Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 38
kvikmyndir 38 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ V ið ársuppgjör kem- ur margt misjafnt upp á yfirborðið og línurnar skýrast eitt augnablik, áð- ur en aftur er stefnt út í óviss- una. Fyrst og fremst skýrist hvort árið hverfur í aldanna skaut sem gott eða vont, eða hvort gamla, góða meðallagið hafi ráðið eins og oftast áður. Þegar undirritaður tók saman listann yfir 10 bestu myndir ársins, sem birtist í Morgunblaðinu um liðna helgi, sá hann sér til óvæntrar gleði að óvenjumargar myndir náðu ekki inn á listann. Oftast er það þrautin þyngri að tína til 10 myndir sem eiga það skilið að komast í hóp útvaldra. Nú var semsagt hægt að velja og hafna, sem þýðir að árið 2006 verður skráð á spjöld sögunnar sem ár yfir meðallagi. Tvennt er nýstárlegt og einkar ánægjulegt: Eftir mörg mögur ár höfum við séð hvorki fleiri né færri en fjórar frambærilegar myndir ís- lenskar, og er árangurinn sá glæsi- legasti í áratugi, ef ekki frá upphafi. Blóðbönd, Börn og Mýrin eru all- ar vönduð og góð verk, gjörólík að innihaldi og efnistökum en fagmann- lega unnin í flesta staði. Þetta eru myndir sem stærri þjóðir gætu verið stoltar af og af stærðargráðu sem hentar okkur vel. Þessar stað- reyndir blöstu við á afhending- arhátíð Edduverðlaunanna sem hef- ur aldrei fyrr á sínum stutta ferli verið tvísýn né sérstaklega spenn- andi áhorfs. Til viðbótar var mikil gróska í stuttmynda- og heimildarmynda- gerð á þessu fertugasta afmælisári Félags kvikmyndagerðarmanna, sem af því tilefni stóð m.a. fyrir gerð 40 mínútulangra stuttmynda. Þar kenndi margra grasa og var þetta í heildina fjölskrúðug blanda öruggra handverka þaulæfðra manna og frumlegra og forvitnilegra tilrauna eftir ungt og óþekkt fólk. Í þeim hópi er auðsjáanlega hæfileikafólk sem erfa mun kvikmyndalandið. Af öðr- um stuttmyndum er sérstök ástæða til að geta Góðra gesta eftir Ísold Uggadóttur sem hafði, frá mínum bæjardyrum séð, alla burði til að vinna Edduna. Gamall og góður siður sem móð- urmálsunnendur hafa saknað und- anfarin ár var endurvakinn. Kvik- myndahúsaeigendur tóku höndum saman á Degi íslenskrar tungu (16. nóvember, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar) og hófu að þýða á nýjan leik heiti bíómynda á það yl- hýra. Mikið lukkaðist framkvæmdin vel, og ber að hrósa þeim öllum, eig- endunum, þýðendunum og útlits- hönnuðunum, sem notuðu í flestum tilfellum sömu leturgerð og í fyr- irmyndinni. Virðingin fyrir okkar eigin tungu fer þverrandi, stuðn- ingur frá kvikmyndahúsaeigendum er ákaflega mikilvægur því við- skiptavinahópur þeirra er einmitt á málræktarlega viðkvæmum aldri. Er óskandi að siðurinn festist í sessi um ókomin ár og íslenska nafnið verði ætíð notað við hlið þess er- lenda. Óvenjumikill fjöldi gráglettinna gamanmynda kom skemmtilega á óvart og nokkrar þeirra voru að auki í hópi þeirra bestu í ár. Á hinn bóg- inn settu fjölmargar subbumyndir sinn ófrýnilega stimpil á kvikmynda- árið. Líkt og undanfarin ár voru haldn- ar nokkrar kvikmyndahátíðir. Tvær þeirra, IIFF og RIFF, eru greini- lega komnar til að vera, og eru þær ólíkar að uppbyggingu og efnisvali. RIFF er í anda gömlu Kvik- myndahátíðar Listahátíðar og þekktra, erlendra hátíða á borð við þá í Toronto. IIFF er byggð að tals- verðu leyti á verkum óháðra og hálf- óháðra bandarískra framleiðenda og á myndum sem kvikmynda- húsaeigendur treysta sér ekki til að sýna á almennum sýningum. Það leiðir hugann að því að öll kvikmyndahús borgarinnar eru sjálfstæð fyrirtæki sem þurfa að skila hagnaði, skortur á listrænu bíói hefur aldrei verið brýnni. Þessi um- ræða er orðin afskaplega þreytt, en því skal bætt við að