjórnmála“ og boðar uppgjör við hið liðna REUTERS Umdeildur Nicolas Sarkozy þykir um margt heldur óhefðbundinn franskur stjórnmálamaður. Sumar grunnhugmyndir sínar sækir hann til Bret- lands og Bandaríkjanna og boðar breytingar á ýmsum sviðum. ERLENT»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.