Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 71 Glæsilegar sérferðir Heimsferðum er sérstök ánægja að kynna sérferðir sínar fyrir vor og sumar 2007. Framboðið hefur aldrei verið glæsilegra en í ár og ættu flestir að geta fundið spennandi ferð við sitt hæfi sem býður ævintýri, upplifanir og ógleymanlegar minningar. Heimsferðir óska þér og þínum góðrar ferðar hvert sem leiðin liggur á árinu 2007. Kynntu þér glæsilegan sérferðabækling okkar sem dreift er með blaðinu í dag eða á www.heimsferdir.is Heimsferða 2007 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 25 43 4 Kína – páskaferð 1.-14. apríl Marokkó og Andalúsía 14.-24. apríl Evrópskar borgarperlur 7.-16. maí Vorið í Mont Tremblant 17.-24. maí Perlur Búlgaríu 21.-28. maí Perlur Slóveníu 27. maí - 3. júní Perlur Grikklands 30. júní - 14. júlí Ævintýri í Kanada 12.-19. júní Gardavatn 29. júlí - 5. ágúst Búlgaría – Rúmenía 30. júlí - 13. ágúst Þvert yfir Alpana 12.-26. ágúst Montreal og Québec 23.-30. ágúst 5 landa sýn á Balkanskaga 26. ágúst - 9. sept. Katalónía 31. ágúst - 14. sept. Bled í Slóveníu 2.-9. september Ítölsku Alpavötnin 9.-16. september Ítalska rivíeran – Rapallo 16.-23. september Gönguferðir • Cinque Terre • Norður-Spánn • Á göngu í Kanada • Slóvenía – Júlíönsku Alparnir • Á mótum þriggja landa (göngu- og hjólaferð) Glæsisiglingar • Töfrar Miðjarðarhafsins • Adría- og Eyjahafssigling • Gersemar Miðjarðarhafsins • Gríska-Eyjahafið og Rhodos • Fornar menningarslóðir Grikklands og Tyrklands FLJÚGANDI lofbelgir eru ekki dagleg sjón í Sydney en auk þess að vera fallegir gegna þessir belgir ákveðnum tilgangi. Þeir eru hluti af verkefni sem nefnist Hljómsveit himinsins og eru listaverk eftir Luke Jerram. Hugmyndin að verk- inu er sprottin af rannsóknum á hvaða áhrif tónlist hefur á drauma fólks en loftbelgirnir flugu rétt yfir borginni snemma í gærmorgun með áföstum hljóðbúnaði sem lék mismunandi tónlist. Svífandi drauma- loftbelgir Reuters STAÐFEST hefur verið að leik- arinn Mike Myers komi til með að fara með hlutverk Who-tromm- arans Keith Mo- on í mynd um æviferil hans. Fyrrum hljóm- sveitarfélagi Mo- on, Roger Dalt- rey, er sagður hafa haft hönd í bagga með ráðn- ingu Myers í hlutverkið, en Daltrey hefur unnið að gerð mynd- arinnar undanfarinn áratug ásamt framleiðandanum Nigel Sinclair (No Direction Home: Bob Dylan, Terminator 3 og Sliding Doors). Þeir félagar eru nú að leita að leikstjóra fyrir myndina sem mun bera titilinn See Me, Feel Me: Keith Moon Naked For Your Pleasure (Sjáðu mig, finndu mig: Keith Moon nakinn þér til ynd- isauka). Moon var þekktur fyrir villt líf- erni auk afreka á tónlistarsviðinu. Hann lést árið 1978 eftir of stóran skammt af lyfinu chlormethiazole, lyfi sem hann tók í baráttu sinni við Bakkus. Moon var 32 ára þegar hann lést en Myers er 44 ára. Myndin er væntanleg í kvik- myndahús árið 2009. The Who Standandi eru Pete Townshend og John Entwistle en Keith Moon og Roger Daltrey sitja. Myers verð- ur Moon Mike Myers Nýjustu mynd leikarans RussellCrowe er slátrað í gagnrýni í fjölmiðlum í Frakklandi. Myndin nefnist A Good Year og fjallar um Englending búsettan í Frakklandi. Svo virðist sem Frakk- ar séu ekki á eitt sáttir með þá mynd sem dregin er upp af löndum þeirra í myndinni. Dagblaðið Liberation segir mynd- ina „ömurlega“ og sakar leikstjór- ann Ridley Scott um að notfæra sér hverja einustu klisju sem til er á hvíta tjaldinu. Skríbent Le Parisien segir meðal annars í kaldhæðni: „Það er greini- lega á allra vitorði að Frakkar eru fúlir og skítugir, ganga í sandölum og keyra eldgamla bíla.“ Í myndinni leiða þeir Crowe og Scott saman hesta sína í fyrsta sinn síðan í kvikmyndinni The Gladiator. Eitthvað virðist þeim vera að bregð- ast bogalistin í samstarfinu en A Go- od Year fékk einnig mjög litla að- sókn í Bandaríkjunum. Einnig settu margir breskir og bandarískir gagn- rýnendur spurningarmerki við þá ákvörðun að láta hasarmyndaleikara frá Nýja-Sjálandi fara með róm- antískt gamanhlutverk. Myndin er lauslega byggð á met- sölubók Peters Mayle, A Year In Provence. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.