til stendur að opna Tjarnarbíó fyrir „arthouse“- myndir og það er góð lausn. Stað- setningin er eins og best verður á kosið (það nennir því miður enginn í Fjörðinn), en fyrst verður að taka þetta gamla miðbæjarbíó í verulega andlitslyftingu og bæta gestaaðstöð- una, einkum sætin. Þar fyrir utan var árið upp og of- an, eins og gengur, og verður nú rennt yfir framboðið, frá þeim næst- bestu niður í botnfallið þar sem verður tekinn saman að venju listi yfir 10 verstu myndir ársins. Þær næstbestu Sem fyrr segir voru óvenjumarg- ar myndir við það að komast í hinn eftirsóknarverða hóp þeirra 10 bestu, og vitaskuld er mælikvarðinn ekki fullkominn, geðþóttaákvarðanir komu við sögu ásamt smá heppni. Sú mynd sem þvældist mest fyrir mér var The Departed – Hinir fráföllnu, eftir Martin Scorsese, einn metn- aðarfyllsta leikstjóra Bandaríkj- anna. Því miður fannst mér Hinir fráföllnu eins og daufur endurómur af Goodfellas, einni bestu mynd hans, og jafnvel síðri en Casino, en allar fjalla þær um skipulagða glæpastarfsemi, þjóðfélagsböl sem við erum að byrja að kynnast fyrir alvöru, en það er önnur saga. Annar „galli“ við Hina fráföllnu er yf- irþyrmandi innkoma Nicholsons, sem skilur eftir sig tómarúm þegar hann hverfur á braut sem ungu mennirnir ná ekki að fylla. Casino Royale sannar að það er hægt að stokka spilin upp á nýtt og fá fullt hús á hendi. Berið hana t.d. saman við nokkrar nýlegar fram- haldsmyndir; X-Men 3, Batman Begins, Superman Returns, Pirates of the Caribbean, hvað þær nú heita, allar gleymdar og grafnar. Casino Royale er svo fersk og hress að Bond hefur öðlast nýtt líf. Daniel Craig á vissulega mikinn þátt í end- urkomunni og er ekki síðri uppgötv- un en Sean Connery á sínum tíma. Connery var verr menntaður en Craig, hafði mun minni reynslu á sviði og var óttalegur tréhestur í fjölda mynda á undan og eftir fyrstu Bond-myndunum, áður en hann fór að blómstra. Hann var útlitslega óaðfinnanlegur og e.t.v. líkari ímyndinni sem Fleming dró upp. En Craig bætir það upp, eins og annað. Capote, Transamerica og A Prai- rie Home Companion, síðasta verk þess mæta leikstjóra Roberts Alt- mans, hefðu örugglega komist á lista í venjulegu árferði. Þá er ótalin stríðsmyndin hans Clints Eastwo- ods, Flags of our Fathers. Minnisstæðar eru þær Syriana og ekki síður The Constant Gardener, þar fær Ralph Fiennes að sýna hvað í honum býr er tækifæri gefst, líkt og Charlize Theron í North Co- untry. The Inside Man er besta mynd Spikes Lee um árabil og Memoirs of a Geisha á sín augnablik. Walk the Line með gæðaleik- urunum Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon er stórkostleg skemmtun, og sama máli gegnir um The Devil Wears Prada. Annars er yfirleitt mestur skortur í þessum flokki, úrvalsafþreyingarmyndum. Skolað í burtu – Flushed Away, Fimir fætur – Happy Feet, Ísöld 2 – Ice Age 2 og Bílar – Cars eru þær Nýtt líf Bond hefur öðlast nýtt líf og er Danile Craig ekki síðri uppgötvun en Sean Connery á sínum tíma. Árið 2006 verður skráð á spjöld sögunnar sem kvikmyndaár yfir með- allagi segir Sæbjörn Valdimarsson og nefn- ir nokkrar góðar kvik- myndir til sögunnar, sem þó komust ekki á lista hans yfir 10 bestu myndir ársins. Frá þeim næstbestu Reuters Minnistæð Syriana, pólitísk spennumynd með George Clooney, er um margt minnistæð mynd. Reuters Úr smiðju Lees The Inside Man með Jodie Foster og Denzel Washington í að- alhlutverkum er ein besta mynd Spikes Lees um árabil. Ánægjulegt Mýrin eftir samnefndri sakamálasögu Arnaldar Indriðasonar er ein fjögurra frambærilegra ís- lenskra kvikmynda, sem sýndar voru á árinu 2006 , hinar eru Blóðbönd, Börn og Köld slóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.